Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
1

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
2

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
3

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Tekur eftir hatri í garð annarra
4

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“
6

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði
7

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

„Börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það“

Hagaskóli hefur stöðvað tímabundið undirskriftasöfnun nemenda til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari sem yfirvöld hyggjast senda úr landi ásamt fjölskyldu hennar, eftir kvörtun frá tveimur foreldrum. Aðrir foreldrar hafa lýst óánægju með það og telja inngripið gefa slæm skilaboð um tjáningarfrelsi og lýðræði.

„Börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það“
Shahnaz, Zainab og Amil Skólafélagar Zainab hófu undirskriftasöfnun til að krefjast þess að hún yrði ekki send úr landi. Hún var stöðvuð tímabundið, vegna athugasemda frá tveimur foreldrum.  Mynd: Davíð Þór
holmfridur@stundin.is

Margir hafa sett sig í samband við Ómar Örn Magnússon, fulltrúa kennara í réttindaráði Hagaskóla, og hvatt til þess að nemendur fái að halda áfram undirskriftasöfnun til stuðnings Zainab Safari, fjórtán ára nemanda við skólann, móður hennar og tólf ára bróður.

Undirskriftasöfnunin var stöðvuð af skólastjórnendum vegna kvörtunar tveggja foreldra. Nokkur umræða hefur skapast meðal foreldra barna við skólann um hvaða skilaboð sé verið að senda börnunum með þessu að því er varðar tjáningarfrelsi, mannréttindi og lýðræði. 

Annað foreldrið sem kvartaði vísaði í persónuverndarlög og taldi undirskriftasöfnunina brjóta í bága við þau.

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, segir að Persónuvernd hafi ekki borist kvörtun vegna málsins og stofnunin ekki fjallað um það formlega. Hins vegar sé alveg ljóst að ekkert í lögunum banni undirskriftasöfnun barna.

„Auðvitað sætir tjáningarfrelsi barna einhverjum takmörkunum í ljósi þess að þau eru börn og að foreldrar hafa ákveðið forræði yfir högum þeirra og visst ákvörðunarvald í þeirra lífi. Að sama skapi er gert ráð fyrir því að börn hafi tjáningarfrelsi og virða beri afstöðu og vilja þeirra, eftir því sem þau hafa aldur og þroska til. Þetta kemur fram í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í persónuverndarlöggjöfinni er raunar tæpt á þessum sjónarmiðum,“ segir Þórður.

Hann bætir við að barnasáttmálinn hafi verið lögfestur á Íslandi og ákvæði úr honum sett í barnalög. Í 12. gr. sáttmálans komi fram að aðildarríki skulu tryggja rétt barna til að láta skoðanir sínar frjálslega í ljós. Í 13. gr. sé talað um rétt barn til að láta í ljós skoðanir sínar, munnlega, skriflega eða á prenti og í 14. gr. sé talað um að virða skuli rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. „Þannig að það er alveg ljóst að börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það eða afnema aðra löggjöf sem hefur það að markmiði að standa vörð um mannréttindi barna.“ 

Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa synjað fjölskyldunni um efnislega meðferð á Íslandi, á þeim grundvelli að þau hafi þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þau eiga því yfir höfði sér að verða send aftur til Grikklands.

„Þannig að það er alveg ljóst að börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það.“

Síðastliðinn mánudaginn hlýddu nemendaráð, nemendafulltrúar og réttindaráð Hagaskóla á Zainab segja sögu sína. Fjölskyldan er frá Afganistan en var lengi búsett í Íran. Þaðan fóru þau afar erfiða leið yfir til Tyrklands og eftir nokkrar tilraunir komust þau með báti til Grikklands. Þar var faðir barnanna handtekinn af landamæravörðum við komuna til landsins. Hann var í haldi í mánuð. Eftir að honum var sleppt var hann í slæmu andlegu ástandi og hvarf loks fjölskyldunni, sem veit ekki hvar hann er niðurkominn í dag. Fjölskyldan lýsir lífi sem einkenndist af fullkomnu vonleysi og erfiðileikum í Grikklandi. Móðirin, Shahnaz, kom ein til Íslands með börnin.

Frásögn Zainab reyndi mjög á viðstadda og í kjölfar hennar sendi réttindaráðið frá sér ályktun, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar er mótmælt harðlega. Í réttindaráði sitja fulltrúar 8., 9. og 10. bekkjar, eitt foreldri, tveir kennarar og deildarstjóri við skólann. Tilgangur ráðsins er að sjá til þess að allt starf í skólanum taki mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samhliða ályktuninni settu nemendur undirskriftasöfnunina af stað. 

Á þriðjudag fengu foreldrar barna við skólann tölvupóst svohljóðandi:

Sælir kæru foreldrar.

Að gefnu tilefni viljum við upplýsa ykkur um að nemendafélag, nemendafulltrúar og réttindaráð skólans hafa tekið höndum saman og sett af stað undirskriftarsöfnun til að mótmæla brottvísun skólasystur í Hagskóla úr landi.

Réttindaráð skólans sendi frá sér ályktun sem hægt er að nálgast á vef skólans.( http://hagaskoli.is/alyktun-fra-rettindaradi-hagaskola/)

Undir bréfið skrifar Hildur Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Daginn eftir að undirskriftasöfnunin var sett af stað var hún hins vegar stöðvuð, vegna athugasemda tveggja foreldra við skólann.

Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem jafnframt á sæti í réttindaráði Hagaskóla, segir að tekin hafi verið ákvörðun um stöðva undirskriftasöfnunina tímabundið meðan grundvöllur athugasemdanna væri athugaður. Von sé á skriflegu áliti Umboðsmanns barna og Unicef í dag, þar sem hann eigi von á að staðfest verði að börnunum sé heimilt að safna undirskriftunum. Hann segir að ein ábendinganna hafi snúið að því, að þar sem undirskriftasöfnunin færi fram í nafni réttindaráðs, nemendaráðs og nemendafulltrúa skólans, væri hún gerð í nafni Hagaskóla og að slíkt væri ólöglegt. Það væri hins vegar ekki rétt, hún sé í nafni nemenda við skólann og þeim sé frjálst að tjá hug sinn með þessu móti.

Þá segir hann að gagnrýnt hafi verið að áskoruninni væri beint almennt til stjórnvalda en ekki til kærunefndar útlendingamála. 

Ómar Örn á von á að börnin hefji aftur undirskriftasöfnun strax í dag, þó ekki sé ljóst hvort haldið verði áfram með sömu lista, nýir búnir og safnað aftur, eða hvort undirskriftasöfnunin verði á netinu. „Við erum auðvitað í ákveðnum kapphlaupi við tímann, þar sem fjölskyldan bíður brottflutnings. En undirskriftasöfnunin mun halda áfram, það kemur ekkert annað til greina í huga nemenda.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
1

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
2

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
3

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Tekur eftir hatri í garð annarra
4

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“
6

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði
7

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·

Mest deilt

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
1

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
2

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
3

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
4

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“
5

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray
6

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·

Mest deilt

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
1

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
2

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“
3

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
4

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“
5

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray
6

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·

Mest lesið í vikunni

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Mest lesið í vikunni

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
1

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
2

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
3

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
4

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Stundin birtir álit siðanefndar í heild
6

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

·

Nýtt á Stundinni

Óvirkir landsréttardómarar sækja um stöðu landsréttardómara

Óvirkir landsréttardómarar sækja um stöðu landsréttardómara

·
Forsætisráðherra segir öfgahægrið grafa markvisst undan yfirráðum kvenna yfir eigin líkama

Forsætisráðherra segir öfgahægrið grafa markvisst undan yfirráðum kvenna yfir eigin líkama

·
„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

„Fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, mætti ekki til vinnu í heilt ár en þáði samt laun“

·
Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

Mikill laxadauði hjá Arnarlaxi vegna vetrarkulda

·
Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

Hvetur Hörpu til að „aflýsa viðburðinum í nafni mannréttinda og öryggis minnihlutahópa“

·
Eurovision: Hatari og Madonna þau einu sem stóðu sig

Jóhann Geirdal

Eurovision: Hatari og Madonna þau einu sem stóðu sig

·
Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

Vilja ekki að efnahagsbrotamenn geti stýrt Þjóðarsjóði

·
Ríkisstjórnin fær liðsinni Miðflokksins í herðingu á útlendingalöggjöfinni

Ríkisstjórnin fær liðsinni Miðflokksins í herðingu á útlendingalöggjöfinni

·
Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

Hlynur Már Vilhjálmsson

Harpa ætti að úthýsa Douglas Murray

·
Niðursveifla og hvað svo?

Oddný G. Harðardóttir

Niðursveifla og hvað svo?

·
Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann fram á morgun

·