Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu

Hús­næð­isúr­ræði um greiðslu sér­eigna­sparn­að­ar skatt­frjálst inn á höf­uð­stól fast­eignalána gagn­ast ekki tekju­lág­um. Kostn­að­ur fyr­ir rík­is­sjóð nem­ur 2 millj­örð­um króna í ár. Sér­fræð­inga­hóp­ur mæl­ir einnig með breyt­ingu á vaxta­bóta­kerf­inu eða aflagn­ingu þess.

Séreignasparnaðarleið Sigmundar og Bjarna gagnaðist helst þeim tekjuhæstu
Leiðrétting og séreignarsparnaður Séreignarsparnaðarleiðin var kynnt til sögunnar í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar. Mynd: Pressphotos

Séreignarsparnaðarleiðin svokallaða, sem kynnt var sem hluti af skuldaleiðréttingunni í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur gagnast tekjuháum mest. Úrræðið kostar um 2 milljarða króna í ár.

Þetta kemur fram í húsnæðiskafla skýrslu sérfræðingahóps um endurskoðun tekjuskatts og bótakerfa hjá einstaklingum sem kynnt var á blaðamannafundi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær.

Séreignasparnaðarleiðin var kynnt haustið 2013 sem hluti af „leiðréttingunni“ sem tímabundin aðgerð, en var framlengd aftur árið 2017 í tvö ár. Í leiðinni felst að heimilt sé að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Úrræðið rennur út í lok júní á þessu ári, en samkvæmt nefndinni hefur nýting þess einkum verið hjá þeim sem hærri tekjur hafa.

„Sérfræðingahópur og stýrinefndin telja að úrræðið sé ekki til þess fallið að styðja við fólk á húsnæðismarkaði sem hefur lágar tekjur og gera því ekki tillögu um framhald þess,“ segir í skýrslunni. Stýrinefnd verkefnisins var skipuð aðstoðarmönnum ráðherra úr stjórnarflokkunum Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Axel HallFormaður sérfræðingahópsins kynnti skýrsluna á mánudag.

Í skýrslunni er bent á að markmið úrræðisins hafi fyrst og fremst verið að auðvelda fjölskyldum að eignast húsnæði án óhóflegrar skuldsetningar.

„Séreignarsparnaðarúrræðið hefur einna helst verið gagnrýnt fyrir að nýtast illa þeim sem hafa lágar launatekjur og alls ekki þeim sem eru á bótum,“ segir í skýrslunni. „Þá njóti leigjendur einskis af þessu skattfrelsi. Engin leið er að hafna því að þessir ágallar eru á gildandi kerfi, enda er það sniðið að einstaklingum sem eru á vinnumarkaði og búa í eigin húsnæði.“

Árið 2016 var til viðbótar tekið upp nýtt varanlegt úrræði af sama toga fyrir kaupendur sinnar fyrstu íbúðar. Áætlaður kostnaður við það er um 1 milljarður króna í ár. Sérfræðingahópurinn gerir ekki tillögu um að leggja það niður, en varar þó við að of langt sé gengið í þeim efnum vegna tekjutaps sem hið opinbera verður af í framtíðinni og að það gangi gegn markmiðum sjóðasöfnunar í lífeyriskerfinu. Úrræðið sé nýtt og takmarkaðar upplýsingar tiltækar um hvernig það hafi nýst.

Hæsta tekjutíundin fékk hundruð milljóna í stuðning

Í kaflanum kemur einnig fram að hæstu upphæðir húsnæðisstuðnings renni til tekjuhópanna um eða rétt undir meðaltekjum. Hæsta tekjutíundin fái nánast sömu upphæð í húsnæðisstuðning á ári og sú lægsta. Sá stuðningur hafi að nær öllu leyti komið í gegnum séreignasparnaðarleiðina, sem rýri skatttekjur hins opinbera í framtíðinni. Alls nemur húsnæðisstuðningur um 25,5 milljörðum króna í ár og renna 14,2 milljarðar til eigenda húsnæðis, en 11,3 milljarðar til leigjenda.

Loks kemur fram það viðhorf hópsins að vaxtabótakerfinu þurfi að breyta eða láta það renna sitt skeið. Áætlaður kostnaður við vaxtabætur í ár er um 3,4 milljarðar króna. Sérfræðingahópurinn telur að hagrænir hvatar kerfisins séu um margt óæskilegir og kerfið sé flókið, ógagnsætt og þungt í vöfum. Þá nái stuðningur vaxtabóta langt upp tekjudreifinguna en beinist ekki sérstaklega að þeim tekjulægstu.

„Sérfræðingahópur og stýrinefnd telja að annaðhvort þurfi að einfalda kerfið og beina stuðningi þangað sem þörfin er mest, jafnvel þannig að vaxtabætur verði tímabundnar eftir fyrstu kaup, eða viðhalda núverandi kerfi,“ segir í skýrslunni. „Seinni kosturinn felur í sér að kerfið einfaldlega renni sitt skeið með því hvernig viðmiðunarfjárhæðir verði uppfærðar. Aukin áhersla verði þá í kjölfarið lögð á stuðning við fyrstu kaup svo að kaupendur standist kröfu um eigið fé.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skuldaleiðréttingin

Telur að Ríkisskattstjóri hafi synjað fólki um húsnæðisúrræði
FréttirSkuldaleiðréttingin

Tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að fólki um hús­næð­isúr­ræði

Bryn­hild­ur Bolla­dótt­ir lög­fræð­ing­ur fékk í dag úr­skurð frá yf­ir­skatta­nefnd þess efn­is að henni sé áfram heim­ilt að nota sér­eigna­sparn­að skatt­frjálst til nið­ur­greiðslu höf­uð­stóls hús­næð­is­láns, þrátt fyr­ir að hafa selt sína fyrstu íbúð. Hún tel­ur að Rík­is­skatt­stjóri hafi synj­að mörg­um um úr­ræð­ið.
Greiningardeild Arion banka: Bankaskatturinn ein af ástæðum þess hve vextir eru háir
Fréttir

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka: Banka­skatt­ur­inn ein af ástæð­um þess hve vext­ir eru há­ir

Sér­staki skatt­ur­inn á fjár­mála­fyr­ir­tæki var lög­fest­ur ár­ið 2010 en víkk­að­ur út og hækk­að­ur um­tals­vert í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar til að standa und­ir 80 millj­arða rík­is­út­gjöld­um vegna höf­uð­stóls­lækk­un­ar verð­tryggðra hús­næð­is­lána. Grein­ing­ar­deild Ari­on banka full­yrð­ir að skatt­ur­inn hafi þrýst upp út­lána­vöxt­um bank­anna.
Svikna kynslóðin í landi jakkafatanna
Jón Trausti Reynisson
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Svikna kyn­slóð­in í landi jakkafat­anna

Ís­lenski draum­ur­inn er í upp­námi. Í ein­fald­aðri mynd sér ungt fólk nú fram á að flytja á jað­ar­svæði, borga leigu til GAMMA og greiða vegtolla á leið í og úr þjón­ustu­störf­um fyr­ir ferða­menn til að fjár­magna vega­kerfi fyr­ir ferða­menn. Á þess­ari öld hafa ráð­stöf­un­ar­tekj­ur elsta ald­urs­hóps­ins auk­ist rúm­lega fimmtán­falt meira en ráð­stöf­un­ar­tekj­ur fólks und­ir þrí­tugu og eign­ir safn­ast sam­an hjá eldri kyn­slóð­inni.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
3
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
7
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
9
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
10
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu