Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Stundin #90
Mars 2019
#90 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 5. apríl.

Jón Trausti Reynisson

Hvers vegna þarf að skipta um dómsmálaráðherra

Það er ekkert persónulegt að við þurfum núna að skipta um dómsmálaráðherra.

Jón Trausti Reynisson

Það er ekkert persónulegt að við þurfum núna að skipta um dómsmálaráðherra.

Hvers vegna þarf að skipta um dómsmálaráðherra
Dómsmálaráðherra Heldur ræðu fyrir samflokksmenn sína, sem styðja hana þrátt fyrir lögbrotið við skipan dómara. 

Ef Sigríður Andersen heldur áfram að vera dómsmálaráðherra verður fulltrúi okkar allra yfir dómskerfinu með andstæða hagsmuni á við okkur þegar kemur að mikilvægasta viðfansefni dómsmálaráðuneytisins í dag.

Núverandi dómsmálaráðherra hefur auðsýndan hag að því að draga úr trúverðugleika dómstóla, og gera lítið úr niðurstöðum þeirra. Þetta stangast á við nauðsyn þess fyrir okkur öll að treysta megi niðurstöðu dómstóla. Ef við veldum okkur fulltrúa yfir dómskerfið í dag, er öruggt að við veldum aldrei neinn sem hefði sérstakan hag af því að rýra trúverðugleika þess, ekki nema annarlegir hagsmunir - aðrir en heildarhagsmunir - hefðu ráðandi áhrif á valið.

Sigríður Andersen hefur hag af því að vinna öðruvísi úr áfellisdómi Hæstaréttar og Mannréttindadómstól Evrópu yfir ólögmætri skipun í Landsrétt en óháður aðili myndi gera. Hún er nefnilega ekki hlutlaus fulltrúi okkar lengur, heldur málsaðili sem hefur gerst brotlegur. Í trúnaðarstarfi fyrir okkur öll.

Landsréttur er núna í pattstöðu, þar sem dómarar forðast að halda áfram dómsstörfum á grundvelli ólögmætis. Ákveðnir möguleikar í stöðunni eru útilokaðir þegar helsti gerandinn er dómsmálaráðherrann sjálfur. Forsenda margra mögulegra lausna er að viðurkenna skýlaust að rangt hafi verið aðhafst, en það vill núverandi dómsmálaráðherra ekki gera. Dómsmálaráðherra er ósammála dómunum, kannski eins og nýdæmdur ölvaður ökumaður sem taldi sig fullfæran um akstur óháð lögum og reglum. Það var hálka, beygjan var ekki nægilega vel merkt, blikkljós lögreglunnar blinduðu hann, og svo framvegis. Samfélagið getur ekki gert sjálfu sér og þeim aðila að setja hann upp á svið til að taka ákvarðanir um viðbrögð við ölvunarakstri.

Þegar dómstólar henta manni bara ekki

Við höfum séð þetta áður með stjórnmálamenn, ekki síst úr flokki Sigríðar. Að ráðast að trúverðugleika dómstóla þegar niðurstaðan hentar ekki hópnum. Dómsniðurstaðan er jafnvel „sprenghlægileg“ og „fáránleg“, þegar forsætisráðherra sannarlega brýtur gegn stjórnarskrá. Eins og hagsmunir þeirra hóps séu æðri öðrum hagsmunum, eða að þau sjálf geti hreinlega ekki gert neitt rangt. Við höfum líka séð endurtekin tilfelli þess að meðlimir flokksins misnoti aðstöðu sína í tímabundinni stöðu fyrir okkar hönd og skipi frekar nátengda aðila í dómarastöður heldur en þá sem metnir eru hæfastir.

Sigríður Andersen hefur útskýrt ákvörðun sína um að handvelja dómara með ýmsum hætti, meðal annars að jafna kynjahlutföll. Þess vegna hafi hún skipað karlmann, sem metinn var 30. hæfastur, og er eiginmaður vinkonu hennar, sem dómara í stað annarra sem voru metnir hæfastir. Þess vegna hafi hún valið eiginkonu samflokksmanns síns sem dómara, þótt hún hafi ekki verið meðal þeirra fimmtán hæfustu.

Tilgangur dómsmálaráðuneytisins

Ein ástæðan til þess að viðhalda lögum sem koma í veg fyrir að ráðherra handvelji dómara, er að dómsvaldið þarf að vera óháð framkvæmdavaldinu, til að koma í veg fyrir valdasamþjöppun. Til að vernda valddreifingu, aðhald og lýðræði. Okkur á öllum að þykja vænna um lýðræðið okkar heldur en að okkar manneskja fái að halda tiltekinni stöðu fyrir hönd almennings. Jafnvel þannig að dómsmálaráðherra sé lögbrjótur sem geri nýjan dómstól að stórum hluta ólögmætan, og dragi svo þá ályktun í trúnaðarstöðunni fyrir okkar hönd, að það sé nú ekkert mál.

Skaðinn af áframhaldandi störfum hennar, sem slíkum, er nú þegar orðinn. Ekki aðeins út frá vantrausti á úrvinnslu málsins, eftir að hinn brotlegi átti að útfæra viðbrögðin fyrir okkar hönd. Í stað þess að bregðast við með okkar hagsmuni að leiðarljósi brást hún við með sína eigin. Það er vel þekkt, að sá brotlegi lætur málið snúast um sjálfan sig, frekar en heildarhagsmuni. Undantekningin eru þau tilfelli þar sem hinn brotlegi bregst við með iðrun og yfirbót, en nú var það afneitun og listilegir útúrsnúningar sem rjúfa mörk sannleikans.

Dómsmálaráðuneytið er ekki að tilvistinni til fyrir hana eða flokkinn hennar, heldur er því ætlað að framfylgja markmiðum í þágu okkar allra, „almannaöryggi, dómstóla og réttarfar, löggæslu, útlendingamál, mannréttindi, barnarétt og kosningar“. Viðbrögð fulltrúa okkar yfir dómsmálaráðuneytinu við þeim skaða sem viðkomandi leiddi yfir dómskerfið gefa tilefni til að ætla að pólitísk ábyrgð á öllum þessum markmiðum sé rofin.

Nú er það ekki bara brotið sem skiptir máli, heldur viðbrögðin, og ekki bara viðbrögð dómsmálaráðherra, heldur þeirra hinna sem bera ábyrgð á ráðherranum.

Frjáls vilji og menningin

Það hefur ekki verið hluti af stjórnmálamenningunni að axla ábyrgð, segja þau. Umbótasinnaði forsætisráðherrann okkar, Katrín Jakobsdóttir, ein þeirra sem varði nýdæmdan dómsmálaráðherra vantrausti á Alþingi, útskýrði þetta þannig: „Hér hefur auð­vitað ekki verið mikil hefð fyrir því til að mynda að ráð­herrar segi af sér eða eitt­hvað slíkt. Það hefur ekki verið hluti af menn­ing­unni. Ég held að það sé mjög erfitt að breyta því yfir nótt. Svo maður segi það alveg hreint út.“

En menningin er það sem menn aðhafast. Við erum ekki leiksoppar menningarinnar, svipt frjálsum vilja. Og hvað þá forsætisráðherra. Ef stjórnmálamenn neita að viðhalda góðri stjórnmálamenningu er útilokað að góð stjórnmálamenning þrífist. Hegðun er fordæmisgefandi. Hegðun valdamikilla myndar hefðir. Það er ekki heimsendir að viðurkenna mistök og axla pólitíska ábyrgð. Það er bara hluti af því að bera virðingu fyrir samfélaginu sínu. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
2

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
3

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
6

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
2

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
3

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli
6

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Nýtt á Stundinni

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

·
Píkutorfan

Píkutorfan

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·
Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

·
Þegar verðið verður sverð

Stefán Snævarr

Þegar verðið verður sverð

·