Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fagnaði tíu ára afmæli á mótmælum: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki“

Þær eru níu að verða tíu, nema Guð­björg sem er tíu ára í dag. Af­mæl­is­deg­in­um var fagn­að með lofts­lags­verk­falli á Aust­ur­velli, þar sem þær vin­kon­ur héldu ræð­ur gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Á hverj­um föstu­degi flykkj­ast börn­in nið­ur í bæ þar sem þau syngja: „Við er­um bara börn og fram­tíð okk­ar skipt­ir máli,“ um leið og þau krefjast að­gerða. Stund­in ræddi við börn á vett­vangi.

„Við erum bara börn og framtíð okkar skiptir máli,“ syngja börnin sem flykkjast á Austurvöll í hádeginu á föstudögum. Þau eru þar samankomin til að mótmæla loftslagsbreytingum og krefja stjórnvöld um aðgerðir. Sum þeirra brenna fyrir málefninu, önnur fylgja með félögunum, bara til þess að prófa hvernig það er að láta rödd sína heyrast og reyna að hafa áhrif.

„Nú er svo komið að hreina vatnið okkar er orðið plastmengað og enginn talar um það. Í framtíðinni mun vera meira plast í sjónum en fiskar og sjórinn fer að súrna.“

Hin níu ára Svava Arnarsdóttir stendur fyrir framan míkrafón og heldur ræðu yfir hópnum.

Svava er nemendi í Barnaskólanum í Reykjavík og hluti af vinahópi sem brennur fyrir umhverfismálum. Vinkona hennar og bekkjarsystir, Katla Líf Drífu-Louisdóttir, grípur orðið: „Og við stöndum hér af því að við viljum að fullorðna fólkið fari að vinna með náttúrunni. Fólk getur alveg breytt þessu. Það getur alveg hætt að nota plast og notað frekar rafmagn en bensín. Það getur alveg breytt því. Það þarf bara að nenna því. Hugsið ykkur að eftir nokkur ár þá mun kannski verða meira af plasti í sjónum heldur en fiskar!“

Svava heldur áfram: „Móðir jörð getur án okkar verið en við alls ekki án hennar. Hvað viljum við?“ Aðgerðir strax, kallar hópurinn. „Og hvenær viljum við þær?“ Núna.

Björgum jörðinniBörn flyktust að Austurvelli í dag líkt og síðustu föstudaga.

Afmælisbarn á Austurvelli 

Fleiri úr vinahópnum eru með í för. Þær eru allar níu að verða tíu, nema Guðbjörg Zelda Marvinsdóttir, sem er tíu ára í dag og fagnar afmælinu á Austurvelli með vinkonum sínum sem syngja fyrir hana afmælissönginn, á milli þess sem þær taka undir ræðuhöldin og hrópa slagorð.

Aðspurð af hverju hún er hér á afmælisdaginn segist hún vera hingað komin til að mótmæla: „Af því að við ættum öll að gera eitthvað í þessu. Ef við gerum ekkert í þessu þá getum við ekkert gert í framtíðinni. Ekkert gert fyrir jörðina. Í framtíðinni munum við fatta það og þá getum við ekkert gert. Þá verðum við bara: Ha? Ó, við vissum ekki þetta! Á meðan við höfum verið að segja þeim það. Mér finnst það leiðinlegt.“ Hún hefur áhyggjur af því að það verði orðið of seint að bregðast við þegar valdhafar átta sig loksins. 

Andvaka af áhyggjum

Hér er líka Diljá Sóley Einarsdóttir. Í marga mánuði hefur hún fengið kvíða vegna loftslagsbreytinga, segir hún, og móðir hennar staðfestir síðar í gegnum síma að dóttir sín hafi átt andvökunætur yfir því að það sé verið að eyðileggja fyrir framtíð næstu kynslóða. Móðir hennar reynir að sefa kvíðann en segir að dóttir sín finni styrk í því að láta í sér heyra. Samstaðan sé líka jákvæður stuðningur. Og krafturinn sem birtist í börnunum á Austurvelli sé ómetanlegur. 

Diljá deyr því ekki ráðalaus og hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum í baráttunni. Eitt af því sem hún gerði var að halda ræðu hér á Austurvelli, líkt og vinkonurnar. „Finnst ykkur ekki að við ættum að gera eitthvað í þessu? Og hvenær viljum við gera það?

Við verðum hér alveg þangað til Alþingi gerir eitthvað í þessu.

Er ekki náttúran í fyrsta sæti?“ spurði hún síðan og áréttaði að það væri ekkert plan b mögulegt. „Þannig að hvenær viljið þið gera eitthvað í þessu?“

„Þannig að hvenær viljið þið gera eitthvað í þessu?“

Diljá lætur í sér heyraDiljá er alin upp við umhverfisvænar áherslur og er mjög meðvituð um að framganga okkar hefur áhrif á umhverfi. Sjálf hefur hún útbúið lista yfir einfaldar aðgerðir til að gera lífsstílinn umhverfisvænni.

Leiðir að umhverfisvænni lífsstíl

Diljá er mjög hugsi yfir aðstæðunum og hefur meðal annars verið að velta því fyrir sér af hverju hagnaðarvonin fær að ráða för í samfélaginu, af hverju það snúist allt um gróða frekar en umhverfið, af hverju matvöruverslanir megi til dæmis selja plastpoka eða vatn í plastflöskum. Um leið hefur hún verið að spá í því hvað væri hægt að nota í staðinn fyrir plast og skráð það hjá sér í sérstakri bók sem hún hefur meðferðis, en þar má einnig finna tillögur að umhverfisvænni lífsstíl. 

Um leið og hún sýnir tillögurnar sem hún hefur skráð hjá sér tekur hún fram að hún hafi ekki vandað sig við skammstafanir því hún hafi verið að drífa sig á mótmælin. „Ég var að flýta mér svo mikið að koma hingað og gera þetta. Út af því að við þurfum að gera þetta strax. Það er bara ljótt af fullorðnum og kennurum að leyfa ekki krökkunum að fara að mótmæla. Ég vorkenni krökkum sem falla fyrir þessum djókum að það verði pizza í matinn eða að fá að fara í ísferð með kennaranum.“ Aðspurð hvort hún hafi heyrt af því, svarar hún játandi. „Systir mín fór í ísferð í staðinn fyrir að koma hingað.“

Fá stuðning foreldra Hér má sjá þær Svövu og Kötlu Líf með mæðrum sínum sem styðja þær í mótmælaaðgerðunum.

Börnin geta breytt þessu 

Það sé hins vegar mikilvægt að börn mæti á mótmælin. „Fullorðnir fatta ekki hvað er að gerast. Þeir hugsa bara um að WOW air er farið á hausinn, í staðinn fyrir að hugsa um þetta. Það er bara rosalega leiðinlegt að þeir fatti þetta ekki.“ Svava tekur undir orð vinkonu sinnar: „Börn fá miklu betri hugmyndir. Þau geta breytt þessu.“ Þær eru sammála um að það sé mikilvægt að börn grípi til sinna ráða: „Ég vil ekki að það verði ekkert líf á jörðinni, að mannfólk deyi og öll dýr deyi út,“ segir Svava.  

„Ég er hér að mótmæla því ef við breytum þessu ekki þá mun allt mannfólkið og öll dýrin deyja“

Í skólanum hefur verið mikil umræða um loftlagsbreytingar og þar hafa þær horft á þáttaröðina Hvað höfum við gert? sem sýnd er á RÚV.  „Við erum í skóla sem talar um þetta,“ segir Katla Líf. „Við erum að horfa á þessa þætti og mikið að tala um koltvíoxíð og allt það ógeð sem fer í loftið. Ég er komin hingað til að sýna fullorðnu fólki að þetta er ekki í lagi. Ég er hér að mótmæla því ef við breytum þessu ekki þá mun allt mannfólkið og öll dýrin deyja eftir nokkur ár,“  segir hún ákveðin. „Mér finnst fólk að eigi líka að bera virðingu fyrir dýrum og umhverfinu.“

Diljá biður aftur um orðið: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki. Við erum öll í útrýmingarhættu.“

Vilja aðgerðirFulltrúar fimmta bekkjar í Vesturbæjarskóla, þeir Hrafnkell Tími, Þórður og Daníel Elí, spyrja af hverju þetta þarf að vera svona.

„Við viljum aðgerðir“ 

Svona hefur þetta gengið undanfarnar vikur. Fjöldi barna hefur skrópað í skóla eða fengið leyfi til þess að koma saman á Austurvelli í hádeginu og berjast fyrir breytingum og bjartari framtíð. Daníel Elí Johansen hefur mætt á mótmælin síðustu þrjár vikur, en með honum eru þeir Þórður Skúlason og Hrafnkell Tími Thoroddsen. Í dag eru þeir fulltrúar 5. bekkjar í Vesturbæjarskóla á Austurvelli. „Það gætu nú alveg verið fleiri,“ segir Þórður og Daníel skýtur inn í:  „Komið að mótmæla á föstudögum.“ Þeir vilja hvetja fleiri til að mæta. „Fullorðna og börn.“

„Við erum komnir til að mótmæla loftlagsbreytingunum,“ segja strákarnir allir í kór, „af því að annars munum við deyja út. Ef við gerum ekki eitthvað í þessu.“

„Við viljum aðgerðir,“ segir Daníel. Aðspurðir af hverju þeir séu að velta loftlagsmálum fyrir sér svarar Þórður því til að þetta sé mikilvægt málefni en það sé enginn að gera neitt í því. Það sé af og frá að börn mæti bara á mótmælin til að fá frí í skólanum. „Það er bara ekki rétt,“ segir Þórður, og þó: „Kannski hjá sumum,“ játar Daníel, um leið og hann tekur fram að hann sé hér því málefnið sé mikilvægt að hans mati. Undir það taka þeir Þórður og Hrafnkell Tími.

Börn og fullorðnirTíu ára gamlir drengir í Vesturbæjarskóla vilja hvetja fleiri til þess að mæta á mótmælin, bæði börn og fullorðna.

Framtíð okkar er í hættu 

Alveg eins og stelpunum er strákunum misboðið vegna frétta um að skólastjórar hafi boðið börnum upp á pizzur ef þau mæti ekki á mótmælin, og nefna það að fyrra bragði: „Ég hef heyrt um skólastjóra sem eru að múta börnum til að koma ekki. Mér finnst það alveg hræðilegt. Af hverju eru þeir að gera það?“ segir Þórður. „Á maður að vera í skólanum ef jörðin er að deyja út,“ spyr Hrafnkell Tími og Þórður svarar: „Það hjálpar líka að vera í skóla.“ „En bara ef þú átt framtíð,“ segir Daníel þá.

„Ég hef heyrt um skólastjóra sem eru að múta börnum til að koma ekki.  Mér finnst það alveg hræðilegt. Af hverju eru þeir að gera það?“

Fyrr í dag fóru þeir með skólanum í Sorpu þar sem þeir fengu fræðslu um endurvinnslu. Undanfarið hafa verið þemadagar, segja þeir, þar sem fjallað var um réttindi barna og þar hafi loftlagsmálin verið ofarlega á dagskrá. Skiltið sem Þórður heldur á ber þess merki: Þetta gengur ekki lengur, ef allir hjálpast að þá getum við breytt þessu. Sjórinn er ekki rusl, flokkum meira. Við eigum bara eina jörð, það er engin pláneta B. Þetta er mannfólkinu að kenna, aðgerðir núna. Jöklarnir bráðna, af hverju er þetta svona? Framtíð okkar barna er í hættu. Þórður bjó skiltið til fyrir mótmælin og ber það stoltur. Hér er fjöldi barna með kröfuspjöld sem þau hafa búið til sjálf, þar sem þau árétta mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða strax og ástæður þess. 

„Spáðu í því,“ segir Þórður, „það var bara ein stelpa sem kom þessu í gang. Það er svolítið merkilegt finnst mér. Ég horfði á fréttirnar og þá var hún á ráðstefnu og hafði skammað eitthvað fólk sem fór á ráðstefnuna í flugvélum. Nú er hún tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.“

Geta börn haft áhrif? „Já, ef við hjálpumst öll að og erum samtaka.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu