Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Jón Trausti Reynisson

Endurkomur ómissandi manna

„Þetta reddast“, eða sumir redda sér alltaf, sama hvað þeir hafa gert. Endurteknar, óvæntar endurkomur mikilvægra manna í áhrifastöður, sem hafa farið á svig við lög eða ábyrgð, krefjast þess að við aðlögum viðmið okkar og gildi að þeim.

Jón Trausti Reynisson

„Þetta reddast“, eða sumir redda sér alltaf, sama hvað þeir hafa gert. Endurteknar, óvæntar endurkomur mikilvægra manna í áhrifastöður, sem hafa farið á svig við lög eða ábyrgð, krefjast þess að við aðlögum viðmið okkar og gildi að þeim.

Endurkomur ómissandi manna

Íslandssagan er stöðugt að eiga sér stað fyrir augum okkar, eða undir yfirborðinu. Oft eru málalyktir allar aðrar en leit út fyrir þegar málin voru í umræðunni.

Við sjáum núna að bankastjórinn sem var með 70 til 80 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir súperstjörnuhæfni sína og einstakan árangur, en var við stýrið þegar bankinn fór í eitt stærsta gjaldþrot heimssögunnar, og hafði þá stundað alvarleg efnahagsbrot, er kominn aftur með peninga ásamt eiginkonu sinni í gegnum skattaskjólið Tortóla.

Eftir hrunið sagðist hann hafa „tapað sparnaðinum“ og sagðist „ekki auðmaður“, en á bakvið tjöldin kom fram að hann ætti 600 milljónir króna. Það er rétt tæplega hundrað sinnum meira en Íslendingar að miðgildi.

Svo vill til að bankastjórinn forðaði einmitt rétt tæplega 600 milljónum króna af hlutabréfaeign sinni í bankanum nokkrum vikum fyrir hrun þegar hann beitti Kaupthinking sínu til að láta bankann sem hann stýrði veita „avatar“ sínum, eða gervimanni, Hreiðari Má Sigurðssyni ehf., lán til að kaupa hlutabréfin af Hreiðari Má Sigurðssyni sjálfum.

Það var ekki hægt að ganga að Hreiðari Má Sigurðssyni sjálfum vegna hátt í fimm milljarða króna lána til kaupa á hlutabréfum, vegna þess að Hreiðar Már Sigurðsson ehf. var lántakandinn, með samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Hreiðar Már er kominn aftur, meðal annars í gegnum Tortóla og sjóð Arion banka, og hefur keypt upp hótel, fasteignir og jafnvel eignast hluta af náttúruperlum, eins og Þríhnúkagíg.

Þetta reddast nefnilega.

Peningarnir dúkka aftur upp

Sigurður Einarsson, sem var stjórnarformaður Kaupþings, var ekki jafnheppinn og Hreiðar Már. Hann var úrskurðaður persónulega gjaldþrota, upp á 254 milljarða króna, því hann var ekki nógu séður til að hafa sínar ábyrgðir í einkahlutafélaginu Sigurður Einarsson.

En Sigurður er ekki á flæðiskeri staddur. Þetta reddaðist einhvern veginn. Rétt eins og móðir Hreiðars Más býr nú í húsi í eigu sjóðs fjármögnuðum í gegnum Tortóla, og eiginkona hans býr yfir hundruðum milljóna króna, er 850 fermetra sveitasetur Sigurðar Einarssonar í Borgarfirði skyndilega aftur komið til hans, eins og stóreignabúmmerang. Hann hafði afsalað sér setrinu vegna hrunsins, og því ekki hægt að ganga að því gegn skuldum. En félag í eigu eiginkonu Sigurðar, skráð í Lúxemborg, hefur nú lánað 650 milljónir króna til Íslands, meðal annars til kaupa á téðu sveitasetri.

0,02% fékkst upp í kröfurnar gagnvart Sigurði. „Ég hugsa að þær séu einhvers staðar nálægt núll,“ sagði hann um eignir sínar í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. 

„Ég tala ekki við blaðamenn“

„Veistu, það kemur bara þér ekkert við, kemur þér bara ekkert við. Ég tala ekki við blaðamenn,“ sagði eiginkona hans, þegar blaðamaður Stundarinnar spurði hana hvort hún stýrði félaginu sem fært hefur hundruð milljóna króna til Íslands tengt Sigurði. Og félagið sem hún vill ekki tjá sig um fékk 20% afslátt á krónueignum frá Seðlabankanum fyrir að flytja peningana heim.

Þörf fyrir þögn

Það var annars vegar alvarlegt persónuverndarmál og hins vegar mikilsvert lýðræðismál þegar upplýsingar birtust um gríðarleg skattaskjólsumsvif áberandi Íslendinga við Panama-lekann svokallaða. Þar kom meðal annars í ljós hvernig Sigurður og Hreiðar Már færðu eignarhald á skattaskjólseign yfir á eiginkonur sínar.

Í kringum hrunið var það alltaf óttinn, að þeir sem hefðu brotið af sér næðu að koma illa fengnum eignum undan. En svo er það spurning, hvort það sé illa fengið fé að þiggja 80 milljónir króna í mánaðarlaun á forsendum hæfni og ábyrgðar þegar maður er í sama mund að brjóta lög og keyra bankann í kaf með afleiðingum fyrir alla samlanda sína.

Annar maður sem var ekki síður séður er Karl Wernersson, umsvifamikill fjárfestir og eigandi í eignarhaldsfélaginu Milestone, þátttakandi í fléttum sem tengdust Glitni, Sjóvá og einnig Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Áður en gengið var að eigum hans vegna skulda – hann var dæmdur til að greiða 10 milljarða króna – náði hann að selja syni sínum á menntaskólaaldri heila lyfjaverslunarkeðju. En fjölmiðlar voru með puttann á púlsinum. RÚV greindi frá málinu en blaðamaður á Viðskiptablaðinu tók sæti sem varamaður í stjórn félagsins með syni Karls. 

Eins og Stundin greindi frá stofnaði Karl aflandsfélag til að halda utan um arðgreiðslur og þiggja lán, þegar vel gekk, en þegar kom að skuldadögum fékkst ekkert til baka úr skattaskjólinu.

Róbert Wessmann var einnig naskur þegar hann samdi um skuldauppgjör við Landsbankann og Íslandsbankann. Samkvæmt skuldauppgjörum sem Stundin hefur undir höndum borgaði Róbert 1,3 milljarða króna af 45 milljarða króna skuld við Glitni og greiddi Landsbankanum 170 milljónir króna upp í 2,8 milljarða króna skuldir. Þetta var gert á grundvelli þess að hann ætti takmarkaðar eignir sem ganga mætti að, en Róbert heldur utan um eigur sínar í flóknu neti aflandsfélaga. 

Skömmu síðar var hann orðinn svo fjáður að hann keypti sér íbúð í New York á þrjá milljarða króna.

Þetta hefur átt það til að reddast.

Forsaga fjármálaráðherrans

Meira að segja fjármálaráðherrann okkar hefur sýnt innsæi og færni í því að redda sér, umfram miðlungs Íslendinga. Pabbi hans og frændur seldu fyrir tæpa 2,3 milljarða í áhættusömum sjóði Glitnis dagana fyrir allsherjarhrun bankakerfisins, nokkrum mánuðum áður hafði hann fundað með bankastjóranum og selt 124 milljóna króna hlutabréfin í Glitni þremur dögum síðar, pabbi hans um svipað leyti forðaði um 850 milljónum króna, og 50 milljóna króna kúlulánið hans var flutt úr hans ábyrgð yfir á einkahlutafélag föður hans mánuðina fyrir hrun, fyrir ríkan skilning bankans sem endaði á ábyrgð okkar allra. 

Bjarni og pólitískir samherjar hans hafa kvartað yfir umfjöllun og umræðu um þetta. Reyndar setti Sýslumaðurinn í Reykjavík lögbann á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavik Media um málið, sem verður loks úrskurðað um endanlega í Hæstarétti 15. mars, einu og hálfu ári eftir að lögbannið var sett á sem tímabundin lokun á tjáningarfrelsinu.

Hvað megum við sjá?

Vandamálið var að hluta ógagnsæi. Allt þetta eignarhald í gegnum skattaskjól, en skattaskjól hefur tvíþættan tilgang: Að minnka rekjanleika og gegnsæi og að lágmarka skattgreiðslur. Fjármálaráðherrann okkar var þingmaður þegar hann átti hluta af íbúð við Persaflóann í gegnum skattaskjól, sem hann kannaðist þó ekki við þegar hann var spurður. Látum það vera, en eftir að hann sneri tvíefldur aftur sem fjármálaráðherra blasti við vandi: Panamaskjölin voru gerð opinber og allir gátu nú séð hluta af leynilegum viðskiptum Íslendinga í skattaskjóli, sem voru heimsmet að umfangi.

Meira að segja þáverandi forsætisráðherrann, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, átti leynilega hagsmuni upp á hálfan milljarð króna gagnvart þrotabúum bankanna, sem hann og konan hans höfðu sölsað undir sig af mikilli fyrirhyggjusemi, án þess þó að láta þess getið eins og siðareglur kveða á um. Sigmundur þurfti að víkja, eftir að hafa vikið úr viðtali, reiður yfir því að þurfa að svara fyrir þetta. En hann átti eftir að koma aftur.

Áður en að endurkomu Sigmundar kom var hins vegar sátt og samstaða um að gera rækilega upp aflandsbrask íslenskra auðmanna. Það kom í hlut eins þeirra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, að kynna fyrir þjóðinni skýrslu um aflandsviðskipti Íslendinga, eftir að annar þeirra, Sigmundur Davíð, hafði sagt af sér og boðað hafði verið til alþingiskosninga. Bjarni valdi hins vegar að beita sér með þeim hætti í trúnaðarstöðu sinni fyrir almenning að sleppa því að birta áfellisdóminn yfir fyrri stefnu flokksins hans fyrir kosningar. Þótt skýrslan hefði verið tilbúin þótti honum ekki liggja á því að kjósendur yrðu upplýstir fyrr en löngu eftir að þeir veldu fulltrúa sína. Rétt eins og það þótti ekki mikilvægt að kjósendur vissu af hálfrar milljónar króna mánaðarlaunahækkun ráðherra, ákveðna af fulltrúum þingmanna, sem fór í gegn á miðjum kjördeginum sjálfum.

Endurkomur krefjast þess gjarnan að fólk viti ekki alla söguna, að lærdómurinn sem knúði fram breytinguna til að byrja með sé fjarlægður.

Endurteknar, óvæntar endurkomur

Ein óvæntasta endurkoma íslenskra stjórnmála var þegar Árni Johnsen sneri aftur á þing, með vilja kjósenda, fjórum árum eftir að hafa verið beinlínis dæmdur fyrir að stela og fleira. (Fjár­drátt og umboðssvik í op­in­beru starfi, mútuþægni og rang­ar skýrsl­ur til yf­ir­valda). Hann hlaut formlega uppreist æru, svo hann gæti boðið sig aftur fram. Tíu árum eftir endurkomuna hafði skapast umræða um gríðarlegar greiðslur til þingmanna vegna aksturs þeirra, langt umfram kostnað. Það var ekki fyrr en í árslok 2018 sem kom í ljós að Árni hafði verið konungur akstursgreiðslnanna árin 2007 til 2013, þegar hann innheimti 24,4 milljónir króna af almannafé í greiðslur fyrir akstur. En enginn mátti vita þá hverjir fengu mest, því það var persónuverndarspursmál að mati Alþingis, að kjósendur mættu ekki vita hversu mikið væri greitt til kjörinna fulltrúa þeirra.

Endurkomu Árna var hins vegar slegið við sem slíkri í síðustu alþingiskosningum, þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti stórfenglegustu endurkomu íslenskrar stjórnmálasögu, eftir siðareglubrotið. 

Sigmundur uppfyllti eftirspurnina eftir sjálfum sér með því að slá Íslandsmetið í fylgi við nýjan flokk. Hann sló þá met annars stjórnmálamanns, Alberts Guðmundssonar, sem hafði stofnað sinn eigin flokk eftir að hafa þurft að segja af sér vegna misferlis á níunda áratugnum.

Sigmundur Davíð og flokksmenn hans hafa eftir endurkomuna lagt áherslu á að það sé rangt og hluti af samsæri þegar greint var frá því að þeir ræddu um að „ríða“ og „hjóla í helvítis tík“, sem vildi ekki ganga til liðs við þá úr öðrum stjórnmálaflokki, og hvernig „húrrandi klikkuð kunta“ stýrði öðrum flokki, og hvernig einn þeirra hefði áunnið sér sendiherrastöðu með því að gera Sjálfstæðisflokknum greiða sem ráðherra, og skipað til þess annan mann, sem væri „fáviti“, sendiherra bara til að dreifa athyglinni. 

Þeir standa nú í dómsmáli, sem snýst um að koma lögum yfir tveggja barna móður með örorku, sem náði orðum þeirra á upptöku.

Einn þeirra kveðst hafa verið að ljúga, þótt Sigmundur staðfesti orð hans. Jafnframt sagðist hann fyrst muna eftir öllu, en svo sagðist hann ekki muna neitt, hafa týnt stað og stund, og fötunum sínum, í einn og hálfan sólarhring. 

Þeir telja hins vegar erindi sitt óskorað og tveir þingmenn íhuga að ganga til liðs við þá. Menn sem segjast verjast samsæri öfgafólks.

Hann tæpitungulaus, þær þegi

Önnur öflug endurkoma átti sér stað í vikunni þegar Jón Baldvin Hannibalsson sneri aftur á sviðið, fyrr en ætla mátti. Bók hans „Tæpitungulaust“ var væntanleg í mánuðinum, þegar á annan tug kvenna hóf að tala tæpitungulaust um framkomu hans í þeirra garð. Þeim var skylt að þegja, að mati hans og þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Við eigum síðan von á enn annarri bók frá Jóni Baldvini. Hún mun fjalla um samsæri öfgafemínista gegn honum og réttarríkinu.

Endurkomur ómissandi manna krefst þess nefnilega að samfélagið aðlagist þeim, en ekki öfugt. Ellegar sé gjarnan um samsæri gegn þeim að ræða. Því samsæri er það sem þau óréttmætu gera gegn valdhöfum: Þau sem eiga annaðhvort að þegja eða fara fyrir dóm. 

Það sem er meira en þeir

Fyrir aðra en þá er spurningin minna um persónu þeirra og hversu ráðandi hún á að vera, heldur en um almenn fordæmi, reglur og tilhögun. Eru konur skyldugar til að þegja yfir kynferðislegri áreitni valdamanna, þegar þolendur þess fylla tugi? Eða er í lagi, eða kannski réttast, að segja frá því? 

Er ekkert rangt og vert umræðu annað en viðfangsefni lögfræðinga og dómstóla? 

Eiga kjósendur rétt á því að vita að yfirlýstir femínistar á Alþingi tali um þingkonur sem kuntur og tíkur?

Eiga bankastjórnendur, sem sitja á undraverðan hátt að sjóðum í skattaskjóli eftir öll afbrotin og þrotið, að geta stundað umfangsmikil viðskipti á laun í gegnum bankana endurreista? 

Í gegnum alla þessa ólíku samfélagsumræðu liggur rauður þráður: Að þetta snýst um völd. Hver megi segja frá, hverjir eigi að þegja, hvað þú megir sjá og hvað heyra. Spurningin er hversu mikið við viljum aðlaga okkur öll að þeim sem telja sig réttmæta handhafa valds og peninga, umfram alla aðra. Við stöndum nauðug frammi fyrir þessari spurningu, því til þess að fá vilja sínum framgengt gegn okkur þurfa þeir að yfirtaka hugarheim okkar. Helsta vopn þeirra er nefnilega óskammfeilnin og trúin á eigin mikilvægi og óskeikulleika, sem þeir þurfa að láta okkur hin undirgangast.

Tengdar greinar

Leiðari

Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Það er von. Stundum þráum við ekkert heitar en að að heyra þessi einföldu skilaboð. Stundum er það allt sem við þurfum, að vita að það er von.

Brenglaður bransi

Jón Trausti Reynisson

Brenglaður bransi

Jón Trausti Reynisson
·

Hvers vegna er hópur nokkurra helstu auðmanna Íslands, óþekktra og alþekktra, að niðurgreiða íslenska fjölmiðla í gegndarlausu tapi í samkeppni við aðra?

Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
·

Fyrst kynbundið ofbeldi þrífst í íslensku samfélagi má biðja um að þeim konum sem þurfa að búa við það og verða fyrir því sé sýnd sú lágmarksvirðing að veruleiki þeirra sé í það minnsta viðurkenndur?

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson
·

Ungir sjálfstæðismenn fagna því að upplýsingar séu ekki birtar. Hér eru upplýsingarnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Nýtt á Stundinni

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·
Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

Illugi Jökulsson

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

·