Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sótt til saka fyrir að hjálpa fólki á flótta

Þeim sem að­stoða flótta­fólk og sýna því sam­stöðu er mætt af sí­auk­inni hörku í ríkj­um Evr­ópu. Dæmi eru um að fólk sem bjarg­aði hundruð­um manns­lífa sé sótt til saka fyr­ir svo­kall­aða sam­stöð­uglæpi. Í ný­legri skýrslu sam­taka sem berj­ast gegn ras­isma er fjall­að ít­ar­lega um þessa uggvæn­legu þró­un og með­al ann­ars vís­að í ný­legt dæmi frá Ís­landi.

Ríki Evrópu beita nú ákæruvaldinu af aukinni hörku gegn einstaklingum sem fremja svokallaða samstöðuglæpi [e. crimes of solidarity] með því að veita flótta- og förufólki aðstoð og/eða sýna því samstöðu. Fólk er meðal annars sótt til saka fyrir að bjarga lífi sjófarenda á flótta, fyrir að veita þeim húsaskjól í landi, eða fyrir að reyna að koma í veg fyrir að þeim sé vísað úr landi. Þá eru dæmi þess að sjálfboðaliðar mannúðarsamtaka séu ákærðir á grundvelli hryðjuverkalaga, símar þeirra hleraðir og/eða bankareikningar frystir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu frá breskri stofnun sem berst gegn rasisma í Evrópu, Institute for Race Relations, IRR, en skýrslan ber heitið When witnesses won’t be silenced: citizens’ solidarity and criminalisation.

Dæmdar fyrir samstöðuglæpJórunn Edda og Ragnheiður Freyja voru í byrjun apríl dæmdar í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að standa upp í flugvél …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár