Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ef þú ert ekki skíthæll ertu velkominn um borð“

Bragi Páll Sig­urð­ar­son sá við­skipta­tæki­færi í að kaupa skútu fyr­ir ferða­menn, sem gæti einnig kom­ið að góð­um not­um þeg­ar lofts­lags­breyt­ing­ar skella á. Nú er hann því bú­inn að smala sam­an hópi manna úr ólík­um átt­um til að sigla skút­unni frá Sikiley til Reykja­vík­ur. Tveir úr áhöfn­inni hafa aldrei kom­ið ná­lægt sjó eða sigl­ing­um, en með í för eru þeir Alm­ar Atla­son í kass­an­um, Frank Arth­ur Blöndahl Cassata og Sig­urð­ur Páll Jóns­son al­þing­is­mað­ur.

Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur festi nýverið kaup á skútu og leggur nú í langferð frá Sikiley á Ítalíu og heim á Íslandsstrendur. Lengi hefur það verið draumur Braga að eignast skútu, en nú tókst honum loks að selja kærustunni þá hugmynd að það væri góður bisness, að koma skútunni til landsins og leigja út til ferðamanna. Viðskiptahugmyndin er yfirvarp, segir hann, draumurinn er að sigla skútunni um heiminn með fjölskyldunni. „Lokatakmarkið er að ná einni góðri hringsiglingu áður en ég fer á eftirlaun.“ Það eru þó ekki aðeins viðskiptatækifæri og draumar sem draga Braga að skútunni, því hann telur hana geta komið að góðum notum þegar við stöndum frammi fyrir „kjarnorkuvá okkar tíma; hnattrænni hlýnun, loftslagsbreytingum, eða hvað sem þú vilt kalla það,“ segir hann.

Um þessar mundir siglir seglskútan Valkyrja nú úr höfn frá Sikiley á Ítalíu og stefnan er sett heim á Íslandsstrendur. Áætlað er að ferðin taki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum
FréttirHamfarahlýnun

Rík­ið set­ur meira fjár­magn í stækk­un flug­vall­ar held­ur en í að­gerð­ir gegn lofts­lags­vand­an­um

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via mun lík­lega trappa nið­ur upp­bygg­ingaráform á Kefla­vík­ur­flug­velli í ljósi sam­drátt­ar í ferða­þjón­ustu. Engu að síð­ur er út­lit fyr­ir að miklu meira fé verði var­ið til stækk­un­ar flug­vall­ar­ins, til að standa und­ir auk­inni flug­um­ferð til og frá Ís­landi, held­ur en í lofts­lags­áætl­un stjórn­valda og fram­kvæmd henn­ar.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu