Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
2

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði
7

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“

Frosti Sigurjónsson segist ætíð hafa verið ötull talsmaður gegn þriðja orkupakkanum þótt hann hafi samþykkt innleiðingu á „meinlitlum“ reglum úr pakkanum. „Það var Ragnheiður Elín sem barðist fyrir þessu frumvarpi,“ skrifar hann.

Björn sakar Frosta og Sigmund um „dæmalausa tækifærismennsku“
ritstjorn@stundin.is

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Frosta Sigurjónsson harðlega og sakar þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson um pólitíska tækifærismennsku vegna andstöðunnar við innleiðingu þriðja orkupakkans. „Þú studdir mikilvægt ákvæði í þriðja orkupakkanum en fórst leynt með það,“ segir Björn við Frosta í umræðu á Facebook.

Eins og Stundin fjallar um í dag átti ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frumkvæði að því árið 2014 að reglur úr þriðja orkupakkanum voru innleiddar í íslenskan rétt án þess að þær hefðu verið samþykktar á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar og teknar upp í EES-samninginn. 

Frosti, sem á þeim tíma var þingmaður Framsóknarflokksins en er nú talsmaður baráttuhreyfingar gegn þriðja orkupakkanum, var í hópi þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpinu. Slíkt hið sama gerðu þrír núverandi þingmenn Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorsteinn Sæmundsson.

Björn Bjarnason vekur athygli á umfjöllun Stundarinnar á Facebook og skrifar: „Að Sigmundur Davíð, Frosti Sigurjonsson og Þorsteinn Sæmundsson komi nú fram og tali eins og þeir gera um innleiðingu þriðja orkupakkans og tengingar við önnur raforkukerfi afhjúpar dæmalausa tækifærismennsku eins og þessi frásögn sem hér fylgir sýnir. (…) Skyldu þingmenn Miðflokksins og Frosti biðja þá afsökunar sem þeir hafa blekkt undanfarnar vikur og mánuði? Skyldu framsóknarmenn átta sig á hve varasamt er að fylgja Frosta á leið hans til Miðflokksins?“

Frosti bregst við og segir að ákvæðin í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur þáverandi iðnaðarráðherra hafi verið „meinlítil“ og meðal annars snúist um að stuðla að nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og að „bæta upplýsingagjöf og náttúruvernd“. 

Björn bendir hins vegar á að í vikið hafi verið að flutningi raforku til útlanda í frumvarpinu.

„Í flýtisamþykkt ykkar SDG fólst stuðningur við þriðja orkupakkann, sumt í honum tölduð þið svo merkilegt að það yrði að flýta afgreiðslu þess, það er að Íslendingar gætu lagt sitt af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða umhverfisvæna orku til útflutnings um sæstreng og þess vegna bæri að flýta afgreiðslu þess þáttar hvað sem liði athugun á stjórnlagaþættinum,“ skrifar Björn. „Þetta var einmitt það sem SDG ræddi við David Cameron 28. október 2015. Nú þegar á að innleiða ákvæði úr pakkanum sem snertir aukið sjálfstæði Orkustofnunar til neytendaverndar rísið þið upp í von um að koma illu af stað innan Framsóknarflokksins.“

Frosti svarar á þessa leið: „Þessi grein Stundarinnar og stagl hér breytir því ekki að - Ég er ekki í Miðflokknum. - Ég hef aldrei stutt þriðja orkupakkann og mun ekki gera. - Ég hef aldrei stutt lagningu sæstrengs.“

Ragnheiður Elín Árnadóttirfyrrverandi iðnaðarráðherra

Í greinargerð frumvarpsins sem Björn og Frosti rífast um er meginefni lagabreytinganna lýst með eftirfarandi hætti:

Með frumvarpinu er lögð til innleiðing á 22. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2009/72/EB um sameiginlegar reglur fyrir innri markað raforku. Í því felst að settar eru sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns, auk ákvæða er snúa að neytendavernd, með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan bandalagsins. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að flutningsfyrirtæki raforku skuli árlega leggja fyrir Orkustofnun kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfisins. Í því felst annars vegar langtímaáætlun kerfisáætlunar sem sýni hvaða þætti í kerfinu reiknað er með að byggja þurfi upp eða uppfæra á næstu tíu árum og hins vegar framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar sem sýni hvaða ákvarðanir um fjárfestingar í flutningskerfinu hafi þegar verið teknar og hvaða fjárfestingar þurfi að ráðast í á næstu þremur árum.

Björn segir að þarna hafi verið lögfest „mikilvægt ákvæði þriðja orkupakkans sem snertir kerfisáætlanir innan orkukerfisins þegar sæstrengur var á döfinni“ og bætir við: „Þú studdir mikilvægt ákvæði í þriðja orkupakkanum en fórst leynt með það. Þú stóðst að ákvörðunum um kerfisáætlanir um raforku þegar sæstrengur var enn til umræðu og studdir Sigmund Davíð þegar hann ræddi um lagningu sæstrengs við David Cameron áður en því máli var lagt innan stjórnarráðsins sumarið 2016 en þá hafði SDG hrökklast frá völdum. Þetta er ekki stagl heldur lýsing á ótrúlegri pólitískri tækifærismennsku.“

Frosti svarar á þessa leið: „Ég talaði alltaf gegn sæstreng. Það var Ragnheiður Elín sem barðist fyrir þessu frumvarpi.“

„Það var Ragnheiður Elín sem
barðist fyrir þessu frumvarpi“

Eins og fram kemur í umfjöllun Stundarinnar í dag lagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, lagði fram breytingartillögu þar sem lagt var til að vísan til „raforkuflutnings til annarra landa“ yrði felld út úr frumvarpinu. Frosti Sigurjónsson og Sigmundur Davíð voru á meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu. 

Frumvarp Ragnheiðar Elínar var fyrsta frumvarpið sem fól í sér innleiðingu á reglum úr þriðja orkupakkanum í íslenskan rétt, en annað slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í fyrra.

Frosti Sigurjónsson birtir athugasemd undir frétt Stundarinnar og bendir réttilega á að ekkert í frumvarpi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur skuldbatt Ísland til að innleiða þriðja orkupakkann í heild eða leggja sæstreng til ESB.

„Enda hefði ég ekki samþykkt það. Það er fyrst núna sem Alþingi stendur frammi fyrir því að samþykkja pakkann með atkvæðagreiðslu sem bindur okkur að þjóðarétti. Ég hef ætíð verið ötull talsmaður gegn þriðja orkupakkanum og lagningu sæstrengs og verð það áfram,“ skrifar hann. 

Björn Bjarnason birtir pistil um málið á bloggsíðu sinni. „Frosti segist ekki vera í Miðflokknum en í þessu máli stillir hann sér upp við hlið flokksmanna þar gegn Framsóknarflokknum. Sama gerir Guðni Ágústsson, fyrrv. formaður Framsóknarflokksins, og sýnir þar með ótrúlegt ístöðuleysi gagnvart miðflokksmönnum,“ skrifar hann. „Þá leyfir Frosti Sigurjónsson sér að rökstyðja stuðning sinn við flýtifrumvarpið um gildistöku ákvæða þriðja orkupakkans með því að hann hafi verið að stuðla að umhverfis- og náttúruvernd! Vorkunnsemi kemur helst í hugann þegar litið er til þess fólks sem lætur þessa menn leiða sig.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
2

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði
7

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·

Mest deilt

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
1

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
3

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
4

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
5

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest deilt

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
1

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
3

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
4

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
5

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
3

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
3

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Nýtt á Stundinni

Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·