Þessi grein er meira en 2 ára gömul.

Fagnaði tíu ára afmæli á mótmælum: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki“

Þær eru níu að verða tíu, nema Guð­björg sem er tíu ára í dag. Af­mæl­is­deg­in­um var fagn­að með lofts­lags­verk­falli á Aust­ur­velli, þar sem þær vin­kon­ur héldu ræð­ur gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Á hverj­um föstu­degi flykkj­ast börn­in nið­ur í bæ þar sem þau syngja: „Við er­um bara börn og fram­tíð okk­ar skipt­ir máli,“ um leið og þau krefjast að­gerða. Stund­in ræddi við börn á vett­vangi.

„Við erum bara börn og framtíð okkar skiptir máli,“ syngja börnin sem flykkjast á Austurvöll í hádeginu á föstudögum. Þau eru þar samankomin til að mótmæla loftslagsbreytingum og krefja stjórnvöld um aðgerðir. Sum þeirra brenna fyrir málefninu, önnur fylgja með félögunum, bara til þess að prófa hvernig það er að láta rödd sína heyrast og reyna að hafa áhrif.

„Nú er svo komið að hreina vatnið okkar er orðið plastmengað og enginn talar um það. Í framtíðinni mun vera meira plast í sjónum en fiskar og sjórinn fer að súrna.“

Hin níu ára Svava Arnarsdóttir stendur fyrir framan míkrafón og heldur ræðu yfir hópnum.

Svava er nemendi í Barnaskólanum í Reykjavík og hluti af vinahópi sem brennur fyrir umhverfismálum. Vinkona hennar og bekkjarsystir, Katla Líf Drífu-Louisdóttir, grípur orðið: „Og við stöndum hér af því að við viljum að fullorðna fólkið fari að vinna með náttúrunni. Fólk getur alveg breytt þessu. Það getur alveg hætt að nota plast og notað frekar rafmagn en bensín. Það getur alveg breytt því. Það þarf bara að nenna því. Hugsið ykkur að eftir nokkur ár þá mun kannski verða meira af plasti í sjónum heldur en fiskar!“

Svava heldur áfram: „Móðir jörð getur án okkar verið en við alls ekki án hennar. Hvað viljum við?“ Aðgerðir strax, kallar hópurinn. „Og hvenær viljum við þær?“ Núna.

Björgum jörðinniBörn flyktust að Austurvelli í dag líkt og síðustu föstudaga.

Afmælisbarn á Austurvelli 

Fleiri úr vinahópnum eru með í för. Þær eru allar níu að verða tíu, nema Guðbjörg Zelda Marvinsdóttir, sem er tíu ára í dag og fagnar afmælinu á Austurvelli með vinkonum sínum sem syngja fyrir hana afmælissönginn, á milli þess sem þær taka undir ræðuhöldin og hrópa slagorð.

Aðspurð af hverju hún er hér á afmælisdaginn segist hún vera hingað komin til að mótmæla: „Af því að við ættum öll að gera eitthvað í þessu. Ef við gerum ekkert í þessu þá getum við ekkert gert í framtíðinni. Ekkert gert fyrir jörðina. Í framtíðinni munum við fatta það og þá getum við ekkert gert. Þá verðum við bara: Ha? Ó, við vissum ekki þetta! Á meðan við höfum verið að segja þeim það. Mér finnst það leiðinlegt.“ Hún hefur áhyggjur af því að það verði orðið of seint að bregðast við þegar valdhafar átta sig loksins. 

Andvaka af áhyggjum

Hér er líka Diljá Sóley Einarsdóttir. Í marga mánuði hefur hún fengið kvíða vegna loftslagsbreytinga, segir hún, og móðir hennar staðfestir síðar í gegnum síma að dóttir sín hafi átt andvökunætur yfir því að það sé verið að eyðileggja fyrir framtíð næstu kynslóða. Móðir hennar reynir að sefa kvíðann en segir að dóttir sín finni styrk í því að láta í sér heyra. Samstaðan sé líka jákvæður stuðningur. Og krafturinn sem birtist í börnunum á Austurvelli sé ómetanlegur. 

Diljá deyr því ekki ráðalaus og hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum í baráttunni. Eitt af því sem hún gerði var að halda ræðu hér á Austurvelli, líkt og vinkonurnar. „Finnst ykkur ekki að við ættum að gera eitthvað í þessu? Og hvenær viljum við gera það?

Við verðum hér alveg þangað til Alþingi gerir eitthvað í þessu.

Er ekki náttúran í fyrsta sæti?“ spurði hún síðan og áréttaði að það væri ekkert plan b mögulegt. „Þannig að hvenær viljið þið gera eitthvað í þessu?“

„Þannig að hvenær viljið þið gera eitthvað í þessu?“

Diljá lætur í sér heyraDiljá er alin upp við umhverfisvænar áherslur og er mjög meðvituð um að framganga okkar hefur áhrif á umhverfi. Sjálf hefur hún útbúið lista yfir einfaldar aðgerðir til að gera lífsstílinn umhverfisvænni.

Leiðir að umhverfisvænni lífsstíl

Diljá er mjög hugsi yfir aðstæðunum og hefur meðal annars verið að velta því fyrir sér af hverju hagnaðarvonin fær að ráða för í samfélaginu, af hverju það snúist allt um gróða frekar en umhverfið, af hverju matvöruverslanir megi til dæmis selja plastpoka eða vatn í plastflöskum. Um leið hefur hún verið að spá í því hvað væri hægt að nota í staðinn fyrir plast og skráð það hjá sér í sérstakri bók sem hún hefur meðferðis, en þar má einnig finna tillögur að umhverfisvænni lífsstíl. 

Um leið og hún sýnir tillögurnar sem hún hefur skráð hjá sér tekur hún fram að hún hafi ekki vandað sig við skammstafanir því hún hafi verið að drífa sig á mótmælin. „Ég var að flýta mér svo mikið að koma hingað og gera þetta. Út af því að við þurfum að gera þetta strax. Það er bara ljótt af fullorðnum og kennurum að leyfa ekki krökkunum að fara að mótmæla. Ég vorkenni krökkum sem falla fyrir þessum djókum að það verði pizza í matinn eða að fá að fara í ísferð með kennaranum.“ Aðspurð hvort hún hafi heyrt af því, svarar hún játandi. „Systir mín fór í ísferð í staðinn fyrir að koma hingað.“

Fá stuðning foreldra Hér má sjá þær Svövu og Kötlu Líf með mæðrum sínum sem styðja þær í mótmælaaðgerðunum.

Börnin geta breytt þessu 

Það sé hins vegar mikilvægt að börn mæti á mótmælin. „Fullorðnir fatta ekki hvað er að gerast. Þeir hugsa bara um að WOW air er farið á hausinn, í staðinn fyrir að hugsa um þetta. Það er bara rosalega leiðinlegt að þeir fatti þetta ekki.“ Svava tekur undir orð vinkonu sinnar: „Börn fá miklu betri hugmyndir. Þau geta breytt þessu.“ Þær eru sammála um að það sé mikilvægt að börn grípi til sinna ráða: „Ég vil ekki að það verði ekkert líf á jörðinni, að mannfólk deyi og öll dýr deyi út,“ segir Svava.  

„Ég er hér að mótmæla því ef við breytum þessu ekki þá mun allt mannfólkið og öll dýrin deyja“

Í skólanum hefur verið mikil umræða um loftlagsbreytingar og þar hafa þær horft á þáttaröðina Hvað höfum við gert? sem sýnd er á RÚV.  „Við erum í skóla sem talar um þetta,“ segir Katla Líf. „Við erum að horfa á þessa þætti og mikið að tala um koltvíoxíð og allt það ógeð sem fer í loftið. Ég er komin hingað til að sýna fullorðnu fólki að þetta er ekki í lagi. Ég er hér að mótmæla því ef við breytum þessu ekki þá mun allt mannfólkið og öll dýrin deyja eftir nokkur ár,“  segir hún ákveðin. „Mér finnst fólk að eigi líka að bera virðingu fyrir dýrum og umhverfinu.“

Diljá biður aftur um orðið: „Fyrir fullorðna sem skilja þetta ekki. Við erum öll í útrýmingarhættu.“

Vilja aðgerðirFulltrúar fimmta bekkjar í Vesturbæjarskóla, þeir Hrafnkell Tími, Þórður og Daníel Elí, spyrja af hverju þetta þarf að vera svona.

„Við viljum aðgerðir“ 

Svona hefur þetta gengið undanfarnar vikur. Fjöldi barna hefur skrópað í skóla eða fengið leyfi til þess að koma saman á Austurvelli í hádeginu og berjast fyrir breytingum og bjartari framtíð. Daníel Elí Johansen hefur mætt á mótmælin síðustu þrjár vikur, en með honum eru þeir Þórður Skúlason og Hrafnkell Tími Thoroddsen. Í dag eru þeir fulltrúar 5. bekkjar í Vesturbæjarskóla á Austurvelli. „Það gætu nú alveg verið fleiri,“ segir Þórður og Daníel skýtur inn í:  „Komið að mótmæla á föstudögum.“ Þeir vilja hvetja fleiri til að mæta. „Fullorðna og börn.“

„Við erum komnir til að mótmæla loftlagsbreytingunum,“ segja strákarnir allir í kór, „af því að annars munum við deyja út. Ef við gerum ekki eitthvað í þessu.“

„Við viljum aðgerðir,“ segir Daníel. Aðspurðir af hverju þeir séu að velta loftlagsmálum fyrir sér svarar Þórður því til að þetta sé mikilvægt málefni en það sé enginn að gera neitt í því. Það sé af og frá að börn mæti bara á mótmælin til að fá frí í skólanum. „Það er bara ekki rétt,“ segir Þórður, og þó: „Kannski hjá sumum,“ játar Daníel, um leið og hann tekur fram að hann sé hér því málefnið sé mikilvægt að hans mati. Undir það taka þeir Þórður og Hrafnkell Tími.

Börn og fullorðnirTíu ára gamlir drengir í Vesturbæjarskóla vilja hvetja fleiri til þess að mæta á mótmælin, bæði börn og fullorðna.

Framtíð okkar er í hættu 

Alveg eins og stelpunum er strákunum misboðið vegna frétta um að skólastjórar hafi boðið börnum upp á pizzur ef þau mæti ekki á mótmælin, og nefna það að fyrra bragði: „Ég hef heyrt um skólastjóra sem eru að múta börnum til að koma ekki. Mér finnst það alveg hræðilegt. Af hverju eru þeir að gera það?“ segir Þórður. „Á maður að vera í skólanum ef jörðin er að deyja út,“ spyr Hrafnkell Tími og Þórður svarar: „Það hjálpar líka að vera í skóla.“ „En bara ef þú átt framtíð,“ segir Daníel þá.

„Ég hef heyrt um skólastjóra sem eru að múta börnum til að koma ekki.  Mér finnst það alveg hræðilegt. Af hverju eru þeir að gera það?“

Fyrr í dag fóru þeir með skólanum í Sorpu þar sem þeir fengu fræðslu um endurvinnslu. Undanfarið hafa verið þemadagar, segja þeir, þar sem fjallað var um réttindi barna og þar hafi loftlagsmálin verið ofarlega á dagskrá. Skiltið sem Þórður heldur á ber þess merki: Þetta gengur ekki lengur, ef allir hjálpast að þá getum við breytt þessu. Sjórinn er ekki rusl, flokkum meira. Við eigum bara eina jörð, það er engin pláneta B. Þetta er mannfólkinu að kenna, aðgerðir núna. Jöklarnir bráðna, af hverju er þetta svona? Framtíð okkar barna er í hættu. Þórður bjó skiltið til fyrir mótmælin og ber það stoltur. Hér er fjöldi barna með kröfuspjöld sem þau hafa búið til sjálf, þar sem þau árétta mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða strax og ástæður þess. 

„Spáðu í því,“ segir Þórður, „það var bara ein stelpa sem kom þessu í gang. Það er svolítið merkilegt finnst mér. Ég horfði á fréttirnar og þá var hún á ráðstefnu og hafði skammað eitthvað fólk sem fór á ráðstefnuna í flugvélum. Nú er hún tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.“

Geta börn haft áhrif? „Já, ef við hjálpumst öll að og erum samtaka.“ 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

15 ára missti bragð- og lyktarskyn: „Svo kærulaus áður en ég fékk Covid“
1
FréttirCovid-19

15 ára missti bragð- og lykt­ar­skyn: „Svo kæru­laus áð­ur en ég fékk Covid“

El­ín Birna Yngva­dótt­ir, nem­andi í Haga­skóla, von­ast til þess að grímu­skylda verði aft­ur tek­in upp. „Þetta er miklu verra en ég hélt að þetta myndi vera,“ seg­ir hún um eftir­köst­in af Covid.
„Það eru engin rétt eða röng viðbrögð við áföllum“
2
ViðtalCovid-19

„Það eru eng­in rétt eða röng við­brögð við áföll­um“

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að þeg­ar um sé að ræða áföll, eins og hann seg­ir Covid vera, sé mik­il­vægt að sýna öll­um við­bröðg­um skiln­ing. Hann lýs­ir Covid-19 sem langvar­andi sam­fé­lags­legu áfalli og sjálf­ur hef­ur hann þurft að leita sér hjálp­ar til að vinna úr því.
Földu loftslagsvandann í áratugi
3
FréttirLoftslagsbreytingar

Földu lofts­lags­vand­ann í ára­tugi

Sann­an­ir hafa koma fram sem sýna að stjórn­end­ur stóru olíu­fyr­ir­tækj­anna vissu af ná­kvæmni í hvað stefndi vegna bruna jarð­efna­eldsneyt­is.
Féll tíu metra og varð fíkill
4
Fréttir

Féll tíu metra og varð fík­ill

Svan­ur Heið­ar Hauks­son hef­ur síð­ustu fjöru­tíu ár ver­ið kval­inn hvern ein­asta dag eft­ir að hann féll fram af hús­þaki. Flest sem gat brotn­að í lík­ama hans brotn­aði og við tók ára­löng dvöl á sjúkra­hús­um. Þeg­ar hann komst á fæt­ur leit­aði hann á náð­ir áfeng­is til að milda kval­irn­ar en eft­ir ára­langa drykkju tókst hon­um loks að losna und­an áfeng­is­böl­inu. Hann veit­ir nú öldr­uðu fólki með vímu­efna­vanda að­stoð og seg­ist ætla að sinna því með­an hann „held­ur heilsu“.
Karitas M. Bjarkadóttir
5
Pistill

Karitas M. Bjarkadóttir

Góð­ir strák­ar og gerenda­með­virkni

Ka­ritas M. Bjarka­dótt­ir skrif­ar í til­efni af Druslu­göng­unni 2021 sem fram fer á laug­ar­dag.
Áhyggjur af því að komandi kosningar hafi áhrif á samstöðu almennings
6
FréttirCovid-19

Áhyggj­ur af því að kom­andi kosn­ing­ar hafi áhrif á sam­stöðu al­menn­ings

Hjalti Már Björns­son, bráða­lækn­ir á Land­spít­al­an­um, seg­ir að hann og ann­að heil­brigð­is­starfs­fólk hafi áhyggj­ur af því að það „muni skorta á sam­stöðu fólks til að tak­ast á við þetta með sama hætti og hef­ur ver­ið gert hing­að til“. Þá seg­ist hann einnig hafa áhyggj­ur af sam­stöðu al­menn­ings í ljósi þess að kosn­ing­ar séu á næsta leiti og að stjórn­mála­menn lýsi and­stöðu sinni við ráð­legg­ing­ar sótt­varna­lækn­is.
Þorvaldur Gylfason
7
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Þrjár sjálfsævi­sög­ur

Þor­vald­ur Gylfa­son fjall­ar um ævi­sög­ur þriggja ís­lenskra bræðra.

Mest deilt

Gerður Berndsen
1
Aðsent

Gerður Berndsen

Ég vil upp­reist æru fyr­ir dótt­ur mína

Gerð­ur Berndsen seg­ist þess full­viss að eng­in mann­vera hafi ver­ið lít­ilsvirt jafn mik­ið af ís­lensku rétt­ar­kerfi og dótt­ir henn­ar.
Óþægilegt að ekki ríki samstaða um sóttvarnaraðgerðir hjá ríkisstjórninni
2
FréttirCovid-19

Óþægi­legt að ekki ríki sam­staða um sótt­varn­ar­að­gerð­ir hjá rík­is­stjórn­inni

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir ekki gott að rík­is­stjórn­in sé klof­in í af­stöðu sinni til sótt­varna­að­gerða og að ráð­herr­ar tjái sig á mis­mun­andi hátt um það sem ver­ið sé að grípa til. Þá seg­ir hann einnig að margt af því sem ráð­herr­ar segi stand­ist ekki.
„Dóttir mín er ekki bara eitthvert númer úti í bæ“
3
Viðtal

„Dótt­ir mín er ekki bara eitt­hvert núm­er úti í bæ“

For­eldr­ar stúlku sem var tólf ára göm­ul þeg­ar hún varð fyr­ir bíl segj­ast reið og sár út í lög­regl­una fyr­ir að draga það að af­greiða slys­ið þang­að til tveim­ur ár­um seinna þeg­ar það var ann­ars veg­ar fellt nið­ur og hins veg­ar sagt fyrnt. Öku­mað­ur­inn stakk af frá vett­vangi.
Hótað nauðgun og aftöku fyrir að birta frásagnirnar
4
Fréttir

Hót­að nauðg­un og af­töku fyr­ir að birta frá­sagn­irn­ar

For­svars­menn hóps­ins Öfg­ar hyggj­ast leita rétt­ar síns vegna morð­hót­un­ar. Þær segja ým­is kon­ar hót­an­ir og ærumeið­ing­ar hafa borist eft­ir að þær birtu sög­ur um ónafn­greind­an tón­list­ar­mann.
Móðir fékk dæmt meðlag þrátt fyrir jafna umgengni
5
Fréttir

Móð­ir fékk dæmt með­lag þrátt fyr­ir jafna um­gengni

„Hér græddu lög­fræð­ing­ar, eng­inn ann­ar,“ seg­ir Bryn­dís Rán Birg­is­dótt­ir, kona Boga Hall­gríms­son­ar. Hér­aðs­dóm­ur stað­festi að hann þyrfti að greiða barn­s­móð­ur sinni með­lag aft­ur í tím­ann, þrátt fyr­ir sam­eig­in­lega for­sjá með barn­inu frá 2013.
„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
6
Fréttir

„Ómann­eskju­legt“ ferli að verða rík­is­borg­ari eft­ir að hafa bú­ið sex­tán ár á Ís­landi

Af­greiðsla Út­lend­inga­stofn­un­ar á um­sókn Robyn Mitchell um rík­is­borg­ara­rétt tók 20 mán­uði. Stofn­un­in krafð­ist þess með­al ann­ars að hún legði fram yf­ir­lit yf­ir banka­færsl­ur sín­ar, fram­vís­aði flug­mið­um og sendi sam­fé­lags­miðla­færsl­ur síð­ustu fimm ára til að færa sönn­ur á að hún hefði ver­ið hér á landi. „Þessi stofn­un er eins ómann­eskju­leg og hægt er að hugsa sér,“ seg­ir hún.
Gylfi Sigurðsson handtekinn fyrir meint brot gegn barni
7
Fréttir

Gylfi Sig­urðs­son hand­tek­inn fyr­ir meint brot gegn barni

Lög­regl­an í Bretlandi gerði hús­leit hjá lands­liðs­mann­in­um og sleppti hon­um gegn trygg­ingu.

Mest lesið í vikunni

Gylfi Sigurðsson handtekinn fyrir meint brot gegn barni
1
Fréttir

Gylfi Sig­urðs­son hand­tek­inn fyr­ir meint brot gegn barni

Lög­regl­an í Bretlandi gerði hús­leit hjá lands­liðs­mann­in­um og sleppti hon­um gegn trygg­ingu.
Gerður Berndsen
2
Aðsent

Gerður Berndsen

Ég vil upp­reist æru fyr­ir dótt­ur mína

Gerð­ur Berndsen seg­ist þess full­viss að eng­in mann­vera hafi ver­ið lít­ilsvirt jafn mik­ið af ís­lensku rétt­ar­kerfi og dótt­ir henn­ar.
Vill fá að mæta brotlega nuddaranum í opnu þinghaldi
3
FréttirMeðhöndlari kærður

Vill fá að mæta brot­lega nudd­ar­an­um í opnu þing­haldi

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son með­höndlari hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa brot­ið kyn­ferð­is­lega gegn Ragn­hildi Eik Árna­dótt­ur. Jó­hann­es var í janú­ar dæmd­ur fyr­ir að nauðga fjór­um kon­um sem leit­uðu til hans í með­ferð. Hann býð­ur enn upp á með­höndl­un við stoð­kerf­is­vanda­mál­um.
„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
4
Fréttir

„Ómann­eskju­legt“ ferli að verða rík­is­borg­ari eft­ir að hafa bú­ið sex­tán ár á Ís­landi

Af­greiðsla Út­lend­inga­stofn­un­ar á um­sókn Robyn Mitchell um rík­is­borg­ara­rétt tók 20 mán­uði. Stofn­un­in krafð­ist þess með­al ann­ars að hún legði fram yf­ir­lit yf­ir banka­færsl­ur sín­ar, fram­vís­aði flug­mið­um og sendi sam­fé­lags­miðla­færsl­ur síð­ustu fimm ára til að færa sönn­ur á að hún hefði ver­ið hér á landi. „Þessi stofn­un er eins ómann­eskju­leg og hægt er að hugsa sér,“ seg­ir hún.
Hagsmunaverðir á Íslandi kortlagðir
5
Greining

Hags­muna­verð­ir á Ís­landi kort­lagð­ir

Ís­landi er að miklu leyti stjórn­að af hags­muna­hóp­um, sagði seðla­banka­stjóri. For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins tel­ur sam­fé­lagsum­ræðu oft hverf­ast um hags­muni þeirra sterk­ustu. En hvaða hags­mun­ir stýra Ís­landi og hvernig fer hags­muna­bar­átt­an fram? Stund­in grein­ir stærstu og öfl­ug­ustu hags­muna­hóp­ana á Ís­landi.
Óþægilegt að ekki ríki samstaða um sóttvarnaraðgerðir hjá ríkisstjórninni
6
FréttirCovid-19

Óþægi­legt að ekki ríki sam­staða um sótt­varn­ar­að­gerð­ir hjá rík­is­stjórn­inni

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir ekki gott að rík­is­stjórn­in sé klof­in í af­stöðu sinni til sótt­varna­að­gerða og að ráð­herr­ar tjái sig á mis­mun­andi hátt um það sem ver­ið sé að grípa til. Þá seg­ir hann einnig að margt af því sem ráð­herr­ar segi stand­ist ekki.
15 ára missti bragð- og lyktarskyn: „Svo kærulaus áður en ég fékk Covid“
7
FréttirCovid-19

15 ára missti bragð- og lykt­ar­skyn: „Svo kæru­laus áð­ur en ég fékk Covid“

El­ín Birna Yngva­dótt­ir, nem­andi í Haga­skóla, von­ast til þess að grímu­skylda verði aft­ur tek­in upp. „Þetta er miklu verra en ég hélt að þetta myndi vera,“ seg­ir hún um eftir­köst­in af Covid.

Mest lesið í mánuðinum

Key witness in Assange case admits to lies in indictment
1
English

Key wit­n­ess in Assange ca­se admits to lies in indict­ment

A maj­or wit­n­ess in the United States’ Depart­ment of Justice ca­se against Ju­li­an Assange has admitted to fabricat­ing key accusati­ons in the indict­ment against the Wiki­leaks found­er.
Gylfi Sigurðsson handtekinn fyrir meint brot gegn barni
2
Fréttir

Gylfi Sig­urðs­son hand­tek­inn fyr­ir meint brot gegn barni

Lög­regl­an í Bretlandi gerði hús­leit hjá lands­liðs­mann­in­um og sleppti hon­um gegn trygg­ingu.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
3
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Til stuðn­ings gerend­um

Það er hægt að styðja gerend­ur með upp­byggi­leg­um hætti og þo­lend­ur um leið.
Konurnar að baki Öfgum stíga fram: „Við ætlum að fella feðraveldið“
4
Fréttir

Kon­urn­ar að baki Öfg­um stíga fram: „Við ætl­um að fella feðra­veld­ið“

Hulda Hrund Sig­munds­dótt­ir og Tanja Ís­fjörð eru með­lim­ir í fem­in­íska TikT­ok-hópn­um Öfg­ar, sem vakti at­hygli fyr­ir að deila frá­sögn­um 32 kvenna af sama tón­list­ar­mann­in­um, sem var í kjöl­far­ið af­bók­að­ur í gigg á Þjóð­há­tíð. Mað­ur­inn sem um ræð­ir, Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, hef­ur hafn­að þess­um ásök­un­um og hót­að mál­sókn.
Gerður Berndsen
5
Aðsent

Gerður Berndsen

Ég vil upp­reist æru fyr­ir dótt­ur mína

Gerð­ur Berndsen seg­ist þess full­viss að eng­in mann­vera hafi ver­ið lít­ilsvirt jafn mik­ið af ís­lensku rétt­ar­kerfi og dótt­ir henn­ar.
„Dóttir mín er ekki bara eitthvert númer úti í bæ“
6
Viðtal

„Dótt­ir mín er ekki bara eitt­hvert núm­er úti í bæ“

For­eldr­ar stúlku sem var tólf ára göm­ul þeg­ar hún varð fyr­ir bíl segj­ast reið og sár út í lög­regl­una fyr­ir að draga það að af­greiða slys­ið þang­að til tveim­ur ár­um seinna þeg­ar það var ann­ars veg­ar fellt nið­ur og hins veg­ar sagt fyrnt. Öku­mað­ur­inn stakk af frá vett­vangi.
Móðir fékk dæmt meðlag þrátt fyrir jafna umgengni
7
Fréttir

Móð­ir fékk dæmt með­lag þrátt fyr­ir jafna um­gengni

„Hér græddu lög­fræð­ing­ar, eng­inn ann­ar,“ seg­ir Bryn­dís Rán Birg­is­dótt­ir, kona Boga Hall­gríms­son­ar. Hér­aðs­dóm­ur stað­festi að hann þyrfti að greiða barn­s­móð­ur sinni með­lag aft­ur í tím­ann, þrátt fyr­ir sam­eig­in­lega for­sjá með barn­inu frá 2013.

Nýtt á Stundinni

Mótaðist í Öræfum
Fólkið í borginni

Mót­að­ist í Ör­æf­um

Þór­unn Sig­urð­ar­dótt­ir, að­júnkt við Há­skól­ann á Bif­röst, seg­ir dvöl sína á Kvískerj­um hafa mót­að sig.
„Ekki bara ímyndun í hverri og einni konu“
ViðtalÓsýnileiki kvenna í grafískri hönnun

„Ekki bara ímynd­un í hverri og einni konu“

Þrátt fyr­ir að fleiri kon­ur en karl­ar út­skrif­ist úr graf­ískri hönn­un eru kon­ur mun ólík­legri til að gegna stjórn­un­ar­stöð­um í aug­lýs­inga­geir­an­um. Rósa Hrund Kristjáns­dótt­ir er ein slíkra stjórn­enda. Hún hef­ur velt fyr­ir sér hver ástæð­an er.
455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira
Þrautir10 af öllu tagi

455. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyr­ir­sæta ein lagði lag sitt við, og fleira

Fyrri auka­spurn­ing: Hvaða stað á Ís­landi má sjá á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  John Dill­in­ger hét mað­ur. Hvað fékkst hann helst við í líf­inu? Svar­ið þarf að vera þokka­lega ná­kvæmt.  2.  Ítal­ir urðu um dag­inn Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta karla. En hve marg­ir eru heims­meist­ara­titl­ar þeirra? 3.  Fyr­ir­bæri eitt er til í mörg­um gerð­um en sú al­geng­asta og...
Lifir, hrærist og lærir í listinni
ViðtalHús & Hillbilly

Lif­ir, hrær­ist og lær­ir í list­inni

Ólöf Nor­dal var val­in borg­ar­lista­mað­ur Reykja­vík­ur og sýn­ir nú í Komp­unni, Al­þýðu­hús­inu á Siglu­firði.
Þrjár sjálfsævisögur
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Þrjár sjálfsævi­sög­ur

Þor­vald­ur Gylfa­son fjall­ar um ævi­sög­ur þriggja ís­lenskra bræðra.
Féll tíu metra og varð fíkill
Fréttir

Féll tíu metra og varð fík­ill

Svan­ur Heið­ar Hauks­son hef­ur síð­ustu fjöru­tíu ár ver­ið kval­inn hvern ein­asta dag eft­ir að hann féll fram af hús­þaki. Flest sem gat brotn­að í lík­ama hans brotn­aði og við tók ára­löng dvöl á sjúkra­hús­um. Þeg­ar hann komst á fæt­ur leit­aði hann á náð­ir áfeng­is til að milda kval­irn­ar en eft­ir ára­langa drykkju tókst hon­um loks að losna und­an áfeng­is­böl­inu. Hann veit­ir nú öldr­uðu fólki með vímu­efna­vanda að­stoð og seg­ist ætla að sinna því með­an hann „held­ur heilsu“.
454. spurningaþraut: 99 milljón ára gamlar leifar af dýri einu — hvaða dýri?
Þrautir10 af öllu tagi

454. spurn­inga­þraut: 99 millj­ón ára gaml­ar leif­ar af dýri einu — hvaða dýri?

Fyrri auka­spurn­ing: Af hvaða teg­und er flug­vél­in sem hér sést? Hér þarf all­ná­kvæmt svar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða ríki kalla heima­menn Nippon? 2.  Einu sinni var skrif­uð skáld­saga um karl sem lifði synd­sam­legu og illu lífi en þó sáust aldrei nein merki hins óholla lífern­is á karl­in­um. Ástæð­an var sú að hann átti mál­verk af sér og mynd hans á...
15 ára missti bragð- og lyktarskyn: „Svo kærulaus áður en ég fékk Covid“
FréttirCovid-19

15 ára missti bragð- og lykt­ar­skyn: „Svo kæru­laus áð­ur en ég fékk Covid“

El­ín Birna Yngva­dótt­ir, nem­andi í Haga­skóla, von­ast til þess að grímu­skylda verði aft­ur tek­in upp. „Þetta er miklu verra en ég hélt að þetta myndi vera,“ seg­ir hún um eftir­köst­in af Covid.
„Það eru engin rétt eða röng viðbrögð við áföllum“
ViðtalCovid-19

„Það eru eng­in rétt eða röng við­brögð við áföll­um“

Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn al­manna­varna sviðs rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir að þeg­ar um sé að ræða áföll, eins og hann seg­ir Covid vera, sé mik­il­vægt að sýna öll­um við­bröðg­um skiln­ing. Hann lýs­ir Covid-19 sem langvar­andi sam­fé­lags­legu áfalli og sjálf­ur hef­ur hann þurft að leita sér hjálp­ar til að vinna úr því.
Hamingjan liggur í hjartslættinum
ViðtalHamingjan

Ham­ingj­an ligg­ur í hjart­slætt­in­um

Sig­trygg­ur Bald­urs­son, tón­list­ar­mað­ur og fram­kvæmda­stjóri Út­flutn­ings­skrif­stofu ís­lenskr­ar tón­list­ar (ÚT­ÓN), hlust­ar eft­ir takt­in­um til að ná sátt­um á ferð sinni um líf­ið.
453. spurningaþraut: Leikurinn gerist í litlum bæ
Þrautir10 af öllu tagi

453. spurn­inga­þraut: Leik­ur­inn ger­ist í litl­um bæ

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hétu syn­ir Nóa, þess er örk­ina byggði? 2.  Eft­ir að Nóa­flóð­ið sjatn­aði vildi svo til einu sinni að Nói bölv­aði ein­um syni sín­um og öll­um hans af­kom­end­um. Hvað hafði son­ur­inn gert af sér að mati Nóa? 3.  Und­ir hvaða nafni er Sidd­hārtha Gautama þekkt­ast­ur? 4.  Þeg­ar enska...
22 Júlí 2011
Blogg

Stefán Snævarr

22 Júlí 2011

Dag­ur reiði, dag­ur sorg­ar. Hinn al­grimmi læt­ur sprengju springa  í hjarta Ósló­ar, átta manns deyja, fleiri sær­ast. Dag­ur reiði, dag­ur sorg­ar. Hinn al­grimmi held­ur til Út­eyj­ar, slátr­ar varn­ar­laus­um ung­menn­um, það yngsta fjór­tán ára. Sex­tíu­ogn­íu  þeirra deyja, marg­ir sær­ast. Aldrei gleyma degi reiði, degi sorg­ar.