Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
2

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði
7

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Gerðu enga viðbragðsáætlun vegna Landsréttarmálsins

Aldrei var fjallað um hugsanlegan áfellisdóm MDE gegn íslenska ríkinu á vettvangi ríkisstjórnarinnar meðan beðið var dómsúrlausnar. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður spyr hvort kerfið hafi ekki þorað að horfast í augu við hættuna sem var fyrir hendi.

Gerðu enga viðbragðsáætlun vegna Landsréttarmálsins
Engin áætlun Viðbrögð við hugsanlegum áfellisdómi gegn íslenska ríkinu í Landsréttarmálinu voru aldrei til umfjöllunar á vettvangi ríkisstjórnarinnar meðan beðið var dómsuppkvaðningar og engin viðbragðsáætlun var gerð.  Mynd: Alþingi
johannpall@stundin.is

Ríkisstjórnin fjallaði aldrei um möguleikann á því að íslenska ríkinu yrði dæmt áfelli í Landsréttarmálinu og þá yfirvofandi hættu sem steðjaði að réttaröryggi íslenskra borgara meðan beðið var eftir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi.  

Ekki var mótuð áætlun eða mörkuð stefna um hvernig bregðast skyldi við hugsanlegum áfellisdómi. Samkvæmt svörum sem Stundin fékk frá skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins var talið „erfitt ef ekki útilokað að skipuleggja fyrir fram með einhverri vissu hvaða viðbrögð teldust viðhlítandi til skemmri og lengri tíma“.

Þá var málið ekki tekið formlega til umfjöllunar á neinum þeirra ráðherrafunda sem haldnir voru á tímabilinu 26. júní 2018 til 12. mars 2019, frá því að tilkynnt var að málið yrði tekið til meðferðar hjá MDE og þar til dómur féll.  

„Ég átti ekki von á þess­um úr­sk­urði. Ég bara segi það alveg heiðarlega,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Mbl.is daginn eftir að MDE dæmdi íslenska ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu og komst að niðurstöðu sem felur í sér að mannréttindabrot hafi verið framin gegn fjölda dómþola í Landsrétti síðan dómurinn tók til starfa í ársbyrjun 2018. 

Meðferð dómsmála stöðvuð

Dagana á eftir ríkti hálfgert upplausnarástand í réttarkerfinu eins og lögmenn lýstu í fjölmiðlum. Landsréttur lagði niður störf, engar aðgerðir voru boðaðar til að tryggja réttaröryggi íslenskra borgara og alger óvissa ríkti um hvernig brugðist yrði við af hálfu dómstóla og stjórnvalda. 

„Það er skelfilegt að vera settur í biðstöðu þegar málið var loksins komið á þetta stig, þegar maður hélt loksins að þetta væri að verða búið,“ sagði viðmælandi Stundarinnar, kona sem átti að bera vitni í viðkvæmu dómsmáli sem var skyndilega frestað um óákveðinn tíma eftir dómsuppkvaðningu MDE. Annar viðmælandi, kona sem á börn með manni sem hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku, var á leið til Reykjavíkur að bera vitni gegn manninum fyrir Landsrétti þegar hún fékk símtal um að meðferð málsins yrði frestað um óákveðinn tíma vegna niðurstöðu MDE. Hún lýsti því í samtali við Stundina hvernig eitthvað hefði „brostið innra með sér“ þegar hún fékk símtalið. „Þetta var kornið sem fyllti mælinn. Ég hef aldrei lent í því áður að vera svona gjörsamlega galtóm. Ég missti trúna á að réttarkerfið væri í lagi.“ 

Meðan lítið heyrðist frá stjórnvöldum annað en ákall um að rýnt yrði í dóminn og gagnrýni á „framsal valds til útlanda“ tók stjórn dómstólasýslunnar af skarið, samþykkti bókun og sendi út fréttatilkynningu þar sem biðlað var til ríkisstjórnarinnar að bregðast við, eyða óvissu, skjóta styrkari stoðum undir millidómsstigið og beita sér fyrir því að sett yrði lagaheimild til fjölgunar dómara.

Enn bólar ekkert á lagabreytingum og ekki var tekin ákvörðun um málskot til yfirdeildar MDE fyrr en tæpum mánuði eftir að dómurinn féll. Í nýlegum ákvörðunum Hæstaréttar um synjun áfrýjunarbeiðna kemur skýrt fram að málskotið til yfirdeildar MDE valdi því að dómurinn muni ekki taka afstöðu til afleiðinga dóms MDE að landsrétti um óákveðinn tíma. „Mun Hæstiréttur ekki taka afstöðu til afleiðinga dómsins að landsrétti nema hann verði annaðhvort endanlegur eða niðurstaða hans látin standa óröskuð við endurskoðun en alls er óvíst hvenær það gæti orðið.“ Þannig hefur ákvörðunin um málskot framlengt réttaróvissuna vegna Landsréttarmálsins. 

Stjórnarráðið greindi aldrei þýðingu Landsréttar-
dómsins fyrir embættisskyldur forsætisráðherra

Samkvæmt 17. gr. stjórnarskrár Íslands og 6. gr. laga um Stjórnarráð Íslands ber ráðherrum skylda til að fjalla um mikilvæg stjórnarmálefni á vettvangi ríkisstjórnar. Árið 2011 var Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, dæmdur í Landsdómi fyrir brot á þessari reglu, en dómurinn lagði áherslu á að stórfellt hirðuleysi Geirs hefði orðið þess valdandi að ekki var mörkuð pólitísk stefna á vettvangi ríkisstjórnar til að takast á við þá yfirvofandi hættu sem Geir hlaut að vera ljós. 

Stundin sendi forsætisráðuneytinu fyrirspurn og óskaði eftir upplýsingum um hvort og þá hvernig hefði verið brugðist við dómi Landsdóms að því er varðar lagalega skyldu forsætisráðherra samkvæmt 17. gr. stjórnarskrár til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni og tryggja pólitískt samráð innan ríkisstjórnar í tæka tíð þegar hætta steðjar að. Þá spurði Stundin hvort forsætisráðuneytið hefði mótað einhver viðmið um hvað teljist mikilvæg stjórnarmálefni í merkingu 17. gr. stjórnarskrár. 

Af svörum ráðuneytisins má ráða að ekki hafi verið talin þörf á því innan stjórnarráðsins að ráðast í neina vinnu til að bregðast við dóminum og greina áhrif hans á embættisskyldur ráðherra. „Skyldur ráðherra samkvæmt 17. gr. stjórnarskrárinnar voru teknar til ítarlegrar skoðunar við endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands árið 2011, sbr. 7. gr. laganna og athugasemdir við það ákvæði í frumvarpi til laganna, sbr. einnig VII. kafla í almennum athugasemdum með frumvarpinu,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri skrifstofu yfirstjórnar forsætisráðuneytisins, í svari við fyrirspurninni.

„Við framangreinda endurskoðun stjórnarráðslaganna var meðal annars höfð til hliðsjónar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla þingmannanefndar sem komið var á fót til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, samþykkt þingsályktun um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010 sem og þingsályktun, nr. 30/138 um málshöfðun á hendur ráðherra. Voru málsatvik og álitaefni sem um er fjallað í dómi Landsdóms og vörðuðu brot fv. forsætisráðherra á 17. gr. stjórnarskrárinnar því kunn við endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands. Er dómur Landsdóms féll árið 2012 hafði því þegar verið brugðist við þessum þætti í rannsóknarskýrslu Alþingis og við endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands.“

„Á herðum viðkomandi ráðherra“

Í núgildandi lögum um Stjórnarráð Íslands er fjallað um „mikilvæg stjórnarmálefni“ með eftirfarandi hætti: „Til mikilvægra stjórnarmálefna teljast t.d. reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
2

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
3

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði
7

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·

Mest deilt

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
1

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
3

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
4

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
5

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest deilt

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
1

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
3

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
4

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku
5

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
6

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
3

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
3

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Nýtt á Stundinni

Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

Efling fjármálalæsis í biðstöðu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar

·
Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

Lögreglustjóri svari fyrir Pride-handtöku

·
Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·