Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
2

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
3

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
4

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Hóteleigandi varar Íslendinga við
5

Hóteleigandi varar Íslendinga við

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim

Nýr forstjóri Sjúkratrygginga Íslands hefur störf með látum og lýsir yfir andstöðu við arðgreiðslur úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, er sammála því mati en hyggst ekki beita sér í málinu og bendir á að það sé ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim
Hörð andstaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur í gegnum árin verið einn harðasti gagnrýnandi arðgreiðslna úr einkarekinni heilbrigðisþjónustu á Alþingi.  Mynd: Pressphotos
ingi@stundin.is

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er mótfallin arðgreiðslum úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér fyrir  því að slíkar arðgreiðslur verði bannaðar. Þetta kemur fram í svörum frá ráðherranum sem aðstoðarmaður hennar, Birgir Jakobsson, hefur sent Stundinni. 

Blaðið spurði heilbrigðisráðherra um afstöðu hennar til arðgreiðslna úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum í ljósi viðtals við nýjan forstjóra Sjúkratrygginga, Maríu Heimisdóttir, í Læknablaðinu þar sem hún lýsir þeirri skoðun sinni að mögulega sé ekki við hæfi að einkarekin heilbrigðisfyrirtæki greiði út arð til hluthafa sinna. Orðrétt sagði María í viðtalinu: „Nú greiða skattborgarar alla heilbrigðisþjónustu á landinu og engir aðrir peningar eru í umferð í kerfinu. Er réttlætanlegt að nota þetta skattfé til að greiða eigendum heilbrigðisfyrirtækja stórar fjárhæðir í arð? Kannski væri heppilegra að þetta fé færi í að auka hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar og gæðin.“

Fjölmörg einkarekin heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi eru mjög arðbær og greiða út veglegan arð til hluthafa á hverju ári eins og komið hefur fram í greiningum Lánstrausts á arðbærustu fyrirtækjum landsins út frá hlutafé þeirra og í ýmsum umfjöllunum fjölmiðla í gegnum árin. 

„Er verjandi að taka gróða út úr heilbrigðiskerfinu?“

Sjúkratryggingar Íslands eru ríkissstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og var það Svandís sem skipaði Maríu Heimisdóttur í forstjórastarfið og tók hún við því af Steingrími Ara Arasyni í byrjun ársins. Sjúkratryggingar Íslands er ekki pólitísk stofnun í þeim skilningi að hún stundi stefnumörkun í heilbrigðismálum heldur er hlutverk hennar að fylgja ákvörðunum sem teknar eru af ríkisstjórninni hverju sinni og heilbrigðisráðherra sem stýrir málaflokknum fyrir hennar hönd. Orð Maríu í viðtalinu vekja því talsverða athygli þar sem nýr forstjóri ríkisstofnunarinnar lýsir með þeim pólitísku mati sínu á arðgreiðlum heilbrigðisfyrirtækja.  Þá er það einnig stofnunin Sjúkratryggingar Íslands sem gerir samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, sér um greiðslur til þeirra á grundvelli samninganna og sér um eftirlit með framfylgd samninganna.

Segist vera á sömu skoðun og árið 2015

Stundin spurði Svandísi meðal annars að því hvort hún væri sammála þessu mati Maríu og benti á orð Svandísar, sem þá var óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu frá árinu 2015, þar sem hún lýsti sig andvíga arðgreiðslum úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum. 

Í ræðu sinn á Alþingi sagði Svandís:  „Við verðum að muna að einkavædd eða einkarekin heilbrigðisþjónusta er dýrari en opinber heilbrigðisþjónusta, og af hverju er það? Í fyrsta lagi vegna þess að meiri stjórnunarkostnaður er almennt í einkarekinni heilbrigðisþjónustu og reyndar líka lægri laun til þeirra sem sinna daglegum störfum og stoðþjónustu eins og ræstingum. Aukinn kostnaður einkarekinnar heilbrigðisþjónustu fer að miklu leyti í laun yfirmanna og millistjórnenda en lítið til almennra starfsmanna. Þetta er veruleikinn. Hin ástæðan fyrir því að einkarekin heilbrigðisþjónusta er dýrari er sú að greiða þarf eigendum arð. Ef það er gert, að greiða eigendum arð út úr kerfinu, er sá arður stór hluti af veltu viðkomandi sjúkrastofnunar. Einkarekstur er nefnilega gróðarekstur. Hæstv. ráðherra hefur enn ekki svarað því, og ég mundi vilja óska þess að hann svaraði því hér í lokaræðu sinni: Er verjandi að taka gróða út úr heilbrigðiskerfinu? Er verjandi að gera (Forseti hringir.) heilsuleysi og sjúkdóma að féþúfu?“

Svandís vill hins vegar ekki svara því beint nú, með já eða nei, hvort hún er sammála mati Maríu en í svari hennar kemur fram að hún sé ennþá á sömu skoðun um arðgreiðslur heilbrigðisfyrirtækja og árið 2015. „Ráðherra hefur sömu skoðun og kom fram í áðurnefndri ræðu,“ segir í svari hennar við spurningu Stundarinnar.

Ekki er því hægt að túlka orð Svandísar með öðrum hætti, þó hún segi það ekki beint út, en að hún sé sammála því mati Maríu að einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, fjármögnuð af ríkinu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands, eigi ekki að geta greitt út arð til hluthafa. 

Ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar

Svandís segir hins vegar aðspurð hvort til greina komi að lögleiða bann við arðgreiðslum út úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á Íslandi á núverandi kjörtímabili, ef hún er ennþá á sömu skoðun og árið 2015, að umrætt mál sé ekki á dagskrá ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. „Þetta mál er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar,“ segir í svarinu frá heilbrigðisráðherra. 

Aðspurð um hvað henni finnist um það að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands lýsi pólitískum skoðunum sínum með þessum hætti segir Svandís að Maríu sé það frjáls þar sem tjáningarfrelsi ríki á Íslandi: „Það ríkir skoðunar- og tjáningarfrelsi á Íslandi.“

Í gegnum árin hafa Sjúkratryggingar Íslands stundum komist í umræðu fjölmiðla sökum þess að stofnunin hefur beitt sér með sjálfstæðum hætti í málum sem á endanum snúast um pólitíska stefnumörkun. Fyrirrennari Maríu Heimisdóttur í starfi, Steingrímur Ari Arason, var með bakgrunn úr Sjálfstæðisflokknum og var skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni á sínum tíma og þótti stundum draga taum einkarekstrar og agitera fyrir einkaðilum í heilbrigðiskerfinu. 

Deilurnar um arðinn á ís

Miðað við svör Svandísar, og þrátt fyrir að María hafi lýst þessari skoðun sinni, virðist þess ekki að vænta að innleitt verði arðgreiðslubann út úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á næstu árum. Enda er erfitt að sjá að samstaða myndi nást um slíkt bann í ríkisstjórninni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki talað gegn arðgreiðslum með sama hætti og núverandi heilbrigðisráðherra hefur gert í gegnum tíðina. 

Í tíð fyrirrennara Svandísar í starfi heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, var  hins vegar komið á arðgreiðslubanni út úr einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bann mæltist ekki vel fyrir hjá læknunum sem reka slíkar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og var talsverð umræða um þetta bann í samfélaginu enda kom nokkuð á óvart að ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins skyldi innleiða slíkt bann.

 Eins og er virðist arðgreiðslubann úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum einungis munu ná til einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir skoðanir heilbrigðisráðherra, og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, á málinu. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
2

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
3

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
4

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Hóteleigandi varar Íslendinga við
5

Hóteleigandi varar Íslendinga við

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Nei, nei og aftur nei!
3

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Nei, nei og aftur nei!
3

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
6

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·

Nýtt á Stundinni

Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu

Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu

·
Freud, áttatíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Freud, áttatíu ára ártíð

·
Hvað er á seyði á Alþingi?

Illugi Jökulsson

Hvað er á seyði á Alþingi?

·
Hóteleigandi varar Íslendinga við

Hóteleigandi varar Íslendinga við

·
Vínið heim í hérað

Freyr Rögnvaldsson

Vínið heim í hérað

·
Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

·
Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·