0,1 prósentið á Íslandi: 330 manns fengu 60 milljarða á einu ári

Tekjublöðin sem gefin hafa verið út undanfarin ár undanskilja fjármagnstekjur og gefa þannig bjagaða mynd af tekjudreifingunni á Íslandi, einkum kjörum og skattbyrði hinna tekjuhæstu. 60 milljarðar runnu til 330 manna hóps árið 2016 en þar af voru 86 prósent fjármagnstekjur og báru 20 prósenta skatt. Alls var skattbyrði 0,1 prósentsins um 23 prósent.

johannpall@stundin.is

Tekjuhæstu 330 Íslendingarnir fengu samtals 60 milljarða í heildartekjur árið 2016 og greiddu af þeim 23,3 prósenta skatt. Alls 86 prósent teknanna voru fjármagnstekjur og báru 20 prósenta skatt en samtals runnu um 14,2 milljarðar af tekjum fólksins í ríkissjóð. Hópurinn samanstendur að miklu leyti af eigendum og stjórnendum fyrirtækja, útgerðarmönnum, bankamönnum, fjárfestum og fólki sem seldi hluti í fyrirtækjum fyrir umtalsverða fjármuni árið 2016. Þá eru læknar og lögmenn áberandi á listanum og fólk sem erft hefur miklar eignir.

Hér á næstu blaðsíðum eru birtar upplýsingar um launatekjur og fjármagnstekjur tekjuhæsta 0,1 prósentsins á Íslandi og fjallað stuttlega um bakgrunn margra þeirra sem tilheyra hópnum. Byggt er á nýjustu ítarlegu upplýsingunum um tekjur Íslendinga sem tiltækar eru, endanlegri skattskrá ríkisskattstjóra fyrir árið 2017 sem gerð var opinber síðasta vor og sýnir allar skattgreiðslur einstaklinga vegna ársins 2016.

Upplýsingavef lokað að kröfu Persónuverndar

Stundin sótti upplýsingarnar af vefnum Tekjur.is sem fór í loftið þann 12. október 2018 og hafði að geyma uppflettanleg gögn um launa- og fjár­magnstekjur allra full­orð­inna Íslend­inga.

Vilhjálmur H. Vilhjálmssonvar lögmaður þeirra sem stóðu að vefnum Tekjur.is og kom fram fyrir hönd þeirra í fjölmiðlum.

Vefnum var lokað að kröfu Persónuverndar þann 28. nóvember, en embættið taldi ábyrgðaraðila gagnagrunnsins bresta heimild til vinnslu persónuupplýsinganna, meðal annars vegna þess að löggjafinn hefði aldrei gert ráð fyrir að skattskrár yrðu gerðar almenningi aðgengilegar í „rafrænum gagnagrunni“. Fyrirtækinu var gert að eyða gagnagrunninum. Þegar það var gert hafði Stundin þegar safnað upplýsingum af vefnum um tekjuhæstu Íslendingana.

„Það er skemmst frá því að segja að ákvörðun stjórnar Persónuverndar kom á óvart enda eru á upplýsingasíðunni eingöngu birtar upplýsingar sem þegar eru opinberar samkvæmt lögum og hver sem er getur nálgast hjá ríkisskattstjóra,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Tekna.is, í yfirlýsingu vegna málsins. „Sú túlkun stjórnar Persónuverndar að gagnagrunnar falli ekki undir fjölmiðlun er áhyggjuefni og varhugaverð fyrir stöðu tjáningarfrelsisins og frjálsrar fjölmiðlunar í landinu.“

Tekjublöðin gefa bjagaða mynd

Sem kunnugt er hafa DV og Frjáls verslun gefið út svokölluð tekjublöð um árabil þar sem birtar eru upplýsingar um tekjur handvalinna skattgreiðenda. Þar er byggt á álagningarskrám ríkisskattstjóra, en þær geyma ekki endanlegar upplýsingar um álagða skatta heldur aðeins upplýsingar skattayfirvalda á grundvelli framtals eða áætlaðra tekna í þeim tilvikum sem framtali hefur ekki verið skilað. 

Skattskrár á borð við þær sem Tekjur.is byggði á geyma hins vegar endanlegar upplýsingar um álagða skatta eftir að kærufrestur er liðinn og ríkisskattstjóri hefur úrskurðað um kærur. Þær eru því áreiðanlegari en álagningarskrár og birta miklu heildrænni mynd af tekjuskiptingu og ólíkri skattbyrði launa- og fjármagnstekna. 

Gagnrýnir framsetningu í tekjublöðunumStefán Ólafsson telur tekjublöðin hafa, jafnvel með vítaverðum hætti, gefið bjagaða mynd af tekjudreifingu á Íslandi með því að undanskilja fjármagnstekjur.

Þegar Persónuvernd fjallaði um lögmæti rafrænnar birtingar tekjuupplýsinga lögðu forsvarsmenn Tekna.is áherslu á að þessi heildræna birting upplýsinga úr skattskrá gæti hrint af stað umræðu sem yrði „mun almennari og ígrundaðri en sú persónubundna og brotakennda umræða sem skapist þegar tekjublöðin og fleiri fjölmiðlar velji þúsundir einstaklinga af handahófi og birti þar óstaðfestar tekjur þeirra“. 

Í tekjublöðunum svokölluðu hafa einvörðungu verið birtar atvinnutekjur og lífeyristekjur en ekki fjármagnstekjur. „Það þýðir að stór hluti af tekjum hátekjuhópanna, jafnvel meirihluti tekna hæsta eina prósentsins, er þar undanskilinn,“ segja Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson í bók sinni, Ójöfnuður á Íslandi. „Þær tölur sem þannig eru birtar gefa mjög villandi mynd af hæstu tekjunum í samfélaginu – jafnvel svo að vítavert má telja.“ 

Með 720-faldar tekjur láglaunamanns

Einstaklingur sem tilheyrði 0,1 prósentinu fékk að meðaltali 184,2 milljónir árið 2016 eða sem samsvarar 15,3 milljónum á mánuði. Þeir tekjulægstu í þessum 330 manna hópi voru með rúmlega 62 milljóna árstekjur eða 5,2 milljónir á mánuði. 

Verkamaður við neðstu tíundamörk launa þénaði að meðaltali 347 þúsund króna heildarlaun á mánuði árið 2016, eða einn fimmtánda af tekjum þeirra sem voru við gólf tekjuhæsta 0,1 prósentsins. Að meðaltali var einstaklingur sem tilheyrði 0,1 prósentinu með 44-sinnum hærri tekjur en lágtekjumaðurinn.

Allra tekjuhæstu Íslendingarnir, þau Sigurður Þorsteinsson og María Bjarnadóttir, sem fengu hvort um sig heildartekjur yfir 3 milljörðum, voru hins vegar með 720 sinnum hærri tekjur en lágtekjumaðurinn. Með öðrum orðum: það tæki verkamanninn 720 ár að vinna sér inn þær tekjur sem tekjuhæsti karlinn og tekjuhæsta konan fengu árið 2016.

Upplýsingarnar sem birtast í nýjasta tölublaði Stundarinnar, og einnig hér að neðan, eru þær ítarlegustu sem birst hafa á prenti um tekjuhæsta 0,1 prósentið á Íslandi, það er að segja tekjur þeirra einstaklinga sem fengu allra hæstu heildartekjurnar á tilteknu ári. Í ljósi þess sambands sem er iðulega milli dreifingar eigna og fjármagnstekna má ætla að margir þeirra sem prýða listann séu einnig í hópi eignamestu landsmanna.

Tekjulistinn

Smelltu á nöfnin til að fá nánari upplýsingar.

1 Sigurður Þ. K. Þorsteinsson

3.190.120.243 kr.

Sigurður og María eru makar Margrétar og Hjartar Gíslabarna sem seldu, ásamt bróður sínum Hermanni, útgerðina Ögurvík til Brims árið 2016.
Mánaðartekjur 730.840 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 3.181.350.160 kr.
Samanlagðar árstekjur 3.190.120.243 kr.

2 María Bjarnadóttir

3.163.908.522 kr.

Mánaðartekjur 453.048 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 3.158.471.945 kr.
Samanlagðar árstekjur 3.163.908.522 kr.

3 Gísli J. Friðjónsson

2.845.646.982 kr.

Gísli er fyrrverandi eigandi og forstjóri Hópbíla en framtaksstjóðurinn Horn III, í rekstri Landsbréfa hjá Landsbankanum, keypti af honum fyrirtækið árið 2016.
Mánaðartekjur 876.260 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 2.835.131.865 kr.
Samanlagðar árstekjur 2.845.646.982 kr.

4 Einar Friðrik Sigurðsson

1.919.237.342 kr.

Einar Friðrik var eigandi útgerðarfyrirtækisins Auðbjargar sem var selt Skinney Þinganesi árið 2016.
Mánaðartekjur 481.298 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 1.913.461.770 kr.
Samanlagðar árstekjur 1.919.237.342 kr.

5 Katrín Þorvaldsdóttir

1.812.119.288 kr.

Katrín er erfingi Þorvaldar Guðmundssonar sem stofnaði fyrirtækið Síld og fisk ehf. árið 1944. Fyrirtækið framleiðir og selur Ali kjötvörur.
Mánaðartekjur 140.360 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 1.810.434.970 kr.
Samanlagðar árstekjur 1.812.119.288 kr.

6 Guðmundur Kristjánsson

1.123.893.243 kr.

Guðmundur er aðaleigandi Brims sem keypti rúmlega þriðjungshlut í HB Granda á 21,7 milljarða í fyrra og allt hlutafé í Ögurvík fyrir 12,3 milljarða. Þetta gerir hann að einhverjum umsvifamesta útgerðareiganda landsins, en ítök hans í íslenskum sjávarútvegi eru gríðarleg.
Mánaðartekjur 2.830.559 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 1.089.926.535 kr.
Samanlagðar árstekjur 1.123.893.243 kr.

7 Ármann Einarsson

796.066.830 kr.

Ármann er sonur Einars Friðriks og var einnig eigandi útgerðarfyrirtækisins Auðbjargar sem Skinney Þinganesi keypti árið 2016.
Mánaðartekjur 195.733 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 793.718.035 kr.
Samanlagðar árstekjur 796.066.830 kr.

8 Marta Árnadóttir

745.101.080 kr.

Marta hefur leikið lykilhlutverk í uppbyggingu Vero Moda ásamt systur sinni og móður og var um tíma stór hluthafi.
Fjármagnstekjur yfir árið 745.101.080 kr.
Samanlagðar árstekjur 745.101.080 kr.

9 Grímur Alfreð Garðarsson

744.789.726 kr.

Grímur er annar af aðaleigendum Vörðu Capital, fjárfestingarfélags sem kemur að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu, er hluthafi í Kortaþjónustunni og hefur verið í hópi stærstu hluthafa Kviku banka undanfarin ár.
Mánaðartekjur 52.789 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 744.156.255 kr.
Samanlagðar árstekjur 744.789.726 kr.

10 Guðrún Birna Leifsdóttir

697.954.996 kr.

Mánaðartekjur 153.954 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 696.107.545 kr.
Samanlagðar árstekjur 697.954.996 kr.

11 Brynjólfur Gunnar Halldórsson

634.870.671 kr.

Brynjólfur átti 6,24 prósenta hlut í Ögurvík og græddi á sölu útgerðarinnar til Brims árið 2016.
Mánaðartekjur 877.716 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 624.338.080 kr.
Samanlagðar árstekjur 634.870.671 kr.

12 Benedikt Rúnar Steingrímsson

559.838.537 kr.

Benedikt er einn af stærstu hluthöfum fasteignafélagsins Regins.
Mánaðartekjur 745.752 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 550.889.515 kr.
Samanlagðar árstekjur 559.838.537 kr.

13 Magnús Jóhannsson

548.633.817 kr.

Magnús Jóhannsson er stjórnarformaður og helmingseigandi fyrirtækisins Klakks fasteigna og fyrrverandi eigandi FM-húsa sem fasteignafélagið Reginn keypti að fullu í fyrra. Hann var með 548 milljónir króna í heildartekjur árið 2016 og meira en milljarð árið 2017.
Mánaðartekjur 745.752 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 539.684.795 kr.
Samanlagðar árstekjur 548.633.817 kr.

14 Jón Sigurðsson

545.729.332 kr.

Jón er stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi fjárfestingafélagsins Stoða, framkvæmdastjóri Helgafells, fyrrverandi forstjóri FL Group og hefur setið í stjórnum Refresco Gerber B.V. og Fjarðalax hf.
Mánaðartekjur 2.966.191 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 510.135.040 kr.
Samanlagðar árstekjur 545.729.332 kr.

15 Ari Fenger

545.234.041 kr.

Ari Fenger er eigandi Helgafells ásamt systrum sínum og móður og for­stjóri Nath­an og Ol­sen, fjölskyldufyrirtækisins sem var stofnað af stórkaupmanninum John Fenger fyrir meira en 100 árum.
Mánaðartekjur 3.006.450 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 509.156.640 kr.
Samanlagðar árstekjur 545.234.041 kr.

16 Kristín Fenger Vermundsdóttir

535.705.079 kr.

Kristín er móðir Fenger-systkina og einn af eigendum Helgafells sem keypti stóran hlut í Stoðum í fyrra.
Mánaðartekjur 396.399 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 530.948.295 kr.
Samanlagðar árstekjur 535.705.079 kr.

17 Henning Jóhannesson

481.590.440 kr.

Henning var stærsti eigandi Borgarhöfða í Grímsey og stjórnarformaður til margra ára en fyrirtækið var selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði í fyrra.
Mánaðartekjur 603.343 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 474.350.330 kr.
Samanlagðar árstekjur 481.590.440 kr.

18 Hinrik Kristjánsson

480.228.665 kr.

Hinrik útgerðarmaður er eigandi Fisk­vinnslunnar Kambs í Hafnar­firði.
Mánaðartekjur 50.105 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 479.627.410 kr.
Samanlagðar árstekjur 480.228.665 kr.

19 Árni Pétur Jónsson

444.330.539 kr.

Árni er fyrrverandi forstjóri Basko og enn stór hluthafi í fyrirtækinu sem hefur meðal annars rekið 10-11, Iceland, Kvosina og Dunkin´ Donuts.
Mánaðartekjur 3.826.073 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 398.417.660 kr.
Samanlagðar árstekjur 444.330.539 kr.

20 Eiríkur Ingvar Þorgeirsson

442.110.865 kr.

Eiríkur er augnlæknir, stór hluthafi í Icelandair og eigandi lækningafyrirtækisins ET sjónar.
Mánaðartekjur 761.659 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 432.970.955 kr.
Samanlagðar árstekjur 442.110.865 kr.

21 Magnús Ólafsson

431.937.834 kr.

Mánaðartekjur 3.120.757 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 394.488.750 kr.
Samanlagðar árstekjur 431.937.834 kr.

22 Sigurjón Runólfsson

420.083.998 kr.

Sigurjón er sonur Runólfs Óttars Hallfreðssonar útgerðarmanns sem rak samnefnt útgerðarfyrirtæki. Síldarvinnslan keypti hlut Sigurjóns í Runólfi Hallfreðssyni ehf. árið 2016.
Mánaðartekjur 334.583 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 416.069.005 kr.
Samanlagðar árstekjur 420.083.998 kr.

23 Kristján Guðmundsson

416.690.121 kr.

Mánaðartekjur 631.778 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 409.108.785 kr.
Samanlagðar árstekjur 416.690.121 kr.

24 Ragnheiður Runólfsdóttir

416.639.970 kr.

Ragnheiður er lífeðlisfræðingur og var landsþekkt keppniskona í sundi á yngri árum. Hún er dóttir Runólfs Óttars Hallfreðssonar útgerðarmanns, en Síldarvinnslan keypti hlut hennar í Runólfi Hallfreðssyni ehf. árið 2016.
Mánaðartekjur 450.700 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 411.231.575 kr.
Samanlagðar árstekjur 416.639.970 kr.

25 Jón Sigurður Pálsson

415.028.313 kr.

For­stjóri og eig­andi AB-vara­hluta.
Mánaðartekjur 1.366.851 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 398.626.095 kr.
Samanlagðar árstekjur 415.028.313 kr.

26 Guðjón Vilbergsson

356.536.365 kr.

Mánaðartekjur 920.000 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 345.496.365 kr.
Samanlagðar árstekjur 356.536.365 kr.

27 Guðjón Hólm Guðjónsson

332.327.925 kr.

Fjármagnstekjur yfir árið 332.327.925 kr.
Samanlagðar árstekjur 332.327.925 kr.

28 Ólafur Björnsson

319.969.398 kr.

Ólafur er eigandi Dalnes ehf sem á heildsöluna Innness og jafnframt 60 prósenta hlut í Haugen-Gruppen sem er heildsala með vörumerki á borð við Campbell’s, Heinz og Fazer á Norðurlöndunum.
Mánaðartekjur 818.789 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 310.143.930 kr.
Samanlagðar árstekjur 319.969.398 kr.

29 Jóhannes Óskar Grettisson

319.935.644 kr.

Mánaðartekjur 383.305 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 315.335.985 kr.
Samanlagðar árstekjur 319.935.644 kr.

30 Halldóra Lilja Helgadóttir

318.987.864 kr.

Mánaðartekjur 288.000 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 315.531.865 kr.
Samanlagðar árstekjur 318.987.864 kr.

31 Kristján V. Vilhelmsson

312.998.354 kr.

Kristján er annar af aðaleigendum Samherja ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni og með gríðarleg ítök í íslenskum sjávarútvegi.
Mánaðartekjur 26.083.196 kr.
Samanlagðar árstekjur 312.998.354 kr.

32 Matthías Guðmundsson

312.411.834 kr.

Mánaðartekjur 858.570 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 302.108.990 kr.
Samanlagðar árstekjur 312.411.834 kr.

33 Helga S. Guðmundsdóttir

302.542.203 kr.

Helga er fyrrverandi eiginkona Þorsteins Más Baldvinssonar og á með honum Eignarhaldsfélagið Stein ehf. Þorsteinn og Helga hafa tekið hundruð milljóna út úr félaginu með skattalega hagkvæmum hætti undanfarin ár, en félagið skilaði 5,8 milljarða hagnaði í fyrra.
Mánaðartekjur 204.800 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 300.084.600 kr.
Samanlagðar árstekjur 302.542.203 kr.

34 Valur Ragnarsson

300.563.194 kr.

Forstjóri Medis.
Mánaðartekjur 24.561.326 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 5.827.285 kr.
Samanlagðar árstekjur 300.563.194 kr.

35 Grímur Karl Sæmundsen

298.973.356 kr.

Forstjóri Bláa lónsins.
Mánaðartekjur 11.765.184 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 157.791.145 kr.
Samanlagðar árstekjur 298.973.356 kr.

36 Sigríður Matthíasdóttir

297.194.813 kr.

Mánaðartekjur 175.117 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 295.093.415 kr.
Samanlagðar árstekjur 297.194.813 kr.

37 Birgir Örn Birgisson

282.763.571 kr.

Framkvæmdastjóri Dominos.
Mánaðartekjur 2.435.573 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 253.536.695 kr.
Samanlagðar árstekjur 282.763.571 kr.

38 Jón Halldórsson

281.199.813 kr.

Mánaðartekjur 629.839 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 273.641.740 kr.
Samanlagðar árstekjur 281.199.813 kr.

39 Ársæll Hafsteinsson

277.561.742 kr.

Héraðsdómslögmaður og framkvæmdastjóri skilanefndar Landsbankans.
Mánaðartekjur 23.130.145 kr.
Samanlagðar árstekjur 277.561.742 kr.

40 Þorsteinn Már Baldvinsson

274.037.956 kr.

Þorsteinn er forstjóri og aðaleigandi Samherja, eins stærsta útgerðarfyrirtækis í Evrópu og einn auðugasti maður landsins. Heildartekjur hans voru 274 milljónir árið 2016 og 476 milljónir árið 2017. Stundin fjallaði nýlega um gríðarlega auðsöfnun hans í Eignarhaldsfélaginu Steini sem hann á með Helgu S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu sinni, en félagið á 40 milljarða hreina eign. Að stærstum hluta eru eignirnar hlutabréf í Samherja. Samherji er annar stærsti kvótahafi Íslands en einungis þriðjungshluti starfseminnar fer fram hér á landi. Útgerðarfyrirtækið hefur staðið í fjölþættum rekstri á aflands- og lágskattasvæðum í gegnum árin og rekur t.d. enn útgerð í Afríku í gegnum Kýpur. Samherji skilaði 14,4 milljarða hagnaði árið 2017 og greiddi hluthöfum 1220 milljónir í arð.
Mánaðartekjur 3.090.531 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 236.951.585 kr.
Samanlagðar árstekjur 274.037.956 kr.

41 Friðrik Örn Haraldsson

272.240.452 kr.

Mánaðartekjur 654.871 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 264.381.995 kr.
Samanlagðar árstekjur 272.240.452 kr.

42 Kári Jónsson

269.928.449 kr.

Mánaðartekjur 914.907 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 258.949.565 kr.
Samanlagðar árstekjur 269.928.449 kr.

43 Ómar Ásgeirsson

261.615.602 kr.

Ómar er stofnandi fyrirtækisins Martaks hef­ur verið leiðandi í þróun og fram­leiðslu búnaðar og heild­ar­lausna fyr­ir rækju­vinnslu víða um heim en seldi fyrirtækið árið 2016.
Mánaðartekjur 101.117 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 260.402.200 kr.
Samanlagðar árstekjur 261.615.602 kr.

44 Laufey Jóhannsdóttir

253.991.100 kr.

Laufey er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins Danica, umboðsverslunar með fisk og fiskafurðir.
Mánaðartekjur 787.713 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 244.538.545 kr.
Samanlagðar árstekjur 253.991.100 kr.

45 Dagur Brynjólfsson

251.444.477 kr.

Mánaðartekjur 412.020 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 246.500.235 kr.
Samanlagðar árstekjur 251.444.477 kr.

46 Guðni Már Brynjólfsson

250.895.122 kr.

Mánaðartekjur 412.020 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 245.950.880 kr.
Samanlagðar árstekjur 250.895.122 kr.

47 Baldur Björnsson

246.461.396 kr.

Baldur er stofnandi og framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar en seldi 65 prósenta hlut í félaginu árið 2016.
Mánaðartekjur 1.347.824 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 230.287.505 kr.
Samanlagðar árstekjur 246.461.396 kr.

48 Anna Guðný Hermannsdóttir

243.382.940 kr.

Mánaðartekjur 1.085.622 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 230.355.475 kr.
Samanlagðar árstekjur 243.382.940 kr.

49 Andri Þór Guðmundsson

238.438.060 kr.

Forstjóri og einn af eigendum Ölgerðarinnar.
Mánaðartekjur 3.165.876 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 200.447.550 kr.
Samanlagðar árstekjur 238.438.060 kr.

50 Vilhelm Róbert Wessmann

237.848.865 kr.

Róbert Wessmann er forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen, fyrrverandi forstjóri Actavis og hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi um árabil. Stundin greindi frá því í desember að Róbert hefði fengið persónulegar ábyrgðir á milljarða króna skuldum sínum og fyrirtækja sinna niðurfelldar hjá Glitni í árslok 2013. Til að losna við ábyrgðirnar og til að gera upp skuldir, sem um mitt ár 2009 námu samtals um 45 milljörðum króna, greiddi Róbert tæplega 1.300 milljónir króna í reiðufé. Róbert var meðal annars í 98 prósenta sjálfskuldarábyrgð fyrir 5,3 milljarða króna láni sem Glitnir veitti félagi hans, Salt Financials, til að kaupa hlutabréf í Glitni þann 18. september árið 2008, nokkrum dögum fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á bankanum en fimm af starfsmönnum Glitnis voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun, meðal annars út af þeirri lánveitingu, í fyrra.
Mánaðartekjur 19.325.843 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 5.938.755 kr.
Samanlagðar árstekjur 237.848.865 kr.

51 Októ Einarsson

236.159.667 kr.

Stjórnarformaður og einn af eigendum Ölgerðarinnar.
Mánaðartekjur 2.728.048 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 203.423.090 kr.
Samanlagðar árstekjur 236.159.667 kr.

52 Páll Guðmundsson

231.913.362 kr.

Mánaðartekjur 337.137 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 227.867.715 kr.
Samanlagðar árstekjur 231.913.362 kr.

53 Guðrún Helga Lárusdóttir

228.885.504 kr.

Guðrún er útgerðarkona og eigandi Stálskips. Athygli vakti þegar hún höfðaði mál gegn íslenska ríkinu vegna auðlegðarskattsins sem hún taldi fela í sér brot gegn réttindum sínum. Dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að auðlegðarskatturinn væri í samræmi við stjórnarskrá. Stálskip seldi frystitogarann Þór HF-4 til Rússlands og hætti fiskveiðum árið 2014 en hefur síðan verið starfrækt sem fjárfestingarfélag. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2017 nema heildareignir Stálskips rúmum 12,3 milljörðum króna, en þar af eru um 6,8 milljarðar á bankabókum.
Mánaðartekjur 777.941 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 219.550.215 kr.
Samanlagðar árstekjur 228.885.504 kr.

54 Eggert Árni Gíslason

227.958.985 kr.

Framkvæmdastjóri Mata.
Mánaðartekjur 1.591.306 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 208.863.310 kr.
Samanlagðar árstekjur 227.958.985 kr.

55 Freyr Steinar Gunnlaugsson

223.395.768 kr.

Útgerðarmaður og eigandi skipsins Odds á Nesi.
Mánaðartekjur 653.698 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 215.551.390 kr.
Samanlagðar árstekjur 223.395.768 kr.

56 Kristján Loftsson

222.698.529 kr.

Kristján er helsti hvatamaður hvalveiða við Íslandsstrendur og forstjóri og aðaleigandi Hvals hf. sem faðir hans stofnaði. Þá byggði Kristján upp útgerðarveldið HB Granda ásamt Árna Vilhjálmssyni heitnum. Þeir keyptu stærstan hlut Reykjavíkurborgar í Granda árið 1988 en síðar sameinaðist fyrirtækið útgerð Haraldar Böðvarssonar og er nú stærsta útgerðarfyrirtæki landsins. Síðasta vor urðu kaflaskil þegar Kristján, systir hans Birna Loftsdóttir og Sigríður Vilhjálmsdóttir, systir Árna, seldu hlut sinn í HB Granda til Brims og forstjóra þess, Guðmundar Kristjánssonar, á 21,7 milljarða. Heildarárstekjur Kristjáns Loftssonar árið 2016 voru 222 milljónir en árið 2017 þénaði hann 1,4 milljarða. Í ljósi söluhagnaðarins vegna HB Granda voru fjármagnstekjur Kristjáns á árinu 2018 líklega talsvert hærri en árin 2016 og 2017.
Mánaðartekjur 6.179.458 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 148.545.030 kr.
Samanlagðar árstekjur 222.698.529 kr.

57 Jón Helgi Guðmundsson

219.285.552 kr.

Jón Helgi er stærsti eig­andi Nor­vik ásamt börnum sínum en fyrirtækjasamsteypan er með starfsemi í sex Evrópulöndum. Eitt af dótturfélögum Norvíkur er byggingavöruverslunin Byko sem skilaði 1.345 milljóna hagnaði í fyrra en var nýlega sektað fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Áður var Jón Helgi eigandi Kaupásskeðjunnar en undir hana heyrðu meðal annars Krónan, Nóatún, Kjarval, Elko og Intersport.
Mánaðartekjur 2.949.310 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 183.893.830 kr.
Samanlagðar árstekjur 219.285.552 kr.

58 Margrét Ásgeirsdóttir

218.184.283 kr.

Margrét er eigandi og stofnandi ODDSSON hótels og hostels í Jl Húsinu og veitingastaðarins Bazaars. Hún er fyrrverandi eiginkona Skúla Mogensen.
Mánaðartekjur 699.456 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 209.790.805 kr.
Samanlagðar árstekjur 218.184.283 kr.

59 Kristinn Ágústsson

214.399.358 kr.

Mánaðartekjur 414.415 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 209.426.375 kr.
Samanlagðar árstekjur 214.399.358 kr.

60 Poul Jansen

205.358.798 kr.

Mánaðartekjur 103.497 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 204.116.835 kr.
Samanlagðar árstekjur 205.358.798 kr.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Þorsteinn Már í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra

Þorsteinn Már í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra

0,1 prósentið

Eignarhaldsfélag Þorsteins Más Baldvinssonar og Helgu Guðmundsdóttur, fyrrverandi eiginkonu hans, bætti við sig 9 milljarða króna eignum í fyrra.

OECD: Mikilvægt að beita skattkerfinu gegn ójöfnuði

OECD: Mikilvægt að beita skattkerfinu gegn ójöfnuði

0,1 prósentið

26 ríkustu menn í heiminum eiga álíka mik­inn auð og fátæk­ari helm­ingur mannkyns samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam. Fjármagnstekjuskattur er hagkvæm leið til að sporna gegn ójöfnuði að mati sérfræðinga OECD en skattlagning heildareigna getur einnig komið að gagni ef útfærslan er skynsamleg.

Hlutdeild hátekjuhópa í heildartekjum landsmanna eykst

Hlutdeild hátekjuhópa í heildartekjum landsmanna eykst

0,1 prósentið

Hátekjuhóparnir taka til sín æ hærra hlutfall heildartekna á Íslandi þrátt fyrir að tekjuójöfnuður mælist minni en annars staðar samkvæmt Gini-stuðlinum. Fjármagnstekjur koma einkum í hlut tekjuhæstu og eignamestu landsmanna en eru skattlagðar minna en launatekjur.

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir

0,1 prósentið

„Maður borgar bara þessa skatta og er hundfúll yfir því,“ segir stjórnarformaður fasteignafélags sem fékk meira en milljarð í fjármagnstekjur árið 2017. „Hlutverk skattsins á ekki að vera að jafna út tekjur,“ segir framkvæmdastjóri sem kallar eftir flatara skattkerfi. Tekjuháir Íslendingar sem Stundin ræddi við hafa áhyggjur af því að skattar dragi úr hvatanum til verðmætasköpunar og telja fjármagnstekjur skattlagðar of mikið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira  en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Prestur seldi hús á 15 milljónum meira en hann keypti það á af Þjóðkirkjunni

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Aðgerðir Eflingar njóta verulegs stuðnings

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Vara­formaður Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar rekur óskráðan fjöl­miðil

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Valkyrja

Stöð 2 með drulluna upp á bak

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Kvótaerfingi sýnir skart, seðla og dýra bíla í nýju myndbandi

Höft, skömmtun, og spilling

Stefán Snævarr

Höft, skömmtun, og spilling

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

Sjávarútvegsráðherra hefur litlar skoðanir á máli sem er pólitískt stórmál í Noregi

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þorvaldur Gylfason

„Mitt er mitt, við semjum um hitt“

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Þýsk yfirvöld auka viðbúnað eftir hryðjuverkaárás hægri öfgamanns

Ráðherra hefur ekki heimild

Steindór Grétar Jónsson

Ráðherra hefur ekki heimild

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Samskipti ráðuneytisins við borgarana „ekki góð“

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik