Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Erfiðast að halda þessu leyndu
2

Erfiðast að halda þessu leyndu

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
3

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs
4

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“
5

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja
6

Illugi Jökulsson

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er meira en ársgömul.

Illugi Jökulsson

„Spyrnum við fæti - Evrópa er í hættu“

Þrjátíu evrópskir rithöfundar, menntamenn, blaðamenn og heimspekingar vara Evrópubúa stranglega við að leyfa þjóðernisöfgamönnum að sigra í Evrópukosningunum sem í hönd fara eftir fáeina mánuði. „Álfan horfist nú í augu við mestu ógnina síðan á fjórða áratugnum. Við hvetjum evrópska ættjarðarvini til að snúast gegn stórsókn þjóðernissinna.“ Undir þetta skrifa meðal annarra Milan Kundera, Svetlana Alexeivich, Ian McEwan, Elfriede Jelinek og Salman Rushdie.

Illugi Jökulsson

Þrjátíu evrópskir rithöfundar, menntamenn, blaðamenn og heimspekingar vara Evrópubúa stranglega við að leyfa þjóðernisöfgamönnum að sigra í Evrópukosningunum sem í hönd fara eftir fáeina mánuði. „Álfan horfist nú í augu við mestu ógnina síðan á fjórða áratugnum. Við hvetjum evrópska ættjarðarvini til að snúast gegn stórsókn þjóðernissinna.“ Undir þetta skrifa meðal annarra Milan Kundera, Svetlana Alexeivich, Ian McEwan, Elfriede Jelinek og Salman Rushdie.

„Spyrnum við fæti - Evrópa er í hættu“

Þetta er markverður texti. Ég tók mér það bessaleyfi að þýða hann lauslega.

Hugmyndin um Evrópu er í hættu. Gagnrýni og svívirðingar beinast að henni úr öllum áttum; ýmsir hlaupast undan merkjum.

„Það er komið nóg af því að byggja upp Evrópu!“ hrópar fólk. Reynum heldur að ná aftur sambandi við „þjóðarsál“ okkar! Gröfum upp að nýju „týnda vitund“ okkar! Þetta er erindi þeirra pópúlista sem nú vaða yfir álfuna. Og gildir einu þótt afstæð orð eins og „sál“ og „vitund“ séu oft alls ekki til nema í hugarheimi lýðskrumaranna.

Á álfuna er ráðist af fölskum spámönnum sem eru ölvaðir af óánægju og frá sér numdir af tækifærinu til að láta á sér bera. Evrópa hefur nú verið yfirgefin af tveimur góðum bandamönnum sem á síðustu öld björguðu henni tvívegis frá því að ganga fyrir ættisstapa; annar er handan Ermarsunds, hinn handan Atlantshafsins. Álfan á undir högg að sækja vegna æ blygðunarlausari afskipta herrans í Kreml. Evrópa sem hugmynd er að sundrast fyrir augum okkar.

Í þessu eitraða andrúmslofti munu kosningar til Evrópuþingsins fara fram í maí. Nema eitthvað breytist, nema eitthvað snúi þróuninni við, nema nýr andspyrnuandi verði til, þá lítur allt út fyrir að þessar kosningar verði þær skuggalegustu hingað til. Þær munu færa skemmdarvörgunum sigur. Við þeim sem enn trúa á arfleifð Erasmusar, Dantes, Goethes og Comeniusar blasir háðulegur ósigur. Sú pólitík sem leggur fæð á vitsmuni og menningu mun sigra. Hatur á útlendingum og Gyðingum mun springa út. Þetta verður stórslys.

Við undirrituð erum meðal þeirra sem neita að láta þessar hörmungar yfir okkur ganga án þess að spyrna við fæti.

Við teljum okkur í hópi þeirra evrópsku ættjarðarvina (en það er hópur sem er fjölmennari en ætla mætti en alltof þögull og hlédrægur) sem skilja hvað er í húfi. Þremur fjórðu úr öld eftir sigurinn á fasismanum og 30 árum eftir fall Berlínarmúrsins geisar aftur slagur um siðmenninguna.

Við trúum á þá mikilfenglegu hugmynd sem við fengum að erfðum og sem við trúum að hafi verið hið eina sem megnaði að lyfta þjóðum Evrópu upp fyrir sjálfar sig og stríðshrjáða fortíð sína. Við trúum því að þessi hugmynd sé hin eina sem hefur næga verðleika til að banda frá okkur nýjum öngum alræðisins sem draga á eftir sér gamlar hörmungar aftan úr miðöldum. Það sem er í húfi bannar okkur að gefast upp.

Því bjóðum við ykkur að taka þátt í nýrri sókn.

Því heitum við á ykkur að taka til óspilltra málanna í undirbúningi kosninga sem við neitum að ofurselja líkskurðarmönnum hugmyndarinnar um Evrópu.

Því eggjum við ykkur til að lyfta á ný kyndli þeirrar Evrópu sem, þrátt fyrir mistök sín, vangá og stundum hugleysi, er samt enn leiðarljós fyrir sérhvern frjálsan karl og konu á hnettinum okkar.

Okkar kynslóð varð á. Eins og fylgjendur Garibaldis á 19. öld, sem söngluðu sífellt fyrir munni sér, eins og möntru: „ Italia se farà da sè“ (Ítalía mun skapa sig sjálf), þá trúðum við því að álfan myndi renna saman af sjálfu sér, án þess að við þyrftum að berjast fyrir því eða vinna fyrir því. Þetta var, sögðum við við sjálf okkur, „rás sögunnar“.

Við þurfum að segja skilið við þann hugsunarhátt. Við höfum ekki um neitt að velja. Við þurfum nú að berjast fyrir hugmyndinni um Evrópu eða horfa á hana kaffærða í öldum pópúlismans.

Til að svara öfgahægrinu og þjóðernisofstækinu verðum við að annað hvort að taka til óspilltra málanna eða sætta okkur við að gremja og hatur muni umlykja okkur og færa okkur á kaf. Það liggur á að hringja viðvörunarbjöllum gegn þessum brennuvörgum sálar og anda sem vilja bera eld að frelsi okkar allt frá París til Rómar, með viðkomu í Barcelona, Búdapest, Dresden, Vínarborg og Varsjá.

Í þessum furðulega ósigri „Evrópu“ sem blasir við á sjóndeildarhringnum, í þessum samviskuvanda Evrópu sem gerir sig líklegan til að rífa niður allt það sem hefur gert samfélög okkar mikilfengleg, virðingarverð og auðug, í honum felst ógn sem er meiri en nokkuð sem við höfum þurft að takast á við síðan á fjórða áratugnum; ógn við frjálslynt lýðræði og gildi þess.

 

Milan Kundera, tékkneskur rithöfundur, búsettur í Frakklandi

Salman Rushdie, indverskur rithöfundur, búsettur á Bretlandi

Elfriede Jelinek, austurrískur rithöfundur, Nóbelsverðlaunahafi

Orhan Pamuk, tyrkneskur rithöfundur, Nóbelsverðlaunahafi

Bernard-Henri Lévy, franskur heimspekingur

Vassilis Alexakis, grískur rithöfundur, búsettur í Frakklandi

Svetlana Alexievich, hvítrússneskur rithöfundur, Nóbelsverðlaunahafi

Anne Applebaum, bandarískur rithöfundur, búsett í Póllandi

Jens Christian Grøndahl, danskur rithöfundur

David Grossman, ísraelskur rithöfundur

Ágnes Heller, ungverskur heimspekingur

Ismaïl Kadare, albanskur rithöfundur

György Konrád, ungverskur rithöfundur

António Lobo Antunes, portúgalskur rithöfundur

Claudio Magris, ítalskur rithöfundur

Ian McEwan, enskur rithöfundur

Adam Michnik, pólskur sagnfræðingur

Herta Müller, rúmenskur rithöfundur, búsett í Þýskalandi, Nóbelsverðlaunahafi

Ludmila Oulitskaïa, rússneskur rithöfundur, búsett í Ísrael

Rob Riemen, hollenskur rithöfundur og guðfræðingur

Fernando Savater, spænskur heimspekingur

Roberto Saviano, ítalskur blaðamaður

Eugenio Scalfari, ítalskur blaðamaður

Simon Schama, enskur sagnfræðingur

Peter Schneider, þýskur rithöfundur

Abdulah Sidran, bosnískt ljóðskáld

Leïla Slimani, marokkóskur rithöfundur, búsett í Frakklandi

Colm Tóibín, írskur rithöfundur

Mario Vargas Llosa, perúískur rithöfundur, búsettur á Spáni, Nóbelsverðlaunahafi

Adam Zagajewski, pólskt ljóðskáld

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Erfiðast að halda þessu leyndu
2

Erfiðast að halda þessu leyndu

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
3

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs
4

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“
5

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja
6

Illugi Jökulsson

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Mest lesið í vikunni

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
1

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
2

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í vikunni

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
1

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
2

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
6

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Fréttastofa RÚV biður Samherja velvirðingar

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Spyr hvort ríkið hætti við aðgerðir vegna verkfalla Eflingar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða  frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Matvælastofnun fékk upplýsingar um laxadauða frá Arnarlaxi sem byggðar voru á „vanmati“

Hvernig líður þér Maní?

Lífsgildin

Hvernig líður þér Maní?

BPA-gildi í mannfólki verulega vanmetin

BPA-gildi í mannfólki verulega vanmetin

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

„Auðvitað ekki hægt að bæta fyrir brot sem þegar er framið“

Leggja til að breyta samræmdu prófunum

Leggja til að breyta samræmdu prófunum

Reykjavík suðursins

Reykjavík suðursins

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Erfiðast að halda þessu leyndu

Erfiðast að halda þessu leyndu