Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
2

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu
3

Fólk strandar á grænmetinu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
5

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
6

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Stundin #102
Október 2019
#102 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 18. október.

Illugi Jökulsson

Sturlað fólk nær samningum

Bæði ríkisstjórnin og Halldór Benjamín Þorbergsson virðast fá prik í kladdann fyrir samningana en enginn þó eins og verkalýðshreyfingin, sér í lagi þau Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson.

Illugi Jökulsson

Bæði ríkisstjórnin og Halldór Benjamín Þorbergsson virðast fá prik í kladdann fyrir samningana en enginn þó eins og verkalýðshreyfingin, sér í lagi þau Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson.

Sturlað fólk nær samningum
Formenn Eflingar og VR Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson hafa verið sökuð um sturlun af leiðarahöfundum stærstu dagblaða landsins.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar þetta er skrifað snemma fimmtudags er vitanlega of snemmt að leggja dóm á öll smáatriði kjarasamninganna sem nú hefur verið skrifað undir. Alveg sérstaklega leiði ég hjá mér að sinni ákvæði samningsins um verðtryggingar og breytingar þar á, en í því eilífa þrætuepli er ég hvort sem er yfirleitt alltaf sammála síðasta ræðumanni – verð ég að viðurkenna.

Það virðist þó ljóst af því sem þegar hefur komið að hér hefur líklega öllum málsaðilum tekist býsna vel upp. Af hálfu ríkisstjórnarinnar sýndist mér á tímabili stefna í helstil tilgerðarlega leiksýningu um „lífskjarasamning“ – það var ansi mikil PR-lykt af þessari uppsetningu allri sem virtist illa ríma við málefni sem snýst í raun um kjör þeirra lægst launuðu á þessu landi. Rándýr hönnun PR-fulltrúa á þar ekki við.

En því verður þó ekki neitað að þegar framlag ríkisstjórnar var kynnt, þá virðist það vel ígrundað, raunhæft og sanngjarnt. Með fyrrnefndum fyrirvara um smáatriðin, þá virðist alveg óhætt að gefa ríkisstjórninni prik fyrir hlut sinn í þessum kjarasamningum og úrlausn þeirra.

Það virðist líka óhætt að gefa forystu Samtaka atvinnulífsins prik fyrir lokasprettinn og kannski sérstaklega Halldóri Benjamín Þorbergssyni, þótt auðvitað viti ég ekki hver hafi átt hvaða hlut að máli þar innan dyra. Það eru ekki margir dagar síðan Halldór Benjamín virtist hafa komið öllu í klúður með þvergirðingshætti gagnvart ósköp sanngjörnum kröfum verkalýðshreyfingar. Heilmikið af þeirri gagnrýni sem hann fékk á sig af því tilefni má nú draga til baka, virðist mér.

En sé það nú rétt – sem ég hef engar forsendur til að efast um – að þessir samningar séu við núverandi aðstæður alveg ásættanlegir fyrir hina lægst launuðu, þá mun óhætt að fullyrða að þau Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveig Anna Jónsdóttir fái þykkust prik í kladdann af þeim einstaklingum sem hlut áttu að máli. Öll verkalýðshreyfingin var úthrópuð, líka Drífa Snædal, forseti ASÍ, en skömmunum sem ausið var yfir þau Ragnar Þór og Sólveigu Önnu átti sér fáar hliðstæður. Alls konar fólk, allt frá PR-mönnum atvinnurekenda til leiðarahöfunda Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, fór um þau hrakyrðum verstum – óhikað var talað um þau eins og nánast „sturlað“ og „sjúkt“ fólk. Með sínum „vitfirrtu“ kröfum myndu þau aldrei ná samningum, enda væri það alls ekki markmið þeirra – markmið þeirra væri beinlínis að leggja samfélagið á hliðina og allt í rúst.

Já, þetta var beinlínis fullyrt. 

Nú verða þau orð lögð til hliðar um skeið, trúi ég. Það er auðvitað rétt að gleyma þeim ekki, gleyma því ekki hvernig fulltrúar auðstéttarinnar voru tilbúnir til að níða skóinn miskunnarlaust af fólki sem setti bara fram sanngjarnar kröfur, og munu gera það aftur ef þarf.

„Þetta „sturlaða“ fólk barðist til áfangasigurs“

En í bili mega Ragnar Þór og Sólveig Anna og þeirra fólk vera stolt af sínu verki, með fyrstnefndum fyrirvara auðvitað. Í alltof mörg ár hefur „verkalýðshreyfingin“ verið hálfgert vandræðaorð í samfélagsumræðunni og nánast skammarlegt að tilheyra henni. ASÍ og VR voru orðin nánast að deildum í Samtökum atvinnurekenda. Þegar minnst var á Eflingu vakti það ekki önnur hugrenningatengsl en nokkra stútungskalla að drekka kaffi.

Það er nú heldur betur breytt. Þetta „sturlaða“ fólk barðist til áfangasigurs og knúði Samtök atvinnurekenda til „vopnahléssamninga“, eins og Sólveig Anna orðar það, og héðan í frá getur verkalýðshreyfingin borið höfuðið hærra en hún hefur gert um langt skeið. Til lukku með það.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
2

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu
3

Fólk strandar á grænmetinu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
5

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
6

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Með svona bandamenn ...
7

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fólk strandar á grænmetinu
3

Fólk strandar á grænmetinu

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
4

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Með svona bandamenn ...
5

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
6

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fólk strandar á grænmetinu
3

Fólk strandar á grænmetinu

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
4

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Með svona bandamenn ...
5

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
6

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Miðflokkurinn mælist næst stærstur
6

Miðflokkurinn mælist næst stærstur

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Miðflokkurinn mælist næst stærstur
6

Miðflokkurinn mælist næst stærstur

·

Nýtt á Stundinni

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu

Fólk strandar á grænmetinu

·
Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Með svona bandamenn ...

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Listin og lífið renna saman

Listin og lífið renna saman

·
Draumur að eiga dúkkubarn

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·