Mest lesið

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
4

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur
5

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
6

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Ástin í franskri lauksúpu
7

Ástin í franskri lauksúpu

·
Stundin #100
September 2019
#100 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. september.

Illugi Jökulsson

Hið tröllslega tákn á hafsbotni

Í byrjun apríl 1945 sökktu Bandaríkjamenn japanska risaorrustuskipinu Yamato. Það og systurskip þess áttu að verða öflugustu herskip heimsins og glæsileg tákn um hernaðardýrð Japans. En þegar til kom voru þau gagnslaus með öllu.

Illugi Jökulsson

Í byrjun apríl 1945 sökktu Bandaríkjamenn japanska risaorrustuskipinu Yamato. Það og systurskip þess áttu að verða öflugustu herskip heimsins og glæsileg tákn um hernaðardýrð Japans. En þegar til kom voru þau gagnslaus með öllu.

Hið tröllslega tákn á hafsbotni
Yamato á siglingu. 

Nú í byrjun apríl eru rétt 74 ár síðan japanska orrustuskipinu Yamato var sökkt um 160 kílómetra suðvestur af japönsku eynni Kyushu. Fjölda bandarískra flugvéla frá flugmóðurskipum réðust að Yamato bæði með tundurskeytum og sprengjuhríð. Í dagblaðinu Vísi fáeinum dögum síðar í apríl 1945 er haft eftir bandarískum flugmanni að „það hafi verið eins og eldfjall hafi skyndilega byrjað að gjósa, þegar fyrsta tundurskeytið hæfði skipið - allt hafi ætlað að fljúga í loft“.

Þegar þarna var komið sögu voru Japanir vitaskuld fyrir löngu búnir að tapa í raun stríðinu á Kyrrahafi sem þeir hófu með árásinni á bandarísku flotastöðina Pearl Harbor tæplega þremur og hálfu ári fyrr. Örlög orrustuskipsins mátti þó túlka sem alveg sérstök og endanleg skilaboð um það.

Yamato var nefnilega ekkert venjulegt skip.

Tilkomumikil en gagnslaus

Á fjórða áratugnum höfðu Japanir komist að þeirri niðurstöðu að útþenslustefna þeirra í Asíu, með tilheyrandi eftirsókn eftir nýlendum, landsvæðum og hráefnum, myndi fyrr eða síðar hafa í för með sér styrjöld við Bandaríkin. Og í þeirri styrjöld myndi flotastyrkur skipta gríðarlegu máli. Japanir hófu því uppbyggingu öflugs flota og áttuðu sig fljótlega á mikilvægi flugmóðurskipa á víðáttum Kyrrahafsins. Er þeir hófu styrjöldina í desember 1941 sýndu þeir sjálfir best fram á það mikilvægi þegar flugvélar frá sex flugmóðurskipum gerðu árásina á Pearl Harbor.

En Japanir höfðu þó verið fyrir styrjöldina í aðra röndina fastir í viðjum úreltrar hugsunar um að þegar öllu væri á botninn hvolft snerist flotastyrkur aðallega um tröllsleg fallbyssuskip, orrustuskip. Í þeim lægi hinn endanlegi máttur stríðsflota. Þau skip voru vissulega tilkomumikil að sjá en reynslan af sjóhernaði í fyrri heimsstyrjöld hefði þó átt að færa öllum flotamönnum heim sanninn um að kafbátar og flugvélar hefðu í raun gert orrustuskip óþörf og gagnslaus.

Fyrir seinni heimsstyrjöldina lokuðu íhaldsamir flotamenn samt augunum fyrir þessu og öll stórveldi lögðu sig fram um að smíða æ öflugri orrustuskip. Þau komu þó sjaldnast að nokkrum notum, nema í hæsta lagi til að ógna hvert öðru. Strategískt eða taktíkt gildi þeirra að öðru leyti var mjög takmarkað. Nefna má þýsku risana Bismarck og Tirpitz sem Þýskaland byggði með mjög miklum tilkostnaði en hefði eins getað sleppt því.

Engin orrustuskip reyndust þó fánýtari og gagnslausari en þau allra stærstu, Yamato og systurskip þess.

Byggð með leynd

Japanir hófu undirbúning að smíði fimm risastórra orrustuskipa nokkru áður en þeir hófu styrjöldina á Kyrrahafi. Þetta skyldu verða öflugustu herskip heimsins og urðu það vissulega á sinn hátt. Skipin voru 72.000 lestir fullhlaðin en til samanburðar var Bismarck rúmlega 45.000 tonn. Og Yamato skipin réðu yfir níu fallbyssum með hlaupvíddina 46 sentimetra (18 tommur) en Bismarck hafði átta 38 sentímetra víðar fallbyssur.

Japanir lögðu út í brjálæðislegan kostnað við að smíða þessi ógurlegu orrustuskip. Smíðin fór fram með algjörri leynd og þótt Bandaríkjamenn fréttu af því að Japanir væru að smíða ný orrustuskip gerðu þeir sér enga grein fyrir því hvílíkir bryndrekar hér voru á ferð.

Yamato tók í fyrsta sinn þátt í orrustu við Midway snemma í júní 1942 og þá þegar kom í ljós hve illilega Japanir höfðu misreiknað sig. Yamato og önnur japönsk orrustuskip sigldu fram og aftur um sjóinn dögum saman án þess að hinar stóru fallbyssur kæmust nokkru sinni í færi við bandaríska flotann. Bandarískar flugvélar sökktu hins vegar fjórum japönskum flugmóðurskipum í orrustunni.

Japanir hefðu því betur eytt öllu stálinu og orkunni sem fór í Yamato til að smíða flugmóðurskip sem hefðu getað komið í stað þeirra sem sukku við Midway. 

Of seint í rassinn gripið

Japanir lærðu sína lexíu en það var of seint. Þeir kláruðu annað Yamato-skip, sem hét Musashi, og bæði skipin lágu aðgerðalítil og gagnslaus næstu misseri. Japanir belgdu sig að vísu svolítið út yfir því hve glæsileg tákn um hernaðarmátt þeirra þessi öflugu skip væru, en tákn hafa aldrei unnið orrustur og brátt höfðu Bandaríkjamenn snúið vörn í sókn á Kyrrahafinu, án þess að orrustuskipin fengju nokkuð að gert.

Á hinn bóginn hættu Japanir við að klára þriðja risaskipið, Shinano, sem orrustuskip. Því var breytt í stærsta flugmóðurskip í heimi. Og smíði síðustu tveggja Yamato-skipanna var hætt.

En jafnvel þetta var of seint í rassinn gripið. Í október 1944 var Musashi sökkt í sjóorrustu við Filippseyjar. Aldrei komst það, frekar en Yamato seinna, til að nota stóru fallbyssurnar gegn orrustuskipum óvinanna. Bandaríkjamenn höfðu framleitt á nokkrum árum röð stórra flugmóðurskip og fallbyssuskip eins og Musashi var nær varnarlaust þegar tugir flugvéla steyptu sér yfir það. Skipið varð fyrir 19 tundurskeytum og að minnsta kosti 17 sprengjum á skömmum tíma.

Loks hvolfdi tröllinu og það sökk með 1.000 mönnum innanborðs en 1.300 var bjargað.

Flugmóðurskipinu Shinano sökkt

Mánuði síðar var flugmóðurskipið Shinano loks að verða tilbúið. Þá var að vísu svo komið að japanski flotinn var búinn að missa nær alla flugmenn sína og óvíst hvernig þetta stóra flugmóðurskip kæmi að gagni. Japönsku flotastjórarnir sáu helst fram á að nýta mætti það til að flytja sjálfsmorðsflugvélar Kamikaze-flugmanna til árásarsvæða í grennd við bandarísk herskip.

En ekki tókst það. Er verið var að flytja Shinano milli flotastöðva réðist bandaríski kafbáturinn Archerfish (2.000 tonn) að því og sökkti því með fjórum tundurskeytum. Rúmlega 1.400 manns fórust en 1.000 var bjargað.

Eldsneyti aðra leiðina

Japönum hafði tekist að smíða Shinano með slíkri leynd að þegar skipstjóri Archerfish kom í land og sagðist hafa sökkt risastóru flugmóðurskipi, þá trúðu bandarísk flotayfirvöld honum ekki. Þau héldu að hér hefði verið að ræða lítinn dall af einhverju tagi og skipstjórinn væri að ýkja stórlega. Það var ekki fyrr en eftir stríð sem hið kom í ljós og skipstjórinn fékk væna medalíu fyrir afrekið.

Nú var Yamato eitt eftir af risaskipunum. Í byrjun apríl 1945 sáu Japanir ekki önnur not fyrir þetta tröllvaxna tákn sitt en að senda það í sjálfsmorðleiðangur til Okinawa, eyjar suður af hinum eiginlegu Japanseyjum, þar sem innrás Bandaríkjamanna stóð yfir. Japanir áttu bara eldsneyti fyrir Yamato aðra leiðina svo þegar til Okinawa kæmi átti að renna skipinu upp í fjöru og nota það sem risastórt fallbyssuvirki uns yfir lyki. 

Meira að segja sjálfsmorðsleiðangur misheppnast

Yamato komst þó ekki einu sinni hálfa leið til Okinawa. Bandarískar flugvélar streymdu að því úr öllum áttum og Yamato varð fyrir að minnsta kosti tólf sprengjum og sjö tundurskeytum. Að lokum hvolfdi skipinu og um leið varð svo gríðarleg sprenging að sveppaský reis upp í meira en sex kílómetra hæð. Það sást frá Kyushu sem var - er fyrr greinir - í 160 kílómetra fjarlægð. Það var „eldfjallið“ sem bandaríski flugmaðurinn greindi frá. Rúmlega 3.000 af 3.300 manna áhöfn fórust.

Fjórum mánuðum seinna gáfust Japanir upp, þegar allir draumar þeirra um yfirráð í Asíu og á Kyrrahafi voru að engu orðnir, og þau tákn um óbilandi styrk Japans, sem Yamato-skipin áttu að vera, lágu öll á hafsbotni. Af þessu má ýmsan lærdóm draga en til dæmis þann að taka ekki mark á „hernaðarsérfræðingum“ sem belgja sig og þykjast vita hvernig auka eigi dýrð þjóða.

Tengdar greinar

Flækjusagan

Fíflagangur á hafinu

Illugi Jökulsson

Fíflagangur á hafinu

Illugi Jökulsson
·

Vopnakapphlaup eru yfirleitt tilgangslaust og bara skaðleg fyrir alla, þegar upp er staðið. Fá dæmi eru til um ámóta fíflalegt vopnakapphlaup og herskipasmíð Suður-Ameríkulanda í byrjun 20. aldar.

Kona fer í stríð

Illugi Jökulsson

Kona fer í stríð

Illugi Jökulsson
·

Ekki var algengt í sögu Rómaveldis að kona kveddi út soldáta í tugþúsunda tali til að berjast til æðstu valda. Reyndar er aðeins eitt dæmi til um slíkt í þúsund ára sögu ríkisins. Hér er niðurlag sögunnar um Fúlvíu sem virtist um tíma þess albúin að knésetja Ágústus, fyrsta Rómarkeisarann.

Konan sem vildi verða Rómarkeisari

Illugi Jökulsson

Konan sem vildi verða Rómarkeisari

Illugi Jökulsson
·

Rómaveldi var feðraveldið uppmálað. Í þúsund ára sögu þess, sem einkenndist af sífelldum hernaði, er aðeins vitað um eina konu sem stýrði her og virtist hafa metnað til að verða hæstráðandi í ríkinu. Það var Fúlvía.

Má leiðrétta Faðirvorið?

Illugi Jökulsson

Má leiðrétta Faðirvorið?

Illugi Jökulsson
·

Frans páfi hefur látið það boð út ganga að orðin: „Eigi leið þú oss í freistni“ í bæninni, sem Jesúa frá Nasaret kenndi lærisveinum sínum, séu þýðingarvilla. En er það svo?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
4

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur
5

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
6

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“
7

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

·

Mest deilt

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
4

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
5

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Ástin í franskri lauksúpu
6

Ástin í franskri lauksúpu

·

Mest deilt

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn
4

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
5

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“

·
Ástin í franskri lauksúpu
6

Ástin í franskri lauksúpu

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
4

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
5

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“
6

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Mest lesið í vikunni

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga
1

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp
2

Barnavernd gefst upp

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
3

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
4

Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga

·
Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
5

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

·
Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“
6

Eyþór sagði 325 milljóna kaup á verðlausum hlutabréfum vera „alvöru“

·

Nýtt á Stundinni

Ekki treysta Alþingi

Henry Alexander Henrysson

Ekki treysta Alþingi

·
Þurfa að kveðja allt of mörg börn

Þurfa að kveðja allt of mörg börn

·
„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

„Kominn tími til að þið takið okkur alvarlega“

·
Af dansgólfinu inn á læknastofur

Af dansgólfinu inn á læknastofur

·
Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

·
Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Ástin í franskri lauksúpu

Ástin í franskri lauksúpu

·
Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

Bóluefni gegn klamydíu loks prófað á mannfólki

·
Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

Börn forstjóra og bankamanna kenna ungu fólki að spara peninga

·
Barnavernd gefst upp

Barnavernd gefst upp

·
Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

·
Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

Guðmundur Hörður

Vegtollar, einkavæðing og lýðræðislegt umboð

·