Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

Fjór­ir eig­end­ur KEA-hót­ela greiddu sér út 1800 millj­ón­ir króna ár­ið 2017 eft­ir að hafa selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu. Þessi upp­hæð nem­ur rúm­lega 440 árs­laun­um á þeim taxta sem verka­lýðs­fé­lög­in krefjast í yf­ir­stand­andi kjara­við­ræð­um. KEA-hót­el og Ís­lands­hót­el hafa hagn­ast um millj­arða króna á liðn­um ár­um.

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
Hafa hagnast vel Fimm einstaklingar keyptu KEA-hótel árið 2012 og hafa síðan selt hluti í félaginu tvívegis, meðal annars til Landsbréfa en þessi mynd var tekin við það tilefni, og hagnast vel á viðskiptunum. Fimmmenningarnir eru Andri Gunnarsson, Páll L. Sigurjónsson, Fannar Ólafsson, Kristján M. Grétarsson og Þórður Kolbeinsson en þeir fjórir fyrstnefndu sjást hér á mynd með tveimur af forsvarsmönnum Landsbréfa.

Uppsafnaður hagnaður tveggja íslenskra hótelkeðja síðastliðin sjö ár eru tæplega 3,4 og rúmlega 2 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í athugun Stundarinnar á ársreikningum stærstu hótelkeðja Íslands sem og umsvifamestu rútubílafyrirtækjunum sem yfirstandandi verkfallshrinur verkalýðshreyfingarinnar ná til. Á árunum 2010 til 2017 nemur uppsafnaður hagnaður hótelkeðjunnar Íslandshótela, sem meðal annars rekur Grand Hótel og Fosshótelin, 3.373 milljónum króna, og hagnaður KEA-hótela, sem meðal annars rekur samnefnt hótel á Akureyri, nemur 2.005 milljónum króna. 

Þrátt fyrir mikinn hagnað í hótelgeiranum hafa eigendur hótela varað eindregið við launahækkunum starfsfólks. Verkföll meðal félagsmanna VR og Eflingar ná til þessara tveggja hótelkeðja meðal annarra.

Hvorki framkvæmdastjóri KEA-hótela, Páll L. Sigurjónsson, né framkvæmdastjóri Íslandshótela, Davíð Torfi Ólafsson, hafa gefið Stundinni færi á viðtölum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár