Lágtekjufólkið fékk minni launahækkun og þyngri skattbyrði

Meðallaun Íslendinga hækkuðu um 19 prósent milli 2014 og 2017 en hækkun tekjuhæsta 1 prósentsins var tvöfalt meiri, um 40 prósent. Í krónutölum talið jók tekjuhæsta 0,1 prósentið tekjur sínar um sem nemur 70-faldri launahækkun verkamanns á sama tímabili.

Lágtekjufólkið fékk minni launahækkun og þyngri skattbyrði
johannpall@stundin.is

Forstjórar og aðalframkvæmdastjórar fyrirtækja fengu að meðaltali 22 prósenta launahækkun á tímabilinu 2014 til 2017.

Á sama tímabili fékk fólk sem starfar við fiskvinnslu og ræstingar, að miklu leyti erlent vinnuafl, 14 prósenta og 16 prósenta hækkun.

Kjaradeilurnar sem nú standa yfir hverfast meðal annars um lífskjör þessara stétta, lágtekjufólks sem ekki hefur notið efnahagsuppgangsins í sama mæli og aðrir hópar. 

Mynd: Stundin.

Forstjórar fengu fimm sinnum meiri krónutöluhækkun 

Samanburður Stundarinnar á launaþróun byggir á gögnum úr launarannsókn Hagstofunnar en miðað er við meðaltal heildarlauna fullvinnandi fólks eftir starfsstéttum og núvirt samkvæmt verðlagi ársins 2017. 

Meðallaun Íslendinga hækkuðu um 19 prósent milli 2014 og 2017 og lágmarkslaun um 24 prósent. Afgreiðslufólk í dagvöruverslunum var að meðaltali með 69 þúsund krónum hærri mánaðarlaun árið 2017 heldur en árið 2014.

Hjá forstjórum og aðalframkvæmdastjórum var krónutöluhækkunin 324 þúsund krónur, eða hátt í þreföld hækkun meðallauna. Mánaðarlaun stjórnendanna hækkuðu þannig meira en sem nemur heilum mánaðarlaunum manneskju sem lifir á lágmarkslaunum.

Myndin hér að ofan birtist í umfjöllun Stundarinnar um ójöfnuð sumarið 2018.

0,1 prósentið fékk 70-falda hækkun verkamanns

Hækkun atvinnutekna hjá starfsstéttunum er auðvitað miklu minni en sú gríðarlega aukning fjármagnstekna sem rann til allra tekjuhæstu Íslendinga á sama tímabili.

Tekjuhæstu 5 prósent heimila juku heildartekjur sínar um 31,5 prósent samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra, tekjuhæsta 1 prósent heimila hækkaði um 40 prósent og tekjuhæsta 0,1 prósentið um 55 prósent frá 2014 til 2017. Þetta fólk greiðir alla jafna lægra hlutfall tekna sinna í skatt en almennir launþegar, enda eru tekjur þess að miklu leyti fjármagnstekjur, svo sem söluhagnaður og arðgreiðslur, og skattlagðar miklu minna en atvinnutekjur.

Heildarárstekjur heimilis sem tilheyrir tekjuhæsta 0,1 prósentinu á Íslandi voru að meðaltali 96 milljónum hærri árið 2017 heldur en árið 2014. Í krónutölum talið hækkuðu þannig mánaðartekjur þessa hóps 70 sinnum meira en mánaðarlaun verkamanna sem starfa við húsbyggingar og 58 sinnum meira en laun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Nokkrir áratugir aftur í tímann

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Nokkrir áratugir aftur í tímann

·
Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða í árslaun

Sá tekjuhæsti á Vestfjörðum með 1,2 milljarða í árslaun

·
Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

Fleiri hælisleitendur frá Venesúela

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Nýir tímar á Norðurslóðum?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Nýir tímar á Norðurslóðum?

·
Heimskuleg hugmynd Hildar

AK-72

Heimskuleg hugmynd Hildar

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

Hjónin í Borgarplasti græddu 800 milljónir í fyrra

·
Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar enn

·
Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

Vill að opinberir starfsmenn verði látnir kaupa hádegismat af einkaaðilum

·