Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
3

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Má ég?
5

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna
6

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna

·
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu
7

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

·
Stundin #102
Október 2019
#102 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 18. október.

Sigríður vill herða útlendingalöggjöfina

Andmælaréttur hælisleitenda verður takmarkaður og Útlendingastofnun veitt skýr lagaheimild til að „skerða eða fella niður þjónustu“ eftir að ákvörðun er tekin verði frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt. Einnig verður girt fyrir að nánustu aðstandendur kvótaflóttamanna geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar.

Sigríður vill herða útlendingalöggjöfina
johannpall@stundin.is

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur kynnt drög að lagafrumvarpi til breytinga á útlendingalögum sem myndi fela í sér herta útlendingastefnu og þrengja að réttindum hælisleitenda. Markmiðið er meðal annars að „auka skilvirkni í afgreiðslu mála svo stytta megi málsmeðferðartíma“ samkvæmt greinargerð frumvarpsdraganna. Með þessu megi „draga úr kostnaði ríkissjóðs“ vegna útlendingamála.

Á meðal fyrirhugaðra breytinga er lögfesting á hluta reglugerðar sem var sett árið 2017. Reglugerðin liðkaði fyrir brottvísun hælisleitenda sem leggja fram umsóknir er teljast „bersýnilega tilhæfulausar“ og takmarkaði mjög andmælarétt þeirra.

Eins og Stundin fjallaði um í fyrra taldi kærunefnd útlendingamála að ákvæði í reglugerðinni skorti lagastoð. Fyrir vikið voru fjölmargar ákvarðir Útlendingastofnunar felldar úr gildi, en í flestum tilvikum höfðu hælisleitendurnir þegar verið fluttir úr landi þegar kærunefndin komst að niðurstöðu um að Útlendingastofnun hefði brotið gegn þeim.  Kærunefndin taldi stofnunina hafa brotið viljandi gegn rétti hælisleitenda við afgreiðslu umsókna þeirra, eða eins og það var orðað: „... haft ásetning til þess að ekki færi fram viðhlítandi mat á þeim sjónarmiðum sem stofnuninni var skylt að leggja til grundvallar í ákvörðun kæranda varðandi sérstakar ástæður í skilningi 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga“. 

Í greinargerð hinna nýju frumvarpsdraga dómsmálaráðherra er vikið að þessu. „Eins og fram hefur komið hefur kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að tiltekin ákvæði reglugerðar 775/2017 hafi ekki fullnægjandi lagastoð og henni því ekki verið beitt að fullu.“ Lausn dómsmálaráðherra er að „færa efni reglugerðar nr. 775/2017 að hluta til í lög um útlendinga.“

Þannig yrði til að mynda lögfest að þeir sem leggja fram „bersýnilega tilhæfulausar umsóknir“ njóti ekki þeirrar réttarverndar sem felst í 18. gr. stjórnsýslulaga um rétt málsaðila til að fá frest til að kynna sér gögn máls og tjá sig um það. 

„Lagt er til að skilgreiningin taki að mestu leyti mið af framkvæmdinni eins og hún hefur mótast hjá kærunefnd útlendingamála,“ segir í greinargerðinni. „Þó þykir rétt að hnykkja á tilteknum atriðum umfram það sem fram hefur komið með skýrum hætti í úrskurðum kærunefndar, þ.e. að umsókn sem grundvallast á fjarstæðukenndri frásögn teljist bersýnilega tilhæfulaus auk umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja sem byggja á að stjórnvöld geti ekki eða vilji ekki veita umsækjanda vernd og málsástæðum sem samræmast að öðru leyti ekki fyrirliggjandi upplýsingum um örugg upprunaríki. Rétt þykir að skýra hugtakið í lögum þar sem það hvort umsókn telst bersýnilega tilhæfulaus hefur umtalsverð áhrif á frekari málsmeðferð.“

Fram kemur að í kjölfar fordæmalausrar fjölgunar umsókna umsækjenda frá löndum sem eru skilgreind sem „örugg upprunaríki“ hafi komið í ljós að „íslenskt verndarkerfi er að mörgu leiti [sic] berskjaldað fyrir ásókn bersýnilega tilhæfulausra umsókna“. Ráðherra vill að Útlendingastofnun fái lagaheimild til að „skerða eða fella niður þjónustu við útlendinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun“ en áður var einungis mælt fyrir um slíkt í reglugerð. 

Kveðið er á um ýmislegt fleira í frumvarpsdrögunum. Til að mynda mun Útlendingastofnun fá heimild til að afturkalla alþjóðlega vernd kvótaflóttamanna undir vissum kringumstæðum og jafnframt verður fyrirbyggt sérstaklega að nánustu aðstandendur kvótaflóttamanna geti fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Mælt er fyrir um breytingar sem eiga að „styrkja stoð Dyflinnarreglugerðarinnar og árétta að henni skuli beitt þegar þess er nokkur kostur“.

Þá verður einnig sú breyting að útlendingum án dvalarleyfis verður vísað strax úr landi þegar tekin er ákvörðun sem bindur enda á heimild þeirra til dvalar í landinu, fremur en að þeim sé fyrst gefinn frestur til sjálfviljugrar heimfarar eins og tíðkast hefur. 

Þetta er ekki tæmandi upptalning á þeim lagabreytingum sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra leggur til. Hér má nálgast frumvarpsdrögin í heild.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
3

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Má ég?
5

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu
6

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

·
Fólk strandar á grænmetinu
7

Fólk strandar á grænmetinu

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna
3

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna

·
Má ég?
4

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Með svona bandamenn ...
5

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
6

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·

Mest deilt

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna
3

Verkalýðsfélög segja engin rök með frumvarpi Bjarna

·
Má ég?
4

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Með svona bandamenn ...
5

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
6

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn
2

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Tilgangurinn helgar meðalið
5

Kristjana Valgeirsdóttir og Þráinn Hallgrímsson

Tilgangurinn helgar meðalið

·
„Ég elska brjóstin mín, dýrka örin á þeim“
6

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

„Ég elska brjóstin mín, dýrka örin á þeim“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn
2

Lára Guðrún Jóhönnudóttir

Hvernig brjóstin hennar mömmu urðu „2000 vandinn“ minn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
4

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

·
Tilgangurinn helgar meðalið
5

Kristjana Valgeirsdóttir og Þráinn Hallgrímsson

Tilgangurinn helgar meðalið

·
„Ég elska brjóstin mín, dýrka örin á þeim“
6

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

„Ég elska brjóstin mín, dýrka örin á þeim“

·

Nýtt á Stundinni

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Fólk strandar á grænmetinu

Fólk strandar á grænmetinu

·
Með svona bandamenn ...

Símon Vestarr

Með svona bandamenn ...

·
Listin og lífið renna saman

Listin og lífið renna saman

·
Draumur að eiga dúkkubarn

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Má ég?

Bragi Páll Sigurðarson

Má ég?

·
Saga um konur

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Saga um konur

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Stabílitet í stúdíóinu

Stabílitet í stúdíóinu

·
Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

·
Heldur móttökuskilyrðunum opnum

Heldur móttökuskilyrðunum opnum

·