Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vinnur út frá innsæi og tilfinningum

Ef til vill get­ur ver­ið gott að nota abstrakt mynd­mál og hugs­un til að ná ut­an um þá flóknu tíma sem við lif­um á. Það seg­ir Marta María Jóns­dótt­ir sem sýn­ir teikn­uð mál­verk sín í Sverrissal Hafn­ar­borg­ar. Verk­in sýna heim sem er á mörk­um þess að mynd­ast og eyð­ast.

Fimmtán verk myndlistarkonunnar Mörtu Maríu Jónsdóttur eru nú til sýnis í Sverrissal Hafnarborgar undir yfirskriftinni Umrót. Verkin eiga það sameiginlegt að í þeim heldur Marta María áfram að vinna með mörkin á milli teikningar og málverks, sem hún hefur verið að kanna á undanförnum árum.  „Það má segja að þetta séu teiknuð málverk,“ útskýrir hún. „Þau sýna heim sem er á mörkum þess að myndast og eyðast, sýna að ekkert stendur í stað, að allt er að breytast, alltaf. Þetta er stefið og andrúmsloftið sem sýningin er unnin í og þaðan kemur titillinn, Umrót.“

Hún segist bæði hafa unnið út frá sínum eigin innsta kjarna en líka út frá tæknilegum spurningum, eins og þeirri hvernig best sé að búa til spennu á myndfleti. „Ég er alltaf að reyna að þróa myndmálið sem ég vinn með og finna nýjar leiðir. Það er svo alltaf ánægjulegt ef það leiðir mann á óvæntar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár