Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eignarhaldi fjölskyldu Hreiðars Más í sjóði Stefnis leynt í gegnum skattaskjól

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar og tengdra að­ila hef­ur síð­ast­lið­in ár ver­ið í eigu Tor­tóla­fé­lags sem eig­in­kona hans á. Sjóð­ur í stýr­ingu Stefn­is, dótt­ur­fé­lags Ari­on banka, var form­leg­ur hlut­hafi en á bak við hann er Tor­tólu­fé­lag. Fram­kvæmda­stjóri Stefn­is seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi ekki vit­að hver hlut­hafi sjóðs­ins var.

Félag eiginkonu Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, í skattaskjólinu Tortólu flutti rúmlega 310 milljóna króna eignir til Lúxemborgar í lok árs 2017. Stundin sýnir fram á að Hreiðar Már, maðurinn sem stýrði Kaupþingi í einu mesta gjaldþroti heimssögunnar og var í kjölfarið dæmdur í fangelsi fyrir alvarleg efnahagsbrot í starfi, hefur í átt í verulegum viðskiptum á Íslandi í gegnum sjóðsstýringarfyrirtækið Stefni, sem er í eigu  arftaka Kaupþings, Arion banka,  í gegnum sjóð með duldu eignarhaldi í skattaskjóli. Forsvarsmenn Stefnis  vita ekki hver er eigandi umrædds sjóðs.

Hreiðar Már var með allt að 80 milljónir króna í mánaðarlaun hjá Kaupþingi á árunum fyrir hrunið 2008. Sjálfur sagðist hann ekki vera auðmaður eftir hrun, og hafa glatað megninu af sparnaði sínum, en síðar hefur komið fram að hann átti eignir upp á um 600 milljónir króna. Hluti þeirra eigna virðist hafa skilað sér aftur í umsvifum á Íslandi í gegnum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskiptafléttur

Leita sannleikans um harmþrungið leyndarmál
Fréttir

Leita sann­leik­ans um harm­þrung­ið leynd­ar­mál

Mæðg­urn­ar Astra­ea Jill Robert­son og Amy Robert­son, af­kom­end­ur konu sem fóst­ur­móð­ir Júlí­us­ar Víf­ils Ingvars­son­ar sendi í fóst­ur í Skotlandi ár­ið 1929, komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyld­una. Þeim finnst tími til kom­inn að stíga fram og segja sögu móð­ur þeirra og ömmu sem var alltaf hald­ið í skugg­an­um.
Skeljungsmálið: Besta leiðin til að eignast fyrirtæki er að vinna við að selja það
GreiningViðskiptafléttur

Skelj­ungs­mál­ið: Besta leið­in til að eign­ast fyr­ir­tæki er að vinna við að selja það

Þrír af sak­born­ing­un­um í Skelj­ungs­mál­inu eign­uð­ust lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Fjarðalax ár­ið 2013 eft­ir að tveir þeirra höfðu kom­ið að sölu þess í gegn­um Straum. Líkt og í Skelj­ungs­mál­inu högn­uð­ust þre­menn­ing­arn­ir vel á við­skipt­un­um með lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið. Í báð­um til­fell­um unnu þre­menn­ing­arn­ir eða hluti þeirra að sölu Skelj­ungs og Fjarðalax.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu