Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

Ríkisstjórnin vill bæta við nýju lágtekjuskattþrepi og breyta viðmiði persónuafsláttar. „Ég skil ekki hvers vegna þau smyrja þessari örlitlu lækkun svona langa leið upp launastigann,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna
johannpall@stundin.is

Breytingarnar sem ríkisstjórnin leggur til á tekjuskattskerfinu þýða að skattar hjá þorra fólks sem tilheyrir efri millitekjuhópum og hátekjuhópum munu lækka um sömu fjárhæð og skattar hjá þorra lágtekjufólks.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag og fullyrti að ef breytingarnar yrðu að veruleika myndi skattbyrði lágtekjufólks lækka um rúm tvö prósentustig. Þetta er einnig staðhæft á vef fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt talnaefni sem varpað var upp á blaðamannafundinum er hins vegar ljóst að stór hluti lágtekjufólks mun ekki fá svo mikla lækkun á skattbyrði sinni.

Ríkisstjórnin leggur til að bætt verði við nýju skattþrepi með lægra skatthlutfalli neðarlega í tekjustiganum. Skattbyrði tekjulægstu Íslendinga verði alls lækkuð um rúm 2 prósentustig eða sem nemur 6760 krónum á mánuði. Þá verði viðmiði um þróun persónuafsláttar breytt til að stöðva skattskrið og samnýting þrepa afnumin.

Fyrirhuguð skattalækkun mun ná hátt upp tekjustigann. Svo virðist sem ekki standi vilji til þess að hrófla við skattlagningu hæstu tekna. „Það er ekki verið að auka skattbyrðina neins staðar. Þetta finnst mér afskaplega mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum. Þannig er áfram gert ráð fyrir að skatthlutfall efsta þrepsins verði um 46,24 prósent, lægra en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum.

Í kynningarefni á vef fjármálaráðuneytisins eru áhrif fyrirhugaðra skattalækkana sýnd. Veruleg skattalækkun kemur í hlut fólks sem er vel yfir meðaltekjum, t.d. til barnafjölskyldna þar sem foreldrar hafa hátt í tvær milljónir í mánaðartekjur:

„Stjórnvöld hafa stefnt að því að minnka álögur og líta til jafnaðar. Starfshópur hefur unnið tillögur að breytingum eftir þessum leiðarstefjum. Niðurstaðan af vinnu hópsins er að æskilegt sé að jöfnunin grundvallist meira á þrepum kerfisins en persónuafslætti/skattleysismörkum,“ segir í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins. „Því er mælt með nýju þrepi sem lækkar skatthlutfall sérstaklega fyrir þá sem eru í lægstu tekjutíundunum. Fyrir þá sem eru með mánaðalaun upp á 325 þúsund krónur þýðir þetta aukningu ráðstöfunartekna um 81 þúsund krónur.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tjáir sig um tillögurnar í tilkynningu á vef  stéttarfélagsins. „Ég skil ekki hvers vegna þau smyrja þessari örlitlu lækkun svona langa leið upp launastigann,“ segir hún. „Hvers vegna þau eyða þessu pínulitla svigrúmi, eins og þau kalla það, á laun sem duga vel fyrir framfærslu, þannig að lækkunin sem hver fær dugar engan veginn fyrir þann stóra fjölda sem er á lægstu launum?“ 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur fagnað tillögunum en fulltrúar launþegahreyfingarinnar tekið þeim fálega. „Við höfðum búist við einhverju í nánd við 20 þúsund á mánuði“ segir Sólveig Anna. „Það hefði getað verið grundvöllur fyrir alvarlegu samtali.“ Fullyrt er á vef Eflingar að hugmyndir ríkisstjórnarinnar snúist um skattalækkun um 6.760 krónur á mánuði fyrir mánaðarlaun upp að 900.000 krónum. Aðgerðirnar kæmu ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári.

Fram kom í kynningu Bjarna Benediktssonar að samkvæmt hinu nýja kerfi yrði skatthlutfall fyrsta þreps 32,94 prósent. Persónuafsláttur yrði 56.477 krónur á mánuði og þar með skattleysismörk 159.174 krónur á mánuði. 

Drífa Snædal

Drífa Snædal, forseti ASÍ, tjáir sig um málið á Facebook og skrifar:

Dagur vonbrigða í dag þegar við fengum kynningu á skattatillögum stjórnvalda. 

1. Skattalækkun upp allan stigann (enginn að kalla eftir skattalækkun á hæstu tekjuhópana). 

2. Sennilega frysting persónuafsláttar í nokkur ár (raunlækkun persónuafsláttar). 

3. Ekkert meira inn í barnabóta- og húsnæðiskerfin en komið er (Fjármagn í barnabætur hafa ekki náð raungildi ársins 2010). 

4. Enginn hátekjuskattur eða hækkun á auðlindagjöldum og fjármagnstekjuskatti (Tekjuöflun engin). 

5. Skattalækkun á þá hópa sem enn ná ekki endum saman dugar varla fyrir einni ferð í Bónus og sú lækkun á að koma einhverntíman á næstu þremur árum.

Niðurstaða: Þetta verður ekki til að liðka fyrir kjarasamningum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

·
Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·