Mest lesið

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
3

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
4

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

·
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
5

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

·
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“
6

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

·
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi
7

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

·

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

(Ó)virðing þingsins

Þingmenn eru nánast óvinnufærir af áhyggjum af óvirðingu við Alþingi og þjóðin eyðir nánast jafnmiklum tíma á samfélagsmiðlum í að hneykslast á skorti á virðingu þingsins. Innst inni er samt öllum skítsama, Og af hverju ætli það sé?

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Þingmenn eru nánast óvinnufærir af áhyggjum af óvirðingu við Alþingi og þjóðin eyðir nánast jafnmiklum tíma á samfélagsmiðlum í að hneykslast á skorti á virðingu þingsins. Innst inni er samt öllum skítsama, Og af hverju ætli það sé?

Hengilásinn Í hrörlegu húsi í Skuggahverfinu milli háhýsanna býr erlendur verkamaður. 

Á hrörlegu húsi í Skuggahverfinu er hengilás á dyrunum, nýr voldugur hengilás. Húsið er annars nánast að hruni komið, það er neglt upp í flesta glugga, bárujárnið utan á er gegnumryðgað og útkrotað, garðurinn er fullur af rusli. Það hvarflar að manni að eigendur hússins hafi látið setja þennan hengilás til að varna því að einhver álpist inn í húsið og fari sér að voða. Það dettur allavega engum í hug sem ekki þekkir til að húsið sé mannabústaður og hafi verið lengi.

En það er nú samt raunin.

Þótt ekkert rafmagn sé á húsinu og ekkert heitt vatn hefur búið þar verkamaður frá Rúmeníu. Verkamenn frá Austur-Evrópu hafa haft næga vinnu í uppganginum í borginni en það hefur ekki „verið rúm fyrir þá í gistiheimilinu“. 

Húsið stendur fast upp við glæsileg stórhýsi sem ná frá Skúlagötunni, teygja sig alla leið að Lindargötu og staðnæmast skammt frá bakgarði þessa manns. Skammt frá eru mörg af ráðuneytum ríkisstjórninnar og húsið stendur miðja vegu milli þeirra og lögreglustöðvarinnar.

Hann er ekki eini erlendi verkamaðurinn í þessari stöðu. 

Það er sorglegt að fólk búi eins og dýr meðan það þrælar sér út við að byggja öll glæsihýsin í miðborginni sem nú standa auð því enginn hefur efni á að búa þar.

En þótt stjórnmálamenn hafi talað sig hása um nauðsyn þess að koma betur fram við erlenda verkamenn, nú síðast fyrir nokkrum dögum, er þetta fyrirkomulag látið viðgangast og nánast aldrei ákært og aldrei sakfellt fyrir brot á mannréttindum þeirra, enda lögin svo götótt að það er nánast ekki hægt.

Það er erfitt að bera virðingu fyrir því.

Og þótt stjórnmálamenn hafi talað sig hása um að leysa húsnæðisvandann sem kemur verst við fátækasta fólkið í borginni sem hrekst um á erfiðum leigumarkaði eru þessar nýju galtómu glæsiíbúðir minnisvarði um að áherslurnar voru stundum aðrar í raun.

Það er erfitt að bera virðingu fyrir því.

Og bráðum verður þetta eldgamla hús rifið þótt það ætti í raun að vera aldursfriðað með lögum frá Alþingi enda 117 ára, það var dæmt til dauða og látið grotna niður.

Það er erfitt að bera virðingu fyrir því.

Þetta eru bara nokkrir hlutir í mínu nánasta umhverfi í miðbæ Reykjavíkur sem snerta sambúð stjórnmálamanna og raunveruleikans sem mér finnst erfitt að bera virðingu fyrir. En það eru fleiri mál, sum mun stærri. 

Það er erfitt að bera virðingu fyrir því.

Skammt frá þessum húsum stendur, við Austurvöll í Reykjavík, annað hús sem er líka friðað. Þar ólmast nokkrir þjóðkjörnir alþingismenn daginn út og daginn inn út af virðingu Alþingis. Hvort alþingismenn megi vera í gallabuxum, hvort það eigi að skikka þá til að vera með bindi, hvort það vegi að virðingu Alþingis ef þeir gangi um á sokkaleistunum, hvort þeir eigi að skipta í miðju til hægri eða vinstri þegar þeir greiða sér á morgnana til að auka virðingu Alþingis. Og hálf þjóðin djöflast með á samfélagsmiðlum og svarar því svo reglulega til í skoðanakönnunum að hún beri enga virðingu fyrir þingmönnum þótt hún hafi sjálf kosið þá á þing. 

Það hvarflar að manni við að fylgjast með umræðunni að virðing Alþingis sé eina málið á dagskrá þingsins, nú síðast varð uppnám í þingnefnd út af karli sem átti að stýra nefndarfundi en hafði skömmu áður vegið að virðingu Alþingis með því að sitja í vinnutímanum og klæmast á bar með vinnufélögum sínum úr þinginu. Þingnefndin er núna búin að vera óstarfhæf í viku vegna málsins. Engum hafði þó dottið í hug annað en að drykkjufélagarnir væru ömurlegir plebbar og röflið í þeim sem náðist á upptöku gerði ekki annað en að staðfesta þann grun.

Það var nú reyndar mun ómerkilegra mál en virðing þingsins á dagskrá nefndarinnar sem var glæný skattlagning, það er víst ekki hægt að bjóða upp á viðhald stofnbrauta og nauðsynlegar vegaframkvæmdir á Íslandi vegna þess að það eru ekki til peningar. 

Það voru þó til peningar til að hækka laun þingmanna um 44 prósent, svo þeir héldu andlitinu og virðingunni, og fjölga aðstoðarmönnum. Það voru til peningar til að lækka veiðigjöld um 3 milljarða og bankaskattinn um 6 milljarða.

Þótt skattkerfið sé ófullkomið hefur það þó enn þann kost í för með sér að þeir sem hafa hæstu launin borga meira í krónum talið en þeir sem hafa lægstu launin. En það má ekki rukka fólk um hærri skatta. 

Við þessu eiga háttvirtir þingmenn bara eitt svar, að innheimta skatt á þjóðvegum landsins, þá greiða þeir sem aka um á gömlum beygluðum druslum, jafnmikið og þeir sem bruna um á rándýrum glæsibifreiðum. Síðan er ráð að kalla þetta veggjöld en ekki skatt. Það verður eflaust hægt að leggja marga vegi og laga margar brýr með óréttlátum skatti sem má ekki heita skattur.

En það er ekki hægt að bera mikla virðingu fyrir því.

En ég vil bara koma því á framfæri að ég þoli ekki meiri umræður um virðingu Alþingis. Þess vegna ætla ég að ljóstra upp um leyndarmál. Fólk ber almennt litla virðingu fyrir þingmönnum og innst inni er þeim skítsama um virðingu þingsins.

Það er bara þannig. Og af hverju?

Jú, af því þingmenn bera almennt enga virðingu fyrir kjósendum sínum. Nema kannski korteri fyrir kosningar.

Mín vegna mega þeir því vera berrassaðir í þinginu í mórauðum ullarsokkum einum fata. Þeir mega sitja og níða niður konur og alla sem höllum fæti standa í samfélaginu og klæmast að vild utan vinnutíma og helst í gjallarhorn svo kjósendur fái innræti þeirra beint í æð. Þá er upplagt að þeir skipti í miðju eða gangi um með karmen-rúllur í hárinu og reki út úr sér tunguna framan í vinnufélagana.

Það væri hins vegar virðingarvert ef þeir hættu að tala um virðingu þingsins.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
1

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
3

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
4

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa

·
Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt
5

Fjárfestingar eiginkonu Hreiðars Más í ferðaþjónustu gegnum Tortólu og Lúxemborg fóru leynt

·
Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“
6

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

·
Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi
7

Morð í Kongó og málaliðar á Íslandi

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
3

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
Að vera sáttur í eigin skinni
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins
6

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·

Mest deilt

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila
1

Rekstri þjóðarsjóðs verður útvistað til einkaaðila

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
2

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
3

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Hvílík tilviljun
4

Hvílík tilviljun

·
Að vera sáttur í eigin skinni
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins
6

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
3

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
4

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
5

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Mest lesið í vikunni

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“
1

„Ég vil að allir þeir sem minnast þín hugsi um þig en ekki fíkilinn, því það varst ekki þú“

·
„Núna get ég risið undir sjálfri mér“
2

„Núna get ég risið undir sjálfri mér“

·
Óðinn Jónsson hættir á RÚV
3

Óðinn Jónsson hættir á RÚV

·
Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð
4

Seldu bíla fyrir meira en tvo milljarða og skiluðu 200 milljóna rekstrar­hagnaði meðan á svindlinu stóð

·
Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn
5

Segja að VG verði skipt út fyrir Miðflokkinn

·
Óvænt líf fannst í blómapotti
6

Óvænt líf fannst í blómapotti

·

Nýtt á Stundinni

Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges

Stúlkan á bláa hjólinu eftir Régine Deforges

·
Að vera sáttur í eigin skinni

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Að vera sáttur í eigin skinni

·
Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

Miðar tímatalið við fyrir og eftir Ítalíu

·
Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

·
Fer í mál við Facebook

Fer í mál við Facebook

·
Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

·
Óðurinn til gleðinnar

Freyr Rögnvaldsson

Óðurinn til gleðinnar

·
Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

Illugi Jökulsson

Ef Venesúela hefði nú orðið þýskt

·
Sauðkindin er hluti feðraveldisins

Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sauðkindin er hluti feðraveldisins

·
Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

Leynifélag íslenskra samsæriskvenna

·
Lét laga verksmiðjugallann

Lét laga verksmiðjugallann

·
Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

·