Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
5

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
6

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·
Stundin #97
Júlí 2019
#97 - Júlí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. ágúst.

Sýndarveruleiki vinnur á fælni hjá einhverfum börnum

Mörg börn með einhverfu upplifa fælni sem getur háð þeim í daglegu lífi. Ný rannsókn sýnir að með því að nýta sýndarveruleika er hægt að hjálpa börnum að vinna bug á fælni til langs tíma.

Sýndarveruleiki vinnur á fælni hjá einhverfum börnum
ritstjorn@stundin.is

Sérfræðingar við Newcastle-háskóla og starfsfólk fyrirtækisins Third Eye Neuro-Tech þróuðu 360 gráðu sýndarumhverfi sem inniheldur það sem veldur fælni einstaklings. Tæknin hefur fengið heitið The Blue Room og krefst ekki notkunar á sýndarveruleikagleraugum, ólíkt mörgum öðrum sýndarveruleikalausnum.

Meðferðin gengur út á það að einstaklingur sem upplifir fælni fer í gegnum sýndarveruleikann í samvinnu við meðferðaraðila. Meðferðaraðilinn stýrir því sem á sér stað í sýndarveruleikanum í gegnum spjaldtölvu en sá sem hlýtur meðferðina hefur þó einnig stjórn á aðstæðum og getur hætt þátttöku hvenær sem er.

25% upplifa fælni

Talið er að um 25% einhverfra barna upplifi fælni af einhverjum toga. Þær geta verið margvíslegar, allt frá hræðslu við blöðrur til þess að hræðast það að ferðast með almenningssamgöngum.

Eins og gefur að skilja getur fælnin haft mikil áhrif á daglegt líf einhverfra barna sem og fjölskyldur þeirra. Þetta á sér í lagi við ef gera þarf ráðstafanir til að forðast það sem veldur fælninni. Það er því ljóst að aukin meðferðarúrræði gætu haft jákvæð áhrif á líf fjölda einhverfra einstaklinga.

Framfarir í allt að 45% tilfella

Í rannsókn á áhrifum tækninnar fengu 16 börn á aldrinum 8–14 ára meðferð í The Blue Room. Samanburðarhópur af sömu stærð fékk ekki meðferð fyrr en sex mánuðum síðar.

Meðferðin samanstóð af fjórum meðferðartímum á einni viku þar sem sýndarveruleikinn var heimsóttur og meðferðaraðili hjálpaði börnunum að vinna bug á fælninni í gegnum hann. Eftir að meðferð í gegnum The Blue Room var lokið prófuðu börnin að mæta fælninni í raunheimi ásamt foreldrum sínum.

„Tveimur vikum eftir að meðferðinni lauk gátu fjögur af þeim 16 börnum sem fóru í gegnum meðferðina mætt fælni sinni í raunveruleikanum“

Tveimur vikum eftir að meðferðinni lauk gátu fjögur af þeim 16 börnum sem fóru í gegnum meðferðina mætt fælni sinni í raunveruleikanum. Sex mánuðum síðar sýndu sex börn í heildina (38% hópsins) framfarir. Hjá einu barni versnaði fælnin.

Á meðan fylgst var með fyrri hópnum í sex mánuði versnaði fælnin hjá fimm börnum í samanburðarhópnum. Þegar þessu sex mánaða tímabili lauk fékk samanburðarhópurinn sömu meðferð. Í þeim hópi sýndu 40% barnanna framfarir eftir tvær vikur en 45% barnanna sýndu framfarir eftir sex mánuði.

Jákvæðar niðurstöður hjá fullorðnum einstaklingum

Tæknin var einnig prófuð á átta fullorðnum einhverfum einstaklingum á aldrinu 18–57. Hver einstaklingur hlaut fjórar 20 mínútna meðferðir. Eftir sex mánuði sýndu fimm af hverjum átta þátttakendum framfarir.

Niðurstöður rannsóknanna tveggja voru birtar í tveimur greinum. Annars vegar í tímaritinu Journal of Autism and Developmental Disorders og hins vegar í Autism in Adulthood.

Hugsanlegt meðferðarúrræði til framtíðar

Í rannsóknunum var meðferð veitt gegn fjölda mismunandi fælna eftir því sem við átti hjá hverjum einstaklingi fyrir sig. Meðal þeirra voru hræðsla við hunda, geitunga, býflugur, lyftur, myrkur, flug, dúkkur, blöðrur, almenningssamgöngur og skóla.

Þótt niðurstöður rannsóknarinnar lofi góðu voru þátttakendur í báðum rannsóknum fáir. Áframhaldandi rannsóknir á tækninni eru á döfinni og munu þær einbeita sér að því að skilgreina betur árangur meðferðarinnar sem og hversu lengi árangurinn varir.

Vonir standa til að með því að nýta sýndarveruleika á þennan hátt verði hægt að hjálpa einhverfum börnum sem hingað til hafa haft takmörkuð úrræði að vinna á kvíðanum sem fylgir fælni.

Ítarefni:

https://www.sciencedaily.com/releases/2019/02/190214191939.htm

Tengdar greinar

Þekking

Náttúruleg leið til að losna við arsen

Náttúruleg leið til að losna við arsen

·

Kínverskur burkni gæti geymt lykilinn að því að draga úr arsenmengun í nytjaplöntum

Lélegt mataræði og hættulegir sjúkdómar

Lélegt mataræði og hættulegir sjúkdómar

·

Sama hvernig tækninni fleygir fram þá breytist sú grunnþörf að við þurfum öll að borða ekki sérlega mikið. Tæknin hefur hins vegar áhrif á það hvað við borðum og kannski eru þau áhrif ekki alltaf jákvæð.

Skertur aðgangur að sýklalyfjum ógnar heilsu fólks um allan heim

Skertur aðgangur að sýklalyfjum ógnar heilsu fólks um allan heim

·

Niðurstöður nýrrar skýrslu sýna fram á að hindranir sem skerða aðgang almennings að sýklalyfjum í lág- og millitekjulöndum eru mikil heilsufarsógn. Eins og staðan er í dag dregur skert aðgengi fleiri til dauða en sýklalyfjaónæmi.

Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu

Verslun á netinu: Enn ein ógnin sem steðjar að umhverfinu

·

Kolefnisfótsporið liggur líka í netverslun.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
1

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
4

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu
5

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“
6

Fékk kökk í hálsinn: „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér“

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
4

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
5

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
6

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·

Mest deilt

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"
1

Iceland PM: Trump's remarks are "unacceptable"

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
2

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
3

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum
4

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“
5

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
6

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
4

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
5

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
6

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·

Mest lesið í vikunni

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman
1

Átakasaga hjóna sem búa ekki saman

·
Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál
2

Kolfinna Nikulásdóttir

Fóstureyðingar: Einkamál en ekki samfélagsmál

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
3

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum
4

Sýslumaður hélt að sáttameðferð væri undanþegin stjórnsýslulögum

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ
5

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“
6

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·

Nýtt á Stundinni

Betri hugmynd handa Óla Birni

AK-72

Betri hugmynd handa Óla Birni

·
Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

·
„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

„Birgitta er ekki þolandi heldur gerandi“

·
Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

Ásmundur þakkar fyrir „ómetanlegan stuðning“ í akstursmálinu

·
Zeitgeist

Hermann Stefánsson

Zeitgeist

·
Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

Nýnasistar dreifa áróðri í Mosfellsbæ

·
Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

Tengdafaðir Bjarna segir „bull“ að hann ætli að hætta í stjórnmálum

·
„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

·
Hvernig dirfistu?

Símon Vestarr

Hvernig dirfistu?

·
Eitt Kína, margar mótsagnir

Eitt Kína, margar mótsagnir

·
Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

Réttlæta aðkast gegn múslimum: „Kærum okkur ekki um íslamska menningu“

·
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Donalds Trump „óboðleg“ og dæma sig sjálf

·