Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Landsréttur í uppnámi, dómþolum haldið í óvissu: „Skelfilegt að vera í biðstöðu“

Stjórnarliðar gefa lítið fyrir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og engar aðgerðir hafa verið boðaðar til að tryggja réttaröryggi íslenskra borgara. Aðilar í viðkvæmum dómsmálum vita ekki hvort niðurstaða Mannréttindadómstólsins verði virt.

Landsréttur í uppnámi, dómþolum haldið í óvissu: „Skelfilegt að vera í biðstöðu“
johannpall@stundin.is

Hvorki dómstólar né ríkisstjórn Íslands hafa látið birta upplýsingar um hvaða þýðingu dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hefur fyrir fólk sem dæmt hefur verið í Landsrétti eða er aðilar að málum fyrir dómstólnum og með hvaða hætti verður brugðist við dóminum. Þá hafa engar aðgerðir verið boðaðar til að tryggja réttaröryggi íslenskra borgara eftir að ljóst varð að mannréttindabrot voru framin gegn fjölda fólks í Landsrétti. 

„Það er skelfilegt að vera settur í biðstöðu þegar málið var loksins komið á þetta stig, þegar maður hélt loksins að þetta væri að verða búið,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar, aðili að viðkvæmu dómsmáli sem var á dagskrá Landsréttar í vikunni en hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu. 

Stundin hefur rætt við fleiri aðila að dómsmálum en enginn hefur fallist á að koma fram undir nafni. Fólkið bíður í óvissu um hvort dómararnir fjórir – sem valdir voru með ólögmætum hætti, eftir geðþótta dómsmálaráðherra og í trássi við mat hæfnisnefndar – muni fara áfram með mál þess eða ekki. 

Samkvæmt dómi Mannréttindadómstóls Evrópu sem kveðinn var upp í morgun felur það í sér brot gegn 6. gr. mannréttindasáttmálans að borgarar séu dæmdir af fjórmenningunum í Landsrétti. Telst slíkt ekki uppfylla kröfur um réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Kann þetta einnig að eiga við um dóma sem hinir ellefu dómararnir í Landsrétti kveða upp, en allir dómarar við Landsrétt hafa ákveðið að kveða ekki upp dóma í vikunni af þessum sökum meðan farið verður yfir niðurstöðu Mannréttindadómstólsins.

Með dóminum liggur fyrir að brotið hefur verið gegn mannréttindum gríðarlegs fjölda fólks frá því að Landsréttur tók til starfa í ársbyrjun 2018. Má vænta þess að holskefla endurupptökubeiðna dynji á endurupptökunefnd næstu misserin.

Landsréttardómarar.

Óljóst hvort niðurstaða dómsins verði virt

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafa látið að því liggja að dómararnir muni áfram sitja og dæma, enda séu þeir „löglega skipaðir“ og niðurstaða Mannréttindadómstólsins ekki bindandi að íslenskum rétti. Enginn úr stjórnarliðinu hefur andmælt þessari nálgun.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd á ráðstefnu í New York og ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en á morgun. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi forsætisráðherra, hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl í dag. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er verulegur óróleiki innan stjórnarliðsins vegna málsins, ekki síst vegna viðbragða dómsmálaráðherra.

Hugsanlegt að skipa þurfi dóminn upp á nýtt

„Ég lít þannig á að stjórnvöld eigi næsta leik og ég sakna þess dálítið að hafa ekki heyrt í stjórnvöldum um það hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ sagði Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í Samfélaginu á Rás 1 í dag.

Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður telur að dómur Mannréttindadómstólsins kunni einnig að hafa þýðingu fyrir skipun þeirra ellefu landsréttardómara sem valdir voru í samræmi við mat hæfnisnefndar. Ljóst er að Alþingi fór ekki að lögum þegar greidd voru atkvæði um skipan þeirra frekar en hinna og telur Mannréttindadómstóll Evrópu að það hafi skaðað skipunarferlið og trúverðugleika þess. „Fyrirsjáanlega þarf því að setja ný lög og skipa réttinn upp á nýtt. Sakfellingar í sakamálum verður að endurupptaka, skv. kröfu þar um, en sýknudómar standa. Einkamálin eru svo sér kapituli,“ skrifar Páll Rúnar á Facebook. 

„Áfrýjunardómstóllinn okkar er óstarfhæfur“

Lögmenn og lögfræðingar sem Stundin hefur rætt við eru hissa á viðbragðsleysinu eftir dóm Mannréttindadómstólsins og hafa áhyggjur af skjólstæðingum sínum.

Einn viðmælandi Stundarinnar orðaði það sem svo að dagurinn í dag væri líklega einhver svartasti dagur íslenskrar réttarfarssögu. „Áfrýjunardómstóllinn okkar er óstarfhæfur, og hvað, hvað mun gerast, er bara ekkert plan?“

„Á þá bara að setja öll málin á hold á meðan ráðherra ákveður hvort málinu verður vísað þangað?“

Hann og fleiri sem Stundin ræddi við lýstu áhyggjum af yfirlýsingum Sigríðar Andersen um að málinu verði hugsanlega áfrýjað til efri deildar Mannréttindadómstólsins.

„Á þá bara að setja öll málin á hold á meðan ráðherra ákveður hvort málinu verður vísað þangað, og á meðan yfirdeildin kemst að niðurstöðu? Hvað eigum við að gera, bíða og segja skjólstæðingum okkar að slaka á?“ 

Kostnaðurinn gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi ekki dæmt íslenska ríkið bótaskylt er ekki útilokað að bótaskylda skapist fyrir íslenskum rétti vegna rasksins sem lögbrotin við skipun landsréttardómara kunna að valda og að hafa þegar valdið. Allt að einu er ljóst að málinu fylgir ekki aðeins skert réttaröryggi og réttaróvissa heldur einnig gríðarlegur fjárhagslegur kostnaður fyrir íslenska ríkið. 

„Þetta hljóta að vera hundruð milljóna,“ segir lögmaður sem Stundin ræddi við. „Í fyrsta lagi eru það skaðabæturnar fyrir umsækjendurna sem var hent út af lista dómsmálaráðherra. Í öðru lagi hljóta dómararnir sem nú er ljóst að geta ekki sinnt starfi sínu að halda dómaralaunum ævilangt. Í þriðja lagi hlýtur að þurfa að ráða tugi lögfræðinga til endurupptökunefndar, en á henni skellur væntanlega holskefla af endurupptökubeiðnum. Í fjórða lagi þarf væntanlega að flytja og dæma aftur Landsréttarmálin sem dómararnir hafa dæmt. Þetta leiðir af sér aukinn málskostnað til beggja aðila í hverju máli. Loks þarf að leysa úr því hvað verði gert varðandi hina ellefu dómarana.“ 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

·
Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·