Mest lesið

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
1

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Vináttan í Samherjamálinu
2

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars
3

Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
4

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
5

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
6

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Stundin #105
Nóvember 2019
#105 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 22. nóvember.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Saga Sigrúnar Pálínu - saga samfélags

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir er fallin frá. Hennar verður minnst með þakklæti fyrir hugrekki, þrautseigju og baráttuvilja.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir er fallin frá. Hennar verður minnst með þakklæti fyrir hugrekki, þrautseigju og baráttuvilja.

Saga Sigrúnar Pálínu - saga samfélags

Við, sem samfélag, eigum Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur mikið að þakka. Hún braut niður þagnarmúra um kynferðisofbeldi og háði baráttu fyrir réttlæti, þegar það virtist nánast óvinnandi vegur að fá viðurkenningu á ofbeldinu sem hún varð fyrir. Henni var mætt af tómlæti og vanvirðingu, en ruddi brautina fyrir aðra þolendur kynferðisofbeldis og gerði þeim kleift að stíga fram í kjölfarið og segja sögu sína. 

Sjálf var hún aðeins 22 ára þegar hún var þvinguð inn í aðstæður sem hún valdi ekki sjálf, hún valdi ekki að verða fyrir kynferðisofbeldi af hálfu prestsins sem hún leitaði til vegna hjónabandsörðugleika, manns sem hún treysti vegna þess að hann hafði gift hana. Það var ekki val að þurfa að bera þetta mál á herðum sér í 33 ár án þess að henni væri trúað eða sýnd sú virðing sem hún átti skilið. Hún valdi ekki mótlætið sem mætti henni þegar hún greindi loks frá gjörðum hans, af því að henni blöskraði tilhugsunin um að hann yrði biskup. En það var hún sem valdi að bregðast við þessum aðstæðum með þeim hætti að hún setti mark sitt á íslenskt samfélag um ókomna tíð. Af því að hún ákvað að rísa upp gegn óréttlætinu og láta mótlætið ekki buga sig, jafnvel ekki þegar sú valdastofnun sem helst gefur sig út fyrir að byggja á kærleika og mannvirðingu brást ítrekað og margvíslega. Þöggunartilburðum svaraði hún með því að stíga fram á opinberum vettvangi og segja sögu sína af nauðgunartilraun, á þeim tíma sem enn var fáheyrt að slík mál væru rædd á opinberum vettvangi og hættulegt var að bera sakir á valdamikla menn. Afleiðingarnar voru líka þær að samfélagið snerist gegn henni og hún hrökklaðist úr landi og sneri aldrei aftur heim til Íslands, ekki til að búa þar. En hún gafst ekki upp og hélt baráttunni áfram næstu fjórtán árin.

„Til að skilja baráttu hennar þarf að skilja samfélagið sem saga hennar speglar“

Til að skilja baráttu hennar þarf að skilja samfélagið sem saga hennar speglar. Sá spegill er óþægilegur og vondur, minnir einna helst á speglasalinn í sirkustjaldinu þar sem allt er skakkt og skrumskælt.

Óþekkt hugtak 

Á þeim tíma sem Sigrún Pálína fór á fund séra Ólafs Skúlasonar í Bústaðakirkju, með þessum hræðilegu afleiðingum, árið 1977, var kynferðisofbeldi nánast óþekkt hugtak í orðræðunni. Þá sjaldan sem slík mál komu til tals var almennt gengið út frá því að þolendur hefðu kallað það yfir sig og bæru ábyrgðina, eins og karlar sem fremdu ofbeldi væru nánast leiksoppar útsmoginna kvenna. 

Tveimur árum áður hafði verið boðað til Kvennafrídags í fyrsta sinn, þar sem konur lögðu niður störf og fjölmenntu á Lækjartorg til þess að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Á þeim tíma voru meðallaun kvenna við verslunar- og skrifstofustörf aðeins 73 prósent af meðallaunum karla við sömu störf, bændakonur voru ekki fullgildir aðilar að samtökum stéttar sinnar og enn voru til menn með ákvörðunarvald um stofnun dagvistunarheimila fyrir börn sem töldu að þau væru aðeins til þess að auka á leti kvenna. 

Á árunum 1971-1983 áttu þrjár konur sæti á Alþingi. Tíu ráðherrar voru í ríkisstjórn 1980, allt karlar. Ráðuneytisstjórar, bankastjórar og sýslumenn voru karlar. Nánast engar konur voru í forystu- og leiðtogastörfum.

Forsetaframboð Vigdísar Finnbogadóttur þótti svo framúrstefnulegt að hún var raunverulega spurð að því hvort hún óttaðist ekki að sú staðreynd að hún væri kona myndi há henni í forsetaembætti. Þegar hún svaraði því til að það skipti engu bætti blaðamaðurinn því við að hún væri nú ógift. Þeir voru margir sem áttu erfitt með að sjá hana sem fullgildan einstakling, ógifta konuna. Hvernig gæti hún verið forseti, einstæð móðir með eitt brjóst? var spurt en hún hafði ekki hugsað sér að vera með þjóðina á brjósti. 

„Fyrst hún fékk ekki þann stuðning sem hún þurfti á að halda þar, hvar gat hún þá fengið hann?“

Saga Vigdísar er líka saga okkar. Saga okkar samfélags, en forsetatíð hennar markaði djúp spor í jafnréttisbaráttunni. Síðar áttu leiðir þeirra tveggja eftir að liggja saman, Sigrúnar Pálínu og Vigdísar. Sigrún Pálína lýsti vonbrigðum sínum með þann fund. Fyrst hún fékk ekki þann stuðning sem hún þurfti á að halda þar, hvar gat hún þá fengið hann?

Ofbeldi sem einkamál

Aftur í kvennasöguna; Samfélagið var að breytast og strax í kjölfarið komu fram kvennaframboð í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum, Kvennalistinn bauð fram til Alþingis og konur fóru að taka sér meira pláss á opinberum vettvangi.

En það var ekki fyrr en árið 1989 sem ákveðið var að helga alþjóðlegan baráttudag kvenna baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Stígamót voru stofnuð árið 1990, en um nokkurra ára skeið höfðu sjálfboðaliðar unnið með þolendum, jafnvel þótt flestum þætti hugmyndin um kynferðisofbeldi framandi tilhugsun sem ætti sér varla stoð í íslenskum raunveruleika. En raunin var sú að hér voru börn, konur og menn beitt kynferðisofbeldi, eins og annars staðar. Löngu síðar steig önnur baráttukona fram í bókinni Myndin af pabba: Saga Thelmu eftir Gerði Kristnýju. Thelma Ásdísardóttir lýsti þar skefjalausu ofbeldi sem faðir hennar beitti hana og systur hennar. Síðar hefur hún sagt frá því hvernig hún var lokuð af niðri í kjallara dögum saman á meðan hann misnotaði hana, hvernig hún var seld í barnavændi og misþyrmt með öllum mögulegum aðferðum. Fólk vissi vel að eitthvað væri að en lokaði augunum fyrir því. Ofbeldi var einkamál. Og það mátti ekki tala um það.

„Fólk vissi vel að eitthvað væri að en lokaði augunum fyrir því. Ofbeldi var einkamál. Og það mátti ekki tala um það.“

Það var í þessu umhverfi sem Sigrún Pálína leitar fyrst til biskups, Sigurbjörns Einarssonar, árið 1988 og sagði honum frá nauðgunartilraun séra Ólafs Skúlasonar. Hún bar þá von í brjósti að biskup myndi aðhafast í málinu, en það varð ekki og Ólafur var kjörinn biskup.

Ítrekað reyndi Sigrún Pálína að fá áheyrn og aðstoð kirkjunnar, en án árangurs. Fyrst árið 1994 greindi hún sóknarpresti frá framgöngu Ólafs og bað hann um að koma því í farveg. Ekkert gerðist. Ári síðar leitaði hún til annars sóknarprests sem sagðist ekkert geta gert fyrir hana og lýsti síðar fullu trausti á Ólafi.

Árið 1996 rataði málið í fjölmiðla eftir að Sigrún Pálína sendi erindi til siðanefndar Prestafélagsins þar sem hún rakti málið og kvartaði undan viðbrögðum prestanna. Málið þótti of viðkvæmt til að fréttin væri birt á forsíðu blaðsins, en um leið og hún hefði verið birt upphófst mikill fjölmiðlastormur. Biskup mætti í sjónvarpsviðtal til að selja sakleysi sitt. Prófastar og kirkjuráð sendu frá sér yfirlýsingu til stuðnings biskupi og sáttatilraunir Sigrúnar Pálínu við kirkjuna enduðu með ósköpum. Öllum brögðum var beitt til að véfengja Sigrúnu Pálínu og aðrar konur sem fylgdu í kjölfar hennar. Það kom nefnilega í ljós að hún var ekki ein. Fleiri konur höfðu sögu að segja af biskupi.

Í krafti valdsins 

Ein þeirra lýsti því þegar hún leitaði til Biskupsstofu til að spyrja hvers vegna það væri í höndum örfárra manna að velja biskup en ekki landsmanna allra. Hún var spurð hvort hún væri ósátt við biskup og svaraði því játandi, hann hefði gift hana og skírt son hennar en líka reynt við hana. Ert þú flugfreyjan?“ var spurt, en nei, hún starfaði sem dagmóðir og áttaði sig á því að starfsfólk Biskupsstofu hefði vitneskju um fleiri atvik.

Engu að síður tókst biskupi, í krafti valds og virðingarstöðu, að snúa almenningsálitinu gegn þeim. Konur sem höfðu þegar orðið fyrir ofbeldi máttu sæta áframhaldandi ofbeldi af hálfu samfélagsins.

„Konur sem höfðu þegar orðið fyrir ofbeldi máttu sæta áframhaldandi ofbeldi af hálfu samfélagsins“

Konurnar sem um ræðir hafa allar lýst því hvernig þær voru stimplaðar og úthrópaðar vegna málsins. Ein lét undan þrýstingnum því sársaukinn var orðinn óbærilegur. Eftir fund með prestum í Hallgrímskirkju sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún dró ásakanir á hendur Ólafi til baka. Annar þessara presta varð síðar biskup. Sigrún Pálína átti sambærilegan fund með prestunum, fund sem erfitt reyndist að fyrirgefa.

Fjölskylda annarrar snerist gegn henni og börnin hennar fengu að heyra það. Kona sem steig ekki fram fyrr en seinna sagði þá frá því hvernig henni óaði við umræðunni gagnvart þolendum biskups. Sjálf hefði hún ekki treyst sér í þann slag. En hún hafði kynnst þessu viðhorfi áður. Á sínum tíma stöðvaði hún móður sína í að leggja fram kæru á hendur Ólafi, vegna þess að skólasystir hennar hafði verið úthrópuð dræsa fyrir að lenda í sambærilegum aðstæðum. Önnur lýsti því hvernig móðir hennar hefði þaggað niður  í henni þegar hún sagði frá áreitni Ólafs, vegna þess að móðirin bar svo djúpstæða virðingu fyrir honum.  

Stillt upp sem sakborningi 

Orðin sem notuð voru um Sigrúnu Pálínu eru þess eðlis að það er bæði óviðeigandi og óþarft að endurtaka þau. Af því að þau voru ekki sönn. En yngri dóttir hennar fékk að heyra þau í skólanum og sú eldri minntist þess með hryllingi þegar hún gekk með móður sinni í gegnum bæinn á þjóðhátíðardaginn og mætti starandi augnaráði fólks. Eiginmaður hennar missti viðskiptavini, vini og hrökklaðist úr kirkjukórnum sem hann hafði sungið með í fjórtán ár. Fínum bílum var lagt fyrir utan heimili þeirra og fylgst með fjölskyldunni. Símsvarinn fylltist af ljótum skilaboðum og morðhótunum. Þegar börnin áttuðu sig á því að verið væri að nota tilvist þeirra gegn móður sinni sáu þau sig knúin til að senda lesendabréf í DV þar sem þau lýstu fullum stuðningi við móður sína.

„Sigrún Pálína var kölluð í skýrslutöku, ekki sem þolandi heldur sem sakborningur“

Í varnarbaráttu sinni krafðist Ólafur opinberrar rannsóknar ríkissaksóknara á röngum sakargiftum og ærumeiðingum. Sigrún Pálína var kölluð í skýrslutöku, ekki sem þolandi heldur sem sakborningur. Í sex klukkustundir var hún yfirheyrð, svo hrædd að það þurfti margsinnins að taka hlé. Eftir að skýrslutöku yfir henni og þremur öðrum var lokið mæltist ríkissaksóknari til þess að Ólafur léti málið niður falla, sem hann gerði. Í Helgarpóstinum birtist stutt viðtal við Sigrúnu Pálínu þar sem hún kvaðst ekki vera sátt við niðurstöðuna þar sem biskup væri sekur. Það segir kannski eitthvað um tíðarandann að á forsíðunni voru tvær myndir af nöktum konum og forsíðugreinin fjallaði um kynhvöt kvenna. Viðhorf til kvenna voru önnur þá en nú og baráttan gegn ofbeldi rétt að hefjast. 

Til marks um það hversu skammt á veg umræðan um kynferðislega áreitni var komin birtist ritstjórnargrein í Læknablaðinu árið 1996 sem hófst á þeim orðum að athygli fjölmiðla hefði undanfarið beinst að svokallaðri kynferðislegri áreitni. Þar sagði einnig að umræðan um mál biskups hefði snúist upp í grín og glens þar sem ræðumenn og veislustjórar ótal árshátíða auk frægra skemmtikrafta hafa haft þessi mál í flimtingum.

Í almennum hegningarlögum kom hugtakið kynferðisleg áreitni fyrst fyrir árið 1992, en í kjölfar Biskupsmálsins hóf þingkona Kvennalistans utandagskrárumræðu á Alþingi í ljósi þess að opinberar stofnanir höfðu engin úrræði í slíkum málum og mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um aðgerðir. Þremur árum síðar voru lagðar til lagabreytingar sem fólu í sér skilgreiningu á kynferðislegri áreitni og aukna vernd. Tvö mál höfðu þá komið til kasta kærunefndar jafnréttismála sem vörðuðu kynferðislega áreitni, í öðru málinu sagðist kona hafa verið ofsótt af fyrrverandi ástmanni sínum og samstarfsmanni, inni á vinnustað og utan, þar til andrúmsloftið var orðið óbærilegt og henni var sagt upp. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem bæði ættu sök á ástandinu kæmi ekki til álita að um kynferðislega áreitni væri að ræða. Nokkrum árum síðar hafði viðhorf nefndarinnar breyst, úrskurðað var um kynferðislega áreitni þegar yfirmaður hóf samband með undirmanni sem var háður rannsóknarstyrk, jafnvel þótt sambandið hefði hafist með samþykki beggja, eins langt og það náði.

Árið 1994 gengu konur fylktu liði niður Laugaveginn til að vekja athygli á kynferðislegu ofbeldi, klæddar kuflum. Það var ekki óhætt að vera sýnilegur. Tveimur árum síðar komst Biskupsmálið í hámæli. Enn var ekki óhætt að vera sýnileg. 

Ruddi brautina fyrir þolendur 

Sigrún Pálína var brautryðjandi, sem stóð í eldlínunni þegar það var fáheyrt að konur stigi fram með slíkar ásakanir. Hvað þá á hendur nafngreindum mönnum. Á tíma þar sem það var beinlínis varasamt að bera sakir á valdamikla menn. Hún rauf þagnarmúra og ruddi brautina fyrir aðra sem fylgdu í kjölfarið og skiluðu skömm sem var aldrei þeirra. Fleiri konur komu fram með henni. Enn fleiri í kjölfarið. Loks kom að því að karlar gátu líka farið að tala um ofbeldið. 

„Sigrún Pálína var brautryðjandi, sem stóð í eldlínunni þegar það var fáheyrt að konur stigi fram með slíkar ásakanir“

Markmið Sigrúnar Pálínu var að koma í veg fyrir að kynferðisbrotamaður gæti gegnt æðstu stöðu kirkjunnar, en ekki síður að afhenta kirkjunni sannleika og ábyrgð. Það tók kirkjuna fjórtán ár að taka við þeirri ábyrgð, horfast í augu við misgjörðir sínar og biðjast afsökunar.

Eftir fráfall Ólafs fór dóttir hans, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, á fund þáverandi biskups til að greina frá því hvaða mann faðir hennar hefði að geyma. Ári síðar ritaði hún biskupi bréf sem var ekki svarað. Þöggunin hélt áfram. En hún gafst ekki heldur upp, heldur ritaði annað bréf, stílað á Kirkjuráð. Erindi hennar hafði enn ekki verið svarað nokkrum mánuðum síðar þegar fjölmiðlar greindu frá efni þess. Eitt af því sem Guðrún Ebba fór fram á var að Sigrún Pálína fengi áheyrn biskups og Kirkjuráðs, sem og opinbera afsökunarbeiðni.

Enn á ný upphófst fjölmiðlaumfjöllun um málið. Í þetta sinn stigu þær fram saman, konurnar sem höfðu borið þennan þunga árið 1996, þær Sigrún Pálína, Dagbjört Guðmundsdóttir og Stefanía Þorgrímsdóttir og lýstu þessari sögu. Guðrún Ebba sagði sína sögu. Fleiri konur greindu frá reynslu sinni af biskupi. Bréf organista sem hafði legið óhreyft í skúffu biskups var dregið fram, hann lýsti þar atvikum í Bústaðakirkju sem hann hafði orðið vitni að. Kirkjan var krafin svara. 

Að lokum var skipuð rannsóknarnefnd sem leiddi í ljós hvernig kirkjan hafði brugðist þessum konum og þeim dæmdar bætur. Sigrún Pálína afhenti Stígamótum þann pening, samtökunum sem stóðu með henni þegar á reyndi.  

Þessi íslenska kona

Ekkert getur nokkurn tímann réttlætt framgönguna gagnvart þessum konum eða bætt þann skaða. Sigrún Pálína þjáðist á meðan hún mátti ekki segja sannleikann, en lagði sjálfa sig að veði til að berjast fyrir breytingum. Baráttan var allt of dýrkeypt, hún var hrakin úr landi með fjölskylduna, glímdi við áfallaröskun og kvíða, en af því að hún gafst aldrei upp hafði saga hennar mikil áhrif á íslenskt samfélag og olli straumhvörfum í því hvernig farið er með kynferðisbrotamál.

„Eina vopnið okkar er að tala. Tala saman. Tala upphátt. Tala við börnin okkar.“

Seinna sagði hún frá því hvernig hún vann með reiðina, með sorgina, óttann og kvíðann, með höfnunina og skömmina. Að því loknu gat hún komið aftur. „Eftir fjórtán ár stend ég hér, upprétt og heil, með sannleikann og kærleikann að vopni,“ sagði hún frammi fyrir 50 þúsund konum sem höfðu komið saman í nístingskulda og hávaðaroki á Kvennafrídaginn 2010. Hún kynnti sig sem fulltrúa kvenna sem hafa verið beittar þöggun og brotnar niður. „Eina vopnið okkar er að tala. Tala saman. Tala upphátt. Tala við börnin okkar.“

Hún stóð uppi sem sigurvegari. Hennar sigur var sigur fyrir samfélagið. 

Loks var henni trúað og veitt virðingin sem hún átti alltaf skilið. Hún fékk Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta og var tilnefnd sem hetja ársins, en hún var svo miklu meira en það. Nú fyrst gat hún verið til í alvörunni, sagði hún. Ekki aðeins í Danmörku, þar sem hún  hafði búsetu, heldur á Íslandi líka. „Ég er þessi íslenska kona.“

Tengdar greinar

Leiðari

Sómakennd Samherja

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur tekið sér hlutverk þolanda í íslensku samfélagi. Hann hefur kvartað undan „árásum“ eftirlitsaðila og reynt að fá þá í fangelsi. Í ljós er komið að Samherji stendur fyrir stórfelldum mútugreiðslum til að ná undir sig fiskveiðikvóta.

Hér kemur siðrofið

Jón Trausti Reynisson

Hér kemur siðrofið

Jón Trausti Reynisson

Þriðju siðaskipti þjóðarinnar standa yfir. Nú ríkir siðrof, siðfár og menningarstríð.

Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von. Stundum þráum við ekkert heitar en að að heyra þessi einföldu skilaboð. Stundum er það allt sem við þurfum, að vita að það er von.

Brenglaður bransi

Jón Trausti Reynisson

Brenglaður bransi

Jón Trausti Reynisson

Hvers vegna er hópur nokkurra helstu auðmanna Íslands, óþekktra og alþekktra, að niðurgreiða íslenska fjölmiðla í gegndarlausu tapi í samkeppni við aðra?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
1

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Vináttan í Samherjamálinu
2

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars
3

Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
4

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
5

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
6

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Mest deilt

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
1

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
2

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
4

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars
5

Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars

Vináttan í Samherjamálinu
6

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Mest deilt

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
1

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
2

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
4

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars
5

Fékk leiðsögn Jóns Steinars við BA-ritgerð með málsvörn Jóns Steinars

Vináttan í Samherjamálinu
6

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Mest lesið í vikunni

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Hér þarf engar mútur
3

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
4

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
5

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?
6

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Mest lesið í vikunni

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Hér þarf engar mútur
3

Hallgrímur Helgason

Hér þarf engar mútur

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
4

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
5

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?
6

Hver á Tortólafélagið sem félög Samherja greiddu meira en 700 milljónir?

Nýtt á Stundinni

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Siðlaust stjórnarfar

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Utan­ríkis­ráðu­neytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggis­gæslu er

Utan­ríkis­ráðu­neytið veit ekki hver kostnaður þess við öryggis­gæslu er

Valdið til fólksins—Annars breytist ekkert

Andri Sigurðsson

Valdið til fólksins—Annars breytist ekkert

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Þorsteinn Már hættir í stjórn Framherja

Þorsteinn Már hættir í stjórn Framherja