Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
7

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Stundin #98
Ágúst 2019
#98 - Ágúst 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 23. ágúst.

Skuldabréf Skúla í WOW nær einskis virði – Arion banki á veð í fasteignum hans

Eignarhaldsfélag í eigu Skúla Mogensen afsalaði sér einbýlishúsi til hans í fyrra. WOW er hætt rekstri og mun rekstrarstöðvun félagsins hafa víðtækar afleiðingar, meðal annars fyrir kröfuhafa WOW og Skúla sjálfan.

Skuldabréf Skúla í WOW nær einskis virði – Arion banki á veð í fasteignum hans
Hver er staða Skúla? Ein af spurningunum sem fall WOW air ber með sér er hver staða Skúla Mogensen, forstjóra og eiganda WOW air, sé nú. Hús hans er veðsett fyrir skuldabréfum sem orðin eru nær verðlaus með falli WOW.  Mynd: WOWAIR.IS
ingi@stundin.is

Arion banki, viðskiptabanki WOW air og Skúla Mogensen, á veð í flestum fasteignum sem tengjast rekstri flugfélagsins og fasteignum tengdra félaga. Fasteignirnar voru meðal annars veðsettar á seinni hluta síðasta árs fyrir fjármagni sem notað var til að reyna að bjarga WOW air frá falli. 

WOW air hætti starfsemi í morgun og er ljóst að hluthafar flugfélagsins, þar með talið fyrrverandi skuldabréfaeigendur þess sem breyttu kröfum sínum í hlutafé, sem og kröfuhafar fyrirtækisins, meðal annars Arion banki, munu tapa fjármunum vegna falls félagsins.

Þá er ljóst að Skúli Mogensen, sem hefur verið eini eigandi WOW-air síðastliðin ár, mun tapa þeirri fjárfestingu sem hann réðist í, meðal annars þeim fjármunum sem hann notaði til að fjárfesta í skuldabréfaútboði WOW-air.  Í viðtali við fréttastofu RÚV í hádeginu sagði Skúli að hann hefði sett allt sitt í reksturinn: „Í setti aleiguna í þennan rekstur.“

Þrátt fyrir skuldbindingar WOW-air við Arion banka sendi bankinn frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að þær væru ekki svo miklar að áhrifin á bankann yrðu „veruleg“: „Í ljósi umfjöllunar í fjölmiðlum um málefni WOW Air og skuldbindingar félagsins við Arion banka vill bankinn taka fram að stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans að teknu tilliti til annarra þátta í rekstri bankans.“

Ekki mikið höggArion banki, sem á veð í fasteignum Skúla Mogensen, segir að höggið út af falli WOW air sé ekki mikið. 

„Stöðvun rekstrar WOW Air mun ekki hafa veruleg bein áhrif á rekstrarafkomu bankans“

Ný 733 milljóna króna lán

Eins og Stundin greindi frá í byrjun desember var nýjum skuldabréfum upp á samtals 733 milljónir króna, 5.7 milljónir evra, þinglýst á fasteignir í eigu félaga tengdum Skúla og WOW í september í fyrra en þetta var gert á sama tíma og skuldabréfaútgáfa WOW-air fór fram. 

Arion banki þinglýsti þá meðal annars 2,9 milljóna evra, 375 milljóna króna, tryggingabréfi á hótel á Suðurnesjum sem félagið TF-KEF ehf. á, og eins á fasteignir í Hvammsvík í Hvalfirði sem Skúli Mogensen á í gegnum félagið Kotasælu ehf.  Tryggingabréfið á hótelinu á Suðurnesjum er á þriðja veðrétti á eftir tveimur tryggingabréfum frá Arion upp á samtals 650 milljónir króna sem hvíla á fyrsta og öðrum veðrétti á því.

Arion banki þinglýsti einnig nýju tryggingabréfi upp á 2,77 milljónir evra, 358 milljónir króna, á heimili Skúla á Seltjarnarnesi sama dag. Engin veðbönd hvíldu á húsinu fyrir þetta.

Kotasæla afsalaði sér húsinu til Skúla í fyrra

Þegar Skúli veðsetti húsið í fyrra hafði hann ekki átt það mjög lengi því áður en hann eignaðist það persónulega í júlí 2018 var húsið skráð á eignarhaldsfélag hans, Kotasælu ehf. Þetta er sama eignarhaldsfélög og notað var til veðsetningar fyrir nýjum lánum frá WOW air. 

Í afsalinu er ekki tekið fram hvað Skúli greiddi Kotasælu ehf. fyrir húsið en þó kemur fram að kaupverðið sé að fullu greitt: „Þar sem afsalshafi hefur að fullu greitt umsamið kaupverð eignarinnar fyrir hina seldu eign lýsi afsalsgjafi hann lögfullan eiganda að eigninni,“ segir í afsalinu. 

Í ársreikningi Kotasælu fyrir árið 2017 kemur hins vegar fram að Kotasæla ehf. hafi skuldað Skúla Mogensen tæplega 150 milljónir króna í árslok 2017. Auk þess voru tæplega 660 milljóna króna skuldir við félög í eigu Skúla Mogensen. Þá átti félagið kröfur á hendur WOW air ehf. upp á rúmlega 250 milljónir króna

Miðað við þetta er líklegt að Kotasæla ehf. og Skúli hafi gert samkomulag um skuldajöfnun þannig að Skúli fengi húsið upp í kröfur sínar á hendur félaginu. 

Bæði eftirstandandi fasteignir Kotasælu ehf. og eins húsið á Seltjarnarnesi voru svo notuð til veðsetningar í fyrrahaust þegar WOW air og Skúla vantaði fjármuni eftir að WOW-air lenti í erfiðleikum.

Hvað verður um þessar eignir, sem og aðrar eignir sem Arion banki og aðrir kröfuhafar WOW air eiga veð í, er eitt af því sem á eftir að koma í ljós við skuldauppgjör WOW air og Skúla Mogensen við kröfuhafa sína næstu misserin.

Tögg

Fall WOW air

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
1

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
2

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
3

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
4

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða
5

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
6

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
7

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
3

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
4

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
5

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Mest deilt

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
1

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn
2

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum
3

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum
4

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins
5

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
6

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
5

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
6

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·

Mest lesið í vikunni

Fendibelti fyrir fermingarpeningana
1

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Öryggið verður ekki metið til fjár
2

Öryggið verður ekki metið til fjár

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
3

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
4

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
5

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú
6

Segir Svein Andra blóðmjólka þrotabú

·

Nýtt á Stundinni

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

Seðlabankastjóri segir peningahagfræði svipaða guðfræði og mikilvægt að treysta bönkunum

·
Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

Nýr seðlabankastjóri mættur og gefur vísbendingar um næstu skref

·
Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

Björn Ingi óánægður með að fjallað sé um fjármál sín

·
Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

·
Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

Vilja grænkerafæði í alla skóla í þágu loftslagsins

·
Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

Illugi ekki með 14 milljónir á mánuði

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða

·
Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·