Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Börnin segja frá séra Gunnari

Sex kon­ur sem Stund­in ræddi við segja séra Gunn­ar Björns­son hafa áreitt sig þeg­ar þær voru á barns- og ung­lings­aldri. At­vik­in áttu sér stað yf­ir meira en þriggja ára­tuga skeið á Ísa­firði, Flat­eyri og Sel­fossi þeg­ar Gunn­ar var sókn­ar­prest­ur og tón­list­ar­kenn­ari. Gunn­ar seg­ir að sam­viska sín sé hrein.

Börnin segja frá séra Gunnari
Gunnar Björnsson Presturinn segist hafa hreina samvisku hvað varðar frásagnir kvennanna.

Sex konur lýsa kynferðislegri áreitni séra Gunnars Björnssonar við sig á barns- og unglingsaldri í samtölum við Stundina. Atvikin áttu sér stað í kirkjum eða tónlistartímum í lok áttunda áratugarins á Ísafirði, á tíunda áratugnum á Flateyri og þau síðustu árið 2008 á Selfossi.

Konurnar voru á aldrinum níu til sextán ára þegar atvikin áttu sér stað. Þær lýsa þöggun í litlu samfélögunum sem þær bjuggu í og því hvernig fullorðnir afsökuðu prestinn með því að hann væri með svo mikla snertiþörf. Gunnar hefur ítrekað þurft að víkja sem sóknarprestur en honum var alltaf fundinn nýr staður innan kirkjunnar.

Helga Bjarnadóttir segir Gunnar hafa misnotað sig kynferðislega um tveggja ára skeið þegar hann var píanókennarinn hennar á Flateyri 1991 til 1993, tólf til fjórtán ára gamla. Hún lýsir því að í einkatímum hafi hann kysst sig á munninn, káfað á sér um allan líkamann …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár