Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Missti eldmóðinn og lífsviljann eftir starf á íslensku hóteli

Fyrr­ver­andi kokk­ur og starfs­fólk lýsa upp­lif­un sinni af störf­um á hót­el­inu Radis­son Blu 1919 í mið­borg Reykja­vík­ur. Morg­un­verð­ar­starfs­mönn­um hót­els­ins var öll­um sagt upp og boðn­ir ný­ir samn­ing­ar með færri vökt­um og lak­ari kjör­um. Ræsti­tækn­ar segja að þeim hafi ver­ið sagt að þeir myndu ekki fá laun sín ef þeir tækju þátt í verk­falli Efl­ing­ar. Hót­el­stýra seg­ir að upp­sagn­ir tengd­ust skipu­lags­breyt­ing­um á veg­um hót­elkeðj­unn­ar og neit­ar að hafa gef­ið starfs­fólki mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar.

Hann var hláturmildur og hamingjusamur í starfi. Samstarfsfólk hans lýsti honum sem „hjarta og sál“ hótelsins. Ástríða hans í lífinu var að vera morgunverðarkokkur. En þetta átti eftir að breytast hratt. „Það slökknaði á eldmóði hans fyrir lífinu,“ segir vinnufélagi hans. Síðasta haust reyndi hann að svipta sig lífi. Hann rekur vanlíðan sína til breytinga í vinnuumhverfi hans. „Ég elskaði þessa vinnu svo mikið, en hún var orðin að martröð,“ segir hann.

Stundin ræddi við kokkinn  Joao Paulo De Brito Linheiro Da Silva, eða Paulo eins og hann er kallaður, ásamt fimm samstarfsmönnum hans á fjögurra stjörnu hótelinu Radisson Blu 1919 í miðborg Reykjavíkur. Starfsmenn hafa kvartað undan því að fá sjaldnast rétt útborgað og greina frá niðurbrjótandi framkomu yfirmanna í þeirra garð. Öllu morgunverðarstarfsfólkinu á vakt Paulo var sagt upp með tilboði um skertan vinnutíma og verri kjör.

Öll eru þau sammála um að starfsaðstæðum hafi farið hrakandi eftir að nýr hótelstjóri var ráðinn síðastliðið haust. Rekstur hótelsins hefur gengið misjafnlega, en árið 2017 var það rekið með sjö milljóna króna tapi samanboriðvið 38 milljóna króna hagnaði árið áður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Réttindabrot á vinnumarkaði

Starfsfólk launalaust fjórum mánuðum eftir gjaldþrot Sternu
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði

Starfs­fólk launa­laust fjór­um mán­uð­um eft­ir gjald­þrot Sternu

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Sterna var sett í gjald­þrot í mars og starfs­fólk­inu sagt upp, en síð­an var gjald­þrot­ið dreg­ið til baka. Fjór­um mán­uð­um síð­ar hafa fjöl­marg­ir ekki enn feng­ið laun eða upp­sagn­ar­frest borg­að­an frá fyr­ir­tæk­inu. Starf­andi fram­kvæmda­stjóri neit­ar því ekki að fyr­ir­tæk­ið sé hugs­an­lega að skipta um kenni­tölu.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár