Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Björt framtíð veltur á breyttri karlmennsku

Karl­menn, hvar sem er í heim­in­um, verða að losa sig við þá til­finn­ingu að það sé þeirra hlut­verk að vernda kon­ur. Þetta seg­ir ken­íski stjórn­enda­ráð­gjaf­inn Paul­ine Muchina sem bend­ir á að vernd­inni fylgi oft kúg­un, stjórn­un og aðr­ir drottn­un­ar­til­burð­ir.

Björt framtíð veltur á breyttri karlmennsku
Endurskilgreiningar þörf Pauline Muchina, sem er alin upp í Kenía, segir að í mörgum samfélögum teljist karlmenn ekki til karlmanna, nema þeir séu ofbeldishneigðir og sterkir. Þessar viðteknu hugmyndir um karlmennsku grafi undan fjölskyldum, fyrirtækjum og möguleikum þjóða til að sækja fram á við. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ný tegund karlmennsku er forsenda farsællar stjórnunar alþjóðlegra fyrirtækja eða stofnana og ekki bara þess, heldur er hún grundvöllur þess að heimsbyggðin öll eigi bjarta framtíðin fyrir höndum. Þetta er mat keníska ráðgjafans Pauline Muchina, gestakennara í MPM-náminu við HR, þar sem hún kenndi á námskeiðinu verkefnastjórnun á framandi slóð. Pauline færir fyrir því rök að viðteknar karlmennskuhugmyndir grafi undan fjölskyldum, fyrirtækjum og möguleikum þjóða til að sækja fram á við. Eina leiðin til að koma á réttlæti og sjálfbærri þróun sé að endurskilgreina karlmennsku frá grunni.

„Um allan heim hafa karlmenn alist upp í eitraðri karlmennsku.“

Í fyrirlestrum Pauline kom hugtakið neikvæð karlmennska oft til tals. Hvernig skilgreinir hún hana, neikvæða karlmennsku? „Um allan heim hafa karlmenn alist upp í eitraðri karlmennsku. Í því felst sú trú að þú þurfir að vera árásargjarn til að vera karlmaður. Þú þurfir að vanvirða annað fólk, sérstaklega konur, og að þú þurfir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár