Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Stundin #90
Mars 2019
#90 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 5. apríl.

„Börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það“

Hagaskóli hefur stöðvað tímabundið undirskriftasöfnun nemenda til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari sem yfirvöld hyggjast senda úr landi ásamt fjölskyldu hennar, eftir kvörtun frá tveimur foreldrum. Aðrir foreldrar hafa lýst óánægju með það og telja inngripið gefa slæm skilaboð um tjáningarfrelsi og lýðræði.

„Börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það“
Shahnaz, Zainab og Amil Skólafélagar Zainab hófu undirskriftasöfnun til að krefjast þess að hún yrði ekki send úr landi. Hún var stöðvuð tímabundið, vegna athugasemda frá tveimur foreldrum.  Mynd: Davíð Þór
holmfridur@stundin.is

Margir hafa sett sig í samband við Ómar Örn Magnússon, fulltrúa kennara í réttindaráði Hagaskóla, og hvatt til þess að nemendur fái að halda áfram undirskriftasöfnun til stuðnings Zainab Safari, fjórtán ára nemanda við skólann, móður hennar og tólf ára bróður.

Undirskriftasöfnunin var stöðvuð af skólastjórnendum vegna kvörtunar tveggja foreldra. Nokkur umræða hefur skapast meðal foreldra barna við skólann um hvaða skilaboð sé verið að senda börnunum með þessu að því er varðar tjáningarfrelsi, mannréttindi og lýðræði. 

Annað foreldrið sem kvartaði vísaði í persónuverndarlög og taldi undirskriftasöfnunina brjóta í bága við þau.

Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar, segir að Persónuvernd hafi ekki borist kvörtun vegna málsins og stofnunin ekki fjallað um það formlega. Hins vegar sé alveg ljóst að ekkert í lögunum banni undirskriftasöfnun barna.

„Auðvitað sætir tjáningarfrelsi barna einhverjum takmörkunum í ljósi þess að þau eru börn og að foreldrar hafa ákveðið forræði yfir högum þeirra og visst ákvörðunarvald í þeirra lífi. Að sama skapi er gert ráð fyrir því að börn hafi tjáningarfrelsi og virða beri afstöðu og vilja þeirra, eftir því sem þau hafa aldur og þroska til. Þetta kemur fram í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í persónuverndarlöggjöfinni er raunar tæpt á þessum sjónarmiðum,“ segir Þórður.

Hann bætir við að barnasáttmálinn hafi verið lögfestur á Íslandi og ákvæði úr honum sett í barnalög. Í 12. gr. sáttmálans komi fram að aðildarríki skulu tryggja rétt barna til að láta skoðanir sínar frjálslega í ljós. Í 13. gr. sé talað um rétt barn til að láta í ljós skoðanir sínar, munnlega, skriflega eða á prenti og í 14. gr. sé talað um að virða skuli rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. „Þannig að það er alveg ljóst að börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það eða afnema aðra löggjöf sem hefur það að markmiði að standa vörð um mannréttindi barna.“ 

Útlendingastofnun og Kærunefnd útlendingamála hafa synjað fjölskyldunni um efnislega meðferð á Íslandi, á þeim grundvelli að þau hafi þegar alþjóðlega vernd í Grikklandi. Þau eiga því yfir höfði sér að verða send aftur til Grikklands.

„Þannig að það er alveg ljóst að börn hafa tjáningarfrelsi og persónuverndarlöggjöf er ekki ætlað að skerða það.“

Síðastliðinn mánudaginn hlýddu nemendaráð, nemendafulltrúar og réttindaráð Hagaskóla á Zainab segja sögu sína. Fjölskyldan er frá Afganistan en var lengi búsett í Íran. Þaðan fóru þau afar erfiða leið yfir til Tyrklands og eftir nokkrar tilraunir komust þau með báti til Grikklands. Þar var faðir barnanna handtekinn af landamæravörðum við komuna til landsins. Hann var í haldi í mánuð. Eftir að honum var sleppt var hann í slæmu andlegu ástandi og hvarf loks fjölskyldunni, sem veit ekki hvar hann er niðurkominn í dag. Fjölskyldan lýsir lífi sem einkenndist af fullkomnu vonleysi og erfiðileikum í Grikklandi. Móðirin, Shahnaz, kom ein til Íslands með börnin.

Frásögn Zainab reyndi mjög á viðstadda og í kjölfar hennar sendi réttindaráðið frá sér ályktun, þar sem fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar er mótmælt harðlega. Í réttindaráði sitja fulltrúar 8., 9. og 10. bekkjar, eitt foreldri, tveir kennarar og deildarstjóri við skólann. Tilgangur ráðsins er að sjá til þess að allt starf í skólanum taki mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samhliða ályktuninni settu nemendur undirskriftasöfnunina af stað. 

Á þriðjudag fengu foreldrar barna við skólann tölvupóst svohljóðandi:

Sælir kæru foreldrar.

Að gefnu tilefni viljum við upplýsa ykkur um að nemendafélag, nemendafulltrúar og réttindaráð skólans hafa tekið höndum saman og sett af stað undirskriftarsöfnun til að mótmæla brottvísun skólasystur í Hagskóla úr landi.

Réttindaráð skólans sendi frá sér ályktun sem hægt er að nálgast á vef skólans.( http://hagaskoli.is/alyktun-fra-rettindaradi-hagaskola/)

Undir bréfið skrifar Hildur Einarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla. Daginn eftir að undirskriftasöfnunin var sett af stað var hún hins vegar stöðvuð, vegna athugasemda tveggja foreldra við skólann.

Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem jafnframt á sæti í réttindaráði Hagaskóla, segir að tekin hafi verið ákvörðun um stöðva undirskriftasöfnunina tímabundið meðan grundvöllur athugasemdanna væri athugaður. Von sé á skriflegu áliti Umboðsmanns barna og Unicef í dag, þar sem hann eigi von á að staðfest verði að börnunum sé heimilt að safna undirskriftunum. Hann segir að ein ábendinganna hafi snúið að því, að þar sem undirskriftasöfnunin færi fram í nafni réttindaráðs, nemendaráðs og nemendafulltrúa skólans, væri hún gerð í nafni Hagaskóla og að slíkt væri ólöglegt. Það væri hins vegar ekki rétt, hún sé í nafni nemenda við skólann og þeim sé frjálst að tjá hug sinn með þessu móti.

Þá segir hann að gagnrýnt hafi verið að áskoruninni væri beint almennt til stjórnvalda en ekki til kærunefndar útlendingamála. 

Ómar Örn á von á að börnin hefji aftur undirskriftasöfnun strax í dag, þó ekki sé ljóst hvort haldið verði áfram með sömu lista, nýir búnir og safnað aftur, eða hvort undirskriftasöfnunin verði á netinu. „Við erum auðvitað í ákveðnum kapphlaupi við tímann, þar sem fjölskyldan bíður brottflutnings. En undirskriftasöfnunin mun halda áfram, það kemur ekkert annað til greina í huga nemenda.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
3

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum
6

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
3

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum
6

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Nýtt á Stundinni

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Sögðu Braga hafa „tekið upp tólið og skipað fyrir um aðgerðir“

Sögðu Braga hafa „tekið upp tólið og skipað fyrir um aðgerðir“

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·
Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

·
Þegar verðið verður sverð

Stefán Snævarr

Þegar verðið verður sverð

·