Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Stundin #93
Maí 2019
#93 - Maí 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. maí.

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Íslenska sauðkindin var eina dýrið sem lifði af langvarandi harðæri og varð hún samgróin feðraveldinu.

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Íslenska sauðkindin var eina dýrið sem lifði af langvarandi harðæri og varð hún samgróin feðraveldinu.

Sauðkindin er hluti feðraveldisins
Íslenska sauðkindin Við og kindin urðum eitt.  Mynd: Shutterstock

„Ég og mitt fólk lifum hér í friði og ró fyrir okkar kindur og okkur líður vel meðan kindunum líður vel og við höfum nóg til alls meðan kindurnar hafa nóg til alls.“

Guðbjartur Jónsson, sjálfstæður sauðfjárbóndi, ræðir við aðkomumann um lífsgildi sín í hinni ódauðlegu skáldsögu Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.

Sauðkindin er heilagt dýr á Íslandi. Þessi staðreynd er svo samgróin íslenskri þjóðarvitund að  hún liggur  líkt og ullarþráður gegnum hátíðaræður, yfirlýsingar og afstöðu manna hvort sem rætt er um ímynd Íslands, gæði lambakjöts, gæði ullar, náttúruvernd, lausagöngu búfjár, slysahættu á vegum eða landeyðingu og uppblástur. Samt er þetta sjaldan sagt upphátt eins og títt er um hluti sem allir vita og óþarft er að stagast á.

Landnámsmenn komu að ósnortnu landi og hófust þegar handa við eyðileggingu þess. Skógarhögg, viðarkolagerð, beit og lausaganga nautgripa og svína hafði mikil áhrif og fljótlega fór af stað ferli sem stendur enn.

Þegar litla ísöldin gekk í garð um 1300 gerðist margt í senn. Húsakynni minnkuðu, nautgripir og svín féllu en sauðfé stórfjölgaði. Skjálfandi afkomendur víkinga hnipruðu sig saman í fjósbaðstofum dúðaðir í mörg lög af ull. Sauðkindin reyndist vera eina dýrið sem gat lifað af harðæri næstu alda með manninum og hélt þessi þvermóðskulega skepna í okkur lífinu. Ullin hélt á okkur hita og vaðmálið greri saman við vitundina. Við gerðum áhöld, hnappa, leikföng og hnífapör úr hornum og beinum, skó úr skinnum og lærðum af illri nauðsyn að borða hverja örðu af sauðkindinni en fúlsuðum við fiski sem rak á fjörur.

Ullin hélt á okkur hita og vaðmálið greri saman við vitundina.

Sauðkindin rann saman við ímynd okkar og við urðum eitt með henni gegnum súrt og salt, hangið og reykt. Menn urðu kindur og kindur urðu menn.

„... þetta þéttholda, eldstygga séraguðmundarkyn, þetta harðskeytta tortryggna augnaráð, sem aldrei er upp á manninn komið, þær eru alveg eins og kóngsdætur á fjallinu, svoleiðis sópar að þeim.“

Svona lýsir Bjartur í Sumarhúsum sínum kindum því hann sér þær eins og kóngsdætur en ekki búsmala.

Síðar leysti sauðkindin okkur úr fátæktarfjötrum staðnaðs hagkerfis þegar sauðasalan til Bretlands hófst á nítjándu öld og peningar sáust á ný í umferð. Aftur varð sprenging í fjölda sauðfjár og nú á kostnað þess sem enn var eftir af gróðurlendi þegar bændur fóru að reka fé á fjall í meira mæli og lengra inn á öræfi en áður hafði tíðkast. Þegar menn segjast í dag vera að varðveita aldagamlar hefðir með því að reka sauðfé á nauðbeittar afréttir þá eru þeir að treysta og viðhalda athæfi sem á samt aðeins tæplega 200 ára sögu. Þeir hugsa ekki um landnýtingu eða uppblástur heldur standa vörð um rétt sauðkindarinnar.

Á þrautagöngu mannsins og íslensku sauðkindarinnar gegnum horfelli, drepsóttir og langvinn harðindi varð til sáttmáli milli tegundanna. Maðurinn vill gjalda sauðkindinni líf sitt á landinu og stendur þess vegna vörð um réttindi hennar þvert gegn almennri skynsemi, niðurstöðum vísinda nútímans og breyttum tíðaranda. Sannur Íslendingur stappar niður fæti og fnæsir eins og sauðkind þegar hann stendur andspænis vísindum og skynsemi.

Lausaganga búfjár er enn leyfð á Íslandi þótt enginn geti í rauninni rökstutt hvers vegna það er svo. Snemma sumars dreifist sauðfé um land allt utan girðinga, liggur jórtrandi í vegköntum og á þátt í fjölda banaslysa í umferðinni ár hvert. Enginn talar máli vegfarenda gegn sauðkindinni því það er í vitund okkar heilagur réttur sauðkindarinnar að njóta frelsis í blóma sinnar æsku.

Samur er réttur kindarinnar til þess að njóta frelsis á afréttum á sumrin. Ofbeit hefur verið stórt vandamál og höfuðorsök landeyðingar á stórum svæðum landsins. Um þetta hefur verið fjallað í ræðu og riti áratugum saman og ýmsar tilraunir gerðar til þess að draga úr beit á viðkvæmum svæðum. Vísindin mega sín samt einskis gegn hugmyndinni um heilagan rétt sauðkindarinnar til frelsisins sem eigendur hennar dreymdi um aldir að njóta.

Sama hugmynd heyrist oft þegar rætt er um sauðfjárrækt og aðferðir til þess að draga úr offramleiðslu. Þá ber hagkvæmni og bústærð stundum á góma og einstaka manni dettur í hug að stærri bú eigi að vera rétthærri í myrkviðum framleiðslustýringarinnar og hagsmunir þeirra eigi að standa framar frístundabændum sem eiga fáeinar kindur sér til skemmtunar.  En engum verður neitt ágengt í því vegna þess að það er álitinn heilagur frumburðarréttur hvers manns á Íslandi að eiga kindur.

Vegna þess hve mikilvæg sauðkindin varð afkomu mannsins og nákomin öllu lífi þá var umsýsla fjár og ábyrgð þess alfarið karlmannsverk. Hirða sauðfjár og aðhlynning öll var á ábyrgð húsbóndans á heimilinu og þeirra fjármanna sem hann réði til sín. Stærsta hátíð íslenska sveitasamfélagsins var og er smalamennska á haustin og þar er virðingarstaða fjallkóngsins efst.

Hins vegar var kýrin og umhirða hennar á ábyrgð kvenna í klassísku heimilishaldi. Langt fram á 20. öld kunni enginn íslenskur karlmaður að mjólka kýr. Þeir lærðu það ekki almennilega fyrr en vélvæðing kom til sögunnar.

Af þessu leiðir að sauðkindin var og er hluti feðraveldisins sem enn er hið mosagróna burðarvirki í íslensku samfélagi hvort sem er í sveit eða borg. Við erum öll kindur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
3

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
4

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu
5

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom
6

Hamingjan ólýsanleg þegar samþykkið loks kom

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu
7

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest deilt

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
1

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
2

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·
Galið að meta líf fólks út frá kostnaði
3

Galið að meta líf fólks út frá kostnaði

·
Dystópía
4

Dystópía

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump
5

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum
6

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Mest lesið í vikunni

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”
1

Hatari on the Israeli occupation of Palestine: “A case of the strong preying upon the weak”

·
Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar
2

Við misstum tvo kvöldið sem föðurbróðir okkar myrti föður okkar

·
Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu
3

Borgarfulltrúi skuldar stærsta útgerðarfélagi landsins út af hlutabréfum í Morgunblaðinu

·
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
4

Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“
5

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Takk fyrir Hatari
6

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

·

Nýtt á Stundinni

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

Erfðabreyting í músafóstrum kemur í veg fyrir alvarlega erfðasjúkdóma

·
Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

Miðflokksmenn töluðu um orkupakkann til morguns

·
Tekur eftir hatri í garð annarra

Tekur eftir hatri í garð annarra

·
Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

Morgunblaðið og Fréttablaðið fá hærri ríkisstyrk eftir umkvartanir

·
Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

Þjóðernissinnar standa að fyrirlestri andstæðings múslima í Hörpu

·
Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

Halda að EES-samningurinn hafi „ekkert með ferðafrelsi, nám og lífsgæði ungmenna að gera“

·
Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

Bryndís Silja Pálmadóttir

Samviskulaus Söngvakeppni með einni fánasveiflu

·
Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

Ungt fólk hafi sofið á verðinum með Brexit og Trump

·
Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

Óhófleg inntaka á bætiefnum varasöm

·
Ómar og orkupakkinn

Guðmundur Hörður

Ómar og orkupakkinn

·
Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

Mustafa Barghouti um Hatara: „Held þau hafi snert hjörtu allra Palestínumanna“

·
Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

Segja Ísraelsríki vera málsvara frelsis og friðar í Miðausturlöndum

·