Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvort „ofsinn á samfélagsmiðlum“ hafi þrýst upp leiguverði

Ás­geir Jóns­son hag­fræðidós­ent seg­ir að Ís­land þurfi á sterk­um hagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um að halda. Seg­ist grátt leik­inn af net­verj­um sem hafi um sig ljót orð.

Spyr hvort „ofsinn á samfélagsmiðlum“ hafi þrýst upp leiguverði
Ásgeir Jónsson Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands sem gegnt hefur hlutverki forseta deildarinnar undanfarin ár, spyr hvort „ofsinn á samfélagsmiðlum“ hafi fælt fjárfesta frá leigufélaginu Heimavöllum og ýtt upp leiguverði. Þetta kemur fram í færslu sem hann birtir á Facebook. 

Ásgeir segist hafa fengið hörð viðbrögð þegar hann flutti erindi á morgunverðarfundi Heimavalla í febrúar 2018. Stundin fjallaði um erindið á sínum tíma, en þar varaði Ásgeir við því að opinberir aðilar færu í samkeppni við einkaaðila eins og Heimavelli eða GAMMA á leigumarkaðnum. Ásgeir var áður efnahagsráðgjafi hjá Gamma sem rak Almenna leigufélagið. Hann greindi frá því í viðtali við Stundina að hann ynni ekki lengur fast fyrir neina hagsmunaaðila á leigumarkaði. 

„Það var líkt og ég hafði talað hjá glæpafélagi — tugir rituðu ummæli um mig á samfélagsmiðlum sem voru ekki við hæfi móður minnar,“ skrifar Ásgeir í pistli sínum í dag. Hann bendir á að nú liggi fyrir að Heimavellir verði afskráðir og íbúðir félagsins mögulega teknar úr leigu og seldar, enda hafi hreinar leigutekjur Heimavalla ekki dugað fyrir fjármagnskostnaði. 

„Sá sem hér ritar beygir ekki skafl þó netverjar hafi um hann orð sem mömmu hans myndi sárna. Það er hins vegar áleitin spurning hvort þjóðfélagsumræðan hafi fælt fjárfesta frá Heimavöllum – einkum þó lífeyrissjóðina. Ef það er satt — er ofsinn á samfélagsmiðlum að leiða til hærri leigu — þar framboð á leiguhúsnæði minnkar við brotthvarf Heimavalla og ávöxtunarkrafa félagsins hlýtur að vera viðmið fyrir alla þá hyggjast leigja út húsnæði.“ 

Ásgeir segir að Ísland þurfi á sterkum hagnaðardrifnum leigufélögum að halda. Leigan sé há, en ástæða þess sé sú að Ísland er hávaxtaland og framboð á nýjum íbúðum takmarkað. „Ýmsar leiðir eru til þess að breyta því — aðrar en glæpagera þá sem leigja út húsnæði.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásgeir tjáir sig um þá hörðu útreið sem hann segist verða fyrir á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum. Árið 2017 harmaði Ásgeir hve fátæklegar viðtökur bók hans um hrunið, Why Iceland?, hefði fengið þegar hún kom út árið 2009. Ásgeir hafði þá um árabil starfað sem aðal­hag­fræð­ingur Kaup­þings og for­stöðu­maður grein­inga­deildar bank­ans.

„Virkum í athugasemdum – sem voru mjög margir á þessum tíma – fannst að það hefði átt að banna mér að skrifa svona bók en fyrst að skaðinn var skeður ætti fólk að sameinast um að kaupa hana ekki,“ skrifaði hann í fréttablaði frá Virðingu hf. „Virkir athugasemdir eltu mig jafnvel til útlanda ef ég tók þátt í ráðstefnum þar ytra og reyndu að leiða óstaðkunnugt fólk í allan sannleika um hvaða mann ég hefði að geyma, en það er önnur saga.“ Sagði Ásgeir að síðan þá hefði „virkum í athugasemdum fækkað allmikið sem hlyti að „bera vott um bætt atvinnuástand“.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Leigumarkaðurinn

Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar
FréttirLeigumarkaðurinn

Stjórn­ar­formað­ur Ölmu seg­ir breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um óþarf­ar

Gunn­ar Þór Gísla­son, stjórn­ar­formað­ur Ölmu íbúð­ar­fé­lags seg­ir frum­varp inn­viða­ráð­herra um breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um vera gegn­sýrt for­ræð­is­hyggju og skriffinnsku sem vegi að samn­inga­frels­inu. Í um­sögn sem Alma sendi til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is er lagst gegn öll­um helstu meg­in­at­rið­um frum­varps­ins.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.
Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
FréttirLeigumarkaðurinn

Slökkvi­lið­ið bann­ar bú­setu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik

Slökkvi­lið­inu var til­kynnt um eld­hættu í kola­kjall­ar­an­um úr Kveik fyr­ir einu ári. Birg­ir Finns­son slökkvi­liðs­stjóri seg­ir að út frá til­kynn­ing­unni hafi slökkvi­lið­ið ekki átt­að sig á því að um væri að ræða at­vinnu­hús­næði. Leigu­sal­inn er hætt­ur að leigja íbúð­ina því hann vill ekki brjóta lög. Fjöl­skylda frá Venesúela sem bjó í íbúð­inni er kom­in með nýja íbúð í Breið­holt­inu.
Missti leiguíbúðina við brunann
FréttirNeyð á leigumarkaði

Missti leigu­íbúð­ina við brun­ann

Sögu Naz­ari dreym­ir um að eign­ast íbúð en er að eig­in sögn föst á óör­ugg­um leigu­mark­aði þar sem leigu­verð sé óbæri­lega hátt og lífs­gæði leigj­enda mun lak­ari en flestra íbúða­eig­enda, að­eins ungt fólk sem eigi efn­aða for­eldra geti keypt íbúð. Saga er nú í end­ur­hæf­ingu, með­al ann­ars vegna áfalls sem hún varð fyr­ir í sept­em­ber í fyrra en þá kvikn­aði í íbúð sem hún leigði.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
5
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
„Kapítalismi án samkeppni er arðrán“
10
Fréttir

„Kapí­tal­ismi án sam­keppni er arð­rán“

Í nítj­ánda þætti Pressu komu for­svars­menn Neyt­enda­sam­tak­anna, VR og Fé­lags at­vinnu­rek­anda til þess að ræða ný­leg­ar laga­breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og stöðu sam­keppn­is­mála hér á landi al­mennt. Þá ræddu for­menn­irn­ir einnig ný­lega skýrslu um ólög­legt verð­sam­ráð skipa­fé­lag­anna og hugs­an­leg­ar lög­sókn­ir vegna sam­keppn­is­brot­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár