Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjársjóður að eiga góða nágranna

Nú til dags er al­geng­ara en áð­ur fyrr að ná­grann­ar þekk­ist lít­ið sem ekk­ert. Inni á milli eru þó þau sem telja gott granna­sam­band mik­ils virði og eru til­bún að gera ým­is­legt til að glæða það lífi. Hér deila þrír hóp­ar af góð­um grönn­um sög­um af nán­um ná­granna­tengsl­um.

„Megum við Bríet fara út á bak við sundlaugina á snjóþotur?“ spyr Elísabet og mömmurnar, þær Tinna Ásgeirsdóttir og Líf Magneudóttir, svara báðar í kór: „Já, endilega.“ Stundum er engu líkara en að pörin í íbúðunum á 2. og 3. hæðinni á Hagamel 32 eigi börnin sjö öll saman. Börnin sjálf þekkja í það minnsta varla annan veruleika en að vera í nánu samneyti við hina fjölskylduna, enda hafa þær deilt stigagangi í sjö ár. Börnin flæða á milli hæða og minna um margt meira á systkini en nágranna.

Gott að eiga hvert annað aðÞau Eiríkur, Snorri, Líf og Tinna eru sammála um að það sé mikill kostur að geta treyst á hjálp og stuðning nágranna sinna í hversdagslífinu. Börnin hafa líka mikinn félagsskap hvert af öðru.

Á annarri hæð hússins búa þau Tinna Ásgeirsdóttir og Eiríkur Þórleifsson með dætrum sínum, þeim Elísabetu Friðriku, Guðrúnu Jakobínu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár