Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim

Nýr for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands hef­ur störf með lát­um og lýs­ir yf­ir and­stöðu við arð­greiðsl­ur úr einka­rekn­um heil­brigð­is­fyr­ir­tækj­um. Heil­brigð­is­ráð­herra, Svandís Svavars­dótt­ir, er sam­mála því mati en hyggst ekki beita sér í mál­inu og bend­ir á að það sé ekki á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim
Hörð andstaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur í gegnum árin verið einn harðasti gagnrýnandi arðgreiðslna úr einkarekinni heilbrigðisþjónustu á Alþingi. Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er mótfallin arðgreiðslum úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér fyrir  því að slíkar arðgreiðslur verði bannaðar. Þetta kemur fram í svörum frá ráðherranum sem aðstoðarmaður hennar, Birgir Jakobsson, hefur sent Stundinni. 

Blaðið spurði heilbrigðisráðherra um afstöðu hennar til arðgreiðslna úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum í ljósi viðtals við nýjan forstjóra Sjúkratrygginga, Maríu Heimisdóttir, í Læknablaðinu þar sem hún lýsir þeirri skoðun sinni að mögulega sé ekki við hæfi að einkarekin heilbrigðisfyrirtæki greiði út arð til hluthafa sinna. Orðrétt sagði María í viðtalinu: „Nú greiða skattborgarar alla heilbrigðisþjónustu á landinu og engir aðrir peningar eru í umferð í kerfinu. Er réttlætanlegt að nota þetta skattfé til að greiða eigendum heilbrigðisfyrirtækja stórar fjárhæðir í arð? Kannski væri heppilegra að þetta fé færi í að auka hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar og gæðin.“

Fjölmörg einkarekin heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi eru mjög arðbær og greiða út veglegan arð til hluthafa á hverju ári eins og komið hefur fram í greiningum Lánstrausts á arðbærustu fyrirtækjum landsins út frá hlutafé þeirra og í ýmsum umfjöllunum fjölmiðla í gegnum árin. 

„Er verjandi að taka gróða út úr heilbrigðiskerfinu?“

Sjúkratryggingar Íslands eru ríkissstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og var það Svandís sem skipaði Maríu Heimisdóttur í forstjórastarfið og tók hún við því af Steingrími Ara Arasyni í byrjun ársins. Sjúkratryggingar Íslands er ekki pólitísk stofnun í þeim skilningi að hún stundi stefnumörkun í heilbrigðismálum heldur er hlutverk hennar að fylgja ákvörðunum sem teknar eru af ríkisstjórninni hverju sinni og heilbrigðisráðherra sem stýrir málaflokknum fyrir hennar hönd. Orð Maríu í viðtalinu vekja því talsverða athygli þar sem nýr forstjóri ríkisstofnunarinnar lýsir með þeim pólitísku mati sínu á arðgreiðlum heilbrigðisfyrirtækja.  Þá er það einnig stofnunin Sjúkratryggingar Íslands sem gerir samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, sér um greiðslur til þeirra á grundvelli samninganna og sér um eftirlit með framfylgd samninganna.

Segist vera á sömu skoðun og árið 2015

Stundin spurði Svandísi meðal annars að því hvort hún væri sammála þessu mati Maríu og benti á orð Svandísar, sem þá var óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu frá árinu 2015, þar sem hún lýsti sig andvíga arðgreiðslum úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum. 

Í ræðu sinn á Alþingi sagði Svandís:  „Við verðum að muna að einkavædd eða einkarekin heilbrigðisþjónusta er dýrari en opinber heilbrigðisþjónusta, og af hverju er það? Í fyrsta lagi vegna þess að meiri stjórnunarkostnaður er almennt í einkarekinni heilbrigðisþjónustu og reyndar líka lægri laun til þeirra sem sinna daglegum störfum og stoðþjónustu eins og ræstingum. Aukinn kostnaður einkarekinnar heilbrigðisþjónustu fer að miklu leyti í laun yfirmanna og millistjórnenda en lítið til almennra starfsmanna. Þetta er veruleikinn. Hin ástæðan fyrir því að einkarekin heilbrigðisþjónusta er dýrari er sú að greiða þarf eigendum arð. Ef það er gert, að greiða eigendum arð út úr kerfinu, er sá arður stór hluti af veltu viðkomandi sjúkrastofnunar. Einkarekstur er nefnilega gróðarekstur. Hæstv. ráðherra hefur enn ekki svarað því, og ég mundi vilja óska þess að hann svaraði því hér í lokaræðu sinni: Er verjandi að taka gróða út úr heilbrigðiskerfinu? Er verjandi að gera (Forseti hringir.) heilsuleysi og sjúkdóma að féþúfu?“

Svandís vill hins vegar ekki svara því beint nú, með já eða nei, hvort hún er sammála mati Maríu en í svari hennar kemur fram að hún sé ennþá á sömu skoðun um arðgreiðslur heilbrigðisfyrirtækja og árið 2015. „Ráðherra hefur sömu skoðun og kom fram í áðurnefndri ræðu,“ segir í svari hennar við spurningu Stundarinnar.

Ekki er því hægt að túlka orð Svandísar með öðrum hætti, þó hún segi það ekki beint út, en að hún sé sammála því mati Maríu að einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, fjármögnuð af ríkinu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands, eigi ekki að geta greitt út arð til hluthafa. 

Ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar

Svandís segir hins vegar aðspurð hvort til greina komi að lögleiða bann við arðgreiðslum út úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á Íslandi á núverandi kjörtímabili, ef hún er ennþá á sömu skoðun og árið 2015, að umrætt mál sé ekki á dagskrá ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. „Þetta mál er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar,“ segir í svarinu frá heilbrigðisráðherra. 

Aðspurð um hvað henni finnist um það að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands lýsi pólitískum skoðunum sínum með þessum hætti segir Svandís að Maríu sé það frjáls þar sem tjáningarfrelsi ríki á Íslandi: „Það ríkir skoðunar- og tjáningarfrelsi á Íslandi.“

Í gegnum árin hafa Sjúkratryggingar Íslands stundum komist í umræðu fjölmiðla sökum þess að stofnunin hefur beitt sér með sjálfstæðum hætti í málum sem á endanum snúast um pólitíska stefnumörkun. Fyrirrennari Maríu Heimisdóttur í starfi, Steingrímur Ari Arason, var með bakgrunn úr Sjálfstæðisflokknum og var skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni á sínum tíma og þótti stundum draga taum einkarekstrar og agitera fyrir einkaðilum í heilbrigðiskerfinu. 

Deilurnar um arðinn á ís

Miðað við svör Svandísar, og þrátt fyrir að María hafi lýst þessari skoðun sinni, virðist þess ekki að vænta að innleitt verði arðgreiðslubann út úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á næstu árum. Enda er erfitt að sjá að samstaða myndi nást um slíkt bann í ríkisstjórninni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki talað gegn arðgreiðslum með sama hætti og núverandi heilbrigðisráðherra hefur gert í gegnum tíðina. 

Í tíð fyrirrennara Svandísar í starfi heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, var  hins vegar komið á arðgreiðslubanni út úr einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bann mæltist ekki vel fyrir hjá læknunum sem reka slíkar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og var talsverð umræða um þetta bann í samfélaginu enda kom nokkuð á óvart að ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins skyldi innleiða slíkt bann.

 Eins og er virðist arðgreiðslubann úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum einungis munu ná til einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir skoðanir heilbrigðisráðherra, og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, á málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Arðgreiðslur

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
FréttirArðgreiðslur

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki selt fyr­ir 850 millj­ón­ir eft­ir 585 millj­óna arð­greiðsl­ur til hlut­hafa

Bæði heil­brigð­is­ráð­herra og for­stjóri Sjúkra­trygg­inga eru mót­falln­ar arð­greiðsl­um úr einka­rekn­um lækn­inga­fyr­ir­tækj­um. Eig­end­ur Lækn­is­fræði­legr­ar mynd­grein­ing­ar þurfa að taka minnst 100 millj­ón­ir á ári út úr rekstr­in­um til að geta stað­ið í skil­um eft­ir að hafa keypt fyr­ir­tæk­ið á 850 millj­ón­ir króna. Sex lækn­ar hafa feng­ið 180 millj­ón­ir króna á mann í arð og sölu­hagn­að.
Þetta er fólkið sem fær hluta af milljarðaarðinum frá Sjóvá og VÍS
FréttirArðgreiðslur

Þetta er fólk­ið sem fær hluta af millj­arðaarð­in­um frá Sjóvá og VÍS

Stærstu hlut­haf­ar Sjóvár og VÍS eru líf­eyr­is­sjóð­ir, bank­ar og fjár­fest­inga­sjóð­ir en einnig ein­stak­ling­ar og eign­ar­halds­fé­lög. Fyr­ir­tæk­in tvö greiða út sam­tals átta millj­arða króna arð. Síld­ar­vinnsl­an, for­stjóri B&L, Árni Hauks­son og Frið­rik Hall­björn Karls­son, Stein­unn Jóns­dótt­ir og óþekkt fé­lag eru með­al þeirra sem fá arð­inn.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár