Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Stundin #90
Mars 2019
#90 - Mars 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 5. apríl.

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi

Nýfrjálshyggjan stóð ekki við kosningaloforð sín og aldamótakynslóðin sem átti að vera svo örugg og hamingjusöm er bara þunglynd, kvíðin og að brenna út.

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Nýfrjálshyggjan stóð ekki við kosningaloforð sín og aldamótakynslóðin sem átti að vera svo örugg og hamingjusöm er bara þunglynd, kvíðin og að brenna út.

Kapítalismi-sjálfsást Sjálfsást-kapítalismi
Aldamótakynslóðin er að brenna út Aldamótakynslóðin er einmana vinnualaki sem alltaf er um það bil að brenna út.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Við búum í samfélagi byggðu á hugmyndafræði kapítalisma. Kapítalismi bjó til góðærið og kapítalismi ól af sér kreppuna. Kapítalismi, og þá sér í lagi nýfrjálshyggja, sér til þess að heil kynslóð, sem kölluð er aldamótakynslóðin, keppist við að skrifa hverja greinina á fætur annarri um kulnun eða „burn-out“. Nýfrjálshyggjan stóð ekki við kosningaloforð sín. Aldamótakynslóðin átti að verða örugg og hamingjusöm, eiga fyrir útborgun í íbúð, hún átti að mennta sig í einhverju sem hún hefði áhuga á, hún átti að fá vinnu við eitthvað sem hún elskaði að vinna við og bíða svo stöðuhækkunar og launahækkunar þangað til hún átti að fá að sigla inn í eftirlaunaárin með ellilífeyri sem björgunarbát.

Þessi framtíðarsýn rættist ekki. Aldamótakynslóðin á ekki fyrir íbúð, hún er að drukkna í námslánum og hún mætir óstöðugum vinnumarkaði þar sem menntun hjálpar henni ekkert endilega við að fá draumavinnuna. Aldamótakynslóðin er þunglynd og hún er kvíðin og hún er að brenna út og það versta er að aldamótakynslóðin á ekki fyrir sálfræðitímum til þess að taka á öllum þessum kvíða og þunglyndi. Aldamótakynslóðin er svo ólík foreldrum sínum. Fyrir það fyrsta hefur fjölskylduformið gjörbreyst. Sem dæmi um það eru konur komnar út á vinnumarkaðinn og fæðingartíðni er óvenju lág víðs vegar um Evrópu, aldamótakynslóðin er að eignast börn seinna á lífsleiðinni, gifta sig seinna eða aldrei. Aldamótakynslóðin reiðir sig ekki á einingu fjölskyldunnar. Aldamótakynslóðin er einmana vinnualki. Aldamótakynslóðin er einmana vinnualki sem stimplar sig út eftir alltof langan vinnudag, fer ein heim og byrjar nýja vakt á samfélagsmiðlum, við að sinna samfélagsmiðla-sjálfinu. Rannsóknir sýna að aldamótakynslóðin er mjög meðvituð um að það sem hún sér á samfélagsmiðlum er „ekki alvöru“, að lífið er sett í búning á samfélagsmiðlum en það hefur líka sannast að það breytir því ekki að það er hluti af daglegu lífi aldamótakynslóðarinnar að bera sitt alvöru líf saman við „alvöru líf“ allra hinna. Þessi vakt getur staðið yfir alveg þangað til að aldamótakynslóðin fer að sofa. Vaktin er löng.

Frekar endalok jarðar en endalok kapítalismans

Aldamótakynslóðin er einmana vinnualki sem er alltaf um það bil að brenna út. Kapítalismi er þung byrði á herðum aldamótakynslóðarinnar. Hún er alveg að bugast. Það sem kapítalisminn sá kannski ekki fyrir er að þessi bugun er hægt og rólega að verða að óvin kapítalisma.  Bugunin er að verða til þess að afkastageta kynslóðarinnar á vinnumarkaði minnkar. Aðskilnaðar- og einangrunarkennd sem bugunin leiðir af sér veldur doða og áhugaleysi, frestunaráráttu og fjölgar veikindadögum. Ekkert af ofantöldu hjálpar hjólum kapítalismans að snúast, þetta hægir á þeim svo um munar.

 En kapítalisminn lætur ekkert stöðva sig. Sagt hefur verið að mannkynið sjái frekar fyrir sér endalok jarðar en endalok kapítalisma. Að svo miklu leyti hefur hann smeygt sér langt ofan í allar grunnstoðir okkar. Eitur hans flýtur um í iðrum jarðar, finnur svo leið upp á yfirborðið og festir sig í rótum peningatrjáa sem áhættufjárfestar tína svo peningana af og týna þeim svo.

 En kapítalisminn er lausnamiðaður. Lausnina býður hann á silfurfati: Sjálfsást!

 „Sjálfsástin er pökkuð inn í plast svo þú getur aldrei almennilega snert hana þó svo að þú sjáir hana skýrt“

Ef þú elskar sjálfan þig nógu mikið ættir þú að ná að lækna sárin sem kapítalismi kann að hafa valdið þér. Það er í þínum höndum að hlúa að þér. Tíminn læknar ekki öll sár. Kapítalismi læknar öll sár! En helst á vinnutíma.

... Ekki láta blekkjast. Innan kapítalisma er ekki pláss fyrir annars konar sjálfsást en þá sem lýtur lögmálum kapítalisma. Í stað þess að gefa þér frí frá vinnu og leyfa þér að vinna í kvíðanum og þunglyndinu með hjálp sérfræðinga þá hefur kapítalismi hengt upp bleik neonskilti á samfélagsmiðla, í auglýsingar og út um allt : SJÁLFSÁST. ÞÚ ÁTT HANA SKILIÐ. FYRIR PENINGA OG Á MÍNUM FORSENDUM.

Sjálfsástin er pökkuð inn í plast svo þú getur aldrei almennilega snert hana þó svo að þú sjáir hana skýrt. Hún er köld en bjarminn af bleika neonskiltinu lætur þig halda að þér sé að hlýna.

Þú þarft alltaf meira!

Jóga fyrir aukna jákvæðni í World Class! Krem-ferðir í Kringluna! Kokteilar fyrir þá sem vilja kála sér á happy-hour! Póstaðu mynd af þér með maska á instagram, enginn mun sjá að gríman er að leka af þér! Kauptu þér kort í ræktina, póstaðu því á twitter, það læknar kvíða! Facebook-grúppa fyrir félagsfælna! Muna: myllumerki „self-love“. Þeir hæfustu fá svo tíma hjá sálfræðingi fyrir 16.000 krónur á klukkutímann og áskrift að geðlyfjum frá lyfjafyrirtækjum sem vilja einungis hjálpa á daginn og grilla á kvöldin.

Hlaupið og hlaupiðKapítalisminn lætur okkur hlaupa og hlaupa en við náum aldrei í mark.

Kapítalisminn er búinn að koma því þannig fyrir að ef við höfum ekki efni á sjálfsást þá erum við að neita okkur um eitthvað sem við teljum okkur þurfa. Kapítalismi hefur svo sterk tök á okkur að hann hefur komið sjálfsást upp sem þörf. Ég þarf að tríta mig til þess að mér líði vel, svo ég elski mig. Ég á skilið að eyða þessum peningum, það er nauðsynlegt fyrir andlega heilsu. Trítið kostar svo sinn skilding en ekki hræðast um of, það er hægt að elska sig á tilboði og suma daga, ef þú ert hjá Nova, á tveim fyrir einn.

„Hjól kapítalismans eru hamstrahjól og við hlaupum og við hlaupum svo við finnum ekki fyrir því hvað okkur líður illa“

Þetta vandamál á sérstaklega við um aldamótakynslóðina. Aldamótakynslóðin hefur minni ráðstöfunartekjur en kynslóðir á undan en kýs á sama tíma að eyða mun meiri peningum í sjálfsást. Sjálfsást í kapítalískum skilningi er auðvitað skammtíma- og bráðabirgðalausn við hinu raunverulega vandamáli, að kapítalismi er að kremja okkur.  Í raun virkar sjálfsástin þá eins og einhvers konar fíkniefni. Þú þarft alltaf meira. Alltaf að reyna að komast í sömu vímu og þegar þú prófaðir fyrst og ef þú hættir þá færðu fráhvarfseinkenni. Langtímalausnir selja ekki eins marga maska og krem, langtímalausnir fá þig líka til að muna að krem lækna ekki þunglyndi.

Hamstrahjól. Hjól kapítalismans eru hamstrahjól og við hlaupum og við hlaupum svo við finnum ekki fyrir því hvað okkur líður illa. Það versta við aðferðarfræði kapítalískrar sjálfsástar er að hún setur þá ábyrgð á kreditkort einstaklingsins að vinna úr vandamáli sem er ekki á ábyrgð einstaklingsins að leysa. Á meðan við erum upptekin í hamstrahjólinu þá sjáum við ekki hvar raunverulega ábyrgðin liggur. Í höndum kapítalista og í höndum stjórnvalda. Það er oft svo miður að stjórnvöld vinna út frá kapítalískum kennisetningum og því er einkar gott fyrir þau að vita af okkur í hamstrahjóli kapítalismans.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
3

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka
4

Læknafélagið dró umsögn um þungunarrof til baka

·
Meðan þú sefur ...
5

Meðan þú sefur ...

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda
6

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður
7

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
3

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum
6

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·

Mest deilt

„Helst henda þeim út á leiðinni!“
1

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017
2

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“
3

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu
4

Útvarp Saga vill aukið frelsi til að beita hatursorðræðu

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi
5

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum
6

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Mest lesið í vikunni

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu
1

Systurnar í Sjólaskipum sæta rannsókn eftir að hafa flutt milljarðaeignir frá Tortólu

·
Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017
2

Fjórir af eigendum KEA-hótela greiddu sér út 1800 milljónir króna árið 2017

·
„Helst henda þeim út á leiðinni!“
3

Illugi Jökulsson

„Helst henda þeim út á leiðinni!“

·
Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar
4

Halldór Benjamín fékk hlutabréfaskuldir afskrifaðar

·
Ósýnilegi framkvæmdastjórinn
5

Kristlín Dís

Ósýnilegi framkvæmdastjórinn

·
Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur
6

Gengu fylktu liði í bæinn fyrir skólasystur

·

Nýtt á Stundinni

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

Hótel Rangá hagnaðist um 650 milljónir: „Óeðlilega miklar launahækkanir“

·
Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

Tabú afþakkar fundarboð: „Ekki hægt ætlast til þess að þolendur þessa ofbeldis mæti gerendum“

·
Sögðu Braga hafa „tekið upp tólið og skipað fyrir um aðgerðir“

Sögðu Braga hafa „tekið upp tólið og skipað fyrir um aðgerðir“

·
Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

Nýr eigandi HS Orku til rannsóknar í risavöxnu skattsvikamáli

·
Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

Strærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

·
Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5 prósenta launahækkanir mun ríkisstjórnin skera niður

·
Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

Hótelstjóri KEA græddi ævilaun launþega á lágmarkslaunum árið 2017

·
Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

Flugrekstrarleyfi WOW kann að verða afturkallað fyrr eða síðar vegna skulda

·
Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

Varaformaður Rauða krossins styður umdeildar tanngreiningar á börnum

·
Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

Ríkisstjórnin myndi bregðast við efnahagsskelli með hertu aðhaldi

·
Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

Frétt um „himinn og haf“ á skjön við tilboð Eflingar

·
Þegar verðið verður sverð

Stefán Snævarr

Þegar verðið verður sverð

·