Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
Fréttir ·
3
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
Greining ·
4
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
Fréttir ·
5
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
Fréttir ·
6
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“
Fréttir ·
7
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi
Vettvangur ·
Norski laxeldisrisinn Salmar orðinn meirihlutaeigandi í Arnarlaxi eftir 2,5 milljarða viðskipti
Salmar kaupir rúmlega 12 prósenta hlut í Arnarlaxi af óþekktum aðilum. Verðmæti Arnarlax um 20 milljarðar króna miðað við yfirtökutilboðið sem öðrum hluthöfum hefur verið gert. Kaupverð hlutabréfanna um 2,5 milljarðar. Salmar vill ekki gefa upp hver seljandi bréfanna er.
Norska laxeldisfyrirtækið Salmar ASA hefur keypt ríflega 12 prósenta hlut í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi. Frá þessu greinir Salmar í tilkynningu til norsku kauphallarinnar í morgun þar sem félagið er skráð á markað.
Viðskiptin þýða að Salmar er orðinn eigandi að meira en 50 prósent hlutafjár í Arnarlaxi og kemur fram í tilkynningunni að félagið hafi nú gert öðrum hluthöfum Arnarlax yfirtökutilboð í þeirra hluti í félaginu.
Ekki er tekið fram af hverjum Salmar kaupir hlutabréfin en mögulegt er að seljendurnir séu íslensku fyrirtækin Fiskisund ehf. og Tryggingamiðstöðin.
Kjartan selur ekki
Í tilkynningunni kemur fram að Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, hafi nú þegar hafnað tilboði í rúmlega 2 prósenta sinn hlut í Arnarlaxi og mun Salmar því að minnsta kosti ekki kaupa upp alla eftirstandandi hluti. Kjartan segir í samtali við Stundina að hann muni ekki tjá sig um viðskipti Salmar AS með hlutabréf í Arnarlaxi en staðfestir þó að hann ætli sér ekki að selja hlut sinn. „Ég vil vera með áfram,“ segir hann.
„Ég vil vera með áfram“
Meðal annarra hluthafa Arnarlax eru ýmis norsk fyrirtæki. Meðal annars fyrirtæki í eigu norska hóteleigandans og milljarðamæringsins Petter Stordalen sem er líklega með þekktari mönnum Noregs og sem fjölmiðlar þar í landi fjalla mikið um. Stordalen á nærri 3 prósenta hlut í Arnarlaxi í gengum félagið Strawberry Equities AS.
Getur selt til SalmarEinn af þeim hluthöfum Arnarlax sem getur selt til Salmar AS í kjölfarið á viðskiptunum er norski milljarðamæringurinn Petter Stordalen.
Huldueignarhald næst stærsta hluthafans
Eins og Stundin fjallaði um í síðustu viku þá er banki í Lúxemborg skráður sem næststærsti hluthafi íslenska laxeldisfyrirtækisins Arnarlax með rúmlega 14,5 prósenta eignarhlut. Ekki er hægt að sjá í ársreikningum Arnarlax hvaða fjárfestar eru á bak við þennan eignarhlut bankans, Clearstream Banking S.A.
Um er að ræða hlutafé sem einhverjir fjárfestar eiga í gegnum viðskiptamannareikning hjá umræddum banka en ekki er ljóst hverjir þetta eru. Þetta kemur fram í ársreikningi norska eignarhaldsfélagsins Arnarlax AS, móðurfélags Arnarlax á Íslandi, sem er stærsta laxeldisfyrirtæki landsins.
Hlutaféð sem Salmar hefur nú keypt er næstum því jafnmikið og hlutaféð sem þessi banki hefur haldið utan. Stundin leiddi líkum að því í blaði sínu að um væri að ræða hlutafé í eigu fyrirtækisins Fiskisunds ehf., sem seldi Arnarlaxi fyrirtækið Fjarðalax fyrir nokkrum árum og fékk greitt í reiðufé og með hlutabréfum í sameinuðu félagi. Einn af hluthöfum Fiskisunds, Kári Þór Guðjónsson, gat ekki veitt upplýsingar um þetta í samtali við Stundina.
Fjármálastjóri Salmar, Trond Tuvsteinn, vill aðspurður ekki gefa upp hverjir það eru sem seldu umrædd hlutabréf: „Á þessari stundu þá get ég ekki gefið upp nöfn seljendanna,“ segir Trond í tölvupósti til Stundarinnar.
Athugasemdir