Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leynd hvílir yfir íslensku fjárfestunum á bak við kaup á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja

Ís­lensk­ir fjár­fest­ar horfa til þess að gera Græn­höfða­eyj­ar að sam­bæri­legri tengi­stöð fyr­ir flug á suð­ur­hveli og Ís­land er í norðri. Hvaða fjár­fest­ar eru á bak við fé­lag­ið ligg­ur ekki fyr­ir. Sam­herja­fólk var á bak við fé­lag­ið en er það ekki leng­ur.

Leynd hvílir yfir íslensku fjárfestunum á bak við kaup á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja
Mun eiga um 10 prósent Björgólfur Jóhannsson mun sjálfur eiga um 10 prósent af því hlutafé í ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja sem hefur verið keypt. Hann segir ekki tímabært að greina frá öðrum fjárfestum í verkefninu.

Ekki fæst uppgefið hvaða íslensku fjárfestar eru á bak við kaupin á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, TACV, ásamt flugfélaginu Icelandair.

Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, sem leiðir fjárfestahópinn, segir að ekki sé tímabært að greina frá því, auk þess sem hann sé í raun enn að setja hópinn saman. „Ég bara held utan um þennan hóp. Ég hef ekkert rætt við þá þannig að ég sé að opinbera það en þetta mun koma fram þegar þar að kemur. En þetta mun koma fram einhvern tímann.“

Í svörum sínum til Stundarinnar tilgreinir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, ekki aðra einstaklinga en Björgólf þegar hann er spurður að því hvaða fjárfestar standi að viðskiptunum. Bogi segir að það hafi verið ósk ríkisstjórnar Grænahöfðaeyja að fá Björgólf að viðskiptunum sem fjárfesti. „Á móti Loftleiðum fer Björgólfur Jóhannsson fyrir hópi fjárfesta sem eiga 30% hlut í eignarhaldsfélaginu sem kaupir 51% hlut. “

 Bogi segir að það …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu