„Tölum um þungunarrof sem sjálfsagt val kvenna“

Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, segir að núgildandi fóstureyðingarlög hafi bitnað illa á fámennum hópi kvenna, einkum þeim er standa höllustum fæti í samfélaginu.

johannpall@stundin.is

Núgildandi lög um fóstureyðingar bitna harkalega á fámennum hópi þungaðra kvenna sem leita sér læknisaðstoðar seint og óska eftir fóstureyðingu af félagslegum ástæðum. Þetta segir Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir, í samtali við Stundina.

Í hópnum eru til dæmis konur í ofbeldissamböndum, konur með geðræn vandamál, grunnskólastúlkur sem vita ekki að þær eru óléttar eða þora ekki að segja foreldrum sínum að þær hafi sofið hjá, heimilislausar konur í harðri neyslu, erlendar konur í veikri stöðu og svona mætti lengi telja. 

Um er að ræða undantekningartilvik, aðeins örfáar konur á ári. En því lengur sem núgildandi lög um fóstureyðingar haldast óbreytt, því fleiri verða dæmin; því fleiri konur fá þau svör frá fæðingarlæknum og félagsráðgjöfum að þær þurfi að ganga með og fæða barn gegn vilja sínum.

Tafirnar hafa bitnað á hópnum

Þann 2. nóvember síðastliðinn birti Sigurlaug grein á Vísi.is þar sem hún vakti athygli á stöðu þessara kvenna og tók ímynduð dæmi, byggð á hennar eigin reynslu sem fæðingarlæknir (sjá hér til hliðar). 

„Mér fannst að það vantaði innlegg frá fagfólki og raunhæf dæmi sem leikmenn geta skilið,“ segir hún. „Dæmin sem ég nefni eru ekki algeng en þau skipta samt máli. Við getum ekki litið fram hjá þessum hópi, konunum sem óska eftir þungunarrofi án þess að fósturgalli sé til staðar og hafa uppgötvað of seint að þær eru þungaðar eða leitað aðstoðar of seint.“ 

Í verstu tilvikunum getur þungunin aukið verulega á eymd kvennanna. „Stundum halda þær áfram sinni neyslu, jafnvel þótt heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að halda þeim í mæðravernd og fylgja þeim eftir. Þá getur þungunin, samviskubitið og óvissan gert þjáningar þeirra enn sárari.“

Færa má rök fyrir því að núgildandi fóstureyðingarlöggjöf hafi brugðist þessum hópi kvenna og haft alvarlegar afleiðingar. Samt hefur sáralítil umræða farið fram um þessa hlið málsins.

„Umræðan er svo stigmatíseruð. Það hefur staðið til að breyta lögunum í háa herrans tíð en einhvern veginn alltaf verið frestað, og það hefur bitnað á þessum konum,“ segir Sigurlaug.

Konunni sjálfri fullkomlega treystandi

Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof myndi skipta sköpum fyrir umræddan hóp, en lagt er til að konum verði veittur skilyrðislaus réttur til að gangast undir þungunarrof allt til loka 22. viku (21 vika og 6 dagar). 

„Í grunninn finnst mér einfaldlega að það eigi að treysta konunni sjálfri fyrir því að ákveða hvort hún haldi áfram þungun eða ekki,“ segir Sigurlaug. „Mér finnst óeðlilegt að konur séu látnar senda einhverri nefnd beiðni um leyfi til að rjúfa þungun sem þær telja sig ekki geta staðið undir. Þeim er fullkomlega treystandi til að meta sjálfar hvað er þeim fyrir bestu og mér finnst að gildi einhverra annarra eigi ekki að geta trompað sjálfsákvörðunarrétt kvennanna.“ 

Sigurlaug bendir á að lagaframkvæmdin í dag sé með þeim hætti að kona sem gengur með fóstur sem greinist með fósturgalla geti gengist undir þungunarrof allt til loka 22. viku. Mörkin séu hins vegar við 16 vikur hjá þeim sem óska eftir fóstureyðingu af félagslegum ástæðum. Sigurlaug hefur efasemdir um að rétt sé að gera svo skarpan greinarmun á fóstureyðingum vegna fósturgalla og fóstureyðingum af félagslegum ástæðum.  

„Þegar eitthvað er að fóstri þá velur fólk fyrir sjálft sig hvort það treystir sér til að hugsa um langveika barnið og þar spila alltaf aðstæður inn í, til dæmis það hvort fólk eigi börn þá þegar og hvaða áhrif þetta hefur á fjölskyldulífið. Þetta er í raun oft félagslegt hvort tveggja og ég er ekki viss um að það sé rétt að skilja svo mjög á milli félagslegra ástæðna og læknisfræðilegra. Í nýja frumvarpinu er sá greinarmunur afnuminn.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

·
Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·