Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
4

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Má ég?
5

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Fólk strandar á grænmetinu
6

Fólk strandar á grænmetinu

·
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu
7

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

·
Stundin #102
Október 2019
#102 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 18. október.

Tvær konur í níu manna verkefnishópi um kvikmyndamál

Aðeins tvær konur eru níu manna hópi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gildir til ársins 2030. Stjórn Wift, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, setur spurningamerki við hvernig valið var í hópinn og telja að gengið sé gegn jafnréttisstefnu stjórnvalda.

Tvær konur í níu manna verkefnishópi um kvikmyndamál
Helga Rakel Rafnsdóttir Wift, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, krefst þess að að minnsta kosti ein kona sem starfar í faginu fái sæti í verkefnishópi um stefnu í kvikmyndamálum.  Mynd: Heiða Helgadóttir
holmfridur@stundin.is

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030. Þetta kemur fram í frétt á vefnum Klapptré, þar sem fjallað er um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp. Í fréttinni segir að þetta sé í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

Formaður verkefnishópsins verður Dagur Kári Pétursson, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra og varaformaður Grímar Jónsson framleiðandi. Aðrir í hópnum eru þau Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður, Áslaug María Friðriksdóttir formaður Kvikmyndaráðs, Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri, Einar Karl Birgisson framkvæmdastjóri, Þorgeir Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu menningarmála, Baldur Sigmundsson sérfræðingur í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Kristinn Þórðarson, sérfræðingur frá Samtökum iðnaðarins.

Stjórn Wift, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, hefur sent frá sér ályktun vegna málsins. Þar er bent á að sjö karlar séu í hópnum og tvær konur. Þrír karlanna starfi við fagið en hvorug kvennanna hafi gert það. Félagið krefst þess að að minnsta kosti ein kona, starfandi í kvikmyndagerð, sitji í nefndinni og að helmingur nefndarinnar sé skipaður konum.

Þá er bent á að Wift hafi á undanförnum árum unnið mikla endurgjaldslausa vinnu við gerð stórrar samantektar á annars vegar tölfræði sem afhjúpar kynjahallann í faginu á Íslandi og hins vegar tillögur að aðgerðum í átt að jöfnuði. Wift hafi boðið Mennta- og menningarmálaráðuneytinu aðstoð við að móta nýja jafnréttisstefnu tengda kvikmyndum og sjónvarpi og því hafi verið vel tekið. Við sama tækifæri hafi Wift-konum verið tjáð að tillögurnar kæmu á góðum tíma, þar sem verið væri að skipa nefnd sem ætti að móta framtíðarstefnu í kvikmyndagerð. Þar hafi ráðuneytið fengið tækifæri til að framkvæma jafnréttisstefnu stjórnvalda en kosið að gera það ekki. Óskað er upplýsinga um afstöðu ráðuneytisins til jafnréttismála í faginu og út frá hvaða forsendum fulltrúar í nefndinni voru valdir.

„Við hjá WIFT hefðum viljað fá fulltrúa í nefndina enda höfum þegar sett okkur vel inn í málið og lagt vinnu í að vinna samantekt fyrir ráðuneytið. Annars held ég að það sé alveg nóg framboð af konum sem hægt hefði verið að skipa í þessa nefnd, bæði framleiðendur, leikstjórar og handritshöfundar,“ segir Helga Rakel Rafnsdóttir, formaður Wift. „Það er í gildi jafnréttisstefna þegar kemur að skipan í svona nefndir. Hér er um mjög mikilvægan málaflokk að ræða. Kvikmyndaformið er gríðarlega sterkur miðill og hér er verið að móta stefnu allt frá grunnskóla og upp í það hvernig styrkir eru veittir til kvikmyndagerðar. Allar tölur sýna fram á gríðarlegan kynjahalla í faginu og það má öllum vera ljóst að með kynjahlutföllin 7:2 er engan veginn tryggt að þessi halli verði leiðréttur í faginu.“

Ályktun Wift í heild er svohljóðandi:

Ályktun um verkefnahóp til að móta 11 ára kvikmyndastefnu

Mennta- og Menningarmálaráðherra hefur skipað verkefnishóp til að vinna að gerð stefnu í kvikmyndamálum sem gilda á frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2030. Verður það í fyrsta sinn sem stjórnvöld móta heildstæða stefnu og aðgerðaáætlun á grunni hennar, sem nær yfir hlut kvikmynda í menningu þjóðarinnar, menntun í kvikmyndagerð á öllum skólastigum, miðlun íslensks kvikmyndaefnis og stuðning við framleiðslu kvikmynda.

Í hópnum eru 9 karlar og 2 konur. Þrír af karlmönnunum starfa við fagið, tveir af þeim eru leikstjórar og sá þriðji er framleiðandi og varaformaður nefndarinnar. Hvorug kvennana hefur starfað við fagið.

Undanfarið ár hefur Wift, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, unnið mikla endurgjaldslausa vinnu við gerð stórrar samantektar á annars vegar tölfræði sem afhjúpar enn einu sinni kynjahallann í faginu á Íslandi og hins vegar tillögur að aðgerðum í átt að jöfnuði m.a. eftir erlendum fyrirmyndum.  Samantektin var unnin í samstarfi við Kvikmyndmiðstöð og Kvikmyndaráð.

Wift bauð Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu fram aðstoð við að móta nýja jafnréttisstefnu tengda kvikmyndum og sjónvarpi, allt frá skólakerfinu til fagsins sjálfs og var því vel tekið. Samantektin var kynnt fyrir Allsherjar- og Menntamálanefnd Alþingis og Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu og ráðherra við góðar undirtektir. Okkur var tjáð að tillögurnar kæmu á góðum tíma þar sem verið væri að skipa nefnd sem ætti að móta framtíðarstefnu og vonuðumst við til að fá fulltrúa í þessa nefnd.

Þarna hafði ráðuneytið tækifæri til að framkvæma jafnréttisstefnu stjórnvalda, en hefur kosið að gera það ekki.

Wift spyr, hvers vegna það var ekki gert? Hver er afstaða nefndarinnar og ráðuneytisins til jafnréttismála í faginu?

Hvernig voru fulltrúar í nefndinni valdir og út frá hvaða forsendum?

Að lokum krefst Wift  þess að a.m.k. ein kona, starfandi í kvikmyndagerð, sitji í nefndinni og að helmingur nefndarinnar sé skipaður konum.

Stjórn Wift á Íslandi

Helga Rakel Rafnsdóttir Formaður

Dögg Mósesdóttir Varaformaður

Tinna Hrafnsdóttir

Helga Einarsdóttir

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
3

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
4

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Má ég?
5

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Fólk strandar á grænmetinu
6

Fólk strandar á grænmetinu

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?
3

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Fólk strandar á grænmetinu
4

Fólk strandar á grænmetinu

·
Með svona bandamenn ...
5

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
6

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?
3

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Fólk strandar á grænmetinu
4

Fólk strandar á grænmetinu

·
Með svona bandamenn ...
5

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
6

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn
3

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
5

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Ég elska brjóstin mín, dýrka örin á þeim“
6

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

„Ég elska brjóstin mín, dýrka örin á þeim“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn
3

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
5

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Ég elska brjóstin mín, dýrka örin á þeim“
6

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

„Ég elska brjóstin mín, dýrka örin á þeim“

·

Nýtt á Stundinni

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu

Fólk strandar á grænmetinu

·
Með svona bandamenn ...

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Listin og lífið renna saman

Listin og lífið renna saman

·
Draumur að eiga dúkkubarn

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Saga um konur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Saga um konur

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Stabílitet í stúdíóinu

Stabílitet í stúdíóinu

·