Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru fyrr í mánuðinum benda til þess að börn mæðra sem lagðar eru inn á spítala vegna sýkingar á meðgöngunni séu líklegri til þess að greinast með einhverfu eða þunglyndi á lífsleiðinni. Rannsóknin er ein margra sem undirstrikar enn frekar mikilvægi bólusetninga.
Þrautseigar mýtur draga úr bólusetningatíðni
Bólusetningar hafa sjaldan verið jafn mikið í umræðunni og einmitt núna eftir að mislingasmit á Vesturlöndum hafa færst í aukana vegna ónægrar bólusetningaþátttöku. Þar er Ísland ekki undanskilið, líkt og flestir eru meðvitaðir um, eftir þau mislingatilfelli sem greinst hafa hér á landi á undanförnum vikum.
Ein þrautseig mýta um bólusetningar byggir á rannsókn sem framkvæmd var af lækninum Andrew Wakefield. Í grein hans sem birtist árið 1998 virtist Wakefield takast að sýna fram á að tengsl væru á milli bólusetninga og tíðni einhverfu.
Líkt og margoft hefur verið tíundað reyndust niðurstöður rannsóknarinnar vera hreinn uppspuni og hefur vísindasamfélagið ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir