„Samfélagið trúði okkur ekki“

Mæðgurnar Lilja Magnúsdóttir og Helga María Ragnarsdóttir segja að samfélagið á Selfossi hafi snúið við þeim baki eftir að Helga María sagði 16 ára frá því sem hún upplifði sem kynferðislega áreitni séra Gunnars Björnssonar í Selfosskirkju. Samsæriskenningar um fyrirætlanir þeirra lifi enn góðu lífi í bænum. Tíu ár eru nú liðin frá því að Hæstiréttur sýknaði í máli Helgu og annarrar unglingsstúlku.

„Samfélagið trúði okkur ekki“
Lilja Magnúsdóttir Lilja segir yfirmann sinn hafa sagt sér að málið væri allt samsæri hjá sóknarnefndinni.  Mynd: Heiða Helgadóttir
steindor@stundin.is

Helga María Ragnarsdóttir var 16 ára þegar hún sagði móður sinni að presturinn í Selfosskirkju hefði reynt að kyssa sig. Ári síðar, í mars 2009, hafði Hæstiréttur dæmt í málinu og sýknað séra Gunnar Björnsson þar sem háttsemi hans gagnvart tveimur stúlkum í kirkjunni hefði ekki getað talist kynferðisleg áreitni eða ósiðlegt athæfi gagnvart barni í skilningi laganna.

Sex konur, þar á meðal Helga María, lýsa kynferðislegri áreitni séra Gunnars við sig á barns- og unglingsaldri í samtölum við Stundina. Þær segja að hann hafi í tíð sinni sem sóknarprestur í Bolungarvík, á Flateyri og á Selfossi nýtt sér aðstöðu sína til að kyssa þær og káfa á þeim.

Helga María flutti frá Selfossi og hefur lítið komið til baka. Móðir hennar, Lilja Magnúsdóttir, bjó þar áfram um hríð og segist hafa upplifað hvernig bæjarfélagið hafi snúist gegn fjölskyldunni fyrir að bera sakir ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·
Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

Allt að 12 sinnum of löng bið eftir gigtarlæknum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Adorno-Fimmtíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Adorno-Fimmtíu ára ártíð

·