Góðar mæður, slæmar mæður og saklaus börn

Öll umræða um þungunarrof er nátengd hugmyndum fólks um móðureðlið – hvernig konur eigi að vera og hvaða tilfinningar þær eigi að bera í brjósti. Þrjú þemu eru áberandi í orðræðunni: Góðar mæður sem vilja ganga með og eiga börn sín, slæmar mæður sem hafna börnum sínum og eyða þeim og saklaus fóstur sem eru persónugerð og kölluð börn, því sem næst frá getnaði.

Góðar mæður, slæmar mæður og saklaus börn
Hissa á umræðunni Sunna vann greiningu á orðræðu um þungunarrof í Bretlandi fyrir rúmlega áratug. Á þeim tíma hafði hún orð á því að slík orðræða gæti aldrei komið upp á Íslandi. Opinber umræða síðustu vikna um þungunarrof hér á landi kom henni því verulega á óvart.  Mynd: Heiða Helgadóttir
holmfridur@stundin.is

Fyrir ellefu árum lá fyrir breska þinginu frumvarp sem ætlað var að þrengja lög um þungunarrof í Bretlandi, stytta tímarammann sem konur hefðu til að framkvæma það úr 24 vikum í 20 eða 22 vikur. Lagabreytingin, sem náði raunar á endanum ekki fram að ganga, olli hins vegar heitum umræðum í samfélaginu og mörg hundruð greinar um þungunarrof birtust í blöðum og tímaritum. Ein þeirra sem fylgdist grannt með umræðunni var Sunna Símonardóttir, aðjúnkt í félagsfræði við HÍ, sem á þeim tíma var í meistaranámi í kynjafræði við Háskólann í Leeds. „Þessi umræða heltók mig, því það voru svo margir snertifletir á móðurhlutverkinu annars vegar og hins vegar á umræðunni um þungunarrof,“ segir Sunna, sem sjálf var þá nýorðin móðir, upptekin af því hlutverki og hugmyndum tengdum móðurhlutverkinu. Einmitt á þessum tíma var hún í því ferli að velja sér viðfangsefni fyrir lokaverkefni sitt og tók þá ákvörðun um að ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kona fer í stríð

Illugi Jökulsson

Kona fer í stríð

·
Japansdvöl breytti mínu lífi

Japansdvöl breytti mínu lífi

·
Enn önnur fasistaheimsókn?

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·