Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
3

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
7

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Illugi Jökulsson

Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu

Fornleifafræðingar við þjóðminjasafnið í Keníu voru að skoða í skúffurnar sínar og rákust á safn fornra hýenubeina sem þar höfðu verið sett í geymslu fyrir 40 árum. En þegar þeir fundu vígtennur á stærð við banana rann upp fyrir þeim að eitthvað annað en hýena var þarna á ferð.

Illugi Jökulsson

Fornleifafræðingar við þjóðminjasafnið í Keníu voru að skoða í skúffurnar sínar og rákust á safn fornra hýenubeina sem þar höfðu verið sett í geymslu fyrir 40 árum. En þegar þeir fundu vígtennur á stærð við banana rann upp fyrir þeim að eitthvað annað en hýena var þarna á ferð.

Ný tegund af „risaljóni“ fannst í skúffu
Simbakubwa kutokaafrika. Mauricio Anton gerði þessa mynd eftir niðurstöðum vísindamannanna. 

Í vestanverðri Keníu er staður sem kallast Meswa og ég kann ekki frekari skil á, nema hvað þar hafa gjarnan fundist merkileg bein og steingervingar. Árið 1981 tilkynntu fornleifafræðingar til dæmis um fund merkilegra steingervinga af apategund sem kölluð hefur verið proconsul africanus og uppi var fyrir um 20 milljón árum. Steingerð bein proconsul höfðu fyrst fundist rétt rúmum 30 árum fyrr við Viktoríuvatn. Nú er talið að proconsul sé einskonar millistig milli apakatta og mannapa. Hann gæti því flokkast í hópi forfeðra manna, eða altént má líta á hann sem náskyldan forfeðrum okkar.

Gömul hýenubein?

Við Meswa fannst reyndar svo mikið af steingervingum á nokkrum árum að engin leið var fyrir vísindamenn að rannsaka þá alla saman strax. Mikið af beinum var því sett í geymslu í þjóðminjasafninu í Næróbí, höfuðborg Keníu, og þar á meðal fjöldi beina sem fornleifafræðingum sýndist í fljótu bragði að væru af ættingjum hýena. 

Proconsul africanus.Líklega var proconsul á stærð við lítinn simpansa.

Þar gleymdust svo beinin meðan fornleifafræðingarnir leituðu uppi og rannsökuðu það sem þeim fannst meira spennandi en gömul hýenubein.

Og ef hefði nú til dæmis kviknað í safninu, þá hefðum við aldrei frétt af því sem þarna leyndist.

Nú fyrir skömmu fóru menn hins vegar að skoða beina í geymslunni, fjórum áratugum eftir að þeim var komið þar fyrir. Og þá gaf á að líta. Þegar menn rákust í beinahrúgunni á vígtennur sem voru á stærð við banana var ljóst að þarna voru engar hýenur á ferðinni.

Stærri en hvítabjörn

Matt nokkur Borths við Duke háskóla í Norður Karólínu í Bandaríkjunum var einn þeirra sem rannsökuðu beinin og hafa nú birt niðurstöður sínar í tímaritinu Journal of vertebrate Paleontology. Samkvæmt því sem Borths sagði frá í samtali við veftímaritið Science reyndust jaxlar þessarar skepnu þegar 6 sentímetrar á lengd, augntennurnar voru 10 sentímetra langar og kjálkinn sem geymdi tennurnar var einkar sterklegur.

Dýrið hefur verið 1,2 metrar á hæð, vegið hvorki meira né minna en 1.500 kíló eða hálft annað tonn. Lengdin frá trýni aftur á hala hefur verið um 2,4 metrar. Þetta dýr var því töluvert stærra en ljón og tígrisdýr og sennilega stærra en hvítabjörn. Það þýðir að dýrið hefur verið eitt allra stærsta landrándýr sögunnar, það er að segja af kyni spendýra.

Óskylt bæði hýenum og ljónum

Dýrið hefur nú fengið fræðiheitið simbakubwa kutokaafrika en þetta er svahílí og þýðir „stóra ljón frá Afríku“. Ljóst er þó að dýrið hefur verið alls óskylt bæði hýenum og ljónum, heldur af sérstakri grein rándýra sem nú er með öllu útdauð. Forfeður kattadýra eins og ljóna komu fram löngu eftir að simbakubwa var dauður út eða fyrir „aðeins“ tæpum 4 milljónum ára. 

Ekki er enn öllu meira vitað um þessa rosalegu rándýrsstegund sem hér hefur komið fram úr skúffunum í Keníu, en sjálfsagt fara vísindamenn nú að leita fleiri beina af ljóninu sem er ekki ljón.

Eitt enn liggur í augum uppi. Fyrst dýrið hafði fyrir því að þróa með sér þessar ógnarlegu tennur, þá hafa þær verið notaðar. Og þá má vænta þess að mikið hafi gengið á.

Sá hlær best

Sjálfsagt hefur „stóra ljónið“ ekki slegið loppunni á móti því að sökkva tönnunum í eins og einn proconsul þótt apinn sá hafi ekki verið margir munnbitar fyrir tröllið. En þar sem proconsul flúði upp í tré í Meswa til að bjarga lífinu og hímdi þar meðan „stóra ljónið“ bölsótaðist á jörðu niðri, þá má vera að proconsul hefði þótt forvitnilegt að vita að 20 milljón árum seinna yrðu afkomendur hans eða altént frændur orðnir herrar jarðarinnar og allra dýranna, en tannhvassi grimmdarseggurinn löngu, löngu útdauður og nærri gleymdur oní skúffu.

Sá hlær best sem síðast hlær, er það ekki svoleiðis?

Tengdar greinar

Flækjusagan

Kona fer í stríð

Illugi Jökulsson

Kona fer í stríð

Illugi Jökulsson
·

Ekki var algengt í sögu Rómaveldis að kona kveddi út soldáta í tugþúsunda tali til að berjast til æðstu valda. Reyndar er aðeins eitt dæmi til um slíkt í þúsund ára sögu ríkisins. Hér er niðurlag sögunnar um Fúlvíu sem virtist um tíma þess albúin að knésetja Ágústus, fyrsta Rómarkeisarann.

Konan sem vildi verða Rómarkeisari

Illugi Jökulsson

Konan sem vildi verða Rómarkeisari

Illugi Jökulsson
·

Rómaveldi var feðraveldið uppmálað. Í þúsund ára sögu þess, sem einkenndist af sífelldum hernaði, er aðeins vitað um eina konu sem stýrði her og virtist hafa metnað til að verða hæstráðandi í ríkinu. Það var Fúlvía.

Má leiðrétta Faðirvorið?

Illugi Jökulsson

Má leiðrétta Faðirvorið?

Illugi Jökulsson
·

Frans páfi hefur látið það boð út ganga að orðin: „Eigi leið þú oss í freistni“ í bæninni, sem Jesúa frá Nasaret kenndi lærisveinum sínum, séu þýðingarvilla. En er það svo?

Ósigur verður glæstur sigur

Illugi Jökulsson

Ósigur verður glæstur sigur

Illugi Jökulsson
·

Persa vantaði sárlega sagnaritara. Jafnvel sigrar þeirra urðu að ósigrum í ritum Grikkja.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
3

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Myndin af Pence
7

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
4

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Stuð í Feneyjum
5

Stuð í Feneyjum

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Hamingja er
2

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
4

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Stuð í Feneyjum
5

Stuð í Feneyjum

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
4

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·

Nýtt á Stundinni

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

Sólveig Anna Jónsdóttir

Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið

·
Draumur um fjárhagslegt frelsi

Draumur um fjárhagslegt frelsi

·
Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

Lífsgildin

Ábyrgð okkar á Amazonskógunum

·
Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

·
Hamingja er

Didda Jónsdóttir

Hamingja er

·
Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

Hvernig NRA varð að hættulegustu samtökum Bandaríkjanna

·
Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·
Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·