Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Síðustu dagarnir fyrir fangelsið

Hún hef­ur grát­ið og hún hef­ur grín­ast, í til­raun til að kom­ast yf­ir þá súr­realísku stöðu að vera á leið í fang­elsi. Nara Wal­ker var dæmd fyr­ir að beita eig­in­mann sinn og vin­konu hans of­beldi, en fang­els­un henn­ar er mót­mælt á grund­velli þess að mað­ur­inn var ekki dæmd­ur fyr­ir of­beldi gegn henni.

Síðustu dagarnir fyrir fangelsið
Nara málar sig. Hún má ekki taka með sér krem og snyrtivörur inn í fangelsið, fyrir utan einn maskara. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bless, frjálsa líf,“ segir Nara Walker og lokar dyrunum að heimili sínu á eftir sér. „Ég hefði viljað ná að hlusta á eitt lag til viðbótar áður en ég fer inn. Síðasta lagið,“ segir hún en bætir því við að hún geti hlustað á tónlist í bílnum. Hún dregur litla ferðatösku á eftir sér niður stigann, aðrar eigur hennar standa í töskum og pokum inni í íbúðinni og bíða þess að verða sóttar. Sjálf er hún á leið í fangelsi, þar sem hún mun afplána þann hluta dómsins sem var ekki skilorðsbundinn á Hólmsheiði. Alls var hún dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir að bíta tungubroddinn af eiginmanni sínum og ráðast á vinkonu hans. „Þetta er súrrealískt,“ segir hún. 

Ljósmyndari Stundarinnar hefur fylgt Nöru eftir þessa síðustu daga fyrir fangelsið. Á þeim tíma reyndi hún að koma öllum upplýsingum á framfæri varðandi dómsmálið og finna tilgang í þeirri baráttu.

Nara …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu