Mest lesið

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
1

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“
2

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum
3

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“
4

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum
5

Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

·
Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?
6

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“

Flóttamönnunum sem kröfðust betri aðstæðna hefur verið óskað dauða á samfélagsmiðlum og margir hvetja til þess að þeir verði sendir úr landi. Sstjórnmálamenn eru ósáttir og fyrrverandi dómsmálaráðherra varar við smithættu.

Bylgja hatursorðræðu gegn hælisleitendum: „Grýta þetta pakk“
alma@stundin.is

Fjölmörg dæmi eru um að flóttamenn sem mótmælt hafa aðstöðu sinni og viðtökum íslenska ríkisins undanfarna daga séu kallaðir „pakk,“ „hyski“ og „viðbjóður“ á samfélagsmiðlum. Fólkið sem tjáir sig um flóttamennina gengur í sumum tilfellum svo langt að óska þeim dauða.

Þá hafa fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn úthrópað hælisleitendurnar fyrir að tjalda á Austurvelli. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, setti mótmæli flóttamanna í samhengi við smithættu og frosið kjöt og átaldi borgarstjórn fyrir að heimila þeim að tjalda. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi Dómkirkjuna fyrir að heimila hælisleitendunum að nýta salerni kirkjunnar. Þá reiddist Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis, hælisleitendunum og skammaðist í þeim á Austurvelli. Fjöldi fólks skrifar ummæli undir frétt um athæfi Halldórs honum til stuðnings og hvetja margir til þess að hælisleitendunum sé vísað úr landi.

Lögfræðingur og sérfræðingur í hatursorðræðu sem Stundin ræddi við varar við því að hatursorðræða geti virkað sem hvatning til óstöðugra einstaklinga til þess að grípa til ofbeldis. 

Samhengi við smithættuBjörn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og menntamálaráðherra, skrifaði færslu á bloggsíðu sína þar sem hann ræddi um smithættu innfluttra matvæla, mikilvægi þess að ferðafólk „gæti fyllsta hreinlætis“. Hann taldi veru hælisleitenda á Austurvelli „vekja spurningar um hvort gætt hafi verið allra nauðsynlegra hreinlætis- og öryggiskrafna“.

Hælisleitendur nefndir „innrásarlið“

„Þetta fólk ''PAKK'' vinnur hörðum höndum að því að leggja niður þjóðríkið Ísland! Fellum stjórnina núna ! Þetta PAKK mýgur á styttu Jóns Sigurðssonar og á elsta Alþingi í heimi. Vanvirðingin er algjör ! Ég heimta aðgerðir ef ekki förum við sjálfir í málið og krefjumst sömu friðhelgi og innrásarliðið hefur ! P.s, Íslenska þjóðin er þræl vopnuð annað til þriðja hvert heimili á skotvopn!“

Ofangreind ummæli skrifar maður í færslu á Facebook síðu sinni, sem viðbragð við mótmælum hælisleitanda. Vinir mannsins taka í sama streng og deila færslunni. Færslan hefur því náð þó nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis hefur téður maður dreift mynd með fyrirsögninni „Framtíðin er ekki björt fyrir litla Ísland með galopin landamæri.“ Skilaboðin eiga að sýna hvað verður um Ísland ef dyrnar eru opnaðar fyrir flóttamönnum en þar birtast myndir af átökum í löndum sem flóttamenn hafa sótt um hæli í. Myndin hefur fengið rúmlega 200 deilingar á Facebook.

Myndin sem er í dreifingu á FacebookMynd þessi hefur fengið rúmlega 200 deilingar á Facebook

Kona segir í ummælum við mynd á síðu Frelsisflokksins að þögul mótmæli virki ekki. Íslendingar þurfi að taka upp „stefnu Frakka í mótmælum“ og „grýta þetta pakk.“

Önnur kona ritar svipaða færslu á Facebook. „Það er ekki aumingjaskapurinn í Frökkum í París, þeir láta verkin tala, Íslendingar ættu að taka þá til fyrirmyndar og mótmæla helvítis viðbjóðnum hérna.“ Vitnar sú kona í frétt í erlendum fjölmiðli þar sem fyrirsögnin er „París brennur“ og mynd af Parísarbúum að mótmæla með bálköst í bakgrunni.  

„Þetta er hyski og ég segi bara hvar er lofsteinn þegar hann má falla þarna?“

„Þetta er hyski og ég segi bara hvar er lofsteinn þegar hann má falla þarna???“ segir í ummælum sem koma fram á Facebook síðu Vakurs, samtaka um evrópska menningu. Á Facebook- síðunni kemur fram að Vakur vilji upplýsta umræðu um það hvort Ísland vilji breytast úr evrópsku og lýðræðislegu þjóðríki í „óskilgreint fjölmenningarríki.“

Á mynd sem Vakur birtir ritar maður einn þessi ummæli: „Þessum hlakkar til að láta hengja sig eða henda sér ofan af þaki“. Á myndinni er maður með mótmælaspjald sem á stendur „Flóttamenn velkomnir hér.“

„Þessi hlakkar til að láta hengja sig
eða henda sér ofan af þaki“

Á einni mynd sem Vakur setur á síðu sína, standa þessi orð: „But we have reached a turning-point. We must make a decision: shall we remain a child-like people, giving little thought to our Future, till someday we find that we have none?“ Vakur vitnar með þessum orðum í Arthur Moeller van den Bruck, Þjóðverja sem er best þekktur fyrir umdeilt rit sitt Das Dritte Reich sem nasistar í Þýskalandi höfðu í hávegum á sínum tíma.

Tengja flóttamenn við erlend hryðjuverk

Maður nokkur tengir hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi við mótmæli hælisleitanda á Austurvelli. „Til þeirra sem enn eru tárvot útaf atburðum á Nýja-Sjálandi. Við eigum í stríði við íslam! Helstu fórnarlömb í stríði eru alltaf saklausir... það sem er að gerast á Austurvelli er skipulögð yfirtaka íslams á Íslandi. Flótta/hælis er bara tilbúið valdaskím ætlað til að mýkja lina vesturlandabúa.“

„Við eigum í stríði við íslam!“

Þá skrifar kona ummæli við frétt um skotárásina í Utrecht: „Það eru gerðar skyndiárásir víða um Evrópu, erum við ekki að fatta að við fáum sendingar til landsins sem eru sömu trúar og eru með aðgerðir gegn þeim þjóðlöndum sem þeir læðast inn í sem „hælisleitendur“. Annar maður sem skrifar ummæli við sömu frétt spyr lögregluna hvort hún sé búin gera vopnaleit í tjaldinu sem stóð á Austurvelli.

Varar við afleiðingunum

Jóna Aðalheiður Pálsdóttir, lögfræðingur sem skrifaði skýrslu um hatursorðræðu fyrir Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir að hatursfull orðræða geti haft þær afleiðingar að hvetja óstöðuga einstaklinga til að framfylgja andstöðu sinni við tiltekna hópa með ofbeldi.

„Allt sem hvetur til aðgerða, eins og margt þarna gerir, ummælin virðast sum hver óbeint og sum beint, hvetja til aðgerða, er hatursorðræða og er brot gegn hegningarlögum,“ segir Jóna.  

Jóna vitnar þar í 233. gr. almenna hegningarlaga en þar segir að hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ráðist opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

Jóna segir hörmungarnar sem áttu sér stað í Nýja-Sjálandi vera afleiðingar hatursorðræðu, en slík orðræða geta virkað sem hvatning fyrir einstakling með rasískar skoðanir til að grípa til aðgerða.

Flóttamennirnir hafa nú yfirgefið Austurvöll og tekið niður tjald sitt undir þeim formerkjum að þeir óttast um öryggi sitt þar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
1

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“
2

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum
3

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·
Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“
4

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum
5

Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

·
Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?
6

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

·

Mest deilt

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“
1

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði
2

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

·
Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum
3

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
4

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings
5

Andri Sigurðsson

Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum
6

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·

Mest deilt

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“
1

Ísland gagnrýni ekki aftökur á Filippseyjum með ályktun: „Eina kristna landið í Asíu“

·
Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði
2

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

·
Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum
3

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
4

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings
5

Andri Sigurðsson

Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum
6

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·

Mest lesið í vikunni

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
2

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
4

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
5

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
6

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·

Mest lesið í vikunni

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
1

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
2

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
4

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur
5

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
6

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·

Nýtt á Stundinni

Skandall, Trump, raðnauðgun, fjöldamorð, félagsmiðlar, rétttrúnaður, hommahatur, hatursorðræða, skandall

Hermann Stefánsson

Skandall, Trump, raðnauðgun, fjöldamorð, félagsmiðlar, rétttrúnaður, hommahatur, hatursorðræða, skandall

·
Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings

Andri Sigurðsson

Einkavæddir bankar vinna gegn hagsmunum almennings

·
Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

Framkvæmdir komnar á fullt í Ingólfsfirði

·
Bakteríuflóran hefur áhrif á virkni parkinsonslyfja

Bakteríuflóran hefur áhrif á virkni parkinsonslyfja

·
Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

Ríkisstjórnin sammála um að draga úr eignarhaldi á bönkum

·
Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

Ágúst Borgþór réttlætir frétt um fanga: „Almenningur leitaði til okkar“

·
Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

Fjárnám hjá Birni Inga vegna 8 milljóna kröfu skattsins

·
Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

·
Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

Hefja fjársöfnun fyrir lektorinn sem var rekinn vegna ummæla um konur

·
Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

Ingibjörg Sólrún: Eigendur jarða verða að deila örlögum með Íslendingum

·
Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

Er ráðgátan um tilgang randa sebrahesta leyst?

·
Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

Hermann Stefánsson

Það verður aldrei lagður sæstrengur til Íslands

·