Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað

Hvernig einn helsti boð­beri frjáls­hyggju á Ís­landi komst á ævi­langt fram­færi hjá skatt­greið­end­um.

Maðurinn sem háskólinn gat ekki hafnað
Hannes í Valhöll Á fundi um utanríkismál í höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins árið 1981. Mynd: MBL

Nú eru um þrjátíu ár liðin frá því að dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var ráðinn kennari við Háskóla Íslands. Það gerðist ekki átakalaust.

Stiklum á stóru í þeirri skrautlegu sögu.

Fræðin og áróðurinn

Kennarar við háskóla eiga að heita fræðimenn. Þeim er ekki bara ætlað að kenna ungu fólki og leiðbeina, heldur einnig rannsaka gögn, viða að sér upplýsingum, greina og draga af þeim ályktanir. Á hátíðlegu máli mætti segja að þeim væri ætlað að leita sannleikans og gera grein fyrir honum, í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja.

Í tilviki Hannesar Hólmsteins hefur þessi hlið starfsins alltaf verið talsvert á reiki. Hann hefur frá upphafi verið yfirlýstur og eindrægur frjálshyggjumaður, og hvergi legið á þeim skoðunum sínum. Því verður heldur varla á móti mælt, að langflest skrif hans – líka sem „fræðimanns“ – hafa verið þessari skoðun til stuðnings.

Og stundum bara til varnar vinum sínum eða sérhagsmunum. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu