Óttast að áhrifafólk hafi gefið skotleyfi á flóttafólk

Prestur innflytjenda á Íslandi segir kjarna kristinnar trúar felast í því að opna dyrnar fyrir flóttafólki og veita því skjól. Toshiki Toma hefur síðastliðin ár starfað náið með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi en telur nú að áhrifafólk í íslensku samfélagi hafi gefið skotleyfi á þennan viðkvæma hóp. Hann hefur áhyggjur af aukinni hatursorðræðu í þeirra garð.

jonbjarki@stundin.is

Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, furðar sig á því með hvaða hætti sumt íslenskt áhrifafólk hefur að undanförnu leyft sér að tala um flóttafólk og hælisleitendur og hefur áhyggjur af því að verið sé að gefa grænt ljós á að tala niður til þessara hópa.

Toshiki, sem hefur undanfarin ár starfað náið með fólki á flótta, segir að þeir sem haldi uppi málstað þessa viðkvæma hóps þurfi í auknum mæli að sitja undir hatursfullum athugasemdum á samfélagsmiðlum. Hann óttast að æ fleiri nýti sér tjáningarfrelsið til þess eins að þagga niður í málfrelsi annarra en leggur áherslu á mikilvægi þess að leyfa hatrinu ekki að sigra.

Blaðamaður Stundarinnar heimsótti Toshiki Toma á skrifstofu hans í Breiðsholtskirkju og fékk að heyra meira um baráttu hans fyrir hælisleitendur og flóttafólk, ógnirnar sem steðja að þessum viðkvæma hópi og örkina sem Ísland getur verið þeim sem hingað koma í leit að skjóli ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

Karl Th. Birgisson

Leiftrandi hugsun og kjarni máls – en líka allt hitt

·
Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

Ósnortin náttúra sem senn gæti heyrt sögunni til

·
Sjö ára sviksemi við kjósendur

Illugi Jökulsson

Sjö ára sviksemi við kjósendur

·
Krabbameinið farið en hvað svo?

Ragnheiður Guðmundsdóttir

Krabbameinið farið en hvað svo?

·
Atómhljóð

Steindór Grétar Jónsson

Atómhljóð

·
Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·