Mest lesið

Vináttan í Samherjamálinu
1

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
2

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
3

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
4

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
5

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
6

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Stundin #105
Nóvember 2019
#105 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 22. nóvember.

Vatnajökulsþjóðgarður braut gegn umsækjanda: Sagðist hafa „slegið inn rangt netfang“

Stjórnvaldið varð ekki við beiðni umboðsmanns Alþingis um að sýna fram á tæknileg mistök og þóttu skýringarnar „hvorki trúverðugar né til þess fallnar að upplýsa málið“.

Vatnajökulsþjóðgarður braut gegn umsækjanda: Sagðist hafa „slegið inn rangt netfang“
johannpall@stundin.is

Vatnajökulsþjóðgarður braut lög þegar stjórnvaldið hætti við að ráða úr hópi umsækjenda sem sóttu um starf þjóðgarðsvarðar árið 2016 en endurauglýsti starfið og lét undir höfuð leggjast að meta eina umsóknina í seinna ráðningarferlinu. Verulegir annmarkar voru á málsmeðferðinni og réttmætisreglu stjórnsýslulaga ekki fylgt.

Þetta kemur fram í nýju áliti umboðsmanns Alþingis sem birtist á vef embættisins í morgun. Fram kemur að þegar umboðsmaður spurðist fyrir um málið hafi því verið borið við að mistök hefðu átt sér stað við framsendingu umsóknarinnar til einkafyrirtækis sem lagði mat á umsækjendur. Fullyrti framkvæmdastjóri þjóðgarðsins að mistökin hefu falist í því að „slegið var inn rangt netfang hjá ráðgjafa“.

Umboðsmanni reyndist ekki unnt að sannreyna þessar skýringar, enda varð stjórnvaldið ekki við óskum umboðsmanns um að leggja fram hlutlæg gögn, til dæmis úr pósthólfi framkvæmdastjórans, sem gætu stutt þessa staðhæfingu. Þetta gagnrýnir umboðsmaður harðlega. „Verður að telja að það standi stjórnvaldinu næst við þessar aðstæður að sýna fram á það gagnvart eftirlitsaðila á borð við umboðsmann Alþingis að handvömm hafi orsakað slíkt frávik frá lögmæltri málsmeðferð og þar með leita leiða til að upplýsa málið,“ segir í álitinu. „Ef stjórnvöld geta, t.a.m. í þeim tilvikum þegar ljóst er að mál hefur ekki verið lagt í réttan farveg að lögum, borið fyrir sig mistök án þess að þurfa að útskýra þau nánar eða leita leiða til að færa einhverjar sönnur fyrir staðhæfingum sínum yrði það eftirlit sem umboðsmanni Alþingis er falið samkvæmt lögum nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, til lítils.“

Umboðsmaður telur að þjóðgarðurinn hafi ekki getað bent á nein tiltekin atriði í tengslum við meðferð á umræddri umsókn í seinna ráðningarferlinu sem bendi til þess að einföld mistök hafi valdið því að umsókn hennar var ekki lögð í réttan farveg eins og allar aðrar umsóknir um starfið. „Umboðsmaður tók fram að hann teldi ekki trúverðugt að framkvæmdastjóri þjóðgarðsins hefði ekki, í ljósi fyrri atvika tengdum umsókn A, áttað sig á að umsókn hennar hefði ekki komið til mats í ferlinu áður en ráðið var í starfið,“ segir í reifun á álitinu. „Lagði umboðsmaður áherslu á að skýringar þjóðgarðsins vegna málsins hefðu hvorki verið trúverðugar eða til þess fallnar að upplýsa málið né vekja traust á málsmeðferðinni. Það var því álit umboðsmanns að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi ráðið för við meðferð umsóknar A í seinna ráðningarferlinu sem urðu til þess að umsókn hennar kom aldrei til mats.“

Við meðferð málsins hafði umsækjandinn komið á framfæri andmælum vegna umsagna þar sem hann taldi umsagnaraðila ekki geta veitt hlutlausa umsögn í ljósi fyrri samskipta og atvika. Vatnajökulsþjóðgarður taldi andmælin ekki geta haft þýðingu við mat á umsögnum þar sem þær hefðu ekki falið í sér leiðréttingu á villum eða rangfærslum. Umboðsmaður telur að sú afstaða Vatnajökulsþjóðgarðs samræmist ekki andmælareglu stjórnsýslulaga. Stjórnvaldinu hafi borið að taka afstöðu til andmælanna og leggja mat á hvort og þá hvaða þýðingu þau kynnu að hafa og meta umsagnir heildstætt. 

Í álitinu er bent á að þótt stjórnvöldum sé heimilt að notfæra sér þjónustu einkafyrirtækja við undirbúning ráðningar þá leysi það ekki veitingarvaldshafann að neinu leyti undan lagalegri ábyrgð. „Í þeim tilvikum þegar veitingarvaldshafi hefur falið ráðningarfyrirtæki að vinna tiltekna undirbúningsvinnu á upphafsstigum ráðningarferlisins, svo sem með því að leggja mat á umsækjendur og gefa þeim stig, ber veitingarvaldshafa engu að síður að kynna sér þau gögn sem liggja til grundvallar þeirri vinnu og leggja mat á hvort hann sé sammála þeim niðurstöðum sem fyrir hann eru lagðar. Með öðrum orðum ber veitingarvaldshafanum sem í þessu tilviki er framkvæmda­stjóri þjóðgarðsins, sbr. ákvæði laga nr. 60/2007, um Vatna­jökuls­þjóðgarð, að tryggja að hann hafi fulla yfirsýn yfir ráðningar­ferlið.“

Að virtum gögnum málsins og skýringum Vatnajökulsþjóðgarðs er það álit umboðsmanns í málinu að ekki hafi verið sýnt fram á að málefnaleg sjónarmið hafi búið að baki því að hætta við að ráða í umrætt starf og að verulegir annmarkar hafi verið á ráðningarferlinu og þeirri aðferð sem viðhöfð var við mat á umsögnum í ferlinu. Þá er það jafnframt álit hans að umsókn umrædds umsækjanda hefði ekki verið lögð í réttan lagalegan farveg eða að sýnt hefði verið fram á að málefnaleg sjónarmið hefðu ráðið för við meðferð umsóknar hans í seinna ráðningarferlinu. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Vatnajökulsþjóðgarðs að leita leiða til að rétta hlut umsækjandans og gæta framvegis að þeim sjónarmiðum sem koma fram í álitinu. 

Uppfært kl. 13:30: Fréttinni fylgdi upphaflega mynd af Magnúsi Guðmundssyni, núverandi framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Málið er hins vegar úr tíð forvera hans, Þórðar H. Ólafssonar. Stundin hefur beðið Magnús afsökunar á myndbirtingunni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vináttan í Samherjamálinu
1

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
2

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
3

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Siðlaust stjórnarfar
4

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu
5

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Óendurnýjanleg auðlind í hættu
6

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Mest deilt

Siðlaust stjórnarfar
1

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
2

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
4

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Vináttan í Samherjamálinu
5

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn
6

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Mest deilt

Siðlaust stjórnarfar
1

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja
2

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu
3

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika
4

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Vináttan í Samherjamálinu
5

Illugi Jökulsson

Vináttan í Samherjamálinu

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn
6

Stuðningsfólk Vinstri grænna ósammála þeim sem styðja Sjálfstæðisflokk og Framsókn

Mest lesið í vikunni

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
3

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
4

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
5

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
6

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Mest lesið í vikunni

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum
1

Yfirlögfræðingur Samherja er ræðismaður skattaparadísarinnar Kýpur og fundaði með mútuþegunum

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna
2

„Óskaplega gott ungt fólk“ berst fyrir lífi sínu eftir bruna

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“
3

Helgi Seljan um Moggann: „Föndra upp bjarghring utan um nýjan forstjóra Samherja“

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur
4

Félag Samherja í Jónshúsi í Köben tók við peningum frá Kýpur

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum
5

Peningaþvættissérfræðingur DNB hætti í kyrrþey í bankanum

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða
6

Þorsteinn Már og Helga voru sektuð fyrir brot upp á 1,3 milljarða

Nýtt á Stundinni

Myndin er ferðalag um Ísland

Myndin er ferðalag um Ísland

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Fiskar sá sem rær (um Miðflokkinn og Báknið)

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar

Líkamsklukkan stillt eftir takti örveruflórunnar

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Töldust ekki launþegar og fengu ekki fæðingarorlof

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Óendurnýjanleg auðlind í hættu

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Hálendisþjóðgarður færist nær veruleika

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Teymi þjóðkirkjunnar ekki hafið störf

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Segir orð dómsmálaráðherra um aðskilnað ríkis og kirkju blekkingu

Siðlaust stjórnarfar

Kristín Gunnarsdóttir

Siðlaust stjórnarfar

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Borgar­stjóri undrast þögn um „óskiljan­leg við­skipti“ Eyþórs við Samherja

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu

Búið að slíta skatta­skjóls­félaginu sem greiddi laun sjómanna Samherja í Namibíu