Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Góðar mæður, slæmar mæður og saklaus börn

Öll um­ræða um þung­un­ar­rof er ná­tengd hug­mynd­um fólks um móð­ureðl­ið – hvernig kon­ur eigi að vera og hvaða til­finn­ing­ar þær eigi að bera í brjósti. Þrjú þemu eru áber­andi í orð­ræð­unni: Góð­ar mæð­ur sem vilja ganga með og eiga börn sín, slæm­ar mæð­ur sem hafna börn­um sín­um og eyða þeim og sak­laus fóst­ur sem eru per­sónu­gerð og köll­uð börn, því sem næst frá getn­aði.

Góðar mæður, slæmar mæður og saklaus börn
Hissa á umræðunni Sunna vann greiningu á orðræðu um þungunarrof í Bretlandi fyrir rúmlega áratug. Á þeim tíma hafði hún orð á því að slík orðræða gæti aldrei komið upp á Íslandi. Opinber umræða síðustu vikna um þungunarrof hér á landi kom henni því verulega á óvart. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fyrir ellefu árum lá fyrir breska þinginu frumvarp sem ætlað var að þrengja lög um þungunarrof í Bretlandi, stytta tímarammann sem konur hefðu til að framkvæma það úr 24 vikum í 20 eða 22 vikur. Lagabreytingin, sem náði raunar á endanum ekki fram að ganga, olli hins vegar heitum umræðum í samfélaginu og mörg hundruð greinar um þungunarrof birtust í blöðum og tímaritum. Ein þeirra sem fylgdist grannt með umræðunni var Sunna Símonardóttir, aðjúnkt í félagsfræði við HÍ, sem á þeim tíma var í meistaranámi í kynjafræði við Háskólann í Leeds. „Þessi umræða heltók mig, því það voru svo margir snertifletir á móðurhlutverkinu annars vegar og hins vegar á umræðunni um þungunarrof,“ segir Sunna, sem sjálf var þá nýorðin móðir, upptekin af því hlutverki og hugmyndum tengdum móðurhlutverkinu. Einmitt á þessum tíma var hún í því ferli að velja sér viðfangsefni fyrir lokaverkefni sitt og tók þá ákvörðun um að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár