Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ingibjörg Sólrún: Jón Baldvin beitir vopnum „hinnar eitruðu karlmennsku“

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir „skort á sóma­kennd“ ein­kenna alla fram­göngu Jóns Bald­vins. Hann hafi brugð­ist ókvæða við þeg­ar hún bað hann um að víkja af lista flokks­ins vegna klám­feng­inna bréfa.

Ingibjörg Sólrún: Jón Baldvin beitir vopnum „hinnar eitruðu karlmennsku“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir Jón Baldvin Hannibalsson skorta sómakennd í framgöngu sinni. Í færslu í Facebook hópnum #metoo Jón Baldvin Hannibalsson, lýsir hún því hvernig hún óskaði eftir því að Jón Baldvin viki af lista Samfylkingarinnar árið 2007 þegar hún frétti af bréfaskriftum hans til Guðrúnar Harðardóttur, frænku Bryndísar Schram, eiginkonu hans, sem þá var á táningsaldri.

Þegar Stundin hafði samband við Ingibjörgu Sólrúnu baðst hún undan viðtali en gaf leyfi fyrir birtingu færslunnar. „Í raun skammast hann sín ekki vitund fyrir hvernig hann braut gegn Guðrúnu eða öðrum konum og ég held að eftirfarandi sé órækur vitnisburður um það,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.

Lýsir hún því hvernig hún hafi farið á fund við Hörð, föður Guðrúnar, og fengið að lesa bréfin klámfengu. „Þessi vitneskja lagði mér ákveðnar skyldur á herðar en um leið var þetta vandmeðfarið því ég hafði enga heimild til að gera þetta opinbert – þetta var saga Guðrúnar og hennar að ákveða hvort og þá hvenær hún kysi að stíga fram og segja hana,“ skrifar Ingibjörg Sólrún.

Segist hún hafa viljað halda sig utan fjölmiðlaumfjöllunar um málið þar sem Jón Baldvin hafi gjarnan ýjað að því að umfjöllunin sé runnin undan hennar rifjum. Nú hafi hann dregið Samfylkinguna inn í málið og því vilji hún greina frá atburðum ársins 2007. „Þetta var óskemmtilegt samtal sem ég átti við JBH en það sýndi mér óþyrmilega hvaða mann hann hafði að geyma,“ skrifar hún. „Þessi maður hefur birst mér oft síðan, nú síðast í Silfri Egils í gær og greinarskrifum í dag.“

Þá segist Ingibjörg Sólrún hafa áður metið Jón Baldvin mikils en séð að hann væri „gallagripur“ sem betra væri að hafa ekki of nálægt sér. „Ég tek ofan fyrir þeim konum sem hafa ákveðið að taka slaginn við JBH og láta ekki undan síga þó að hann beiti öllum tiltækum vopnum sem finnast í vopnabúri hinnar eitruðu karlmennsku,“ skrifar hún. „Sérstaklega vil ég segja við Aldísi og Guðrúnu – þið eruð meiri hetjur en ég held þið gerið ykkur grein fyrir.“

Færsla Ingibjargar Sólrúnar í heild sinni

„Í viðtölum og greinum um þær ásakanir sem á hann eru bornar af fjölda kvenna hefur JBH viðurkennt að ein þeirra eigi við rök að styðjast. Hann hefur s.s viðurkennt að hafa skrifað klámfengin bréf til Guðrúnar Harðardóttur þ.e.a.s hann hefur viðurkennt að hafa skrifað eitt slíkt bréf fullur og leiður á flugstöð. Öll hin bréfin er hann búinn að hvítþvo. Í þetta eins skipti hafi hann gerst sekur um „dómgreindarbrest“ sem hann segist margsinnis hafa beðist afsökunar á án þess að vera virtur viðlits. En það þarf ekki að hlusta lengi á hann til að átta sig á að auðvitað finnst honum sem þarna hafi verið gerður úlfaldi úr mýflugu. Ekkisens bölvaður „öfgafeminisminn“ sem engu eirir. Í raun skammast hann sín ekki vitund fyrir hvernig hann braut gegn Guðrúnu eða öðrum konum og ég held að eftirfarandi sé órækur vitnisburður um það.

Ég varð formaður Samfylkingarinnar árið 2005 og einn af þeim sem studdi mig í formannsframboði var JBH. Á þessum tíma mat ég hann mikils sem skarpan samfélagsrýni og öflugan bardagamann í pólitík þó að mér væri líka vel ljóst að hann var gallagripur sem betra var að hafa ekki alltof nálægt sér. Af og til gerðist það líka að konur hvísluðu því að mér að fara varlega - hann væri ekki allur þar sem hann er séður. Aldrei vissi ég hvað það var sem þær voru að ýja að - eða kannski vildi ég bara ekki vita það. Þegar fór að líða nær kosningum 2007 gerðist JBH sífellt fyrirferðarmeiri í hinni pólitísku umræðu og sá orðrómur fór af stað að ef Samfylkingin yrði í ríkisstjórn eftir kosningar þá væri hann hugsanlegt ráðherraefni. Um líkt leyti heyrði ég í fyrsta sinn ávæning af því að hann hefði skrifað Guðrúnu Harðardóttur mjög tvíræð bréf þegar hann var sendiherra.

Í mínum pólitísku önnum lét ég kyrrt liggja þar til í janúar 2007 þegar verið var að stilla upp á lista fyrir þingkosningarnar það vor en þá komst ég að því að uppstillingarnefndin hafði boðið JBH heiðurssætið á öðrum listanum. Ég áttaði mig á því að ég yrði að komast til botns í þessu máli – sjálfrar mín vegna og Samfylkingarinnar vegna. Ég myndi aldrei fyrirgefa sjálfri mér að komast síðar að því að JBH hefði valdið Guðrúnu dóttur Möllu vinkonu minnar miska og ég hefði kosið að snúa blinda auganu að því. Guðrún var í Berlín þegar þetta var og ég hafði samband við Hörð pabba hennar og bað hann að hitta mig. Hann sagði mér alla sólarsöguna, lét mig hafa afrit af öllum bréfum JBH til Guðrúnar og sagði mér jafnframt að málið hefði verið kært til lögreglu. Þessi vitneskja lagði mér ákveðnar skyldur á herðar en um leið var þetta vandmeðfarið því ég hafði enga heimild til að gera þetta opinbert – þetta var saga Guðrúnar og hennar að ákveða hvort og þá hvenær hún kysi að stíga fram og segja hana. Ég ákvað engu að síður að boða JBH á minn fund, greina honum frá vitneskju minni og óska eftir því við hann dragi sig til baka af framboðslistanum.

Ég vissi að ég yrði að hafa vitni að þessu samtali og fékk Dag B. Eggertsson til að vera viðstaddan. Er skemmst frá því að segja að JBH brást ókvæða við, sagði að það væru engin sakarefni og að saksóknari myndi að öllum líkindum vísa málinu frá. Ég sagði honum þá að það breytti í sjálfu sér engu, söm væri gjörðin. Ég hefði lesið bréfin, þekkti innihald þeirra og framkoma hans væri þess eðlis að ég vildi ekki hafa hann á lista Samfylkingarinnar. Ég hefði hins vegar ekkert leyfi til að gera þessa vitneskju mína opinbera og hann yrði því sjálfur að hafa samband við uppstillinganefndina og taka sig af listanum. JBH fór í fússi en mun þann sama dag hafa tekið sig af listanum. Þetta var á föstudegi. Á sunnudegi var ég heima hjá mér að horfa á Silfur Egils og hver var þá mættur þar til að básúna pólitískan ágreining sinn við formann Samfylkingarinnar sem varð til þess að honum hafi verið bolað úr heiðurssæti á lista fyrir kosningarnar? Auðvitað JBH sem ákvað að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir ef ske kynni að fjölmiðlar fengju pata af málinu. Hann vissi líka sem var að ég gat ekki með nokkru móti varið mig því þá hefði ég þurft að gera mál Guðrúnar, og hana þar með, að fjölmiðlamat sem ég átti ekkert með að gera. Ég átti því ekki annan kost en að þegja þunnu hljóði meðan JBH geisaði.

Ástæðan fyrir því að ég segi þessa sögu núna er sú að hún varpar ljósi á þann algera skort á sómakennd sem einkennir alla framgöngu JBH. Honum finnst sjálfsagt að grípa til allra tiltækra meðala til að verja sjálfan sig. Allt frá því mál Guðrúnar kom inn á borð saksóknara hefur JBH rakið það til ,,fjölskylduharmleiksins” og síðan hefur hann klappað þann stein í sífellu jafnvel þó að þar með sé hann að skrumskæla líf dóttur sinnar og dótturdóttur og gera það að fjölmiðlaefni. Annað vopn sem hann grípur gjarnan til er að atlagan að honum sé runnin undan rifjum þess fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar sem hér skrifar. Til að leggja honum það vopn ekki upp í hendur ákvað ég að koma ekki nálægt umfjöllun fjölmiðla þó að eftir því hafi verið leitað. Nú hefur JBH hins vegar sjálfur kosið að draga Samfylkinguna inn í málið þannig að það er eins gott að allir viti hvernig hans mál blöstu við mér í ársbyrjun 2007. Þetta var óskemmtilegt samtal sem ég átti við JBH en það sýndi mér óþyrmilega hvaða mann hann hafði að geyma. Þessi maður hefur birst mér oft síðan, nú síðast í Silfri Egils í gær og greinarskrifum í dag.

Ég tek ofan fyrir þeim konum sem hafa ákveðið að taka slaginn við JBH og láta ekki undan síga þó að hann beiti öllum tiltækum vopnum sem finnast í vopnabúri hinnar eitruðu karlmennsku. Sérstaklega vil ég segja við Aldísi og Guðrúnu – þið eruð meiri hetjur en ég held þið gerið ykkur grein fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Heimilið er að koma aftur í tísku
5
Innlit

Heim­il­ið er að koma aft­ur í tísku

Í Hús­stjórn­ar­skól­an­um í Reykja­vík fá nem­end­ur tæki­færi til að læra allt sem við kem­ur því að reka heim­ili, auk þess sem þau læra hannyrð­ir. Kenn­ar­ar í skól­an­um segja hann frá­bær­an und­ir­bún­ing fyr­ir líf­ið en flest­ir nem­end­ur eru um tví­tugs­ald­ur­inn. Þá eru kenn­ar­arn­ir sam­mála um að hrað­inn í sam­fé­lag­inu sé orð­in mik­ill og þá sé fátt betra en að hægja á sér inni á heim­il­inu og sinna áhuga­mál­um sín­um og sér í leið­inni.
Upp á (þing)pallinn - Greifi á Alþingi
6
Helgi skoðar heiminn

Upp á (þing)pall­inn - Greifi á Al­þingi

Bassa­leik­ari hinn­ar goð­sagnak­endu sveit­ar Greif­anna, er einn af þing­vörð­um Al­þing­is. Jón Ingi Valdi­mars­son hef­ur gegnt starf­inu í sjö ár og þyk­ir gera það með sóma. Viddi, æsku­vin­ur hans og Greifi, seg­ir fáa betri drengi til en Jón. Fjöru­tíu ár eru síð­an hljóm­sveit­in var stofn­uð, kom sá og sigr­aði. Af­gang­inn skrifa menn um í sögu­bók­um. Hef­ur ekki áhrif á hæfi Bald­urs Þór­halls­son­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
10
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
8
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár