Mest lesið

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
2

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent
3

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
Lasinn lundi: Óverdósað á menningararfi
4

Bjarni Bjarnason

Lasinn lundi: Óverdósað á menningararfi

·
Klettaklifur með allri fjölskyldunni
5

Klettaklifur með allri fjölskyldunni

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“
6

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands
7

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Jón Trausti Reynisson

Þess vegna er jörðin flöt

Samfélagsmiðlarnir sem áttu að tengja okkur saman leiddu til þess að múrar eru reistir. Við þurfum að endurskoða hvernig við neytum upplýsinga, því faraldurinn er hafinn.

Jón Trausti Reynisson

Samfélagsmiðlarnir sem áttu að tengja okkur saman leiddu til þess að múrar eru reistir. Við þurfum að endurskoða hvernig við neytum upplýsinga, því faraldurinn er hafinn.

Þess vegna er jörðin flöt
Stuðningsfólk múrsins Þrátt fyrir fordóma og alhæfingar um trúar- og þjóðarhópa var Donald Trump kjörinn forseti í fjölmenningarlandinu Bandaríkjunum gegn loforði um að reisa múr við landamærin, stofna til tollastríðs og útiloka múslima frá landinu. Allt eftir innreið samfélagsmiðla sem átti að tengja okkur öll.  Mynd: Shutterstock

Líklega höfum við flest vanist því að helsta lýðræðis- og herveldi heims er leitt af þjóðernissinnuðum lýðskrumara með lygasýki og að fleiri lýðræðisríki stefna í sömu átt.

En við getum trúað því að mannsandinn lætur ekki deigan síga.

Þann 24. mars í fyrra vann bandarískur maður það afrek að skjóta sér tæpa 600 metra til himins með heimagerðri eldflaug sem hann smíðaði sjálfur með hjálp hópfjármögnunar. Maðurinn, sem ekur limmósínu í aðalstarfi, með tvö þúsund krónur á tímann, er hluti af vaxandi bylgju sundurleits hóps sem leggur stund á rannsóknir á eðli heimsins. 

Hópurinn telur það blekkingu að jörðin sé hnöttótt.

Flestum að óvörum er þetta tvennt, í það minnsta tímabundið, afleiðingin af upplýsingabyltingunni þar sem hugar og vitsmunir alls mannkyns voru tengdir saman með netinu.

Við og hinir

Meginþráður þjóðernishyggju, sem birtist meðal annars í að auka mikilfengleika þjóða og skilgreina ytri ógnir, snýst um að afmarka tvo hópa og hagsmuni þeirra: Það erum við og svo eru þau hin. Lýðskrum gengur síðan út á að nýta eðlislæga tilhneigingu okkar til flokkadrátta og ótta við ókunnuga til þess að koma völdum í hendur þess sem gerir út á hana.

Þegar þessir hópar hafa verið afmarkaðir getur skilgreiningin á góðu og slæmu orðið afstæð. Skoðanir mótast oft af hagsmunum frekar en hlutlægum sannleika. Skyndilega verður ekki lengur rangt að brjóta gegn viðkomandi, heldur jafnvel rétt.

Næsta skref er að „hinir“ eru skilgreindir sem óvinurinn, og þá verður jafnvel skylda að brjóta gegn viðkomandi. Og allt sem einn úr hópi „hinna“ gerir er yfirfæranlegt yfir á hópinn. Þessi dýnamík þekkist í ættbálkasamfélögum, klíkum og svo í ástandi þjóðernishyggju.

Múrinn eftir samtenginguna

Yfirtaka þjóðernis- og einangrunarhyggju í bandarískum stjórnmálum átti sér stað á sama tíma og fréttaneysla færðist yfir á samfélagsmiðla. Tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna nálgast nú fréttir á samfélagsmiðlum, en mismikið þó.

Múrinn um Bandaríkin sem forseti landsins reynir nú að reisa er ekki aðeins táknmynd heldur raungerving á hugrænum múrum. Þeir spruttu upp úr róttækri byltingu í miðlun upplýsinga. 

Munurinn er ekki aðeins á örari og umfangsmeiri dreifingu efnis, heldur einnig virkni dreifingarinnar. Nú hefur neytandi upplýsinganna sjálfur lykiláhrif á það sem hann sér, bæði vegna algóriþma sem velur sjálfkrafa efni fyrir hann og félagslegs mengis sem endurspeglar gjarnan skoðanir hans. 

Við sem móttakarar

Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk hefur margvíslega eðlislæga tilhneigingu til að draga rangar ályktanir. Fólk sem hefur litla þekkingu á ákveðnu málefni, er mun líklegra en þeir sem hafa mikla þekkingu til þess að ofmeta hana, samkvæmt svokölluðum Dunning-Kruger-áhrifum.

Fólk leitar uppi upplýsingar sem renna stoðum undir fyrirliggjandi skoðanir þeirra, frekar en að sækja sér upplýsingar með óhlutdrægum hætti og meta rökrétta niðurstöðu út frá þeim. Þetta er svokölluð staðfestingarskekkja ( confirmation bias). Þegar helsta dreifileið upplýsinga er samfélagsmiðlar frekar en skipuleg upplýsingagjöf fagfólks í hliðvörslu, eins og fagleg fréttamennska á að vera, fjölgar þeim sem heyra nánast aðeins það sem þeir vilja og það sem styrkir fyrirliggjandi skoðanir þeirra, til dæmis frummennskan ótta við tiltekna öðruvísi hópa.

Fólk getur auðveldlega orðið fyrir þeim áhrifum af samfélagsmiðlum að múra sig inni í heimi eigin langana og staðfestingarskekkju, og fá upplýsingar sem bergmála eigin skoðanir, með nýfengna vörn gegn utanaðkomandi upplýsingum.

Íslenskir múrar

Á Íslandi eru starfræktir samfélagsmiðlahópar þar sem meginstefið er ótti við múslima og/eða aðra útlendinga. Hér er líka sérstakt félag um evrópska menningu, sem deilir efni af sérhæfðum fréttasíðum sem einblína á glæpi hælisleitenda og múslima í Evrópu. Vararíkissaksóknari landsins hefur stutt við málstaðinn, eins og Stundin hefur greint frá.

Nýlega var boðað til kynningarfundar um vopnaburðarnámskeið í Reykjavík, sem stutt var af þeim sem hafa alið einna helst á ótta við múslima. 

Við vitum núna að fjöldamorðinginn sem myrti fimmtíu múslima í mosku á Nýja-Sjálandi í beinni útsendingu á Facebook hafði heimsótt Ísland og sannfærst um að múslimar væru óvinir hér sem annars staðar.

Það er auðvelt að sannfæra fólk um að óttast annan hóp fólks og hægara að fá fólk til að reisa múra en fella þá.

Upplýsingar sem næring

Segja má að upplýsingar sem okkur langar eðlislægt í, en skaða okkur vegna þess að þær eru falskar, eigi sér heilsufarslega hliðstæðu í kleinuhring, sneisafullur af kaloríum en gjörsneyddur næringarefnum. En sumar upplýsingar virka eins og vírusar, þeim er ætlað að dreifa hugmyndafræði. Án þess að við vissum af eru þær færðar fram af ásetningi um að hafa áhrif á okkur.

Faraldur lélegra upplýsinga á sér hliðstæðu í sögu Vesturlanda undanfarna áratugi. Sprenging varð í matvælaframleiðslu, ekki síst í Bandaríkjunum, þar sem iðnaðarframleiðsla mikið unninna matvæla úr sykrum og fínu hveiti lækkaði verð á hverja kaloríu. Á sama tíma og stóraukning varð í framboði á ódýrum mat, og tekjur almennings stóðu í stað, hófst þar mesti offitufaraldur mannkynssögunnar, með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsu fólks, ekki síst þeirra efnaminni. Tæplega helmingur Bandaríkjamanna glímir nú við offitu. Það og svo hagnaðardrifin heilbrigðis- og tryggingarþjónusta útskýrir líklega að miklu leyti hvers vegna engin vestræn þjóð eyðir meira í heilbrigðisþjónustu en Bandaríkjamenn, eða um 17 prósent af landsframleiðslu, miðað við til dæmis 8,3 prósent í velferðarríkinu Íslandi og 11 prósent í Svíþjóð.

Hvað setur þú í þig?

Upplýsingar eru næring vitsmuna okkar. En við erum þróunarlega einsett til að vilja kleinuhringi fremur en grænkál.

Líkt og þegar bragðgóður og ódýr sykur- og hveitimatur flæddi yfir vestræn samfélög, með offitufaraldur sem afleiðingu, opnuðu samfélagsmiðlar fyrir órekjanlegar, ódýrar og óáreiðanlegar upplýsingar, sem dreifðust oft í krafti breyskra langana okkar og tilhneiginga.

„Nú er þörf á vakningu um heilnæmar upplýsingar“

Í kjölfar offitufaraldursins hefur orðið lýðheilsuvakning, en nú er þörf á vakningu um heilnæmar upplýsingar, þar sem hugsanir okkar og ákvarðanir vinna úr þeim upplýsingum sem við neytum.

Líkamleg heilsa skiptir ekki eingöngu máli, heldur einnig samtengd andleg heilsa, tilfinningaleg heilsa og svo vitsmunaleg heilsa, sem hefur á endanum áhrif á ákvarðanatöku samfélags okkar. 

Við þurfum að fara með upplýsingar eins og matinn. Til þess þurfum við að borga fyrir þær, því annars getum við vænst þess að drifkraftur upplýsingadreifingarinnar er ekki við, heldur hliðstæða sýkla eða sykurs.

Við þurfum að krefjast þess að dreifing upplýsinga sé rekjanleg, ómenguð af hagsmunum og heilnæm. Við þurfum markvisst að kenna fjölmiðlalæsi og svo sjálfsþekkingu, til að vinna gegn eðlislægum hugsanavillum. 

Frelsi til mistaka

Veikari ákvarðanataka, til dæmis í kosningum, hefur neikvæð áhrif á farsæld samfélagsins. Við sjáum afleiðingarnar í löndum í kringum okkur, rótgrónustu lýðræðisríkjum heims.

Þótt kreppa lýðræðisins í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu, Ungverjalandi, Póllandi, Austurríki og víðar kunni að virðast rök gegn lýðræðinu sem slíku, getur hins vegar myndast hjarðónæmi með heilbrigðri og upplýstri umræðu. Forsendan fyrir lærdómi er að fá tækifæri til að ganga í gegnum mistök og afleiðingar þeirra. Þótt ekki sé þar með sagt að öll mistök verði yfirstigin, er mikilvægasta verkefnið að sundurgreina það sem við getum gert frá því sem við ráðum ekki, og gera eitthvað.

Hugtakið falskar fréttir er víxlverkandi og stigmagnandi. Um leið og það lýsir hættulegu fyrirbæri sem ógnar þekkingu og ákvarðanatöku almennings, er það skálkaskjól, tæki til að grafa undan tiltrú á staðfestanlegum staðreyndum.

Þannig verður jörðin flöt

Er jörðin flöt? Já. Ef þú horfir bara í kringum þig sérðu að hún er flöt. Það er augljóst. Og þannig þarf bara einn kaldan dag til að afsanna hlýnun jarðar.

En upplifun eins er afstæð, á meðan þekking er sammannleg og verður hlutlæg og stundum algild með vísindalegri aðferð. Því meira sem heimsmyndin er þrengd og einangruð frá öðrum, þess flatari verður hún.

Þeir sem reisa múra í kringum sig til að afloka sig frá öðrum hætta á sambýli við ótta og „heimsku“. En líklega er engin betri leið til að fá einhvern til að reisa múra en að kalla viðkomandi heimskan eða gera lítið úr honum vegna skoðana, enda eru skoðanir stundum samofnar sjálfsmyndinni og þar með stoltinu. Við getum ekki brotið múrana með valdi, heldur með samtengingu og upplýsingu sem grefur undan hatri og „heimsku“.

---

Sjá einnig grein eins stofenda Facebook í New York Times í dag: It's Time to Break up Facebook.

Tengdar greinar

Leiðari

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Jón Trausti Reynisson
·

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Óvinir fólksins

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Óvinir fólksins

·

Við getum því valið að láta sem ekkert sé, látið sem það snerti okkur ekki, hafi ekki áhrif á líf okkar og samfélag, en við vitum samt að það er blekking. Atlaga að frelsi fjölmiðla er atlaga að okkur öllum.

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson

Meðvirkni með siðleysi

Jón Trausti Reynisson
·

Sagan af því hvernig stjórnmálamenn sem sýndu fáheyrt siðleysi náðu að verða miðdepill þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar myrkrið mætir börnunum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Við ætluðum okkur það kannski ekki en framtíðarsýnin sem við skildum eftir okkur fyrir næstu kynslóðir er ansi myrk. Við höfum enn tækifæri til að breyta henni, en íslenskir stjórnmálamenn hafa líka séð tækifærin til að hagnast á ógninni. Nú stöndum við frammi fyrir ákvörðun, á tíma þegar það þykir „gróðavænlegt að láta jörðina fara til helvítis“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
2

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent
3

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
Lasinn lundi: Óverdósað á menningararfi
4

Bjarni Bjarnason

Lasinn lundi: Óverdósað á menningararfi

·
Klettaklifur með allri fjölskyldunni
5

Klettaklifur með allri fjölskyldunni

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“
6

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands
7

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·

Mest deilt

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent
2

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“
3

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands
4

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·
Betri hugmynd handa Óla Birni
5

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
6

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·

Mest deilt

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent
2

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“
3

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands
4

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·
Betri hugmynd handa Óla Birni
5

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
6

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·

Mest lesið í vikunni

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
2

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
3

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
4

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
5

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi
6

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·

Mest lesið í vikunni

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
2

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
3

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
4

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
5

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi
6

Hannes Hólmsteinn: Hægri-lýðstefna allt annað en fasismi

·

Nýtt á Stundinni

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·
Er ráðgátan um tilgang randa sebrashesta leyst?

Er ráðgátan um tilgang randa sebrashesta leyst?

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·
Að virða fyrir sér skúlptúr er eins og að horfa á dans

Að virða fyrir sér skúlptúr er eins og að horfa á dans

·
Lasinn lundi: Óverdósað á menningararfi

Bjarni Bjarnason

Lasinn lundi: Óverdósað á menningararfi

·
Klettaklifur með allri fjölskyldunni

Klettaklifur með allri fjölskyldunni

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Betri hugmynd handa Óla Birni

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·