Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

„Tölum um þungunarrof sem sjálfsagt val kvenna“

Sig­ur­laug Bene­dikts­dótt­ir, fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­lækn­ir, seg­ir að nú­gild­andi fóst­ur­eyð­ing­ar­lög hafi bitn­að illa á fá­menn­um hópi kvenna, einkum þeim er standa höllust­um fæti í sam­fé­lag­inu.

Sig­ur­laug Bene­dikts­dótt­ir, fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­lækn­ir, seg­ir að nú­gild­andi fóst­ur­eyð­ing­ar­lög hafi bitn­að illa á fá­menn­um hópi kvenna, einkum þeim er standa höllust­um fæti í sam­fé­lag­inu.

Núgildandi lög um fóstureyðingar bitna harkalega á fámennum hópi þungaðra kvenna sem leita sér læknisaðstoðar seint og óska eftir fóstureyðingu af félagslegum ástæðum. Þetta segir Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðingar- og kvensjúkdómalæknir, í samtali við Stundina.

Í hópnum eru til dæmis konur í ofbeldissamböndum, konur með geðræn vandamál, grunnskólastúlkur sem vita ekki að þær eru óléttar eða þora ekki að segja foreldrum sínum að þær hafi sofið hjá, heimilislausar konur í harðri neyslu, erlendar konur í veikri stöðu og svona mætti lengi telja. 

Um er að ræða undantekningartilvik, aðeins örfáar konur á ári. En því lengur sem núgildandi lög um fóstureyðingar haldast óbreytt, því fleiri verða dæmin; því fleiri konur fá þau svör frá fæðingarlæknum og félagsráðgjöfum að þær þurfi að ganga með og fæða barn gegn vilja sínum.

Tafirnar hafa bitnað á hópnum

Þann 2. nóvember síðastliðinn birti Sigurlaug grein á Vísi.is þar sem hún vakti athygli á stöðu þessara kvenna og tók ímynduð dæmi, byggð á hennar eigin reynslu sem fæðingarlæknir (sjá hér til hliðar). 

„Mér fannst að það vantaði innlegg frá fagfólki og raunhæf dæmi sem leikmenn geta skilið,“ segir hún. „Dæmin sem ég nefni eru ekki algeng en þau skipta samt máli. Við getum ekki litið fram hjá þessum hópi, konunum sem óska eftir þungunarrofi án þess að fósturgalli sé til staðar og hafa uppgötvað of seint að þær eru þungaðar eða leitað aðstoðar of seint.“ 

Í verstu tilvikunum getur þungunin aukið verulega á eymd kvennanna. „Stundum halda þær áfram sinni neyslu, jafnvel þótt heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að halda þeim í mæðravernd og fylgja þeim eftir. Þá getur þungunin, samviskubitið og óvissan gert þjáningar þeirra enn sárari.“

Færa má rök fyrir því að núgildandi fóstureyðingarlöggjöf hafi brugðist þessum hópi kvenna og haft alvarlegar afleiðingar. Samt hefur sáralítil umræða farið fram um þessa hlið málsins.

„Umræðan er svo stigmatíseruð. Það hefur staðið til að breyta lögunum í háa herrans tíð en einhvern veginn alltaf verið frestað, og það hefur bitnað á þessum konum,“ segir Sigurlaug.

Konunni sjálfri fullkomlega treystandi

Frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof myndi skipta sköpum fyrir umræddan hóp, en lagt er til að konum verði veittur skilyrðislaus réttur til að gangast undir þungunarrof allt til loka 22. viku (21 vika og 6 dagar). 

„Í grunninn finnst mér einfaldlega að það eigi að treysta konunni sjálfri fyrir því að ákveða hvort hún haldi áfram þungun eða ekki,“ segir Sigurlaug. „Mér finnst óeðlilegt að konur séu látnar senda einhverri nefnd beiðni um leyfi til að rjúfa þungun sem þær telja sig ekki geta staðið undir. Þeim er fullkomlega treystandi til að meta sjálfar hvað er þeim fyrir bestu og mér finnst að gildi einhverra annarra eigi ekki að geta trompað sjálfsákvörðunarrétt kvennanna.“ 

Sigurlaug bendir á að lagaframkvæmdin í dag sé með þeim hætti að kona sem gengur með fóstur sem greinist með fósturgalla geti gengist undir þungunarrof allt til loka 22. viku. Mörkin séu hins vegar við 16 vikur hjá þeim sem óska eftir fóstureyðingu af félagslegum ástæðum. Sigurlaug hefur efasemdir um að rétt sé að gera svo skarpan greinarmun á fóstureyðingum vegna fósturgalla og fóstureyðingum af félagslegum ástæðum.  

„Þegar eitthvað er að fóstri þá velur fólk fyrir sjálft sig hvort það treystir sér til að hugsa um langveika barnið og þar spila alltaf aðstæður inn í, til dæmis það hvort fólk eigi börn þá þegar og hvaða áhrif þetta hefur á fjölskyldulífið. Þetta er í raun oft félagslegt hvort tveggja og ég er ekki viss um að það sé rétt að skilja svo mjög á milli félagslegra ástæðna og læknisfræðilegra. Í nýja frumvarpinu er sá greinarmunur afnuminn.“

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Fréttir

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir upp vegna fjár­svelt­is stofn­un­ar­inn­ar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.
Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Flækjusagan

Ír­an: Stór­veldi í bráð­um 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.
Rithöfundar eru auðlind – en hvað með ágóðann?
Menning

Rit­höf­und­ar eru auð­lind – en hvað með ágóð­ann?

Ljóst að er lands­lag­ið í út­gáfu er sí­breyti­legt og jörð­in álíka óstöð­ug fyr­ir rit­höf­unda. Eitt er þó víst og það er gildi jóla­bóka­flóðs­ins, bæði fyr­ir höf­unda og út­gef­end­ur.
,,Hérna fæ ég frið“
Fólkið í borginni

,,Hérna fæ ég frið“

Omel Svavars sæk­ir í for­dóma­leys­ið og frið­inn á barn­um Mónakó við Lauga­veg.
Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Hvenær byrjarðu að hugsa sjálfstætt?
Viðtal

Hvenær byrj­arðu að hugsa sjálf­stætt?

Natasha S. er al­in upp í Moskvu og mennt­að­ur blaða­mað­ur. Hún kom fyrst til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um síð­an, dvaldi hér á landi um ára­bil og hélt því næst til Sví­þjóð­ar þar sem hún bjó um skeið. Hún rit­stýrði og átti verk í ljóða­safn­inu Póli­fón­ía af er­lend­um upp­runa, en ljóð­in voru eft­ir fjór­tán höf­unda af er­lend­um upp­runa, bú­setta á Ís­landi, og verk­ið þótti marka tíma­mót í ís­lensk­um bók­mennt­um. Þeg­ar stríð­ið braust út í Úkraínu byrj­aði Natasha að skrifa – á ís­lensku. Og hlaut bók­mennta­verðlun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar fyr­ir bók­ina Mál­taka á stríðs­tím­um.
Lítil en samt stór bók eftir Nóbelsverðlaunahafa ársins
GagnrýniStaðurinn

Lít­il en samt stór bók eft­ir Nó­bels­verð­launa­hafa árs­ins

Nú má vona að Nó­bels­verð­laun­in verði til þess að fleiri framúrsk­ar­andi verk Annie Ernaux reki á fjör­ur ís­lenskra les­enda.
Fréttaritari í jólabókaflóðinu
Menning

Frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu

Bóka­blað­ið fékk Kamillu Ein­ars­dótt­ur, rit­höf­und og bóka­vörð á Þjóð­ar­bók­hlöð­unni, til að ger­ast sér­leg­ur frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu og fara á stúf­ana. Hún skrif­ar um hinar og þess­ar bæk­ur sem verða á vegi henn­ar og slúðr­ar um bókapartí og höf­unda.
Tuddinn í búðinni
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Tudd­inn í búð­inni

Hve lengi munu stjórn­mála­menn, sem vilja láta taka sig há­tíð­lega sem þjóna al­menn­ings, halda áfram að þjóna und­ir rass­gat­ið á rudd­an­um svo hann verði ekki fúll?
Kæra um heimilisofbeldi felld niður: Manninum vísað frá fæðingu í lögreglufylgd
Fréttir

Kæra um heim­il­isof­beldi felld nið­ur: Mann­in­um vís­að frá fæð­ingu í lög­reglu­fylgd

„Það voru svo rosa­lega áber­andi áverk­ar á mér,“ seg­ir Ólafía Gerð­ur. Hún hafi ver­ið svo log­andi hrædd að þeg­ar lög­regla spurði hana um glóð­ar­auga hafi hún sagt að litla dótt­ir henn­ar hefði óvart skall­að hana. Gögn sýna að lög­regla fjar­lægði mann­inn af spít­al­an­um með­an Ólafía var að fæða dótt­ur þeirra og ör­ygg­is­vörð­ur vakt­aði sæng­ur­legu­deild­ina. Ólafía Gerð­ur kærði mann­inn fyr­ir heim­il­isof­beldi en mál­ið var lát­ið nið­ur falla.
Jón Baldvin dæmdur fyrir kynferðislega áreitni
Fréttir

Jón Bald­vin dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni

Jón Bald­vin Hanni­bals­son hlaut tveggja mán­aða skil­orðs­bund­inn fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa áreitt Car­men Jó­hanns­dóttt­ur kyn­ferð­is­lega ár­ið 2018. Car­men seg­ir dóm­inn sig­ur fyr­ir fjölda annarra kvenna. Jón Bald­vin hyggst sækja um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­rétt­ar.