Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Jasmina Crnac flutti til Ís­lands í kjöl­far styrj­ald­anna á Balk­anskaga á tí­unda ára­tugn­um. Hún seg­ir Ís­lend­inga eiga erfitt með að skilja að­stæð­ur þeirra sem flýja hörm­ung­ar og gagn­rýn­ir um­ræðu um meint­an sóða­skap hæl­is­leit­enda.

Innflytjandi kemur hælisleitendum til varnar: „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í fjögur ár“

Kona sem fékk dvalar- og atvinnuleyfi á Íslandi eftir að Bosníustríðinu lauk árið 1995 segir að sér ofbjóði og sárni ljót orðræða um hælisleitendur, flóttafólk og innflytjendur á Íslandi. „Við öll erum fólk fyrst og fremst!“ skrifar Jasmina Crnac í færslu á Facebook síðu sinni. „Af hverju getum við ekki tekið fólki eins og það er og hjálpað fólki í neyð? Það nóg af auðlindum fyrir alla.“

Jasmina hvetur fólk til að gefa hælisleitendum tækifæri, enda séu þeir að flýja erfiðar aðstæður í leit að betra lífi. „Ég veit það fyrir víst að enginn Íslendingur hefur þurft að flýja sitt heimili vegna stríðs eða ofsókna yfirvalda þannig það getur verið erfitt að skilja aðstæður,“ skrifar hún. „Fólk sem hefur alla tíð búið við forréttindi getur átt erfitt að skilja aðstæður hælisleitanda og ég skil það vel. En reynið nú að ímynda ykkur það að þurfa gera það, skilja allt ykkar sem þið eruð búin vinna alla ævi (eins og foreldrar mínir þurftu gera) og þurfa biðja annað ríki til að taka á móti ykkur og byrja upp á nýtt.“

Ýmsir hafa kvartað undan mótmælum hælisleitenda við Austurvöll undanfarna daga, meðal annars Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra, Páll Magnússon, núverandi formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis og Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður. Hafa þeir meðal annars gagnrýnt sóðaskap mótmælenda og hneykslast á því að styttunni af Jóni Sigurðssyni sé sýnd vanvirðing. 

Jasmina segir að hælisleitendurnir gangi ekki öðruvísi um en aðrir. „Undafarna daga hafa borist fréttir í fjölmiðlum um hælisleitendur sem eru að mótmæla meðferð ríkisvalds gagnvart þeim. Á sama tíma hefur kommentakerfið á samfélagsmiðlum farið af staða með viðbjóðslegan orðaforða í garð þessa fólks. Oft á tíðum með mjög röngum upplýsingum og í þokkabót dreift ósannindum um málaflokk sem þeir greinilega þekkja ekki neitt,“ skrifar hún.

„Ég ætla leyfa mér að benda ykkur á að skoða myndir eftir búsáhaldabyltinguna þegar Íslendingar mótmæltu svona til samanburðar og hversu vel var gengið um þar. Einnig ætla ég benda á fréttina frá Seltjarnanesi þar sem ferðamannaskítur þykir eðlileg sjón, eða ruslahaugar eftir eina útihátið. Það eru nefnilega fleiri sóðar en bara hælisleitendur og ef þeir eiga fara úr landi fyrir það og fyrir það að berjast fyrir sinum mannréttindum þá hljóta þá fleiri fylgja sama fordæmi,“ skrifar Jasmina.

„Ég er stoltur Íslendingur,“ bætir hún við. „Ástandið hér er aldrei svo slæmt því ég hef aldrei upplifað hér það sem ég upplifði í mínu landi á stríðs árum. Auðvitað má alltaf gera betur en mín lífsreynsla hefur kennt mér að bera virðingu fyrir því sem maður hefur. Einnig virðingu fyrir fólki alveg sama hvaða trúarbragða það er, útliti eða annað. Það er einnig mjög gott vera nægjusamur og vera þakklátur fyrir allt sem lífið færi þér. Fordómar er eitthvað sem ég vil ekki þekkja.“

Óttuðust pyntingar og sprengjuregn

Jasmina lýsir miklum hremmingum sínum og fjölskyldu sinnar á tíunda áratugnum. „Við vorum skilgreind sem afætur (svipað og gert er hér við hælisleitendur). Fordómar og hræðsla að við myndum taka eitthvað frá þeim var mikil. Við vorum annars flokks fólk og oft ekki fólk heldur dýr. Við vorum glæpamenn og allt það fram eftir götum.“

„Við vorum annars flokks fólk
og oft ekki fólk heldur dýr“

Jasmina segist ítrekað hafa þurft að rökræða málefni hælisleitenda á undanförnum dögum. „Ég hef kynnt mér málið þeirra vel og tel mig vel upplýsta að ég læt ekki segja mér hvað á mér að finnast. Ekki nóg með það heldur ég get sett mig í spor þeirra einnig. En til þess að geta sett mér í spor þeirra er eina sem ég þarft að gera er að vera mannleg. Ég hef reyndar lífsreynslu af stríði og flótta en varð síðan heppin að fá forréttindi að koma hér til Íslands að vinna. Forréttindapési eins og ég er í dag kom ekki sem flóttamaður eða hælisleitandi (liggur við að ég tek fram „sem betur fer“) heldur hefur unnið fyrir því sjálf.“

Jasmina lýsir hræðilegum aðstæðum sínum og fjölskyldu sinnar áður en þau fengu dvalarleyfi á Íslandi. „Ég skal gefa ykkur smá inn sýn í mitt líf á þeim tíma frá árinu 1991-1995. Ég og fjölskylda mín bjuggum í 4 ár í stríðs ástandi þar sem fyrst og fremst var ekki vatn, rafmagn né hiti. Oft á tíðum ekki nauðsynlegar vörur eins og matur til að borða. Ég vissi ekki lengur hvernig klósettpappír leit út því á þessum tíma var það munaðarvara eins og margar aðrar vörur. Í öðru lagi hermenn voru að labba á milli húsa að drepa fólk og nauðga konum og börnum. Maður vissi aldrei hver er næstur. Í þriðja lagi bæði karlmenn og konur voru tekið í fangelsi eða þrælabúðir, pyntaðir, lamin og neyðir til að vinna. Pabbi minn svaf oft undir beru himni í kartöflugarði eða maísgarði. Fólkið var rekið úr sinum eigin húsum og börn gengu ekki skóla vegna sprengja sem reglulega voru koma frá óvininum sem sat upp á fjalli í tíma og ótíma að miða á ung börn eða unglinga. Yfirleitt var alltaf neyðarástand þar sem við þurftum sitja í ísköldu, steyptu herbergi sem var myrkur.“

Vissu ekki hvort þau mundu lifa af

Áður en styrjöldin hófst var fjölskylda Jasminu vel stæð og lifði góðu lífi, að hennar sögn. Allt hafi verið tekið af þeim á einum degi. „Ég borðaði ekki kjöt í 4 ár einfaldlega vegna þess að það var ekki í boði,“ skrifar hún. „Ég átti ekki skó né almennileg föt til klæðast nema þegar Rauði krossinn var að úthluta fötum. Líka þá fundust ekki nægilega stór skó á mig þannig ég varð að labba skólaus, í rifnum skó eða í allt of þröngum skóm sem valdi því að ég var oft með blæðandi sár á löppunum. Ég sat í myrkri dögum saman bæði vegna sprengja og rafmagnsleysi og í ísköldu herbergi og var þakklát ef ég hef fengið soðin grjón í matinn. Óttaslegin um líf mitt og líf fjölskyldu mínar því ég vissi aldrei hvort við lifum af eða ekki.“

Hún segist alltaf hafa upplifað Íslendinga sem frjálslynt, gott fólk, sem laust sé við fordóma. Þeim reynist þó erfitt að skilja aðstæður þeirra sem flýja hörmungar. „Hræðsla og ótti var mitt daglegt brauð í 4 ár. Oft var draumurinn að geta flúið land og geta fundið öryggi á ný. Foreldrar mínir reyndu það en það tókst ekki. Vegabréfið okkar var og er ennþá ekki eins og vegabréf Íslendinga að geta ferðast eins og okkur sýndist og sýnist. Enda ekkert annað hægt í þannig ástandi en að láta sig dreyma um öryggi og reyna flýja. Þú fyllist vonleysi og þunglyndi því það er ekkert sem þín bíður í landi sem sprengjur koma í tíma og ótíma, engin vinna, enginn peningur, allt í rúst, sprengjur búin að eyðileggja borgina, oft á tíðum enginn matur nema Rauði krossinn úthlutar hveiti (sem var með fullt af ormum oft á tíðum), túnfisk, olíu og stundum salt og sykur,“ skrifar hún.

„Síðasta en ekki síðst virðum mannréttindi fólks!“ skrifar Jasmina. „Ef þú krefst þess að eiga mannréttindi þá hlýtur þú vera hlynntur því að aðrir fái að eiga þau líka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
5
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár