Karlaklíka í Frakklandi notaði margvíslegar aðferðir til að niðurlægja og einelta konur. Konur hafa lýst því hvernig aðferðir þeirra urðu til þess að þær misstu smám saman flugið og kulnuðu í starfi. En kvenhatrið hafði ekki slæm áhrif á feril karlanna. Þvert á móti fengu þeir vaxandi völd og áhrif.
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
2
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
3
Fréttir
29
Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar fyrir áratug. Hún leitar nú lífræðilegs föður síns og vonast til að fólk sem þekkti móður hennar, Guðrúnu Margréti Þorbergsdóttur, geti orðið henni til aðstoðar í leitinni.
4
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
5
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. apríl.
Ég hafði nýverið lokið við að lesa sláandi grein um frönsku nettröllaklíkuna La Ligue du LOL í sænska dagblaðinu og var í miðjum mjög svo óglamúrus bleiuskiptingum á barni þegar blaðamaður á bandarísku glamúrtímariti hafði samband við mig. Hún vildi ræða Klausturmálið. „Kom það þér á óvart, hvernig þessir kjörnu fulltrúar töluðu um kvenkyns samstarfsfólk sitt?“ spurði hún.
Útilokandi hópur
Ég komst ekki hjá því að bera málin tvö saman. Fyrir þá sem ekki vita var La Ligue du LOL (eða LOL-klíkan) frönsk Facebook-grúppa sem var stofnuð 2009 af ungum manni að nafni Vincent Glad og félögum hans, sem allir áttu það sameiginlegt að vera hvítir á hörund og starfa innan fjölmiðla og almannatengsla. Þetta voru um 30 manns sem voru í sömu partíkreðsunni, kepptust um sömu störfin hjá fjölmiðlum og komust smám saman í eftirsóttar stöður. La Ligue du LOL-meðlimir voru „digitally competent“, eða stafrænt slyngir, og voru með marga fylgjendur á Twitter. Helsta viðfangsefni LOL-klíkunnar var að hæðast að fólki á hátt sem yrði ekki talinn viðeigandi opinberlega. Marlène Coulomb-Gully, fjölmiðlafræðingur við Toulouses-háskóla, segir hópinn hafa verið týpískan karlaklúbb. „Tilvist hans gekk út á að útiloka aðra – í þessu tilviki alla sem ekki þóttu karlmannlegir, sem ekki voru hvítir, ekki frá París og að sjálfsögðu allar konur,“ sagði hún í viðtali við fjölmiðla.
„Tilvist hans gekk út á að útiloka aðra – í þessu tilviki alla sem ekki þóttu karlmannlegir, sem ekki voru hvítir, ekki frá París og að sjálfsögðu allar konur“
Eitrað andrúmsloft
Vincent Glad
Mynd: Marie-Lan Nguyen
Á stuttum tíma hafði þróast eitrað andrúmsloft innan hópsins þar sem rasismi, kvenfyrirlitning og hómófóbía var flokkað sem „húmor“ og flestar skotskífurnar voru femínistar, aktívistar, blaðamenn og rithöfundar. Karlarnir skrifuðu undir eigin nafni á samfélagsmiðlum en notuðust líka við falska Twitter-reikninga þar sem þeir „retweetuðu“ efni hver frá öðrum. Nethatur þeirra fékk þannig mikla útbreiðslu og þróaðist yfir í klassískt einelti. Sumar af konunum sem urðu fyrir barðinu á þeim á netinu urðu einnig fyrir áreitni af hálfu karlanna þegar þær urðu á vegi þeirra í eigin persónu. Femínistinn, rithöfundurinn og líkamsvirðingarsinninn Daria Marx segir: „Dag einn tóku meðlimirnir klámmynd af feitri, ljóshærðri konu sem líkist mér og hófu að dreifa henni á Twitter með þeim orðum að þeir hefðu fundið kynlífsmyndband með mér í aðalhlutverki.“
Falskt atvinnuviðtal
En LOL-klíkan notaðist ekki einungis við stafrænt kynferðisofbeldi heldur líka lygar og auðmýkingu. Þannig boðuðu þeir fjölmiðlakonuna Florence Porcel, sem hafði orðið fyrir ýmiss konar svívirðingum af hálfu hópsins, í atvinnuviðtal sem var uppspuni frá rótum. Porcel, sem taldi að hin virta sjónvarpsstöð Canal+ væri að bjóða sér vinnu, kveðst hafa grátið af niðurlægingu í þrjá daga eftir að hópurinn setti leynilega upptöku úr falska atvinnuviðtalinu á netið, í því skyni að auðmýkja hana. Á bak við þetta fólskuverk var David Doucet, sem þangað til fyrir skemmstu gegndi stöðu yfirritstjóra menningarblaðsins Les Inrockuptibles.
„Þetta var heilt ár af áreitni og það gróf undan sjálfstrausti mínu og getu minni sem blaðamanns.“
Afleiðingar árásanna
Capucine Piot, bloggari, varð fyrir grófu aðkasti hópsins sem lauk með því að einn karlanna laug því að henni að hann væri með eyðni, eftir að hún svaf hjá honum. Eineltið og áreitnin gat birst í hundruðum athugasemda á dag, á margra mánaða skeiði. Blaðakonan Lucile Bellan, sem einnig varð fyrir aðkasti hópsins, sagði á Twitter: „Þetta var heilt ár af áreitni og það gróf undan sjálfstrausti mínu og getu minni sem blaðamanns.“ Margar fjölmiðlakvennanna sem hópurinn tók fyrir hafa lýst því hvernig þær misstu flugið, urðu félagsfælnar og kulnuðu í starfi.
En kvenhatrið hafði ekki slæm áhrif á feril karlanna. Þvert á móti fengu La Ligue du LOL-meðlimir vaxandi völd og áhrif, þeir komust í stjórnunarstöður hjá fjölmiðlum á borð við Slate, Libération, Les Inrockuptibles og á fríblaðinu 20 minutes, svo dæmi séu nefnd.
Þetta gerði þolendum þeirra ennþá erfiðara fyrir. „Við vildum sjálfar geta sótt um vinnu á þessum miðlum og vorum skelfilega hræddar við þá og völdin sem þeir bjuggu yfir,“ segir blaðamaðurinn Nora Bouazzouni.
Rannsókn hafin
Hingað til hafa að minnsta kosti tíu af meðlimum La Ligue du LOL þurft að yfirgefa vinnustaði sína, sumir fyrir fullt og allt, aðrir á meðan rannsókn á máli þeirra stendur yfir. Sumir hafa eytt tístum sínum af Twitter og birt opinberar afsökunarbeiðnir, en fyrir marga þolendur berast þær tíu árum of seint. Sé Frakkland borið saman við Norðurlönd, á borð við Svíþjóð og Ísland, fékk #metoo-hreyfingin ekki mikinn meðbyr. Fjölmiðlafræðingurinn Marlène Coulomb-Gully segir: „Metoo hefði svo sannarlega getað verið fyrirferðarmeiri í frönskum fjölmiðlum. La ligue du Lol sýnir að eflaust var vilji á ritstjórnum til þess að ritskoða hreyfinguna og halda aftur af henni.“
Að níða keppinautana
Í þeim greinum um LOL-klíkuna sem ég hef lesið í stórum fjölmiðlum hrista greinarhöfundar hausinn og spyrja: Hvernig tókst þessum körlum að klífa metorðastigann svona hratt þrátt fyrir stæku kvenfyrirlitninguna og fordómana sem þeir bjuggu yfir?
„Ein þeirra er sú að stíga á axlir keppinauta sinna, grafa undan þeim, tala illa um þá, snúa fólki gegn þeim og veikja sjálfstraust þeirra“
Ég tel að í ljósi Klausturmálsins, LOL-klíkunnar, Harvey Weinstein, Donald Trump, R. Kelly og mýmargra annarra dæma að tími sé kominn til að horfast í augu við veruleikann. Í stað þess að spyrja hvernig viðkomandi valdakarlar komust til metorða þrátt fyrir kvenfyrirlitningu sína, ættum við fremur að spyrja okkur hvernig kvenfyrirlitning skilar körlum með tiltekin viðhorf á toppinn í valdastiganum jafn oft og raun ber vitni. Ekki þrátt fyrir kvenfyrirlitningu, heldur þvert á móti vegna hennar. Hægt er að komast á toppinn með ólíkum leiðum. Ein þeirra er sú að stíga á axlir keppinauta sinna, grafa undan þeim, tala illa um þá, snúa fólki gegn þeim og veikja sjálfstraust þeirra. Í dag eru konur í töluverðum meirihluta þeirra sem útskrifast úr háskólanámi í nær öllum námsgreinum. Hugsanlega finnst ákveðnum hópi karla það ógna ríkjandi hefðum og því verðugt verkefni að draga tennurnar úr keppinautum sínum?
Ekki boðið með
Fyrir nokkrum árum spurði ég harðduglega fréttakonu hvort hún ætlaði ekki að sækjast eftir nýrri og eftirsóknarverðri stöðu á fjölmiðlinum þar sem hún vann. Hún sagði jú, vissulega ætlaði hún að sækja um, en hún vissi að hún fengi ekki stöðuna. Þegar ég spurði hvers vegna, horfði hún á mig vonsviknum augum, eins og ég ætti að vita betur og svaraði: „Því mér er aldrei boðið í veiðiferðirnar, Þórdís.“
Forskot á atvinnumarkaði
Atvinnumarkaðurinn líkt og við þekkjum í dag er afurð iðnbyltingarinnar og sérhæfingarinnar sem hún hafði í för með sér. Almenn þátttaka kvenna á atvinnumarkaði hófst þó ekki fyrr en um miðja síðustu öld, svo karlar höfðu um það bil einnar og hálfrar aldar forskot á konur og voru búnir að móta metorðastigann, viðhorfin og vinnustaðamenninguna eftir eigin höfði þegar þær mættu til leiks. Það skyldi því ekki koma neinum á óvart að kerfið sem karlar hönnuðu skuli vera sniðið að þeirra þörfum og reynsluheimi fremur en kvenna, né að konum hafi mætt stæk kvenfyrirlitning víða á atvinnumarkaðnum. Sumar leikreglurnar voru skrifaðar, líkt og að metnaður og áreiðanleiki borgi sig. Aðrar leikreglur voru óskráðar, líkt og að það sé kvenmannsstarf að hella upp á kaffi og vaska upp fyrir kollegana og að næsta stöðuhækkun fari til starfsmannsins sem forstjóranum fannst skemmtilegastur á golfvellinum eða í gufubaðinu. Með öðrum orðum; á stöðum sem konum var sjaldan eða aldrei boðið með á. Í dag, þegar það er ekki lengur löglegt að neita konum um aðgang að golfklúbbum, færa karlaklúbbarnir sig einfaldlega inn í lokaða hópa á samfélagsmiðlum þar sem þeir halda áfram að tryggja völd sín með því að viðhalda viðhorfum sem gera lítið úr konum og draga úr möguleikum þeirra, ef marka má LOL-klíkuna. Eftir að mál hennar komst í hámæli hafa margir aðrir karlahópar verið afhjúpaðir, svo sem Radio Beer Football-hópurinn, þar sem um það bil tuttugu karlkyns starfsmenn fjölmiðilsins Huffington Post France deildu efni sem einkenndist af kvenfyrirlitningu og gáfu samstarfskonum sínum einkunn byggða á útliti þeirra og klæðaburði – rétt eins og Klausturkarlarnir gerðu þegar talið barst að bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum. Í Frakklandi þykir ekki lengur ásættanlegt að karlar í valdastöðum stundi slíka hlutgervingu. Tími hinna „klikkuðu kunta“ er loks að renna upp þar í landi, með uppreisn æru fyrir viðkomandi konur.
Kvenfyrirlitning verðlaunuð
Staðreyndin er samt sem áður sú að við höfum ekki bara leitt kvenfyrirlitningu hjá okkur í gegnum tíðina, við höfum raunverulega verðlaunað hana. Við hömpum heimspekikenningum manna sem staðhæfa að konur séu einungis vanskapaðir karlar. Við setjum þá framan á símaskrána og gerum þá að metsöluhöfundum eftir að þeir smætta konur niður í ílát, kalla stjórnmálakonur portkonur og stinga upp á að þeim sé nauðgað til að „þagga endanlega niður í þeim“. Við kjósum þá í valdamestu embætti heims eftir að við heyrum upptökur af þeim að stæra sig af kynferðisofbeldi í garð kvenna. Við kaupum list þeirra dýrum dómum þótt þeir kalli konur kuntur, tíkur og dyramottur. Við sendum þá með pomp og prakt á stærstu tónlistarviðburði heims eftir að þeir ávarpa útihátíðargesti með orðunum „herrar mínir og hórur“. Við sæmum þá Óskars- og Grammy-verðlaunum þrátt fyrir vitneskjuna um að þeir nauðgi táningsstúlkum.
Ætti ekki að koma á óvart
„Kom það þér á óvart, hvernig þessir kjörnu fulltrúar töluðu um kvenkyns samstarfsfólk sitt?“ spurði bandaríski blaðamaðurinn. Líkt og meirihluta íslensku þjóðarinnar fannst mér ummæli Klausturmanna sláandi gróf. En það ætti ekki lengur að koma okkur á óvart að karlar, sem hafa komist á toppinn í valdastrúktúrum sem voru hannaðir af körlum, í heimi þar sem kvenfyrirlitning er viðtekin og refsilaus, skuli smætta samstarfskonur sínar niður í „skrokk sem typpið á mér dugir í“, svo vitnað sé í Bergþór Ólason þingmann. Sem meirihluta þingmanna í umhverfis- og samgöngunefnd fannst ekki einu sinni að ætti að missa nefndarformennsku sína í kjölfarið. Spurningin er ekki hvort kvenfyrirlitning fyrirfinnist hátt og lágt í heiminum, heldur hvenær við hættum að hampa þeim sem eru haldnir henni.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
2
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
3
Fréttir
29
Leitar líffræðilegs föður síns og vonast til að græða fleira fólk í kringum sig
Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir komst að því að faðir hennar væri ekki líffræðilegur faðir hennar fyrir áratug. Hún leitar nú lífræðilegs föður síns og vonast til að fólk sem þekkti móður hennar, Guðrúnu Margréti Þorbergsdóttur, geti orðið henni til aðstoðar í leitinni.
4
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
5
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Mest deilt
1
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
2
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
3
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
4
Fréttir
55197
Ríkið taki til sín Auðkenni eftir langvinnan taprekstur
Bjarni Benediktsson vill að ríkið eignist fyrirtækið sem gefur út rafræn skilríki. Framkvæmdastjóri Auðkennis fór frá fjármálaráðuneytinu til fyrirtækisins eftir að hafa gert samning þeirra á milli. Taprekstur Auðkennis nam 911 milljónum á áratug.
5
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
6
Þrautir10 af öllu tagi
5272
347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?
Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti? * Aðalspurningar: 1. Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna? 2. Grikki...
7
Pistill
368
Elísabet Jökulsdóttir
Litla stelpan með vonina
Kvíðinn sem fylgir því að vera með framtíðina á bakinu.
Mest lesið í vikunni
1
FréttirSamherjaskjölin
97640
Rannsóknin á Namibíumáli Samherja í Færeyjum: „Stundum er best að vita ekki“
Færeyska ríkissjónvarpið teiknar upp mynd af því hvernig Samherji stýrir í reynd starfsemi útgerðar í Færeyjum sem félagið á bara fjórðungshlut í. Samstarfsmenn Samherja í Færeyjum, Annfinn Olsen og Björn á Heygum, vissu ekki að félögin hefðu stundað viðskipti við Kýpurfélög Samherja.
2
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
17139
Ráku hendurnar ofan í sprunguna sem síðan gaus upp úr
Mæðgurnar Ásta Þorleifsdóttir og Lilja Steinunn Jónsdóttir stóðu ofan í sprungunni sem byrjaði að gjósa upp úr í nótt aðeins sólarhring fyrr. Þær segja að jarðfræðimenntun þeirra beggja hafi komið að góðum notum þá en eftir uppgötvun þeirra var svæðið rýmt.
3
Greining
14218
Vansvefta stjórnarformenn
Sérhagsmunaaðilar beita sér af fullum þunga, bæði í þjóðmálaumræðunni og bak við tjöldin, til að sveigja regluverk og starfsemi eftirlitsstofnana þannig að það henti þeirra hagsmunum.
4
Mannlýsing
594
Maðurinn sem fagnaði geðhvarfasýki og fangaði sjálfan sig
Sigursteinn Másson veiktist af geðhvarfasýki þegar hann fór að rannsaka óréttlætið í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem fréttamaður. Sjúkdómurinn hefur opnað honum nýjar víddir.
5
Fréttir
36127
Kaupfélagið gefur Skagaströnd fasteignir útgerðarfélagsins eftir að hafa hætt rekstri þar og fært kvótann í burtu
Kaupfélag Skagfirðinga var gagnrýnt fyrir að flytja útgerðarstarfsemi sína frá Skagaströnd. Útgerðararmur kaupfélagsins hefur nú gefið Skagaströnd þrjár fasteignir sem voru í eigu útgerðarfélagsins í þorpinu. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri segir að félagið vilji láta gott af sér leiða á Skagaströnd.
6
FréttirSamherjaskjölin
148570
Hannes Hólmsteinn í ritdeilu við finnsk-íslenskan fræðimann: „Ísland er ekki spillt land“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor gagnrýnir þrjá fræðimenn við íslenska háskóla vegna orða þeirra um spillingu á Íslandi. Þetta eru þeir Lars Lundsten, Þorvaldur Gylfason og Grétar Þór Eyþórsson. Hannes svarar þar með skrifum Lars Lundsten sem sagði fyrir skömmu að Ísland væri spilltast Norðurlandanna.
7
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
Mest lesið í mánuðinum
1
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall
2421.164
Svona var ástandið við eldgosið
Fólk streymdi upp stikaða stíginn að eldgosinu í gær eins og kvika upp gosrás. Ástandið minnti meira á útihátíð en náttúruhamfarir.
Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, sendi rúmlega 30 hatursfull og ógnandi SMS-skilaboð til fyrrverandi samstarfsmanna sinna há Actavis. Ástæðan var að annar þeirra hafði borið vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn honum árið 2016. Alvogen lét skoða málið en segir engin gögn hafa bent til þess að „eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts.“ Stundin birtir gögnin.
4
MyndirEldgos við Fagradalsfjall
66633
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
Gosið í Geldingadölum gæti verið komið til að vera til lengri tíma. Efnasamsetning bendir til þess að það komi úr möttli jarðar og líkist fremur dyngjugosi heldur en öðrum eldgosum á sögulegum tíma.
5
Leiðari
2551.835
Jón Trausti Reynisson
Þess vegna þola þau ekki Pírata
Þau klæða sig ekki rétt, hegða sér ekki rétt, eru stefnulaus og fylgja ekki hefðum stjórnmálanna.
6
Rannsókn
36176
Útfararstjóri Íslands: Siggi hakkari játar að hafa svikið tugi milljóna króna úr íslenskum fyrirtækjum
Sigurður Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann er kallaður, hefur undanfarin ár náð að svíkja út tugi milljóna úr íslenskum fyrirtækjum. Sigurður er skráður fyrir fjöldann af hlutafélögum og félagasamtökum sem hann notast við. Í viðtali við Stundina játar hann svik og skjalafalsanir.
7
FréttirHeimavígi Samherja
2511.704
Finnskur fræðimaður um Samherjamálið á Akureyri: Á Íslandi ríkir „valdakerfi klansins“
Lars Lundsten, finnskur fræðimaður sem starfar við Háskólann á Akureyri, segir að það sé ekki skrítið að Ísland sé talið vera spilltasta land Norðurlandanna. Hann segir að á Akureyri megi helst ekki tala um Samherjamálið í Namibíu.
Nýtt á Stundinni
Pistill
368
Elísabet Jökulsdóttir
Litla stelpan með vonina
Kvíðinn sem fylgir því að vera með framtíðina á bakinu.
Pistill
1357
Dagmar Kristinsdóttir
Það skiptir máli hvernig við tjáum okkur
Við getum haft áhrif með orðum okkar, vakið til umhugsunar, fengið fólk til að skipta um skoðun og jafnvel breyta um hegðun.
Viðtal
61367
„Loksins lesbía!“
Eva Jóhannsdóttir var ekki orðin sjálfráða þegar maður beitti hana grimmilegu ofbeldi. Annar maður kom þar að en í stað þess að koma henni til bjargar braut hann líka á henni. Hún vildi vera viss um að vera ekki mótuð af þessari reynslu þegar hún kom út úr skápnum. „Loksins lesbía,“ hrópaði afi hennar en hommarnir í fjölskyldunni eru svo margir að á ættarmótum er skellt í hópmynd af samkynhneigðum. Afinn bauðst líka til að splæsa í danskt sæði fyrir hana en hún valdi aðra leið, að eignast barn með hommum.
Þrautir10 af öllu tagi
4261
349. spurningaþraut: Tvær kvikmyndir, ein höfuðborg, einn stríðsleiðtogi, og það er bara byrjunin
Hæ. Hér er fyrst hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Á myndinni að ofan má sjá dýrið paraceratherium, stærsta landspendýr sem vitað er um í sögunni, en dýrið var á dögum fyrir 25-30 milljónum ára. Hver er nánasti ættingi dýrsins sem enn skrimtir? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi er höfuðborgin Buenos Aires? 2. Í ágúst 1941...
Mynd dagsins
7
Páll Stefánsson
Sjálfskipuð sóttkví
Þessar furðuverur á ströndinni við Bala, neðan við Hrafnistu, vekja kátínu og undrun. En útvegsbóndinn eða listamaðurinn Jón Guðmundsson sem á fiskihjallann á Bala hefur verið að hreinsa fjöruna og skapað þessar fígúrur, sem flestallar virða sóttvarnareglur Þórólfs og halda góðri tveggja metra fjarlægð.
Menning
14
Varpa upp myndum af bólusetningu og sundi
Hreyfimyndahátíðin hefst á morgun og verða myndbandsverk sýnd á völdum stöðum í miðborginni.
Menning
11
Skráning opnar fyrir Músíktilraunir
Enn er stefnt að því að halda Músíktilraunir á þessu ári. Hátíðin féll niður í fyrra vegna Covid-19.
Vettvangur
44384
Sómi Íslands
Björgunarsveitarfólk úr björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík hefur sumt hvert staðið sleitulítið vaktina frá því að eldgosið hófst í Fagradalsfjalli. Þau hafa jafnframt notið liðsinnis hundruða kollega sinna sem hafa tryggt öryggi fólks og komið hröktum og slösuðum ferðalöngum til bjargar. Allt í sjálfboðavinnu, án þess að skeyta um eigin hag heldur einbeitt í að hjálpa samborgurum sínum. Það verður seint ofmetið.
Fréttir
47358
Sigmar stefnir að því að stofna hagsmunasamtök fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hyggst stofna samtök sem eiga að leysa af hólmi Samtök atvinnulífsins þegar kemur að kjaraviðræðum á milli lítilla og meðalstórra fyrirtækja og stéttarfélaga. Hann segir hag slíkra fyrirtækja vera að hverfa frá þeirri láglaunastefnu sem SA hafa barist fyrir.
Þrautir10 af öllu tagi
6787
348. spurningaþraut: Hvaða Íslendingasaga er kennd við konu?
þraut, hér leynist hún. * Aukaspurning, fyrri: Hvaða hljómsveit treður upp á skjáskotinu sem birtist hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða landi fæddist málarinn Pablo Picasso? 2. Botvinnik hét maður, hann var heimsmeistari í skák árum saman. Í hvaða ríki var hann lengst af heimilisfastur? 3. Í hvaða hljómsveit var söngkonan Ragnhildur Gísladóttir þegar hún sló fyrst...
Mynd dagsins
9
Páll Stefánsson
Þrír eldar, fjórir eldhugar
Það var fátt upp við gosstöðvarnar í gærkvöldi, enda var veður og vindátt orðin óhagstæð. Klukkan 19:33, hálftíma eftir að ég var kominn upp að eldstöðinni barst sms frá 112 um að yfirgefa svæðið vegna gasmengunar. Skömmu síðar birtust sérsveitar- og björgunarsveitarmenn líkt og gagnamenn að smala fé af fjalli. En þvílík breyting á landinu á innan við viku. Tveir nýir gígar hafa bæst við og hraunið fyllir nú nánast Geldingardalinn. Hraunfossinn niður í Merardal sá ég ekki... bara næst.
Blogg
2
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Almenningur í öðru sæti?
Heimurinn glímir við kóvid19 sem aldrei fyrr, hún er þrautseig þessi fjandans veira (afsakið orðbragðið). Þegar þessi orð eru skrifuð bárust fréttir þess efnis frá Brasilíu að um 4000 manns hefði látist á einum degi. Það er álíka og allir íbúar Vestmannaeyja. Á einum degi! En það er ólga í umræðunni um kóvid hér á landi og nú þegar...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir